Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2012 Febrúar

26.02.2012 10:28

Þorrablót, hestar og árshátíð


Jæja eitthvað líður tíminn og sitt lítið af hverju gerst eins og gengur, ég man það auðvitað ekki alveg en allavega fór ég á Hreppablótið og þar vorum við 24 saman frá Helgavatni og Miðhúsum. Í fyrsta skipti á ævinni vorum við öll Miðhúsasystkinin saman á þorrablóti ásamt áhangendum. Alveg frábært blót og ég sá það auðvitað að ég þyrfti ekki að halda uppá 50 ára afmælið mitt þar sem við hittumst öll á þessu blóti emoticon

  
Jóhanna, Ásgeir, Albert og Jóhanna                  Guðmundur, Ásthildur, Erla Rut og Valur

 
Helgavatnsbræður, Haukur og Magnús                    Berglind og Eiður


  
 Magnús, Halla, Guðmundur, Vilborg og Valgarður    Ólafur, Óskar, Fanney og Bergþór


Helgina þ.e. um síðustu helgi, var töltmót í Reiðhöllinni, litla mótaröðin hjá okkur í Neista, það var frábær þátttaka og ég dröslaðist til að taka þátt, er samt búin með kvótann í þessum keppnisgeira, tók hann út í fyrra og er svo sem ekkert að sækjast í þetta í ár. En gamla lenti alveg í 4. sæti, hefði nú víst verið ágætt að setja hlífar á Hátíð en ég var hreinlega bara ekkert að spá í það, svo 4. sætið var ágætt miðað við að vera ekki með eitthvað dót á henni emoticon

    


             Óli, Maggi, Ægir, ég og PéturÍ síðustu viku var þemavika í skólanum þar sem Afríka var viðfangsefnið. Á föstudagsmorgunn var okkur boðið að koma og sjá krakkana dansa Afríkudans sem var frábær, þau höfðu málað boli og mættu öll berfætt í bolunum. Svo flott og gaman hjá þeim.
 

I lok þemavikunnar var árshátíðin og hún var algjörlega frábær, flott og skemmtilegt leikrit hjá unglingadeildinni þar sem þau sömdu allt sjálf og ótrúlegt hvað þau eru hugmyndarík. Síðan söng Sigurgeir með krökkunum lagið sem þau fóru með á Samfés, frábært og svo var auðvitað Blönduvision sem Hrafnhildur og Amelía unnu. Kaffihlaðborðið var stórglæsilegt og held enginn hafi farið svangur heim. Takk fyrir frábært kvöld.Í gær var smalinn í Húnvetnsku liðakeppninni og gekk okkar liði mjög vel þar sem við unnum alla flokka, greinilega góðir smalar sem við eigum emoticon

Ætli ég reyni ekki bara að fara á hestbak í dag emoticon

Læt hérna nokkrar myndir af klemmunum okkar Skarphéðins og Sigrúnar fylgja með.
08.02.2012 09:06

Boston trúlega í júní


Fékk bréf í gær um að við myndum sennilega ekki fara með Bjartmar til Boston fyrr en í júní. Varð ekkert sérstaklega upprifin yfir því nema auðvitað að það er betra að hafa einhvern mánuð í huga heldur en að halda alltaf að við séum að fara í næsta mánuði. Læknirinn hans í Boston er í Kína að kenna þarlendum og verður einhverja mánuði í viðbót og þar sem Bjartmar er "sérstakt" tilfelli þá vill hann sjá um hann í Boston. Er þá ekki bara að bíða og fara þegar maður á að fara.

Um síðustu helgi var hér lítið mót hjá krökkunum og það tókst í alla staði frábærlega. Alltaf svo gaman að koma saman. Bjartmar og Sigurgeir tóku að sjálfsögðu þátt, voru alveg neyddir í það emoticon

Allir pollarnir fengu verðlaun og hér tekur hann við sýnum. Takk Höskuldur ég stal nokkrum myndunum þínum af Neistavefnum.

 

Sigurgeir fékk Hátíð lánaða aldrei þessu vant. Hún var reyndar eitthvað fúl yfir þessu og var ekkert glöð að fara inná völlinn, veit hún er að fara að keppa, það þarf eitthvað að fara að tala hana til......
Hann vann, þau eru orðin nokkuð vön saman og hún veit nú aðeins hvað hún á að gera blessunin en það þarf jú alltaf einhvern til að stjórna. Veit samt ekki alveg hvort maður á að nenna að eltast endalaust við einhver mót.


Eftir mótið var æskulýðsnefndin með kaffi og kökur uppí kaffistofu og það var mjög notalegt, aðeins að setjast niður og spjalla og fá sér kökur.

Framundan eru endalausar mótaraðir. Mót í Reiðhöllinni, Liðakeppnin á Hvammstanga, Grunnskólamót og ég veit ekki hvað og hvað. Spurning hvað maður gerir. Er eiginlega búin að fá nóg af þessu öllu en það eru auðvitað ýmsar ástæður fyrir því sem verða ekki tíundaðar hér.


  • 1
Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar