Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2012 Janúar

31.01.2012 20:51

Gifting, brúðkaup, hjónavígsla


Elskuleg frænka mín Sigurbjörg Jóhannesdóttir gifti sig sl. laugardag og ég "skrapp" suður til að gleðjast með henni og hennar manni honum Bigga. Yndisleg frábær dagur og kvöld og ekki oft sem maður fær að sjá þrjár kynslóðir tónlistarmanna sama daginn en Páll Óskar söng í kirkjunni , algjörlega dásamlegur og frábært að hlusta á hann og horfa. Haffi Haff kom líka og söng í veislunni og Raggi Bjarna toppaði svo þetta með því að syngja þegar brúðarvalsinn var stiginn. Algjörlega frábært. Takk takk fyrir mig.
Ég er reyndar aðeins að spá í þetta orð "brúðkaup".........

Fór heim um nóttina og það var svolítið hvasst á leiðinni en ég lét mig hafa það og fékk hraðasekt úr myndavél uppí Kjós, í um 100 km/klst. Hef 2var sinnum á ævinni fengið hraðasekt, fyrra skiptið var árið 1995 en þá keyrði ég aðeins og hratt í Langadalnum, það var nú fyrir ökukennaramenntun mína.

Á sunnudag fylgdist ég svo með námskeiðahaldi í Reiðhöllinni en þar var Birna Tryggvadóttir að kenna. Mjög góð þátttaka og ótrúleg elja í foreldrum þessara barna sem þar voru að koma með þau og hanga yfir þeim alla helgina meðan þau eru á námskeiðum. Alveg frábært og gekk vel.

Sigurgeir fór á söngvakeppni Samfés og söng með krökkum úr skólanum. Það gekk vel en hann mætti heim í síðustu viku og sagðist eiga að syngja á Samfés. Ég kom alveg af fjöllum, vissi ekki að hann væri yfirleitt að syngja. Fór svo og kíkti á þau á fimmtudag áður en þau fóru og þetta var bara flott hjá þeim, en dimmraddaður er hann orðinn drengurinn og ótrúlega fyndið að hlusta á hann.


31.01.2012 20:42

Nálastungumeðferð


Ulrike Brilling er búin að læra nálastungumeðferð fyrir dýr kom og gaf Gusti meðferð. Hann er svolítið hvumpinn hægra meginn svo ég ákvað að próf þetta. Afskaplega spennandi og gott að hafa tækifæri á að próf þetta. Hér er hún í 1. skitpi en er búin að koma 2var sinnum. Svo er bara að sjá hvort honum líði ekki miklu betur. Takk takk Uliemoticon

  


31.01.2012 20:00

Hestarnir okkar


Það sem ekkert gerist þessa dagana þá fór ég og tók mynd af hestunum okkar sem eru inni og set hér inn myndir og hlutverk þeirra :)

Þessir félagar eru saman í stíu og fer afskaplega vel á með þeim, annar þó aðeins fyrirferðameiri en hinn en honum er alveg sama.
Sá blesótti er Tindur, 8v., hans Begga, stór og fallegur og með sérstaka lund. Alltaf fyrstur inn í hús og bíður svo eftir að geta strítt öllum sem eiga eftir að koma inn. Þeir félagar þ.e. Beggi og Tindur, eru í kn 3 og það gengur bara flott :)
Sá jarpi er Gustur 9v. sem er ósköp prúður hestur, fer lítið fyrir honum og hann er ekki sérstaklega mannblendinn. Sigurgeir er með hann í knapamerki 3 og það gengur oftast nokkuð vel
emoticon

   

Tessar gömu tvær eru saman í stíu og það gengur oftast vel nema þegar sú jarpa er búin með sinn mat þá rekur hún þá vindóttu í burt og klárar allt enda feit eftir því.
Fagrajörp 16v. er hesturinn hans Bjartmars og hann elskar hana út í eitt þótt hún sé feit og það má ekki gera grín að henni með það. Þetta er 3. veturinn þeirra saman og þau eru svo flott saman.
Toppa gamla sem er að verða 17v hefur nú ekki mikið hlutverk annað en að vera inni því það er enginn til að vera með úti í haga svo hún var auðvitað bara tekin inn með hinum. Hún er alveg neðst í viðingaröðinni og er alltaf rekin í burtu af öllum en hún er ósköp mikil dúlla.

   


Þessar eru systur, báðar undan Hlökk, önnur hárprúðari en hin og eru einar í stíu.
Sú gráa er auðvitað aðaldjásnið í húsinu og heitir Hátíð og er og verður alltaf jafngömul Bjartmari eða 2 dögum eldri. Hún er að sjálfsögðu með mér í knapamerki 3 en held reyndar að Sigurgeir muni koma til með að keppa eitthvað á henni í vetur.
Sú brúna er Hugrún 11v. og var send í folaldseignir í 2 ár en er komin inn núna og verður bara skottast eitthvað á henni fram og til baka í vetur. Ekkert sérstakt fyrir stafni með hana nema kannski að laga á henni hárið, fer frekar í taugarnar á mér mikið og alltof sítt hár á hrossumemoticon

   


Þessi jarpskjótta er Gígja og er systir Gusts en hún er undan Gammi frá Steinnesi, er á 4.v og er allsvakaleg skessa, lætur ekki vaða yfir sig. Svo sem lítið búið að eiga við hana en hún er alþæg og maður þyrfti kannski að vera eitthvað  duglegri að sinna henni.


Svo á bara eftir að taka Glettu inn en hún er ennþá með Bjarma sinn úti á túni hjá þeim á Þingeyrum. Gletta er systir Gusts og Gígju og er undan Álfasteini.
Þá held ég að næstum öll hrossin okkar séu bara inni.10.01.2012 18:00

Bara hestafréttir framundan


Já nú eru bara hestafréttir framundan....... þannig að þeir sem ekki hafa gaman af þeim geta bara sleppt því að kíkja hér inn emoticon

Nema hvað byrja auðvitað að dásama hesthúsið og breytingarnar þar inni sem Beggi er búinn að "dunda" við sl. 3 haust og ekkert smá flott hjá honum. Ég gerði ekki eitt handtak þarna, eða jú kannski aðeins kom aðallega til að skipta mér af eins og mér einni er lagið emoticon

Fyrsta haustið lagaði hann kaffistofuna og setti upp hnakkageymslu......

kaffistofan fyrir
....


kaffistofan eftir og hnakkageymslan sem var upphaflega eins hesta stía.

 


og síðan tók hann þennan helming í fyrrahaust....
(önnur myndin er tekin við útidyrnar og hin inn við kaffistofu)

 

og þennan í haust.
  


Algjörlega magnað hjá honum og hestunum líður svo vel og okkur líka. Nú er pláss fyrir 11 hesta en þegar við keyptum húsið þá var það fyrir 17 hesta.
Eftir ógurlega miklar pælingar og marga hringi þá ákváðum við að vera ekki með safnstíur, það er svo rosalega dýrt, heldur hallandi gólf, drenmottu og frárennsli undir henni. Kom vel út í fyrra. Hugmyndin kemur aðallega frá Einari á Mosfelli því hann er snillingur og veit alveg hvað hann segir.
Nú prinsessan sjálf er svo ein í 2ja hesta stíu og er auðvitað næst kaffistofunni svo hún fái alla athyglina emoticon
Auðvitað kom Kristján og rakaði alla hestana svo við þurfum ekki að þrífa eins mikið, svo er það bara svo gott fyrir þá að losna við hár undan faxi og kvið.

Nú það er ekki bara hestarnir í hesthúsinu sem þarf að sinna því hann Háfeti sæti er í tamningu hjá Helgu á Þingeyrum enda á hún helminginn í honum. Hún sér um tamningu en ég sé um hársnyrtinguna, ég mátti samt ekki koma með skæri, veit ekki af hverjuemoticon
Hann var því greiddur og fléttaður, veit ekki alveg hvort ég verði þar 1x eða 2x í viku í vetur til að sjá um faxið
og fá mér kaffi emoticon05.01.2012 08:41

Gleðilegt nýtt ár


Ég óska ykkur lesendum mínum gleðilegs nýs árs og þakka ykkur fyrir að gefa ykkur tíma til að líta hér inn. Langar stundum óskaplega mikið að vita hver "þið" eruð. Langar líka oft að læsa þessu bloggi og eða bara hætta en þar sem ég hef haldið þessu úti síðan 2004 og þetta er ágætis uppflettirit, "fletti" í þessu þegar ég þarf að vita hvenær ég fór þangað eða við gerðum eitt og annað þá held ég þessu eitthvað áfram en gæti samt alveg dottið það í hug að læsa þessu, þá verið þið bara að senda mér póst :)

En jább nýtt ár og fullt af nýjum tækifærum, 2011 var bara skemmtilegt, auðvitað "ups" og "downs" eins og gengur og gerist, 2012 verður örugglega ofboðslega skemmtilegt líka. Allavega fimmtugs afmæli emoticon

Set hérna inn myndir þar sem ég lofaði þeim í síðustu frétt en það eru fleiri í myndaalbúminu.                      


 


Sem sagt afskaplega rólegt og gott hér um jól og áramót, lásum bækur, pússluðum, gláptum á sjónvarpskassa og tölvuskjái. Strákarnir spiluðu við ömmu sína sem var hér þar til í gær þá fór hún suður, það er jú víst alltaf best heima. Það var alveg dásamlegt að hafa hana og ómetanlegt að geta átt þessar yndislegu stundir saman, allir í rólegheitum og bara verið að "chilla" eiginlega. Bjartmar lærði nýjan kapal hjá henni og leggur hann nú í gríð og erg. Sigurgeir kunni hann áður :)

 
Með þessum orðum og myndum óska ég ykkur farsæls nýs árs og vona að alir eigi frábærar stundir á þessu nýja ári.


  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar