Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2012 Desember

25.12.2012 22:00

Desember


Margt gert í desember sem ekki er komið hér inn. Tók myndirnar saman og setti í myndaalbúmið en af sumu náðist ekki mynd eins og gengur.

Jólatónleikar Tónlistarskólans voru á sínum stað 13. desmber og strákarnir spiluðu að sjálfsögðu. Svo gaman að hlusta á krakkana spila.

Bjartmar að spila með Skarpa....


og Sigurgeir að spila með strákunum.....og auðvitað á saxann sinn, bara flottastur :)

Bauð vinkonum mínum Gullu, Sillu, Angelu og Sigrúnu í "jólaglögg" 14. desember og það var afskaplega notaleg kvöldstund, ætlum meira að segja að hittast allar saman aftur á nýju ári.

16. des fórum við í árlega ferð okkar í Gunnfríðarstaðaskóg og "hjuggum" jólatré. Veðrið var dásamleg og Bjartmar sagaði alveg sjálfur tréið mitt og svo var haldið í kakó hjá stelpunum í skúrnum.
Svo skellti kjellingin sér í "húsmæðraorlof". Við Sigrún búnar að tala um það að fara og gista í sumarbústaðanum hennar fyrir sunnan og við ákváðum að nú skildum við skella okkur þ.e. fórum á sunnudegi og komum heim á þriðjudegi. Bústaðurinn er frábær, svo lítill og kósí og við áttum afskaplega notalega tíma þar og náðum að spjalla stanslaust, ná upp árunum sem við spjölluðum ekkert saman. Á mánudeginum rukum við til Reykjavíkur í útréttingar og ég fékk bíl hjá Gumma bróður lánaðan, var mjög skipulögð og kláraði um miðjan dag og fór þá til Alberts og Jóhönnu í kaffi og svo til mömmu. Svo gott. Upp í bústað fórum við aftur og spjölluðum og spjölluðum. Vorum komnar heim um miðjan dag á þriðjudegi. Mikið var þetta nú gott orlof og skemmtilegt.


Á fimmtudag voru litlu jólin og þau voru auðvitað æðisleg og gott að komast í jólafrí, þ.e. nemendur og kennarar.


Fékk  upphringingu seinnipartinn þennan dag frá Grunnskólanum en það var Anna Margrét Valgeirss að segja mér að Sigurgeir hefði verið dreginn
út í Comeníus verkefninu sem Blönduskóli tekur þátt í og er eini grunnskólinn á Íslandi sem tekur þátt en 9 skólar víðsvegar í Evrópu eru í þessu verkefni. Comeníus er hluti af menntastefnu Evrópu og styrkir evrópsk samstarfsverkefni skóla, nemendaskipti, endurmenntun kennara, starfsþjálfun kennaranema og námsefnisgerð. Anna Margrét kom hingað heim og tilkynnti Sigurgeiri þetta og hann var ekkert smá glaður. Ég held reyndar að ég hafi verið glaðari en hann, finnst þetta svo frábært verkefni sem Blönduskóli og Anna Margrét eru að gera, ekkert nema spennandi. Sigurgeir fer ásamt fleirum út til Coventry í Bretlandi í mars.

Nú svo var bara að setja jólatréð upp hér og svo þar en strákarnir voru hjá pabba sínum um jólin og ég mætti að sjálfsögðu bara þangað í mat og þeir sátu svo uppi með mig :)
Veðrið er búið að vera dásamlega fallegt í desember og himininn sem nýtt málverk á hverjum degi. Sýndist á veðurspánni í kvöld að veðrið framundan væri ekkert sérstaklega spennandi.

24.12.2012 23:30

JólakveðjaKæru ættingar og vinir,
guð gefi ykkur gleðileg jól

og gleði og gæfu á nýju ári.
Hafið það sem allra best og njótum þess
að vera með fjölskyldu og vinum.

Jólaknús emoticon

11.12.2012 08:34

Alltaf upptekin


Ég hefði verið til í að skipta þessum 3 helgum í nóvember þar sem maður komst ekki út úr húsi vegna veðurs í að hafa þær undanfarnar 3 helgar, þá hefði maður bara getað legið uppí sófa og gert ekki neitt. Nei ég segi bara svona.
Hélt ég hefði heimsins mesta tíma í desember að baka en ég er ekki búin að baka eina einustu köku sem gerir svo sem ekkert til því þá er það ekki borðað á meðan emoticon

Fór á uppskeruhátíð búgreinasambandanna og hestamannafélagins 24. nóv. sem var bara gaman. Helgina þar á eftir var árshátíð Húnavallaskóla sem var frábærlega skemmtileg og flott að vanda. Daginn eftir var markaður í Húnaveri sem ég ætlaði rétt að skreppa á en stoppaði í marga klukkutíma. Fór meira segja til spákonu og það var ótrúlega skemmtilegt. Hún sagði svo margt sem ég er akkúrat að hugsa þessa dagana. Ekki veit hún hvað ég er að hugsa emoticon
Og ég keypti mér skó emoticon

Á sunnudeginum fór ég til vinkonu minnar Sigrúnar í Brekku og Sifgúsar auðvitað og eins og alltaf þegar við hittumst þá er bara tíminn ekki nægur, við þurfum að hittast í minnst sólarhring til að geta spjallað um allt sem við þurfum að spalla um.

Fékk hann besta "litla" bróðir minn Eið til að ná í rúllur fyrir okkur sl. fimmtudag og það var auðsótt mál, erum þá komin með nokkrar rúllur hingað niðureftir.
Á föstudag 7. des sendi ég Óla Magg sms hvort hann gæti gert mér smá greiða, það var auðsótt. Af  því hann ætti 5 hesta kerru hvort hann gæti skutlað "öllum" hestunum okkar úr Vatnsdalnum hingað út eftir svo ég þyrfti ekki að fara 3 ferðir af því við eigum bara 2 hesta kerru. Það var nú lítið mál. Ég spurði hann hvort hann héldi að það kæmust 5 feitir hestar í kerruna hjá honum og hann hélt það hlyti að sleppa enda væri hún 6 hesta. Hann kom, ég hljóp út um öll tún í Miðhúsum og náði loks öllum, þau rétt komust á kerruna og úteftir komu þau. Takk takk takk Óli minn, alveg frábært emoticon
og hér kemur hann með hana Hátíð sætu.og þessi 5 feitu komin í hús.....Á laugardeginum skruppum við í afmæli í Miðhús og þar var auðvitað frábært en á sunnudagsmorgninum fór ég svo fram í Þingeyrar og náði í systurnar Glettu og Gígju. Þá eru þau öll komin inn og það þarf að fara að járna.Svo var stormað í aðventumessu í Blönduóskirkju sem var yndisleg, Lúðrasveitin spilaði, krakkarnir úr Húnavallaskóla sungu og kirkjukórarnir líka. Allt dásamlega fallegt.
Sr. Ólafur Hallgrímsson, fyrrum sóknarprestur á Mælifelli í Skagafirði, flutti hugvekju,
talaði m.a. um jól fyrr og nú og hvað það væri sem skipti máli á jólunum og hvernig þetta jólaauglýsingaflóð hellist yfir okkur eldsnemma með "jólin byrja í Ikea í okt" osfrv.
En ég fékk mér aldreilis frábæran miða á póstlúguna mína í haust ....


og ég hef ekki séð einn einasta auglýsingasnepil síðan og mikið er ég fegin og sakna þess sko ekki neitt. Glöð að blaðberarnir þurfa ekki að bera þetta inn til mín. Ég veit því sennilega ekkert um jólin sem framundan eru.... en hitt veit ég að ég ætla að eiga ofboðslega notalega aðventu og jól :)


  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar