Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2013 Febrúar

03.02.2013 11:14

Febrúar kominn

Já já okí okí, ég er ekki að skrifa og febrúar er strax mættur :)

Aðeins of mikið að gera hjá mér svo ég man hreinlega ekki hvað ég gerði sl. mánuð.
Jú við Sigurgeir komumst að því að hann hefur alltof mikið að gera, hann fór í FNV eina helgina á iðngreinakynningu, þau fóru líka í fyrra og þetta er alveg frábær hugmynd og skemmtileg fyrir þau, þ.e. 9. og 10. bekkur á kost á þessu. Þau fara aftur þorrablótshelgina svo ekki komast þau á þorrablót. Helgina eftir fór hann á Samfés norður á Ólafsfjörð og kvöldið eftir á Þorrablót á Blönduósi með 10. bekknum þ.e. þeim sem fóru. Það var mjög gaman sagði hann. Ég spurði hann hvernig hljomsveitin hefði verið og hann sagði að hún hefði ekki verið neitt sérstök. Þá sagði ég honum að ég hefði séð það á facebook að hún hefði verið frábær. Þá sagði hann var það ekki einhver á þínum aldri sem sagði það. Hahahahahha jú auðvitað var það þannig.

Í síðustu viku "skruppum" við fram í Miðhús því Sigurgeir átti að taka viðtal við áhugaverða persónu fyrir skólann og tók auðvitað viðtal við afa sinn. Alveg frábært samtal þar og hér er mynd af þeim snillingunum.....
Um síðustu helgi þ.e. 25.-27.  janúar var Trausti Þór með reiðnámskeið og það gekk frábærlega vel. Getið lesið um það á heimasíðu Neista. Ég, stjórnsama manneskjan, sá um að koma þessu námskeiði á og sá alveg um utanumhaldið á því. Það var mjög gaman en það var auðvitað til þess að ég nennti ekki sjálf að vera nemandi og Sigurgeir var of upptekinn að hann gat heldur ekki verið með. Hann og krakkarnir í myndvinnslu í skólanum áttu að gera stuttmynd í haust sem er orðin frekar svona kvikmynd sem er aðeins í styttra lagi, sem sagt hátt í klst og þeir eru alltaf að taka upp út um allan bæ. Voðalega gaman hjá þeim en það kemst eiginlega ekkert annað að.

Nú svo er nokkuð gott að gera í kennslunni og þessu námskeiðahaldi hjá Neista svo ég hef eiginlega ekki haft tíma eða orku í að fara á hestbak svo ég sendi þær systur Gígju og Glettu í tamningu núna fyrir mánaðarmót. Það þarf víst eitthvað að sinna þessu til að þetta temjist.

Við fórum suður á fimmtudagskvöld  til mömmu því Bjartmar átti tíma hjá Hróðmari á föstudag þar sem við mættum að sjálfsögðu. Hróðmar var mjög ánægður að hafa ekkert heyrt frá okkur frá því í sumar sem þýddi auðvitað að ekkert hefði komið uppá en það er nú því miður ekki alveg þannig því Bjartmar hefur fengið 3 stutt köst í haust og um jólin sem við getum ekki alveg greint en það hafa allavega verið einhvers konar köst sem standa mjög stutt yfir en aðdragandinn er alveg eins og áður. Hef svo sem ekkert verið að tala um þetta því ég var að reyna að útiloka að þetta hefði gerst en á aðfangadag þegar 3ja kastið kom þá var það alveg ljóst hvað var að gerast. Hróðmar hafði ekki svör við þessu en ætlar að hafa samband við lækninn útí Boston. Þannig er nú það svo það er bara að sjá hvernig málin þróast.  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar