Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2013 Janúar

07.01.2013 16:47

Gleðilegt ár


Já já tíminn flýgur og janúar næstum búinn eða allavega næstum hálfnaður.
Gleðilegt ár og takk fyrir öll þau gömlu.

Ég hafði það svo gott um jólin að ég mætti bara í mat hjá strákunum og fór svo bara heim og las og svaf.

Um áramótin voru hér 21 manns í mat og því mikið fjör þó enginn hafi skilið áramótaskaupið, annaðhvort fylgjumst við bara ekki með fjölmiðlum, skiljum þá ekki eða erum bara orðin of gömul til að skilja þessa brandara. Ég allavega missti alveg af því að þykja það skemmtilegt.
Sigurgeir litli drengurinn minn fór á áramótaball sem mér finnst auðvitað alltof ungt. Skil ekki af hverju er ekki búið að breyta ballaldri í 18 ár. En honum fannst gaman. Svo ég sagði honum að við yrðum að fara að æfa gömlu dansana fyrir þorrablótin svo við gætum dansað saman :)
Frændsystkinin á leið á ball.Fórum í Miðhús á nýársdag og fengum kakó/súkkulaði með rjóma, mikið rosalega er það gott.

Háfeti var heimsóttur og hann er auðvitað fallegasti hestur á Íslandi þó víðar væri leitað.......


hann fékk hársnyrtingu, við Helga fléttuðum hann...... hann verður auðvitað að líta vel út hesturinn, myndi nú samt vilja klippa á honum toppinn því ekkert finnst mér leiðinlegra en að sjá ekki í andlit hesta, hárið hangandi niður á nef er bara ljótt, ekki myndi ég vilja hafa hár hangandi niður á nef á mér...... veit ekki af hverju þetta þykir flott.....nema það að ég er bíða eftir því að hann verði grár en það verður sennilega ekki fyrr en ég sjálf er orðin gráhærð svo það verður gaman að vita hvor verður grárri á undan ;)
Það er búið að járna allan flotann, 7 hesta og nú er bara að drífa sig á hestbak á hverjum degi...... er nú búin að fara 2 daga í röð á næstum alla hestana :)og þau eru líka búin að fá snyrtingu hjá Kristjáni, svo allt klárt og engin afsökun á að vera ekki á hestbaki og í hesthúsinu allan daginn, alla daga :)  • 1
Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar