Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2012 Júlí

08.07.2012 20:00

Ameríski draumurinn


Það er alveg klárt að ég myndi ekki vilja eiga heima í henni Ameríku. Hins vegar verð ég alltaf jafnfúl þegar ég kem í búðina hérna heima og sé bara ekki neitt úrval af ávöxtum og grænmeti, get hreinlega brjálast yfir því, sérstaklega þegar maður er búinn að fara og sjá allt úrvalið í búðunum í henni Ameríku enda fyllist maður valkvíða og endar á því að kaupa ekki neitt. Þvílíkt og annað eins skelfilegt úrval þá er nú bara betra að eiga litla búð heima sem maður ratar um og veit hvað maður á að kaupa ennnnnn myndi vilja hafa grænmetisborðið eitthvað þessu líkt.....


vandamálið hins vegar er að maður veit ekkert hvaðan þetta kemur og eða hvað hefur verið notað til að rækta þetta, held maður viti svona nokkurn veginn hvernig þetta er ræktað á Íslandi. Þessi mynd er reyndar tekin í Whole Foods Markets þar sem allt er lífrænt ræktað og hollt og gott :)

Get ekki sagt annað en að það hafi verið gott að komast heim.....

Ferðin gekk vel og Bjartmar er sprækur sem lækur og lyfjalaus og virðist vera miklu orkumeiri og atorkusamri heldur en áður og ég held að þetta hafi bara allt tekist vel, auðvitað leiðir tíminn það í ljós en við erum bara jákvæð fyrir því.

Við áttum góða og notalega daga eftir aðgerðina og Bjartmar var ótrúlega fljótur að ná sér. Gott að geta farið af hótelinu og til vina okkar þannig að við þurfum ekki að horfa á þessa ferð eingöngu sem hótel,  spítali og aðgerð, heldur smá frí með frábæru fólki.
Fórum í dýragarðinn sem ég vissi ekki að væri til en það var mjög gaman, hér eru þeir með ljónið í baksýn, þetta var bara alveg eins og í Madagaskar, ljónið uppá steini :)Á föstudagskvöldinu áður en við fórum heim var heilmikil veisla, Sofie dóttir þeirra hjóna kom með flugi frá San Fransisco um morguninn, hún flýtti ferð sinni um 1 dag svo hún gæti hitt mig því við kynntumst þegar ég var þarna úti og höfum verið vinkonur síðan en ekki hist oft því miður. Það var auðvitað æðislegt að hitta hana.Þau Bea og Dan eru að koma til Íslands í lok ágúst og verða 2 vikur og það verður sko gaman. Við vöfflubakstur morguninn sem við fórum heim.
og við Sofie og Bjartmar :o)Heima biðu mín margir nemendur svo ég hef verið úti að aka síðan ég kom heim og mamma að hugsa um Bjartmar. Sigurgeir var varla stiginn inn hér heima en hann var farinn í sveitina :o)

Búin að setja inn myndir.  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar