Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2011 Apríl

24.04.2011 09:28

Aðalmaðurinn


Já ég er svo ótrúlega gáfuleg stundum, gleymdi að setja mynd af aðalmanninum í síðustu frétt svo þær koma hér....í kirkjunni fyrir fermingjuí Flóðvangi, allt tilbúið.23.04.2011 20:00

Ferming, knapamerkjapróf, ökupróf......


Loksins smá tími til að setjast niður og skrifa nokkrar línur.

Fermingardagurinn var dásamlegur emoticon   

Á föstudag fengum við Flóðvang og gerðum klárt fyrir stóra daginn, sóttum nokkur borð og stóla í Félagsheimilið á Blönduósi og leirtau í Félagsheimilið á Skagaströnd og röðuðum öllu upp.
Mamma og bræður mínir þrír ásamt fjölskyldum mættu á svæðið uppúr 21 og einnig Valli bróðir og Jóhanna, þær Jóhönnurnar gerðu fyrir okkur kransakökurnar, TAKK TAKK TAKK og settu þær saman um kvöldið.


Við fórum heim um 22.30 þar sem koma þurfti þreyttum drengjum í rúmið og vakna snemma emoticon

Fermingin var yndisleg en tók svolítið langan tíma og við vorum of sein í okkar eigin veislu en það var allt í lagi þar voru allir bara í góðum gír. Veislan tókst frábærlega en var alltof fljót að líða. Fengum dásamlegast fólk til að elda og sjá um eldhúsið og get svo svarið það að það var algjörlega frábært að þurfa ekki að hugsa um það. Takk takk takk. Gestirnir voru margir og stoppuðu lengi og höfðu það notalegt í þessu dásamlega húsi sem Flóðvangur er. Takk takk öll fyrir komuna og frábæran dag og takk fyrir drenginn. Hann er alsæll með daginn og við líka emoticon

Skreytinguna gerði Guðrún Ben besta vinkona ........... og hún skrifaði á kertið líka fyrir Sigugeir. Takk takk elsku Guðrún.

                  

                                                    Fermingar "styttuna" fékk ég í Fab Lab á Sauðárkróki en hugmyndina fékk ég hjá Kristínu Ármannsdóttur þegar hún gerði verðlaunapeningana fyrir Grunnskólamótin í vetur. Gat ekki hætt að hugsa um þetta og setti hana í málið, endaði með því að bruna á Krókinn viku fyrir fermingu og þau græjuðu styttuna hún og Valur Valsson sem vinnur í Fab Lab og útkoman varð þessi. Kærar þakkir fyrir, gat ekki verið glaðari með þennan grip.
"Skálin" undir herlegheitin er gerð af Bergþóri úr "málmi" og kom frábærlega út.
Guðrún fékk þetta ásamt nokkrum hestum og kom þessu öllu haglega fyrir. Takk takk ÖLL.

Algjörlega dásamlegur dagur og líka sunnudagurinn þar sem bræður mínir fóru ekki fyrr en eftir hádegi en þá komu krúsídúllurnar mínar úr saumó og þeirra áhangendur. Algjörlega frábært og frábær dagur.

Frábært að vera í Flóðvangi, notalegt, fallegt, rólegt og barasta yndislegur staður.
Myndir eru komnar í myndaalbúm, nokkuð margar þar við Gummi bró tókum fullt af myndum. Svo koma myndir inn fljótlega sem Jón Sig tók í kirkjunni.


Á mánudag voru svo knapamerkjapróf og það fóru 14 manns í þau og stóðust allir. Frábært til hamingju með það.

Sem betur fer kom mamma með mér heim því ég var úti að kenna fram á fimmtudag en þá voru nokkur próf sem tókust bara vel.
Á fimmtudagskvöld vorum við svo boðin til Guðrúnar og Gústa þar sem það var verið að ferma Benna líka svo ekki komumst við til þeirra og þau ekki til okkar svo við áttum notalega kvöldstund með þeim.

Á föstudag kom Helena Mara og tók myndir af Sigurgeiri niður í Fagrahvammi og síðan skruppum við í Þingeyrar að kíkja á hann Háfeta sæta og hann var alveg til í köggla frá Bjartmari.


Komst aðeins á hestbak í gærkvöldi, fór á 3 merar og teymdi eina. Hestarnir, Gustur og Tindur, fóru í rekstur, vildi nú ekki láta "sparimerarnar" fara í það emoticon

Í dag var æfing fyrir æskulýðssýningu sem verður 30. apríl hér og á Sauðárkróki 7. maí. Sigurgeir fær nú Hátíð lánaða í það emoticon

Fórum síðan og hittum Helenu aftur í dag og vonandi náðust eins og 10 góðar myndir af strákunum.

Á morgun ætlum við að líta á hann Tígul ......


hans Sigurgeir sem hann fékk í fermingargjöf frá afa sínum og á mánudag er ferming hjá Guðmari.

Svo nóg að gera ..... spurning í að eyða kvöldinu í að laga svolítið til í þessu húsi, mamma er nefninlega farin til Fanneyjar emoticon
13.04.2011 21:12

Styttist í stóra daginn hans Sigurgeirs


Það er ekkert lát á því hvað er mikið að gera á þessu heimili....... ég verð nú að segja að mér finnst nú fullmikið í gangi í unglingadeildinni og þau búin að vera á stanslausu flandri seinnipartinn í vetur að mér finnst. Ekki það að Sigurgeir hafi þurft að fara en það er nú gaman að fara og mikið upplifelsi fyrir þau svo ekki segi ég nú nei við því. Það er búið að fara á Samfés 2x, skólahreysti, þjóðleik, vera með árshátið og nú um síðustu helgi fengu þau svo dúkkubarn til að hugsa um og ég verð nú að viðurkenna það að mér fannst það nú ekki beint heppilegur tími þar sem þau voru upptekin alla helgina þar á undan á Akureyri, enda var Sigurgeir bara þreyttur eftir þessa helgi. Þurfti að vakna til "barnsins" mörgum sinnum yfir nóttina og ég líka en  ég hefði viljað eyða annari helgi í þetta en helgina fyrir fermingu.
En það hafðist allt saman og svo er stóri dagurinn á laugardaginn.
Hlakka bara til emoticon  allt tilbúið sko.... emoticon

Við fórum loksins á Sauðárkrók i síðustu viku til Evu og Jóa, það féll niður tónlistartími svo við sáum lausa stund og hentumst til að kíkja á litla sæta frænda sem fæddist 25. mars. Hann er svo FALLEGUR. Set mynd síðar.

Í öllu þessu  stússi gaf ég mér tíma í að fara á Sparisjóðskeppnina á Hvammstanga á föstudagskvöld og við Rúnar unnum 3. flokkinn. Við vorum frekar fá sem komum héðan úr A.-Hún (Lið 4). Óli var einn héðan  í 1. flokk og vann hann með algjörlega frábærri sýningu á Gáska, svo gaman að horfa á svona flott par.
Við vorum 3 héðan, held ég, í 3. flokk og við Rúnar mössuðum þetta, algjörlega frábært hjá okkur og virkilega ánægð með okkur. Þar með vann ég einstaklingskeppnina og fékk verðlaun fyrir það (sjá á neista.net).

Nú er keppnisferli mínum lokið þennan veturinn, hef ekki mikinn tíma til útreiða.
Framundan er ferming á laugardag, knapamerkjapróf á mánudag (ekki hjá mér samt), ökupróf á miðvikudag, æfingar fyrir æskulýðssýningu eftir páska, æskulýðssýning 30. arpíl, knapamerkjapróf hjá krökkunum 4. maí og Æskan og hesturinn 7. maí og uppskeruhátíðir hjá öllum sem hafa verið á námskeiðum í vetur.

Segiði svo að það sé ekkert að gera hér emoticon

04.04.2011 09:13

Þvílík helgi


Já þetta var svolítið annasöm helgi, en þær eru nú búnar að vera það stundum í vetur.
Á föstudag fór Sigurgeir með unglingadeildinni norður á Akureyri en þau tóku þátt í leiklistarhátíðinni Þjóðleik á Norðurlandi en hann var í Listagilinu á Akureyri. Hefði verið gaman að fara ennnn......
Bjartmar var að spila á fótboltamóti á laugardeginum svo hálfur laugardagurinn fór í það, hinn helmingurinn uppí hesthúsi að ríða út og þrífa Fögrujörp og Hátíð þar sem síðasta Grunnskólamótið  var í gær á Hvammstanga.

Sigurgeir greyið var ræstur eldsnemma á sunnudagsmorgni, ofboðslega þreyttur eftir frábæra daga á Akureyri en hann kom heim um 1 leytið á laugardagskvöldi. Vorum mætt tímanlega á mótið og Bjartmar tók þátt í fegurðarreið og það tókst frábærlega. Hann reið eins og herforingi, dálítið var hún Fagrajörp blessunin að flýta sér í sýningunni en það var nú bara í lagi og hann fékk verðlaunapening eins og allir krakkarnir sem taka þátt í fegurðarreiðinni.Nú Sigurgeir fékk Hátíð lánaða og komst í B-úrslit en hann og Hákon unnu sig upp í A-úrslit og þar vann Hákon og Sigurgeir varð í 2. sæti sem er algjörlega frábært þar sem hann hefur nú ekki verið að ríða út á Hátið í vetur og hann náði bara að æfa sig 2x áður en hann fór á Akureyri og hefur bara 1x tekið þátt í töltmóti. Svo bara frábært hjá þeim báðum.

Ætli ég fái nokkurn frið með hana meir emoticon     
Það voru því þreyttir en glaðir drengir sem komu heim í gærkvöldi eftir góða helgi.  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar