Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2013 Maí

15.05.2013 10:26

Loksins


Loksins loksins gef ég mér tíma í að skrifa hér inn :)

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur að ég hef bara ekki gefið mér tíma í að skrifa hér, ef ég skrifa eitthvað þá hef ég skrifað á Neistavefinn þar sem ég sé um að koma langflestum fréttum þar inn.

En hvar á ég að byrja....

Ég komst í að  keppa á einu móti í vetur, 6. apríl og varð í 2. sæti á eftir Magga Ólafs og Gáska, það er ekki hægt að vinna Gáska enda vorum við alveg sáttar með 2. sætið.
Hátíð greyið er í engu formi enda hefur henni ekki verið riðið í allan vetur, hún ásamt öllum hinum  hrossunum mínum hafa það bara gott, standa og éta og standa og hanga. Voðalega gaman en hér er allavega mynd af okkurVið fórum í 6 fermingarveislur, þær voru allar hér á svæðinu, allt mjög vel skipulagt, við komust í allar og nutum vel og það var yndislegt. Mamma kom um páskana og var í nokkra daga eða á milli ferminga :)
Hún kenndi Bjartmari að prjóna og honum fannst það ekkert smá gaman..... hann fer kannski fram úr mér bara í prjónaskapnum.Svo voru páskar einhvern tímann og eftir páska voru knapamerkjaprófin og þau komu öll vel út. Við vorum ekki á neinum námskeiðum í vetur nema Bjartmar, ég hreinlega nennti því ekki og var líka búin að fá nokkurn veginn nóg af þeim í bili. Þegar ég tala um knapamerkjapróf þá sé ég sem sagt um að koma þeim á og halda utan um það hjá hestamannafélaginu. Það fóru 2 dagpartar í prófin og þau gengu öll vel. Gaman að sjá hvað námskeiðin gengu vel í vetur og þau voru vel sótt. Strax eftir prófin hófust æfingar fyrir Afmælissýningu Neista en hún átti að vera 28. apríl en var frestað til 5. maí sökum veðurs.

Sumarskemmtunin hjá yngri deildinni var á sínum stað á sumardaginn fyrsta, 25. apríl.
Bjartmar var í kóngur í leikritinu í 4. bekk. Gaman að sjá hvað lagt er mikið i búninga og uppsetningu á öllum þessum atriðum hjá hverjum bekk fyrir sig :)Sigurgeir var fenginn í að vera með í dansatriði með 2. og 3. bekk. Mjög flott og gaman hjá þeim :)Nú ég var á endalausum rúntum með tökuliði og leikurum myndarinnar Svart og hvítt Svart og hvítt (trailer)
en nokkrir strákar í unglingadeildinni áttu að gera stuttmynd sem varð að langmynd og ég var endalaust að skutla þeim hingað og þangað. Svo gaman en svo mikil vinna en skemmtileg örugglega. Þeir frumsýndu svo myndina 1. maí og það komu 170 manns á frumsýningu. Þeir gáfu Rauða krossinum alla innkomu af frumsýningu. 2. sýning var svo 9. maí og þá komu um 50 manns svo 220 manns á myndina var bara frábært.
Nú næsta voru vortónleikar Tónlistarskólans og þeir spiluðu þar eins og alltaf.
Sigurgeir á gítarinn.....

Bjartmar á klarinett og Skarpi á gítarinn :)
og Sigurgeir á saxann og Svavar á píanóið :)

5. maí var svo Afmælissýning Neista en félagið er 70 ára í ár.
Við vorum með endalausar æfingar enda mörg atriði fyrir öll börnin sem voru á námskeiðum í vetur. Veðurspáin fyrir 28. apríl var ömurleg svo við frestuðum sýningunni um viku. Við vorum á báðum áttum hvort við ættum að halda hana eða ekki þar sem spáin var frekar leiðinleg fyrir sunnudaginn 5. en létum slag standa því við vissum það að ef við myndum ekki halda hana þarna þá yrði hún ekki haldin. Við fengum frábært veður fyrri part dags og það slapp allt. Sjá frétt um sýninguna á Neistavefnum.

Hér eru þeir Sigurgeir, Hákon og Haukur á æfingu, flottir strákar og alltaf gaman hjá þeim.
Við Bjartmar skruppum í Miðhús 9. maí, sem er fermingardagurinn minn..... hér er ein mynd af mér síðan 1976 þá var ekki sauðburður heldur fermingar :)Þruma hans Bjartmars var borin 2 gráum lambhrútum og við kíktum auðvitað á þau....
Þegar við komum heim fórum við á hestbak. Bjartmar prófaði Glettu og það gekk svona glimrandi vel. Kannski við getum farið að hvíla Fögrujörp ..... maður veit aldrei :)

Námskeiðahaldi hjá Neista fer að ljúka, það eru bara uppskeruhátíðir eftir og þá fer nú að minnka þetta námskeiðsstúss og ég get farið að sinna mínum hestum emoticon emoticon emoticon

Ég fór og prófaði Háfeta sl. laugardag. Hann var geltur í byrjun apríl og nú verður hann bara reiðhestur. Mjög svo glöð með að hafa tekið þessa ákvörðun ásamt Helgu að hafa gelt hann. Það er svo miklu gáfulegra að eiga reiðhest heldur en einhvern graðan hest útí haga sem aldrei er hægt að nota. Svo nú er spurning hvað á að gera við hann ;)
 Þar sem mig langaði að vita hvenær Háfeti er fæddur þá fletti ég auðvitað upp í gömlum fréttum og jú fann það, hann er fæddur 13. maí 2008 svo nýbúinn að eiga 5 ára afmæli.

Gott að hafa svona dagbók :)14.05.2013 12:28

Þolinmæði þrautir vinnur allar


Eruð þið nokkuð orðin úrkula vonar.....
Það fara að koma inn fréttir von bráðar, alltof mikið að gera í mörgu :)

 

  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 640891
Samtals gestir: 98049
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 07:23:25

Tenglar