Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2011 Júlí

28.07.2011 21:29

Frábær heimsókn


Við höfðum það af að koma hestunum aftur á Blönduós en það var ekki fyrr en á miðvikudag sem það hafðist..... alltaf svo mikið að gera eða dásamleg rigning og ekki nennir maður beint að fara í útreiðartúra í rigningu.

Frábærlega gaman að fara þessa leið, passlegar dagleiðir fyrir litla og stóra.
Hátíð reif að vísu undan sér á framfæti og heltist smá svo Sigurgeir gat ekki keppt á Fákaflugi sem var núna um helgina og var það svolítið fúlt en svona er þetta nú bara.


Um helgina komu Albert og Jóhanna og Snævar Njáll og Lise með krakkana og þau voru auðvitað drifin á hestbak.


ég og Albert afi með Elvu Snævarsdóttur, 3ja ára .....Sigurgeir og Helga Guðrún Albertsdóttir.......

og litli Ásbjörn Snævarsson dreif sig líka á hestbak með systur sinni.


Þau Snævar og Lise eru í heimsókn í 2 vikur en þau eiga heima í Danmörku.
Snævar verður kannski að spila á Airwaves í haust og auðvitað verður stefnan þá tekin þangað :)

24.07.2011 12:39

Afmælisprinsinn


8 ára prinsinn minn sæti og besti hélt smá partí á afmælisdeginum sínum 21. Alltaf gaman að fá nokkra hressa stráka í fótbolta í garðinn :)Mikil gleði að fá stóra bróðir en hann er alltaf í sveitinni nema þegar við "stelum" honum í ýmiss frí enda er hann kallaður "frímann".
Fórum í Miðhús seinni part á föstudag og riðum útí Þineyrar.Bjartmar þarf ekki hjálp lengur við að komast á bak og Fagrajörp er bara alveg sátt með hann....hvernig sem hann situr :)Fór á Akureyri í kennsluferð í gær og hugmyndin var að sækja hestana í Þingeyrar í dag.....19.07.2011 20:51

Hátíð á afmæli í dag


Sennilega stafar það af leti að ekkert sé hér skrifað....

Þetta dásamlega hross á afmæli í daghún fékk nú ekkert nammi í dag en í gær fékk hún smá nammi eftir að bera Sigurgeir frá Þingeyrum í Miðhús og á sunnudeginum fór hún með hann frá Blönduósi í Þingeyrar.

Við fórum sem sagt öll ríðandi frá Blönduósi í Þingeyrar, þ.e. ég, Beggi, Sigurgeir og Bjartmar og tókum ÖLL hrossin 5 að tölu með í þessa ferð. Algjörlega frábært og gaman hjá okkur. Bjartmari fannst þetta nú ekki mikið mál enda er hún Fagrajörp dásamlegt hross.

Annars er bara allt rólegt, er á rúntinum alla daga, fór ekki á eitt einasta atriði á Húnavökunni, var bara ekki í stuði og fannst einhvern vegin eins og ég væri ekki að missa af neinu, fann mér bara eitthvað annað að gera :)

Um síðustu helgi skrapp ég suður til að ná sumrinu, strákarnir fóru í bústað á Laugarvatn með Begga og við mamma heimsóttum þá á laugardeginum. Fór heim á sunnudeginum og náði þar að leiðandi nokkrum sumardögum í sumar......

Afmælispartíið hans Bjartmars framundan sem og ná í hestana í Miðhús, förum auðvitað ríðandi heim.


05.07.2011 10:25

Landsmót búið


Frábært Landsmót búið og nú líður mér eins og ég hafi bara ekkert að gera framundan, kannski ég komist sjálf á hestbak einhverja daga emoticon

Á fimmtudagskvöld rúlluðum við norður með 5 hesta í kerru, fékk lánaðan bíl og kerru í Steinnesi til að ferja hesta í hópreið en þá var setningarathöfnin og hópreið hestamannafélaganna. Það voru 11 manns sem tóku þátt hjá Neista, flottur hópur það.
Auðvitað var Sigurgeir með í því og hann var meira segja fánaberi. Stóð sig frábærlega á henni Hátíð sætu.
Hér eru þeir bræður með þeim bræðrum í Hvammi. Aldeilis flottur hópur og stóð sig frábærlega. Við Bjartmar fórum í brekkuna að horfa á og vorum afar stolt af okkar fólki.Ég var svo að vinna eina vakt á laugardeginum og skrapp aðeins á sunnudeginum. Frábært landsmót og gaman að vera þar.

Sigurgeir er í sveitinni að koma fé á heiði og það gengur ágætlega. Nú er bara að bíða eftir heyskap en fram að því ætla þeir bræður í bústað með pabba sínum. Ég verð bara heima á hestbaki á meðan.
  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar