Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2012 Apríl

25.04.2012 21:03

Fram og til baka


Jæja það leið ekki nema rúmur hálfur mánuður frá síðasta hraðtakti að þeim næsta. Föstudaginn 20. var hann að hjóla seinnipartinn og er þá kominn aftur með hraðtakt. Þeir feðgar fara suður þar sem hann er settur á lyf í æð sem kom taktinum niður. Læknarnir ákváðu að skipta um lyf aftur og lögðu hann inn til að fylgjast með hvernig það myndi virka þar sem lyfin sem hann fékk fyrir páska voru ekki að gera sig, alls kyns aukaverkanir af þeim. Ég skipti við Begga á sunnudag, hann fór heim og ég fór suður og kom svo heim í dag eftir að vera hjá hótel BESTU MÖMMU frá því í gær. Bjartmar tekur lyfunum vel, allavega ennþá, en fékk að auki astmalyf þar sem hann er búinn að hósta í allan vetur. Svo núna hlýtur þetta að halda honum góðum þar til við förum út. Annars lesum við hér hvern fylgiseðil eftir annan með nýjum lyfjum og það liggur við að maður fái sjokk í hvert skipti þar sem það eru alls konar aukaverkanir og ekki má taka það með hinu og þessu lyfinu osfrv. Best væri auðvitað að lesa þessa fylgiseðla ekki neitt.

Ég fór þarna einhvers staðar í millitíðinni á afskpalega gott hugleiðslunámskeið í Raja Yoga. Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand sem mér veitir hreinlega ekki af eftir þennan vetur. Svo ótrúlega gott og jákvætt námskeið sem ég er að reyna að nota.19. apríl var sumarskemmtunin og hún var alveg frábær, svo gaman að sjá hvað krakkarnir eru flott og gera vel. Þarf að finna mynd af 3 bekk, þau sungu svo vel Þrír litir hermenn. Alveg magnað hjá þeim.


Nema hvað daginn sem Bjartmar fór suður gerði Háfeti kallinn það afskaplega gott. Helga og Gunnar fóru með hann í byggingadóm á Sauðárkróki og hann fékk 8.02 fyrir byggingu. Ég var ofboðslega sátt við það. Hér eru þeir félagarnir Bjartmar og Háfeti.
09.04.2012 11:15

Alltaf stuð á okkur


Jæja alltaf sama stuðið hér eða þannig. Bjartmar átti tíma hjá Hróðmari 4.4. kl. 4 svo ég myndi muna það, það var nú reyndar þannig að það var prófadagur hérna 4.4 og svo var líka mót Reiðhöllinni  á þriðjudagskvöld sem ég ætlaði að taka þátt í, síðasta mótið í mótaröðinni og ég ætlaði auðvitað að vera stigahæsti knapinn í áhugamannaflokki.

Eftir að vera búin að kenna á þriðjudeginum og strákarnir að fara í sund þá ákváðum við að skreppa aðeins á hestbak og fórum uppeftir að leggja á. Þegar við komum uppeftir þá segir Bjartmar að hjartað sé nú farið að fara ansi hratt og ég legg hann á borðið í kaffistofunni og hlusta hann. Fannst það frekar hratt en hvort við gætum ekki bara farið aðeins áður en við færum niður á sjúkrhús að láta mæla okkur. Hann fer á bak en segist svima og ég segi honum þá að koma aftur og ég hlusta hann og bið Sigurgeir að koma líka og ég hlusta hann........ og segi förum niðureftir og látum mæla þig þetta er ekki eins og það á að vera....... enda hjartslátturinn kominn í 188. Suður förum við og ég verð nú víst að viðurkenna það að ég fór alveg á límingunum, hestarnir allir með hnakk uppí hesthúsi, ég með verðlaunin (fyrir mótið) í bílnum, bíllinn þurfti að vera uppá Frumherjaplani kl. 8 á miðvikudagsmorgunn, hvað átti að gera við Sigurgeir osfrv. ÚFF en auðvitað var þetta græjað og ég og Bjartmar fórum suður með sjúkrabílnum í stað þess að fara í útreiðartúr. Sigurgeir varð eftir því honum langaði svo að keppa um kvöldið og hann fékk meira segja að fara á Hátíð og vann, mikið glaður með það :o)

Við brunum suður þegar þangað var komið þá var hann mældur og ég spurði hvort Hróðmar væri ekki kominn en mér var sagt að hann væri ekki kallaður út nema Bjartmar væri í hraðtakti. Ó sagði ég bara, því Bjartmar var auðvitað búinn að vera í honum alla leiðina og ekkert að breytast þó honum hafi verið ýtt inná spítalann. Jæja við biðum í klst eftir lækninum sem vildi ekki stuða hann eina ferðina enn heldur gaf honum nýtt lyf sem kom hjartslættinum í réttan takt um 1 leytið um nóttina eftir að Bjartmar gubbaði 2x hraustlega. Begga og Eiður fóru og keyptu eitthvað handa mér að borða svo ég myndi nú ekki deyja úr hungri. Við sváfum til morguns, fengum að fara um 11.30 og við fórum til mömmu auðvitað, Eiður kom að ná í okkur, Jóhanna og Albert lánuðu okkur bíl, Sigurgeir var settur á vöruflutningabíl og var kominn um 14 í bæinn, við uppgefin en roluðumst í 1 búð. Valli og Jóhanna komu með bílinn minn suður og við drösluðumst aðeins í búðir og svo ákváð ég bara að fara noður um kvöldið og sofa í mínu rúmi. Sem var svoooooooooooooo gott. Takk öll fyrir hjálpina, yndislegust sem þið eruð og mamma best auðvitað.

Þannig var nú það. Nú er þetta agð gerast að degi til líka svo maður veit aldrei, hann hefur aldrei fengið þetta að degi til, bara á nóttinni, en það góða við þetta er að hann segir manni frá þessu, finnur þegar hjartað er komið í hraðtakt. Hann er kominn á nýtt lyf en er með útbrot, vitum ekki hvort það er eftir lyfið eða plástrana, verið að skoða það í dag og svo er bara að bíða eftir Bostonferð.  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar