Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2011 Janúar

30.01.2011 21:39

Bjartmar á reiðnámskeið


Bjartmar byrjaði á sínu námskeiði sl. fimmtudag og það var svona glimrandi gaman.
Hér kemur hann með hana Fögrujörp sína sem er alveg dásamlega skemmtilegt hross....og þeim gengur svo vel saman, hann hendist um allan salinn þegar við förum saman í Reiðhöllina en á námskeiðinu erum við, aðstoðarmennirnir, svona í námunda við þau svo fari ekki allt í vitleysu. Ef einn ræður ekki við hestinn þá fer allt af stað, svo allir krakkarnir á reiðnámskeiðinu hafa aðstoðarmann emoticonBeggi fékk jólatré einhvers staðar útí bæ um helgina og kom með þau uppí gerði og hrossunum fannst það nú ekki leiðinlegt að hafa eitthvað fyrir stafni í gær.
Hér er Hátið að háma í sig emoticon
 


23.01.2011 10:00

Antik handavinnan mín


Verð að deila með ykkur skemmtilegri sögu sem sýnir að maður á alltof of mikið dót, búin að eiga heima á mörgum stöðum, skilur það eftir einhvers staðar og man svo ekki neitt.
Þannig var að eftir að ég flutti úr Reykjavík og hingað norður fór ég að sakna 2ja dúka sem ég hafði saumað á Reykjaskóla sem mér þótti rosalega vænt um.

   

Hélt þeir væru ekki í mínu dóti sem taldi mjög marga kassa og bað mömmu að gá í sína kassa. Hún fór í gegnum þá alla og gott betur og ekki fundust þeir.
Af og til er ég búin að hugsa um þessa dúka og taldi þá bara vera í geymslunni í Miðhúsum. Ekki gat ég hugsað til þess að fara að gramsa í henni svo ég hef bara haldið áfram að vona að einhvern tíman kæmu þeir í leitirnar.
Síðastliðinn þriðjudag fékk ég alveg æðislega skemmtileg símtal sem gladdi mig mjög mikið. Svolítið spjallað og svo: "Það er dót hérna sem þú átt." Ég: Ertu ekki að grínast, ekki eru það dúkarnir sem ég er búin að láta mömmu leita að mörgum sinnum?
Ja það eru einhverjir dúkar. Mætti með kassann og ég fer að draga upp úr honum alls kyns handavinnu sem ég hafði bara alls ekki haft hugmynd um að mig vantaði en mundi eftir öllu þegar ég tók það upp. Hafði gert alla þessa handavinnu í Húsmæðraskólanum í Reykjavík þegar ég var 20 ára. Svo þetta er alveg antik handavinna :)Fullt af barnadóti og verst þykir mér að  hafa ekki munað að ég hafði gert barnasængurverasett merkt með stöfunum mínum, get svarið það að ég mundi bara alls ekki eftir að ég hafði gert þetta, eða neitt af þessu sem ég hafði gert í Húsó. Skil ekki af hverju þar sem þetta var allt í sama kassanum.


En þetta er komið í leitirnar, sýnir manni að margt leynist í geymslum en mikið ofboðslega er ég glöð að ég er búin að fá þetta í hendurnar. Setti myndir af flestu í myndaalbúmið.

14.01.2011 19:46

Orðin leið?


Jæja það eru auðvitað allir orðnir leiðir á því að hér skuli aldrei vera skrifað.....
Hestarnir eru sko komnir inn og öll námskeið í knapamerkjunum byrjuð og því er enginn tími fyrir þetta hangs í tölvunni  emoticon


Knapamerkin byrjuðu sl. mánudag og þá mættum við stelpurnar í knapamerki 2...... og ég auðvitað á Hátíð, hún var reyndar mikið að flýta sér þetta kvöldið svo ég er búin að fara nokkrum sinnum á hana í höllina til að róa hana niður og það hefur bara tekist vel.Beggi mætti líka í sinn tíma á mánudag á honum Tind sínum, það gekk glimrandi vel.


og á miðvikudag mættu Sigurgeir og Gustur í knapamerki 3.
Bjartmar og Fagrajörp byrja svo í lok mánaðarins.


Í dag snjóaði og snjóaði.....
02.01.2011 13:19

Hestarnir komnir inn :)


Hér vöknuðu allir glaðir á nýársdagsmorgunn, missnemma auðvitað en eftir hádegið brunuðum við í Hæli að ná í hestana. Það voru 3 ferðir, fórum og fengum kaffi hjá Jonna í síðustu ferðinni. Takk takk, Jonni og Sibba, fyrir að passa gullklumpana okkar :)

Hér kemur "gamla" ég með aðalgullklumpinn hana Hátíð.


Bjartmar að græja heyið :)Bjartmar að koma með sinn gullklump inn .......


og Sigurgeir sinn......og mín dásamlega Hátíð komin í sína stíu.....og þeir feðgar við flottu flottu innréttinguna sem Beggi er búinn að eyða öllu haustinu í að smíða, að klappa Tind sem Beggi á.


Þannig að það er sko aldeilis lúxus á hestunum núna, 2 saman í "risastórum" stíum, allavega mikill munur á að horfa á innréttingu sem var í fyrra eða þá sem er núna og ég tala nú ekki um stærðina á hverri stíu :)

  "fyrir"  þ.e. í fyrraveturog "eftir" þ.e. sú sem er NÚNA :)
01.01.2011 11:14

Gleðilegt nýtt ár


Þá er 2010 liðið og margs minnast frá því, bæði gott og annað ekki eins gott eins og gengur. En nýtt ár er hafið og því fylgir nýtt upphaf. þá tekur maður bara glaður á móti hverjum degi, nýtur þess að vera til  og er bjartsýnn. Með þeim orðum óska ég ykkur farsæls nýs árs og vona að alir eigi frábærar stundir á þessu nýja ári.

Hér er allt með hefðbundnu sniði. Jólin komu og fóru og voru afskaplega notaleg. Strákarnir voru hjá Begga og ég mætti bara þangað um miðjan dag á aðfangadag, hjálpaði aðeins til við eldamennsku og svo voru það bara rólegheit og lestur. Strákarnir og við öll vorum bara ánægð með allt það sem við fengum og þökkum við kærlega fyrir það. Mætti svo aftur til þeirra á jóladag í hangikjöt og þá var spilað og pússlað, alltaf jafnnotalegt.

Á milli jóla og nýárs hafði ég ágætt að gera í kennslunni og svo kláruðum við að ganga frá í hesthúsinu og nú er það fínt og flott. Beggi er búinn að gera það virkilega flott og á heiður skilið fyrir það emoticon   

Í gær vorum við 4 fjölskyldur samankomnar hér í mat,  Helgavatns-, Eyvindarstaða- og Miðhúsafjölskyldan og við auðvitað. Virkilega gaman og notalegt að vera öll saman og gaman hjá krökkunum
í að skjóta upp og líka þeim fullorðnu, þeim finnst það nú ekki leiðinlegt að skjóta þessu dóti upp. Ekki spillti veðrið fyrir, það var frábært.

Gleðilegt ár öll og takk fyrir að líta hér við emoticon

   • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar