Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2011 September

26.09.2011 21:21

Tryppi inn :o)


Maður er ekki fyrr búin að sleppa í hausthagana, sem ég er reyndar ekkert búin að gera, að maður er búinn að taka inn aftur emoticon

Við ákváðum að taka hann Tígul hans Sigurgeirs inn og spekja hann svolitið svo hann væri viðráðanlegri þegar hann yrði eldri. Við mættum fram í Undirfellsrétt á laugardag með kerru og rákum hann uppá kerru. Hélt það myndi aldrei takast þar sem Miðhúsastóðið er nú ekki mjög mannelskt en það var sko ekkert mál, uppá kerru fór hann eins og ekkert væri. Við úteftir með hann


og Hátið var sótt til að hafa með honum


en þar sem okkur þótti þetta nú ekki alveg nóg þá ákvað ég að sækja jarpskjótta á 4. vetur sem heitir Gígja, er systir Glettu og er undan Gammi. Hún var sótt uppí Auðkúlurétt og það var eins og hún hefði verið að bíða eftir mér.....


og þá voru þau bæði komin inn og Hátið aftur út í girðingu....


og við erum búin að fara 100 sinnum uppí hesthús og búin að klappa þeim og knúsa og Tígull er orðinn svo gæfur og góður að við gátum sett á hann múl í dag. Svo ekkert nema skemmtilegt að hafa tryppin inni.


23.09.2011 14:58

Gallerí Feykis


Sá um daginn að Feykir, fréttablaðið á Norðurlandi vestra, bauð upp á að maður sendi inn myndir og fengi að vera í Gallerí Feykis. Ég sendi auðvitað nokkrar myndir og þær eru á baksíðu blaðsins í dag, það eru þessar;

Þessi var tekin í Landeyjum í okt. 2009Löngufjörur ágúst 2010


Friðjón á Sandi átti þessa brúsa, tekið veturinn 1996Þessi var líka tekin á Sandi en það var um páska 2007
Sigurgeir með krækiber í sept 2008og svo eru það klemmurnar sem ég tók fram í Miðhúsum um daginn.Alltaf gaman að taka myndir enda á ég fulla tölvu af myndum emoticon
 

19.09.2011 09:58

Laxárdalurinn


Algjörlega frábær laugardagur, veðrið var ótrúlegt svo dalurinn skartaði sínu fegursta og hestarnir okkar voru auðvitað dásamlegir.
Við fórum öll, það er við 4 og Begga kom með okkur sem var aldeilis frábært. Svo voru auðvitað mjög margir aðrir þarna, kannski 200-300 manns emoticon

Á leiðinni upp Strúgsskarðið, Bjartmar og Beggi.....áning í Strúgsskarði, ég og Begga.....


og þeir félagarnir Haukur og Sigurgeir.


á leið út Laxárdalinn....


kaffi í Kirkjuskarði.....


nesti og hvíld.....


og leið út dalinn, við fórum á undan stóðrekstrinum og ÖLLU fólkinu þar sem við nenntum ekki að vera komin seint heim og Beggi þurfti að vera kominn á vakt á sjúkrabílnum kl. 18.00. Frábær ferð,takk takk fyrir samveruna.

Myndir í myndaalbúmi.
11.09.2011 20:57

Réttir, réttir, réttir....


Réttirnar næstum því á sínum stað en þeim seinkaði um 1 dag í Vatnsdalnum þar sem veðrið var ömurlegt í vikunni, mikið var ég fegin að vera ekki í göngum þessa dagana og ég vorkenndi mönnum og hestum að vera í þessu veðri. En í stað þess að byrja um hádegi á föstudag þá byrjaði réttin um hádegi á laugardag og það var réttað til myrkurs þann daginn, maður alveg uppgefinn  :o)

Jóhann kom í réttir eins og í fyrra og það var bara fjör hjá strákunum ....og Bjartmar dró margar en bara þær sem voru með horn, þær voru viðráðanlegri ....


féð er alltaf jafnfallegt og gaman að sjá þennan fjölda í dilknum.


og alltaf gaman að sjá það komið heim á tún
.


Í dag var Undirfellsréttin kláruð, þ.e. féð sem kom af Haukagilsheiðinni og hún var búin um hádegi, þá var stormað í Sveinsstaðaréttina og það réttað og við rákum það heim. Þurftum að vísu að bíða svolítið því það voru að koma rekstrar framan að og það er víst ekki gott að mætast með kindur í rekstri svo Biggi Upp fór með sinn rekstur upp hjá Flóðvangi og við rákum svo heim áður en Steinnes reksturinn kæmi út dalinn :)
og það fór auðvitað á Eyrina alveg eins og í fyrra og hittifyrra og öll árin þar á undan.Allir dauðuppgefnir eftir frábæra réttardaga.

Myndir komnar í albúm.

07.09.2011 08:14

Með Hrund Birgis


Alveg frábært að hitta Hrund Birgis eftir 26 ár.Við vorum saman í Boston fyrir 26 árum og höfum ekki hist síðan, svo hittumst við auðvitað á fésinu og ég vissi að hún var að koma með Drottningum Royale í hestaferð hjá Hauki í Hvammi. Ég lánaði honum hestana okkar og ég fékk svo að vera hestasveinka í ferðinni og það var auðvitað algjörlega frábært, fullt af skemmtilegum konum alls staðar að af landinu.

+

Veðrið var ekkert sérstakt síðasta daginn en hvað gerir það til ef maður er vel búinn og maður er með skemmtilegu fólki. Alveg meiriháttar ferð og takk takk fyrir mig og ég hlakka til að hitta Hrund aftur og kannski maður reyni að komast í Drottningar Royale hópinn næsta ár :o)


Á mánudagskvöld og þriðjudagsmorgunn gerðist ég fjósakona í Miðhúsum. Það hefur nú ekkert breyst frá því í den nema að Sigurgeir kunni þetta allt og hann mjólkaði og ég þvoði (þ.e. á mándudagskvöld), hann hefur sem sagt lært heilmikið í sveitinni í sumar. Ég mjólkaði svo í gærmorgun og það gekk svona ljómandi vel. Bara skemmtilegt.


  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar