Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2011 Ágúst

30.08.2011 22:00

Skemmtilegt


Mjög svo skemmtileg helgi að baki og ég hef bara ekki verið eina einustu helgi heima í ágúst.
Ég náði því samt að slá garðinn og þrífa húsið um helgina en á laugardaginn hringdi Helga i mig og þá voru þau að fara út í hólma að ná í tryppin og koma þeim í land og þá Bjarma og Glettu líka.
Þau voru ekki farin af stað þegar ég kom svo ég slóst í för með þeim sem var nátttlega bara æðislegt, því það er svoooooooo fallegt þarna.Sóttum prinsinn ......og Gunnar teymdi Glettu yfir og Bjarmi elti eins og ekkert væri sjálfsagðara .....og þeir Sigurgeir spjölluðu saman þegar heim var komið :)Aldeilis gaman og takk takk frábæra fólk Helga og Gunnar, besta fólk í heiminum:


Sunnudag skrapp ég á 80 ára afmælishátíð Reykjaskóla og þau Erna og Fannar tóku mig með. Mjög gaman að koma þar en alltof fáir komu úr okkar röðum þ.e. þeir sem voru á árunum 1978 - 1981 en nokkrir komu og það var mikið talað og mikið hlegið og farið á allar vistar og skoðað. Eitthvað fannst mér sem herbergin, írþóttasalurinn og allt hafi minnkað síðan ég var þarna. Þarf nú að skanna nokkrar myndir af mér síðan þá :)

Í dag fórum við og sóttum Hyllingu en hún var sónuð geld. Ég var eiginlega ferlega fúl. Hún verður þá geld þetta árið. Sennilega á ég bara ekki að eignast folald undan henni. Hún er búin að eignast 5 folöld og það eina sem ég átti drapst. En hún er allavega komin í Þingeyrar og verður auðvitað þar.

22.08.2011 20:37

Ekkert heima.....


Enn ein helgin sem fór í hestastúss. Nú brunuðum við Sigurgeir og Bjartmar á Melgerðismela á Stórmót hestamanna þar :)

Fórum með Susku-fjölskyldunni en þau voru með bústað í Eyjafirðinum austanverðum en við fengum íbúð á Akureyri sem hún Begga á og lánaði okkur, takk takk takk frábært alveg.

Fórum eftir hádegi á föstudag og brunuðum í bústaðinn til Susku. Drifum mat á grillið, ég á ekki grill og kann ekkert að grilla en mér sýndist málið vera að henda þessu á grillið og snúa því við og þá var það tilbúið, veit ekki alveg af hverju karlmönnum finnst svona gaman að standa við grill í tíma og ótíma.... mér fannst þetta nú bara eins og standa við eldavélina emoticon
Krakkarnir og Haukur voru auðvitað í fótbolta á meðan og skemmtu sér frábærlega og svo var potturinn eftir matinn.


Forkeppni á laugardeginum. Hér eru þeir Haukur Marian og Sigurgeir. Sigurgeir komst í úrslit.


Fórum svo í bíó og það voru 3 myndir teknar út, við Bjartmar fórum á Cars 2, strákarnir fóru á einhverja mynd sem ég man ekki hvað heitir og Sonja og Haukur fóru með stelpunum sínum á Strumpana. Aldeilis gaman hjá okkur.

Drifum okkur í sundlaugina á Hrafnagili á sunnudagsmorgunn, alveg í annað skipti sem ég fer í sundlaug í sumar. Æðisleg laug og ekki of margir í henni.

Mæting í úrslitakeppnina og Sigurgeir og Hátíð lentu í 7. sæti sem var sama sæti og á Einarsstöðum enda við sömu krakka að keppa en alltaf gaman að fara og keppa, sjá aðra staði og hitta fólk.......


ofboðslega fallegt í Eyjafirðinum en fallegra samt í Þingeyjarsýslunni á Einarsstöðum sko.....

Á leiðinni heim komum við við í
Holtseli og fengum okkur ís og mikið rosalega er hann góður, hefði alveg viljað taka með mér heim nokkra lítra en held hann hefði bráðnað. Förum klárlega þangað aftur og bíð spennt eftir því að hann verði aftur til sölu hér í Samkaup.

Skólinn var svo settur í dag og Sigurgeir er kominn í 9. bekk og Bjartmar í 3. bekk, aldeilis sem tíminn er fljótur að líða. Sigurgeir á 2 vetur eftir og þá fer hann í framhaldsskóla.

Nemendurnir mínir eru líka farnir að heiman svo ég verð annað hvort að elta þá uppi eða gera bara ekki neitt...... spurningin hvað ég geri.


14.08.2011 12:54

Hin árlega hestaferð :)


Meira af hestaferðum :)
Hin árlega hestaferð var í Þingeyjarsýslu að þessu sinni og var algjörlega frábær.

Þar sem það er tölvuvert bras að koma öllum hestum á áfangastað og ekki eiga allir risastóra jeppa með risastórar kerrur þá var brugðið á það ráð að fá gripaflutningabílinn hans Bigga Upp lánaðan og var það auðsótt og komust 14 hestar á þann bíl. Aðrir hestar voru fluttir á hestakerrum en í ferðina fóru 14 manns og 28 hestar, 2 hestar á mann sem er alveg nóg þar sem dagleiðir eru stuttar og frábærar.

Lögðum af stað frá Blönduósi uppúr 10 á fimmtudagsmorgni 11. ág og vorum komin í Fosshól upp úr kl. 13. Þar voru hross tekin af og bílum komið niður í Torfunes þar sem hestar fengu næturgistingu. Vorum í rólegheitum og lögðum ekki af stað fyrr en um 15.30.

Riðið, teymt var yfir gömlu brúna hjá Fosshól......


og haldið norður veginn að Hriflu og Fremstafelli og síðan út með Skjálfandafljóti


í gegnum Fellsskóg


út eyrarnar að
Torfunesi þar sem Baldvin tók á móti okkur og setti hestana í grasmikið og gott hólf.


Virkilega frábær leið og fjölbreytileg. Svo gaman og gekk vel.

Næsti dagur var Torfunes - Sandur.
Byrjuðum á að ríða yfir brúna á Skjálfandafljóti......


og síðan niður hjá Húsabakka og þar niður á frábæra reiðleið norður með Skjálfanda í Sand.


Algjörleg mögnuð leið og alltaf dásamlegt að komast í Sand en þar fengum við hagagöngu fyrir hrossin.

3. dagur var Sandur - Saltvík.
Alltaf fallegt á bökkum Skjálfanda.


Riðið í gegnum hraunið/skóginn frá Sandi uppá þjóðveg sem er alveg hreint mögnuð leið.


og uppá Hvammsheiðna í 
Saltvík en þar gistum við báðar næturnar í frábærri aðstöðu.

Hestar settir á bíl og kerru og haldið heim og vorum við komin heim um 21.00.
Frábær ferð, frábærir ferðafélagar, fallegar reiðleiðir og góðar, frábærir hestar. Takk fyrir skemmtilega daga.

Myndir komnar í albúm.

09.08.2011 09:38

Keppnishelgin mikla


Sumarið snýst greinilega um fótbolta og hesta, aðallega þó hesta að sjálfsögðu.

Síðastliðn helgi var keppnishelgin mikla. Bjartmar fór á Króksmót með félögum sínum úr Hvöt og kepptu þeir á laugardegi og sunnudegi. Sigurgeir, hins vegar,  "skaust" norður á  Stórmót Þjálfa í Þingeyrjarsýslunni og keppti þar á Hátíð. Hann komst í úrslit og varð í 7. sæti.Gleymdi myndavélinni, ótrúlegt en satt en fékk þessa mynd hjá Diljá Óladóttur á Sandhaugum sem tók fullt fullt af myndum. Rosalega flott mót, góðir hestar, knapar og umhverfið æðislegt. Svo var nú ekki leiðinlegt að komast aðeins í Sand og ganga út að vatni. Yndislegt.

Annars varð þetta frekar flókið. Beggi fór á vakt á sjúkrabílnum á föstudag og þá varð að redda ýmsum málum því hann komst ekki með Bjartmari á Sauðárkrók og það er ekki hægt að skilja hann einan eftir heima ef Beggi fer í útkall. Þannig að Auður og Óli tóku Bjartmar með sér á Sauðárkrók, þau komu heim um kvöldið. Eva Dögg og Ísak komu svo og gistu ef ske kynni að Beggi þyrfti í útkall. Beggi gat svo fengið sig lausan smá stund á sunnudeginum og brunaði norður og sá einn leik og Bjartmar varð himinlifandi yfir því. Við Sigurgeir fórum eldsnemma á laugardagsmorgni og komum heim seinnipart á sunnudegi.
Svo aldeilis vel heppnuð helgi hjá strákunum.
Á engar mynd af Bjartmari á Króksmóti en kannski finn ég eina einhvers staðar.

01.08.2011 20:18

Margt skrítið


Um þetta leyti í fyrra hringdi Gunnar á Þingeyrum í mig og sagði mér að foladið hennar Hyllingar væri týnt og hefði ekki sést í nokkra dag, það fannst dautt nokkrum dögum síðar. Í gær hringir hann í mig og segir mér að hin bleikálótta merin mín Gletta sé komin með folald. Það stóðst nú ekki í mínum huga því ég gat alls ekki munað að henni hefði verið haldið í fyrra og þar að leiðandi gat hún ekki verið búin að eignast folald og hann væri bara að sjá ofsjónir. Jú jú þarna útí hólma með henni væri ljóst folald.

Ég frameftir í dag og öll riðum við útí þennan hólma og þar var þetta afskaplega fallega folald með henni, moldótt að lit........
þannig að í staðin fyrir það sem ég missti í fyrra í þessum sama hólma, hann Hrafnaflóka sem var brúnn, þá fékk ég moldóttan hest. Ég er bara alsæl með það og strákarnir himinlifandi. Glettu var haldið en hún var sónuð geld frá hestinum. Hún var tekin inn í vetur og tamin. Skelfileg meðferð á merinni. Fannst hún alltaf frekar þunn og gaf henni aukalega til að fita hana og sendi hana síðan í Þingeyrar og bað Gunnar að setja hana útí hólma og fita hana fyrir mig. Hesturinn heitir Bjarmi í höfuðið á frábærum moldóttum hesti sem hét Bjarmi og er eflaust einn besti hestur sem ég hef komið á fyrr og síðar, fyrir utan Hátíð auðvitað :)
   • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar