Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2013 Mars

20.03.2013 10:30

Dagskráin.....


Það er svo mikil dagskrá hérna að ég man ekki hvað var hvað......

Jú Sigurgeir fór til Coventry og það var frábær skemmtun og mikil upplifun.  Fjölskyldan sem hann var hjá og fjölskyldan sem Benni var hjá buðu þeim á leik Man. City og Aston Villa. Þar sem Sigurgeir var með bláa húfu varð hann að kaupa sér Aston Villa húfu og trefil svo hann passaði inn í hópinn.Frábært að eiga kost á þessu. Þau komu heim 6. mars en þá var vitlaust veður fyrir sunnan, aldrei þessu vant. Krakkarnir sem fóru út þann morguninn (það var annar hópur á leið til Bretlands) rétt komust á flugvöllinn áður en Reykjanesbraut var lokað. Hópurinn hans Sigurgeirs lentu um miðjan dag og voru lengi á leiðinni til Reykjavíkur og auðvitað fóru þau ekkert lengra þann daginn þar sem það var vitlaust veður. Þau komu svo heim í hádeginu 7. mars og fóru beint á fund um dreifnám sem byrjar hér í haust á vegum Fjölbrautarskólans á Sauðárkróki. Aldeilis frábært og ég hlakka til að hafa þessa krakka einn vetur enn heima.
Ég fór svo á opinn fund um dreifnámið síðar um daginn. Mjög jákvæð og skemmtileg umræða.

Nú það var sem sagt vitlaust veður í 3 daga í þessari viku og svo var bíllinn bilaður....
þannig að sú vika var bara kósýheit heima :)
Næsta vika var Bjartmar orðinn lasinn á þriðjudagi svo við vorum heima þá viku og horfðum á Merlin (5.þáttaröð), ekki gott því það er svo gaman að horfa á þetta á laugardagskvöldum í sjónvarpinu en hva...... við verðum búin að gleyma því þegar það verður loksins sýnt í sjónvarpinu :)

Goðamótið var sl. helgi á Akureyri og við vorum löngu búin að skrá Bjartmar í það og fá íbúð og alles. Ákváðum að fara þó Bjartmar væri ekki orðinn hress en hann lék lítið með, fór aðeins inná en fór með strákunum í lazertag og keilu svo helginni var bjargað. Svo hann lék eiginlega ekkert og ekkert á laugardag og sunnudag og vorum við komin heim um miðjan dag á sunnudegi.


Verð trúlega að fara að skipta um bíl..... grey skodinn er alveg að gefa sig.... fyrst fór rafallinn, síðan eitthvað í sambandi við túrbínuna og núna eru það hjólalegur. Svo það er spurningin um hvort maður hefur hann stanslaust á verkstæði eða hvort maður fari að huga að nýrri bíl. Veit bara ekki.  Framundan er páskafrí svo það er eins gott fyrir hann að vera í lagi, þ.e. Skodann :)

 

04.03.2013 09:05

og mars er líka kominn


Jæja mars er kominn og auðvitað komið vont veður........ er þá ekki rétt að eyða tímanum í að skrifa eitthvað hér af því það hefur ekkert verið skrifað í mánuð..... annaðhvort eru engar fréttir eða ég bara nenni þessu ekki lengur emoticon
Verst er auðvitað að núna man ég ekkert hvað hefur á daga okkar drifið..... alltaf brjálað að gera hjá Sigurgeiri, heilmikið hjá Bjartmari, minna hjá mér.

Krakkarnir í 10. bekk sjá núna um sjoppuna í Reiðhöllinni og voru þar þegar töltkeppnin var 14. feb og líka á Grunnskólamótinu 17. febrúar. Þá var Sigurgeir að vinna, það mót tókst frábærlega, bæði reyndar og allt gekk vel. Hvorki ég eða Sigurgeir vorum að keppa, ég hef ekki farið á hestbak síðan í janúar 1x og Sigurgeir eitthvað álíka, hann hefur ekki haft tíma og ég ekki nennu.

Árshátíðin sem var 22. febrúar og var frábær. Krakkarnir í unglingadeildinni sýndu leikritið Uppgjörið í leikstjórn Jófríðar Jónsdóttur fyrir fullu húsi. Sigurgeir fór á kostum sem og aðrir unglingar. Virkilega skemmtilegt.


Eftir leikritið var Blönduvision-keppnin og þar sungu Sigurgeir og Bergur hið frábæra lag Fiskinn hennar Stínu. Ofboðslega flott hjá þeim en þeir komust nú ekki í úrslit, ég átti svo sem ekki von á því enda sagði Sigurgeir það sjálfur að hann ætti ekki von á því heldur, hann var eiginlega að gera þetta uppá grín af því Bjartmar elskar EKKI fisk. Fannst þetta svolítið fyndið lag þar sem ég söng það alltaf í fjósinu með Magga í "den". Þetta var samt flottasta atriðið, svo skemmtilegt hjá þeim.Eftir kaffið og söngskemmtunina var að sjálfsögðu ball. Gaman að sjá krakkana þegar þau fara í kokkinn og dansa svo gömlu dansana sem Þórhalla er búin að kenna þeim. Svo gaman....


Frábær skemmtun.

Núna um helgina var Samfés í Reykjavík og Sigurgeir fór á það auðvitað ásamt öllum hinum krökkunum.  Blönduskóli átti í fyrsta sinn keppendur þar sem er bara frábært og skemmtilegt fyrir þau og okkur auðvitað líka.
Þar sem Sigurgeir var að fara beint til Bretlands með 2 öðrum og Lilju kennara í Comeníus verkefninu þá varð hann eftir í Reykjavík hjá ömmu sinni og Lilja tók hann eldsnemma í gærmorgun og dreif þau á flugvöllinn. Hann hringdi í mig um miðjan dag og var þá kominn en þau gista heima hjá fjölskyldum í Coventry og sagði að fjölskyldan væri æðisleg. Ég var búin að biðja hann um að vera ekki með neina aulabrandara sem enginn myndi skilja en  hann sagði að einmitt væri þau þannig, þannig að sækjast sér um líkir.

Vildi eiginlega vera í unglingadeild Blönduskóla, það er svo margt skemmtilegt í gangi hjá krökkunum.


Nú en við stelpurnar í saumó létum loks verða af því að fara saman í sumarbústað til að hafa gaman, borða, hlægja, prjóna og allt það sem tilheyrir sumarbústaðaferðum. Fórum í Varmahlíð og það var rosalega gaman. Stelpurnar eru svakalega góðar í að elda og baka. Það var hlaðborð á klst. fresti og ég bara kom ekki nálægt því, hvorki bakaði eða eldaði. Takk kærlega fyrir mig mínar kæru vinkonur :)
og nú er úti veður vont.......


  • 1
Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641686
Samtals gestir: 98129
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 10:21:56

Tenglar