Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2010 Nóvember

30.11.2010 09:58

Læsa


Er virkilega að hugsa um að læsa þessari síðu, sé að hér koma inn uppí 90 manns á dag og auðvitað hef ég ekki hugmynd um hverjir það eru, svo sem ekkert leiðinlegt að eiga svona marga aðdáendur en samt...............

Þessi fréttasíða var upphaflega sett upp þegar ég flutti til Hveragerðis "fyrir mörgum árum" en ég hef reyndar oft hugsað um það að hætta að skrifa þar sem ég er löngu komin "heim" aftur en það er svo sem ágætt að fletta upp í þessu. Ekki man maður nokkurn skapaðan hlut lengur.

Svo ef þið komið hér inn og allt er læst þá er bara að biðja um lykilorðið. Það fá þeir einir sem ég þekki :)

Eitthvað er nú búið að gera síðan síðast þ.e. á þessum hálfa mánuði sem ég hef ekki skrifað.

Um síðustu helgi var aðventudagur Blönduskóla og þar mættum við auðvitað til að föndra.

Þessi helgi fór i skemmtanir. Við fórum á frábæra árshátíð á Húnavöllum á föstudagskvöldið og það var bara algjör snilld. 10. bekkur sýndi Gauragang og hann tókst frábærlega hjá þeim. Virkilega gaman. Svo var auðvitað kaffi og "nokkrar" kökur á eftir að hætti foreldra 10. bekkinga.

Á laugardagskvöld stormaði ég svo á uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna (sjá neisti.net).  Alveg ágætis skemmtun og góður matur. Fór samt snemma heim og sunnudagurinn fór í að gera aðventukransinn og setja upp jólagardínurnar í eldhúsið :)15.11.2010 21:53

Skvísuferðin


Þegar við skvísurnar í saumó fórum norður á Akureyri í bíó í ágúst ákváðum við að fara til Reykjavíkur og hitta Reykjavíkurskvísurnar okkar eina helgi í nóvember. Sú helgi rann upp og við fórum suður á föstudag og áttum frábæra daga saman, þetta varð matarhelgin mikla, ekki verslunarferð emoticon   

Fengum leigða íbúð í Þangbakkanum og vorum mættar þar um kvöldmat. Pöntuðum mat og áttum svo kósístund.

Laugardagurinn var þéttskipaður en við ætluðum að drífa okkur í zumba dans í Hreyfingu kl. 11 en það fóru ekki nema 3 - ansi erfitt að drífa sig upp svona eldsnemma....
Hádegismatur var á Saffran í Glæsibæ alveg megagott. Síðan ákváðum við að labba niður allan Laugaveginn en enduðum á að labba alla leið niður Skólavörðustíg en þá var okkur svo kalt að við drifum okkur í Smáralind. Þar var lítið verslað miðað við Danmerkurferðina okkar frægu....... emoticon


Hér erum við að leggja í hann niður Skólavörðustíg


og Sunna náði okkur......Kvöldmatur var á Carusó, geggjað gott ummmmmm og eldsnemma á sunnudagsmorgun vorum við mættar í Turninn í brunch sem var alveg geggjaður. 

   
                    Glæsilegur hópur emoticon  


Alveg meiriháttar skemmtileg og velheppnaður hittingur hjá okkur stelpunum. Hlakka til næstu ferðar sem verður mjög fljótlega :)
07.11.2010 10:17

Óstuð


Greinilega ekkert stuð á mér hér...

Ég man ekki einu sinni hvað ég hef  verið að gera síðasta 10 daga....... jú auðvitað man ég það, hef ekkert gert nema færa mig úr einum sófa í annan. Fórum reyndar suður um síðustu helgi með Bjartmar í eftirlit hjá Hróðmari. Það gekk glimrandi vel og hann þarf ekki að koma aftur fyrr en eftir ár nema hann John þarna í Bostonhreppi detti nú allt í einu í hug að gera eitthvað við hann sem ég á ekki von á að hann geri. Svo Bjartmar var eins og nýsleginn túskildingur og Hróðmar mjög ánægður með hann, sagði reyndar að þessi töfluskammtur yrði kannski ekki nægur þegar hann stækkaði og þyngdist meir en það verður bara að koma í ljós.

Mamma var ekki heima svo okkur leiddist bara og eftir að hafa farið í allar búðirnar, sem skipta máli, í Reykjavík og nágrenni, heimsókn á Álftanesið og í rándýrt bíó þá drifum við okkur heim strax eftir hádegi á sunnudag. Gott að komast heim.

Hér heima er þurrkarinn bilaður en hann er nú ekki eina tækið sem bilað hefur hér þetta árið. Fyrst bilaði þvottavélin, svo kaffivélin, eldavélin, tölvan og nú þurrkarinn. Bara láta gera við þetta drasl, eða fæ eitthvað sem er í bílskúrum hjá nágrönnunum :)

Framundan eru knapamerkin, allt bóklegt verður tekið fyrir áramót svo það þarf ekki að hugsa um það eftir áramótin enda nóg að vera í verklegri kennslu. Auðvitað er ég með puttana í skipulagningunni og ræð því sem ég vil ráða. Einhver verður að ráða og hver er betri í það en ég emoticon   

Myndirnar sem vantar  hér inn í fréttirnar fara að koma, allavega einhvern tímann fyrir jólin sem eru reyndar handan við hornið. Var nú farin að spá í að baka í síðustu viku en finnst alltof langt til jóla, veit samt að þau verða komin áður en maður veit af og þá verð ég örugglega ekki búin að baka neitt. Baka svo sem ekki mikið en svona aðeins til að fá smá sykursjokk.

   • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 640891
Samtals gestir: 98049
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 07:23:25

Tenglar