Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2013 Nóvember

26.11.2013 10:07

Kindafréttir


Er ekki rétt að hafa kindarlegar fréttir :)
Maður er auðvitað alveg hættur að skrifa um börnin, hvað þá hestana og nú verður bara skrifað um kindur eða "fé".


Sauðfjárbúskapur minn byrjaði nú ekki vel, nágrannaerjur urðu strax á 3ja degi. Ég keyrði á kind hjá nágranna mínum og hún drapst, það var ömurlegt. Gott að Sigrún og Sigfús eru dásamlegir vinir mínir svo við gátum strax samið um vopnahlé....emoticon

Nú hrútarnir voru teknir inn og lömbin líka snemma í nóvember. Fór á gæðastýringarnámskeið á Akureyri ásamt Rönnu 13. nóvember og af því ég er svo hrikalega klikkuð þá dreif ég mig á rúningsnámskeið hjá Guðmundi Hallgrímssyni sem haldið var í Uppsölum. Hélt það væri nú eitthvað sem færi alveg með skrokkinn á manni en það sem vafðist mest fyrir mér voru klippunar. Ég þorði auðvitað alls ekki að beita þeim, var svo hrædd um að klippa í kindina. Komst að því að ef maður lætur kindinni líða vel, þ.e. að hún liggi rétt og er fljótur að klippa þá er þetta ekkert vandamál..... ég var hins vegar ekki fljót að klippa og þær urðu bara reiðar sem þýðir að þá verður maður uppgefinn. Er ekki alveg nógu vel á mig líkamlega komin til að slást við kindur svo nú er bara að massa sig upp og drífa  sig í að rýja... nei ég segi svona.  Auðviað er erfitt að rýja margar kindur á dag en ég er nú ekkert að fara í þann pakkann :) Námskeiðið var frábært og gaman að sjá hvað Guðmundur er mikill snillingur að rýja. Við Didda í Litladal vorum þarna ásamt nokkrum unglingspiltum sem fóru létt með þetta, flottir framtíðar bændur.Ég ætla ekki að setja myndina inn af aumingjans kindinni sem ég rúði, þeirri fyrstu.... já við skulum ekkert tala um það..... en þær skánuðu nú.....
 
Nú svo fór ég á bændafund einhverjum dögum seinna hér á Blönduósi, hrútakynningu 22. nóv. og nú liggur maður yfir Hrútaskránni...... ekkert eins spennandi eins og hrútar 
emoticon emoticon


  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar