Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2012 Mars

31.03.2012 10:09

Sprungið


Ástæðan fyrir því að það er ekkert skrifað hér tímunum saman er að það er eiginlega sprungið á mér. Margar ástæður fyrir því sem verða ekki tíundaðar hér.

Ég eiginlega man ekki mjög langt aftur í tímann en held samt að mars hafi snúist um hesta. 8. mars var fjórgangsmót í Reiðhöllinni og ég ákvað að prófa Hátíð og sjá hvort hún væri búin að ná sér eftir mót helgarinnar og já já hún var massagóð en ég klúðraði forkeppninni og varð 6-7 en þar sem einhver var með 2 hesta í úrslitum þá komst ég inn í þau á þeim forsendum og vann. Nokkuð gott það.
Næsta mót var á Svínavatni 25. og þangað mættum við og klúðruðum því algjörlega, var með alltof þungar hlífar á henni og það var bara ekki að gera sig, maður á alltaf að spyrja sér vitrari menn um þessi atriði þar sem maður hefur ekki vit á þeim sjálfur, svo ég geri það örugglega næst.

Grunnskólamótið var hér á Blönduósi 25. mars og keppt í þrautabraut, smala og skeiði. Bjartmar tók þátt í þrautabraut og fékk flottan pening, það var það sem hann langaði mest. Sigurgeir var að vinna í sjoppunni, honum finnst gaman að vera þar svo hann fær það bara enda nauðsynlegt að hafa gott fólk þar. Mótið heppnaðist mjög vel, gott fólk í öllum stöðum og allir sáttir.

Núna í dag er USAH afmælishátíð og þar verðum við með smá sýningu uppí Reiðhöll. Framundan er síðasta mótið í mótaröð Neista, Æskulýðssýning Neista 15. apríl og knapamerkjapróf eftir það og þá fer þessu nú að ljúka og maður getur farið að ríða út á sínum eigin hrossum :)


06.03.2012 09:11

Enn og aftur


Aðfaranótt föstudags um kl. 02.30 vaknar Bjartmar, sest upp og segist vera með sting í hjartanu, ég hlusta hann og hann er með dúndrandi hjartslátt, hringi í Begga sem kemur og síðan í 112 og þeir fara með sjúkrabílnum suður. Ég og Sigurgeir erum heima, brjálað rok og svo þurfti Sigurgeir að hvíla sig og safna kröftum fyrir Samfés hátíðna sem hann fór á um helgina. Ég var sem sagt heima móðursjúk á meðan því rokið og hálkan var þvílíkt að þeir áttu ekki einu sinni að vera á ferðinni, ég frétti það á laugardeginum að það var það slæmt að þeir fengu fylgd yfir Holtavörðuheiði og það var farið að tala um það hvernig þeir myndu fara undir Hafnarfjallinu því þar voru á tímabili þessa nótt um 40 metrar. Sýnir hvað þessir menn leggja mikið á sig fyrir okkur hin og hvað við megum vera þákklát fyrir að eiga aðgang að svona dásamlegu fólki. Algjörar hetjur. Takk fyrir hvað þið eruð FRÁBÆR. Gott samt að ég vissi þetta ekki fyrr en eftirá því ég hefði farið yfirum.
Nema það að Bjartmari er gefið lyf þegar hann kemur suður sem virkar auðvitað ekki neitt frekar en fyrri daginn og þá þarf að svæfa hann og stuða til að koma taktinum í réttan takt. Það þurfti að gera það 5 sinnum sem er 1 meira en síðast. Ótrúlegur jaxl og svo er hann bara sprækur sem lækur. Nú þeir voru svo bara settir á rútuna heim, Begga fannst það óþarfi að fara að keyra alla leið til R. til að sækja þá en þeir voru alveg 4 1/2 tíma á leiðinni heim sem er frekar fáránlegt.
Þannig sjúkrabíll suður, áætlunarbíllinn heim ;o)


Á laugardaginn mætti ég á Ís-landsmót, langaði svo að prófa að keppa á ís en það vildi nú ekki betur til en það að Hátíð er gáfaðari en ég og neitaði að fara inná brautina, hana langar bara ekkert að keppa, frekar en ég. Ég var að vísu of sein uppeftir, Bjartmari langaði auðvitað ekkert að fara að hanga á einhverju móti nýkominn heim úr Reykjavík, ég dröslaði honum samt og ég var svakalega stressuð yfir þessu öllu og auðvitað fann merin það og neitaði bara að fara um ísinn, kom henni samt í B-flokkinn en ekki út úr brautinni hinu megin en hafði það nú af, drullaðist yfir 8 þar en svo í töltinu sem ég var að hugsa um að hætta við það þar sem hún lét eins og kjáni þá æfðum við Höskuldur okkur að fara fram og til baka í brautinni áður en töltið hófst en það dugði í 2 ferðir, síðustu 2 neitaði hún inni. Ég fór næstum því að gráta yfir þessum ósköpum. En þegar ég frétti að Gáski hefði rifið undan sér skeifu fyrir yfirferðina, þ.e. síðustu 2 ferðirnar, þá var hann efstur og lenti í síðasta sæti, þá hætti ég alveg að vorkenna sjálfri mér.

En hér eru myndir sem hún Guðný á Bessastöðum tók af okkur kellingunum, takk fyrir þær Guðný. Ætli þetta verði ekki einu myndirnar sem verða til af okkur þar sem við erum bara alveg hættar þessu keppnisrugli. Bara ríða út heima og njóta þess :o) Kannski maður fari að hafa tíma í það fljótlega :)


   


   


Á sunnudeginum fórum við svo á Hvammstanga því þar var 1. mótið í Grunnskólamótaröðinni og keppt í tölti.
Sigurgeir dauðþreyttur eftir Samfés, lenti í 6. sæti sem er nú alveg ágætt þar sem hann hefur ekki haft neinn tíma til að vera á hestbaki í vetur og Hátíð ekki beint í besta skapinu sínu enda að keppa deginum áður líka. Við verðum líka bara heima á næstu mótum.

Þannig að allir algjörlega uppgefnir eftir helgina.....


  • 1
Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641686
Samtals gestir: 98129
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 10:21:56

Tenglar