Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2011 Desember

30.12.2011 22:47

Eitt lítið í lok árs


Það er svo sem alveg búið að brasa eitthvað síðan 5. desember eins og gengur, hef bara hvorki verið í stuði eða haft tíma til að skrifa enda verða engar myndir með þessari frétt, þær eru samt alveg til sko en koma bara á nýju ári.

Mjög hefðbundinn desember þar sem það var bakað, farið á tónleika hjá krökkunum í Tónlistarskólanum, trjáleiðangur upp í Gunnfríðarstaðaskóg, farið á tónleika í kirkjunni og annar hefðbundinn jólaundirbúningur. Mamma kom norður 22.  og það er ÆÐISLEGT.  Mikið róleg og notalegt og búið að vera skemmtilegir dagar.

Tókum hestana inn 2. í jólum, alla 5 og það er dásamlegt, Hugrún kom svo í dag svo það eru 6 hestar komnir inn, bara eftir að finna járningamann og henda sér á bak því af nógu er að taka i hestastarfinu í vetur :)

Meira á nýju ári.


05.12.2011 08:44

Jóla jóla.....


Svo sem ekkert nýtt hér, bara jóla jóla eitthvað.
Um síðustu helgi var föndurdagur í grunnskólanum og það var mjög gaman eins og alltaf, Sigurgeir er nú reyndar vaxinn uppúr slíku föndri en málaði samt nokkrar piparkökur og borðaði þær jafnóðum, Bjartmar málaði snjókarl.

Þessa helgi fórum við í Miðhús og krakkarnir og kallarnir máluðu á piparkökur á meðan við Begga bökuðum. Það var rosalega gaman og gott að komast í kakó og kökur.
Í gær var yndisleg aðventumessa í Blönduóskirkju og þar spilaði Sigurgeir með lúðrasveitinni. Aldeilis notaleg stund.

Verið að spá í hvenær á að taka hrossin inn................  • 1
Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar