Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2012 Júní

26.06.2012 02:20

Sprækur sem lækur

 
Það er ekki hægt að sjá það á Bjartmari að hann hafi verið í 4 tíma hjartaþræðingu á föstudag, hann er svo spilandi kátur og virðist hafa miklu meiri orku en fyrr, kannski af því við erum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut nema hanga á Hótelinu að mestu. Fórum að vísu með hann í risastóra Toys R Us í dag til að kaupa eitthvað handa honum fyrir hvað hann er duglegur. Fundum auðvitað eitthvað dót :)

Við Sigugeir fórum í skóleiðangur niður í bæ í gær. Hann var búinn að finna einhverja búð á netinu sem hann þurfti nauðsynlega að kaupa skó í og auðvitað fékk hann það og ég fór með þar sem ég rata betur hér en Beggi. Við enduðum reyndar á að ganga bæinn á enda en það gerði ekkert til. Fundum skóna og ég meira segja keypti mér líka skó. Ég þoli reyndar alls ekki búðarráp og finnst það hræðileg tímaeyðsla að fara í búðir, hér er ekkert til nema stuttermabolir eða þaðan af glataðra svo ég þarf ekki að eyða meira af mínum dýrmæta tíma í búðarráp..... jeiiiiiii.

Sigurgeir er búinn að standa sig rosalega vel, alveg ótrúlega þolinmóður og góður við bróður sinn og hann átti því þessa skó fyllilega skilið. Hann er alsæll með skóna og ég líka.

Erum búin að horfa svolítið mikið á bíómyndir sl. daga en Sigurgeir var svo sniðugur að taka flakkarinn sinn með sem var fullur af einhverjum bíómyndum svo við höfum ekki horft mikið á amerískt sjónvarp sem betur fer því það er ekki hægt.

Sjónvarp hér er óþolandi svo það er ekki nokkur leið á að horfa á það, viftur eru óþolandi því þær eru svo háværar, það er vifta hérna í herberginu okkar og er að æra okkur og svo eru amerísk klósett ömurleg........

Kem engan vegin myndum inn svo það verður ekki gert fyrr en ég kem heim.

Ætlum að flytja yfir til vina okkar á morgun og reikna ekki með að ég liggi á netinu, er ekki að sýna mikið þessa risastóru fartölvu sem við erum með en ég hendi kannski einherju á fésið.23.06.2012 02:30

ER - Bráðavaktin


Allt stórt í Bandaríkjunum það er sko alveg víst..... kaffibollarnir á Au bon Pain eru 355 ml annars vegar og tæpir 600 ml hins vegar, hver þarf svona mikið kaffi í einu, risadollur af öllu finnst mér og skammtarnir allir of stór svo það er ekki skrítið þó margt fólk sé orðið ógurlega stórt, manni veður óþarflega mikið starsýnt á það. Svakalega mikð af "ruslfæði" og það fyrsta sem maður sér er McDonal, BurgerKing og það allt. Annars finnst mér maturinn alveg ótrúlega vondur, hann lítur reyndar ofboðslega vel út en svo þegar maður smakkar hann þá er bara ekkert bragð af honum og þá borðar maður bara brauð sem er svona þokkalegt en eftir smátíma líður manni eins og gerdeigi áður en maður bakar það.... uppblásið. Bjartmar vill hins vegar ekkert nema ruslfæði og Coca Puffs er það eina sem hann fæst til að borða, svooooooooooooooooo það verður gott að komast heim í almenninlegan mat.

Nema hvað fyrsti viðkomustaður okkar var bílaleigubíll og þar sem við vorum að deyja úr hungri þá var McDonalds auðvitað fyrsti viðkomustaður...... jeeiiiiiiiii


Við fórum upp til Wells fyrsta daginn og eyddum helginni með Uli og Denis vinafólki okkar, alveg yndislegur staður og gott að vera einhversstaðar annars staðar en í Boston.


Hittum Sam og Wendy í hádegismat þar uppfrá


og keyrðum svo til Belmont til eldri hjóna sem ég þekki frá því ég var hér á árunum áður :)
Vorum hjá þeim í 3 daga sem var æðislega notalegt. Komum hingað á Holiday Inn á miðvikudegi því við áttum að mæta á spítalann á fimmtudagsmorgun í viðtöl sem við og gerðum. Eftir það fórum við svo niður í bæ og ætluðum í Frog Pond en hún er ekki opnuð fyrr en í næstu viku sem við skiljum ekki þar sem það var yfir 30 stiga hiti þann daginn og í gær líka. Það var reyndar skemmtilegur leiktækjagarður þar sem Bjartmar rasaði út í smá stund en þegar við vorum að leggja af stað heim þá sagðist hann vera kominn með hraðtakt og við eins og kjánar ætluðum með lestinni heim á Hótel og svo á spítalann en ákváðum að taka leigubíl beint á spítalann og þá var takturinn í 186. Við vorum að sjálfsögðu lögð inn og heimtuðum að læknirinn hans kæmi niður því hann ætti að fara í aðgerð morguninn eftir og það leið ekki á löngu þar til alllt "teamið" hans kom niður til að spá í það hvað ætti að gera.


Ákveðið var að setja myndavél niður í gegnum nefið, aftur fyrir hjartað og sjá hvar þetta væri, sem þeir sáu mjög vel en þeir ákváðu að koma taktinum í lag og fara svo bara í aðgerðina sem hann og gerði. NEMA hvað auðvitað er ekkert sjálfgefið þegar Bjartmar er annars vegar........ hann fór ekki í hraðtakt í aðgerðinni, fór aðeins upp en ekki í takt en þeir voru búnir að kortleggja þetta vel í myndatökunni í gær, mjög sjaldgæfur staður í vinstra hjartahólfi og ef hann hefði farið í almenninlegan hraðtakt þá hefðu þeir sennilega fundið nákæmt skotmark til að brenna en það fannst ekki svo það var brennd "spots" þar í kring svo mjög líklega er búið að komast fyrir þetta en við erum ekki 100% örugg með það. Hvenær er maður það?? Við vorum ekkert rosalega upplitsdjörf þegar læknirinn sagði okkur þetta eftir 4 tíma aðgerð og okkur fannst þeir hefðu bara átt að gera aðgerðina þegar ann var í hraðatakti en......... í gærdag þegar við ræddum við lækninn þá var hann mjög jákvæður svo við verðum það bara líka. Hann sagði að þeir hefðu verið búnir að sjá hvar þetta væri og að það hefði ekki verið neitt víst að þeir hefðu gert betra job þó hann hefði verið í hraðtakti. Það var allavega MJÖG gott að hann fór í hraðtakt því þá gátu þeir algjörlega kortlagt hvar þetta er og hvernig það hegðar sér svo það var frábært annars hefðu þeir ekki séð þetta í gær í aðgerðinni :)
Vorum aftur í nótt á spítalanum þar sem hann þarf að vera á apseríni til að passa uppá blóðflæðið upp til heilans þar sem vinstra hjartað stjórnar því, passa að það verði ekki blóðtappi. Vorum á einkastofu með frábæru útsýni NOT það er verið að byggja við spítalann svo það var útsýnið, samt flottir kallar að vinna þar hahahah og gott að það er verið að stækka spítalann. Það sem stakk mig samt var að í herberginu er mjög hávær vifta, loftræsting og það var ekki hægt að slökkva á henni svo hún var á allan sólarhringinn og var alveg ærandi. Furðulegt alveg. Og svo var bara Au Bon Pain allan daginn og umbúðapakkningar eftir því :(

Eftir hádegi í gær kom Bea og bjargaði Sigurgeiri út á "lífið". Þau fóru fyrst heim til vinkonu hennar sem er fullorðin kona en þar fékk hann að handleika Nóbelsverðlaun sem maður þessarar konu vann til þeirra einhvern tímann, þarf að finna það út, en hann er dáinn og ég veit ekki nafnið á honum, finn það út líka seinna.
Síðan var hann hjá ömmubörnum hennar Bea að horfa á myndir og hanga í tölvunni.

Komum heim á Hótel núna seinni partinn og erum bara að hanga í tölvunum og horfa á myndir.

Tölvur eru hins vegar ekki stórar hér, það eru allir með ipad, iphone og kindler í höndunum og við erum bara hallærisleg með okkar gömlu síma og fartölvuna, vá hvað maður lætur ekki sjá sig með slík tæki.  Í flugvélinni voru allir með ipad og kindler meðan við vorum bara með bækur. Á biðstofunni í gær vorum við Beggi bara með bók og krossgátublað á meðan hinar fjölskyldurnar voru allar með iphone að leika sér í og það voru sko ALLIR og fullorðna fólkið sko ekkert skárra, búið að taka upp tækið áður en það settist í stólinn. Mikið er ég fegin að maður er ekki orðinn svona háður þessum tækum, þvílík hörmung að horfa uppá þetta en það er þeirra mál ekki mitt :)


Set inn myndir seinna, eitthvað erfitt að koma þeim inn.

12.06.2012 22:49

Hestarnir hingað og þangað


Hestarnir eru komnir á þá staði sem þeir eiga að vera á núna í sumar.

Byrjuðum samt á því að fara á allar uppskeruhátíðir sem við komumst á. 3. júní var uppskeruhátíðin hjá krökkunum í Neista og fórum við uppí Kúagirðingu og grilluðum svo í Reiðhöllinni. Virkilega góður og skemmtilegur dagur.
Bjartmar og Fagrajörp alltaf jafn sæt :)


og þessir félagar alltaf jafn kátir, Hákon, Sigurgeir, Leon og Haukur.Mánudaginn 4. júní var svo knapamerkjapróf hjá okkur Sigurgeiri, við kláruðum okkur ágætlega á því, fengum Skímu hans Hödda lánaða þar sem engu tauti var komið við þessi hross okkar eða allavega gafst ég algjörlega upp á að reyna að laga þau.
Eftir prófið var svo uppskeruhátíð hjá okkur fullorðna fólkinu og það var sami háttur hafður á og við riðum uppí Kúagirðingu og grilluðum á eftir. Mjög svo skemmtilegt.

Á fimmtudeginum fórum við með þær systur Glettu og Gígju í Þingeyrar og þar verða þær í sumar að fita sig :)


og komum með þennan litla fola til baka þar sem það átti að slátra honum og ég bjargaði honum því. Hér er hann með mömmu sinni Hugrúnu frá Blönduósi.Þannig að nú eigum við allt í einu 2 veturgamla fola sem voru upphaflega ekki á planinu, en það er hann Glói sem er undan Hugrúnu og Sólon frá Skáney.....


og Bjarmi sem er undan Glettu og Dug frá Þúfu.Á laugardag fór ég í kvennareið og það var mjög svo skemmtilegt. Farin var góður hringur og grillað á eftir í Reiðhöllinni. Hér erum við Sigrún vinkona mín í Brekku.Á sunnudag vorum við í girðingavinnu þar sem við fengum úthlutað hólfi og þurftum að græja það.
Strákarnir í því .....
 og hestarnir sóla sig í brekkunni :)
og þá er allt klárt með hestana og þá er bara næsta verkefni.....02.06.2012 08:43

Engar fréttir = góðar fréttir


Get ekki sagt að ég sé að standa mig í þessum skrifum lengur. Kannski er bara ekkert að frétta eða alltof mikið að gera þó það hafi ekki verið í kennslunni í maí. Ég hef allavega ekki verið á hestbaki svo í hvað fór tíminn eiginlega. Sauðburð hér og þar. Komst samt alltof lítið í Miðhús enda svo margt fólk þar að það var ekki pláss fyrir mig. Gott að það var nóg af fólki og veðrið var að mestu gott sem er nú aðalatriðið. Svo var nú bara svona sitt lítið af hverju að gerast sem ég hreinlega man ekki.

Erum búin að fá úthlutað hólfi fyrir hestana í sumar svo það þarf að fara að girða og græja það og koma hestunum út, á mjög erfitt með að þola að hafa þá hangandi inni í svona góðu veðri. Knapamerkjapróf hjá mér og Sigurgeiri á mánudag og þá held ég væri bara í lagi að fara að draga undan hestunum, ætli verði nokkur tími í útreiðar í sumar.

Skólaslitin voru sl. fimmtudag og þar með lauk 3. bekk hjá Bjartmari og 9. bekk hjá Sigurgeiri. 4. og 10. bekkur framundan. Ótrúlegt.

 


 

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar