Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2013 Ágúst

13.08.2013 08:23

Og sumarið er hestaferðir :)


Jú loksins tími fyrir hestaferðir og smá gönguferðir en aðallega hestaferðir.
Hentist uppá Hnjúkana báða, þ.e. við Hnjúkahlíð og Hnjúk síðustu helgina í júlí en ekki hefur gefist tími til meiri tindagangna síðan því ég hef eiginlega verið á hestbaki .....

Við Bjartmar riðum útí Brekku 26. júlí með 3 hesta en Sigurgeir ætlaði að koma með okkur en komst ekki. Sigrún kom fram í Miðhús með sína hesta og við riðum úteftir í æðislegu veðri.

31. júlí fórum við Sigrún á Sauðadalinn með nokkur hross fyrir Þóri í Syðri-Brekku og það var frábært. Hef aldrei komið þangað og Sauðadalurinn kom mér verulega á óvart, vissi ekki um að hann væri svona langur og aldrei spáð í það hvernig hann liti út. Virkilega skemmtileg ferð með góðri vinkonu í góðu veðri.

Þegar búið var að járna þá hesta sem eftir voru í Miðhúsum riðum við með rest útí Brekku. Aðeins til að þjálfa þá fyrir stóru hestaferðina.
Ætluðum svo að ríða út fyrir í Þingeyrar og svo fram í Sveinsstaði en þar sem veðrið var ömurlegt þá riðum við í Hólabak þjóðvegaleiðina :)

Svo var það stóra hestaferðin.
Einhvern tíman í sumar spurði ég Óla á Sveinsstöðum hvort þau færu ekki í hestaferð í sumar, alltaf að reyna að troða mér með í hestaferðir :) og jú jú hann sagði að það væri nú. Fékk svo sms frá honum fyrir nokkru um að ég ætti að aflýsa allri kennslu í vikunni eftir verslunarmannahelgi sem ég og gerði því ferðinni væri heitið í Fljótsdrög. Geggjað alveg þar sem ég hafði ekki komið þangað í 20 ár og frábært að fara með frábæru fólki í hestaferð.

Allt gert klárt.... lagt af stað frá Sveinsstöðum á þriðjudegi og riðið fram í Saurbæ í frábæru veðri.
Í ferðinni voru stór-fjölskyldan á Sveinsstöðum, Hnjúki og Hólabaki og við, alls 25 manns.

Þessi tvö eru alltaf góð hvort við annað :)
Sunna Margrét var afskaplega glöð að fá hann Mósa lánaðan hjá Hörpu.Hestarnir mínir að fá sér vatn í hólfinu í Saurbæ.
Á miðvikudeginum var lagt af stað uppúr kl. 13 frá Saurbæ og riðið fram í Öldumóðuskála.


Að sjálfsögðu nestisstopp við hliðið á Grímstunguheiðinni ....


og það vantaði sko ekki bakkelsiðKristinn Bjarni mætti með vertakaflokkinn sinn og það var alveg sama hvar við stoppuðum, vegavinna fór í gang og hann fékk hjálp hjá hinum börnunum. Aldeilis áhugasöm með vegavinnuna.Ég hafði greinilega ekki komið lengi í Öldumóðuskála því hann var svolítið mikið breyttur frá því sem áður var og var bara glæsilegur og gaman að koma þar.

Á fimmtudag fórum við fram í Fljótsdrög en þangað eru 40 km frá Öldumóðuskála svo það var nokkuð strangur dagur og veðrið kannski alveg það albesta en það var suðaustan strekkingur sem þýddi nokkur mótvindur.
Það var nú  svo sem ekkert að drepa okkur en leiðin upp Stórasand að Grettishæð er sú sem mér þótti ekki skemmtileg og ég var dauðfegin að komast þangað..... þar var auðvitað slegið upp veisluborði í skjóli bíla og baggarnir hans Bigga á Kornsá komu að góðum notum þar.... þeir hurfu svo í hestana um kvöldið :)Stórisandur er ekki beint fallegasti staðurinn en auðvitað er það spurning um hugarfar hvernig maður lítur á náttúruna. Hestarnir lestuðu sig flott á leiðinni frá Grettishæð að næsta stoppi og mér fannst leiðin frá Grettishæð og niður í Fljótsdrög bara æðisleg.Alltaf jafn dásamlegt að koma niður í Fljótsdrögin alveg þó það séu 20 ár síðan ég var þar síðast. Vá hvað þetta er eitthvað frábær staður og mikil vin, beittum hestunum á "síðasta" grasblettinum áður en maður ferð norður Stórasand eins og Maggi á Sveinsstöðum sagði.Miðhúsahestarnir þekktu sig og vissu nákvæmlega að þeir voru að verða komnir á áfangastað.


Hestarnir að fá sér að drekka við Fljótsdragaskála.


og svo var það heytuggan, lítið er um gras í hólfinu eða reyndar ekkert ...

Skálinn er alveg eins og síðast þegar ég sá hann, svakalega lítill, allavega fyrir 25 manns en það er allavega komið A-hýsi sem hýsti 5 manns og svo er komið lúxus klósett. Alltaf samt gott og gaman að koma þarna og ótrúlegt hvað hægt er að stafla fólki í þennan litla kofa.

Föstudag var farið til baka í Öldumóðuskála. Veðrið var frábært þann daginn. Við stoppuðum góða stund þegar við komum niður af Sandinum og þar var þessi alveg búinn á því enda búinn að hlaupa uþb. 80 km. á 3 dögum.


Maggi Ólafs grillaði lamb þegar í skála var komið ........ við tókum lambið með okkur úr byggð :)


við gerðum því auðvitað góð skilAllir að gera sig kláran fyrir niðurferð á laugardeginum og þessi mynd er uppáhaldsmyndin mín úr ferðinni. Magnús Ólafsson yngri sem verður 3 ára í haust er hér að gera Maríönnu fína. Svo mikið krútt.Fengum auðvitað þoku útvið heiðargirðingu .....svolítið bratt niður af Grímstungunni.....Þessi tvö riðu marga "spottana" ......Gott að sjá hestana í GRASI eftir mörg mögur hólf á heiðinni. Held þeir hafi verið rosalega fegnir að fá nóg af grasi.Bríet, Bjartmar, Harpa, Salka, Magnús og Sunna fóru marga "spotta". Bjartmar var með fyrsta daginn og tvo seinustu en þau hin fóru alla leið fram í Fljótsdrög. Sunna og Bríet riðu bara einar á sínum úrvalshestum en Harpa, Salka og Magnús voru í taum. Aldeilis frábærir knapar og gaman að sjá hve dugleg þau voru að hossast marga kílómetra.Maggi lánaði Bjartmari Glæsi og það fór svona ask...... vel hjá honum. Fannst þetta ekkert smá gaman :)Dýnan hennar Bjargar sem bjargaði rassinum á mér. Án hennar væri ég með engan rass lengur ;)Síðasti spottinn í gegnum rörið hjá Sveinsstöðum ....Ferðin endaði svo í enn einni glæsilegu veislunni en það var í sumarbústaðnum á Litlu-Sveinsstöðum.Siggi kom á hinum hestöflunum í kaffið ....
Ferðin var æðisleg og sýnir manni enn og aftur hvað það er gaman að vera með skemmtilegu fólki og á góðum hestum. Þá skiptir ekki öllu máli hvort landslagið er fegurð Vatnasdals og Fljótsdraga eða urð og grjót eins og á Stórasandi. Ég fékk nýja sýn á Stórasand, hafði nú bara séð hann í göngum og einni hestaferð og núna upplifði ég hann allt örðu vísi enda miklu eldri og vitrari :) Veðrið var að mestu alveg dásamlegt líka.


Það sem mér fannst líka gaman við þessa ferð hve krakkarnir allir gátu endalaust fundið sér eitthvað að gera, hvort sem þau voru í bíl eða í skála. Aldrei urðu deildur eða grenjur heldur voru þau bara alltaf eitthvað að dunda sér. Fóru síðan endalaust á hestbak og hossuðust heilu kílómetrana eins og þau hefðu ekki gert neitt annað. Aldeilis bara gaman að vera í hestaferð þar sem ALLIR koma með og allir fá að vera á hestbaki eins og þau vilja.


Læt hérna 2 myndir fyljga sem Elín Ósk tók
Samvinna okkar stelpnanna var með eindæmum ;)

og við Bjartmar í jafnvægisæfingum eftir að hafa þurft að "skreppa" aukarúnt í að ná í Kornsárhestana sem sluppu niður á Flöguengin af því það gleymdist að loka hliðinu þangað niðureftir ;) Fagrajörp og Gletta voru svolítið þreyttar....


Fleiri myndir í myndaalbúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar