Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2010 Október

28.10.2010 08:41

Vistun á vef


Það er ekki beint einfalt að færa vefinn hér yfir og ég auðvitað algjörlega græn fyrir því hvað þarf að passa uppá og alls ekki nóg að gera bara copy/paste. Þegar búið var að loka vistuninni á vefnum hjá símanum
og færa hingað á 123 þá hurfu auðvitað allar myndirnar sem ég hafði notað í hinu kerfinu. Vá hvað þetta er skemmtilegt. Er sem sagt að vinna í að koma þeim inn og það tekur einhverja þolinmæðisstundir.

Fór á Landsþing hestamanna á Akureyri um síðustu helgi og það var bara ágætt. Mikil setja og mörg mál afgreidd og ýmislegt skemmtileg.

Annars er allt við það sama.

19.10.2010 08:12

Tíminn hleypur


Einhverra hluta vegna hleypur tíminn enn og ekkert er skrifað..... h
ér er svo sem ekkert að gerast nema bara allt í rólegheitunum. 

Fékk nýrri eldavél þar sem sú gamla var alveg að gefast upp á þessari endalausri eldamennsku. Sem betur fer átti Þórdís meðhoppari minn nýlega eldavél útí bílskúr og ég fékk hana og hún er bara eins og ný, eldavélin sko eða já bara þær báðar bara 
emoticon

Ný dekk fóru undir bílinn þó svo ég sé nú ekkert að nota hann þessa dagana en ef ske kynni...... ég fékk mér ekki nagladekk. Ætla að prófa það einu sinni, naglar fara frekar í taugarnar á mér en auðvitað eru þeir nauðsynlegir allavega stundum, sums staðar, en ég ætla að sjá hvernig það gangi að vera án nagla og hvort ég verði bara alltaf útí móum, spurning um að keyra hægar eða hafa varann á sér emoticon

Við fórum í afmælið hans Hilmars Loga á föstudag og stoppuðum lengi. Afskaplega notalegt að hittast og spjalla, takk takk fyrir okkur.

Á laugardag slepptum við hrossunum, þau verða á Hæli fram að áramótum en þá er hugmyndin að taka þá inn. Held þau hafi verið fegin að komast í stærra hólf með meira grasi, ég varð allavega mjög fegin að geta sleppt þeim en hlakka jafnframt rosalega mikið til að taka þau inn aftur.

Síðast en ekki síst er hún Sigrún æskuvinkona mín  og Fúsi maðurinn hennar flutt í Brekku. Rosalega spennandi og hlakka til að fara og kíkja á þau þar.

Annars allt við það sama.


09.10.2010 19:45

Þrif og knapamerkjapróf

Ýmislegt klárað í þessari viku.

Á sunnudag fórum við í að þrífa hesthúsið.
Þar sem verið er að fækka plássum og búið að henda gömlu innréttingunum út þá var um að gera að nota góða veðrið sem búið er að vera og skúra, skrúbba og næstum því bóna og tóku allir þátt í því. Sigurgeir þvoði gúmmímotturnar og Bjartmar sópaði vantinu niður í niðurfallið.


 


og gamli hékk i ljósunum..... svolítil mikð ryk ofan á þeim :)


þetta verður allt mjög flott þegar þetta er allt búið og verður gaman að taka inn í vetur :)

Á miðvikudag fór ég á Akureyri þar sem Ökukennarafélagið boðaði okkur ökukennara á Norðurlandi á fund þar sem ræða átti nýtt fyrirkomulag í ökukennslunni. Það er loksins búið að setja í reglugerð  ökunám í akstursgerði en vandamálið er að eina aksturgerðið er í Reykjavík og ekkert í raun gert til að koma þeim upp annars staðar. Við ökukennarar úti á landsbyggðinni erum bara alls ekkert ánægð með þetta fyrirkomulag enda þessu skellt á án þess að spá í hvernig átti svo að gera þetta eins og annað í þessu þjóðfélagi. Dæmigert, búa til reglur án þess að vera búið að undirbúa þær. Veit svo ekki hvað verður gert en eftir 1. nóv. eiga allir að vera búnir að fara í Ö3 - ökugerðið áður en þeir fara í próf. Sé bara ekki að það sé að virka.
En já ég byrjaði að kenna á Sauðárkrók þann dag og fór svo á Akureyri og náði að kenna krökkunum mínum sem eru þar í skóla. Bara gaman. Fór á fundinn kl. 20 og var komin heim upp úr 24 :o)

Á fimmtudag voru svo langþráð knapamerkjapróf hjá krökkunum sem áttu auðvitað að vera í vor en náðist ekki að klára sökum hestapestar.

Hanna og Christina voru búnar að koma nokkrum sinnum norðan úr Skagafirði að fínpússa þá sem voru að fara í próf þ.e. Hanna krakkana sína í 1 og 2 og Christina konurnar sem voru í kn 1 og náðu ekki að taka prófið í vor.


Sigurgeir með Helgu prófdómara, Hrafnhildi sem var líka í Kn 2 (vantar Alexöndru á myndina) og Hönnu reiðkennara:)

Nú stelpurnar voru hálf hestlausar þar sem annaðhvort var búið að draga undan þeim hestum sem þær voru með í vetur og eða búið að sleppa svo ég lánaði þeim Toppu, Gust og aðaldjásnið hana Hátíð og gekk þetta bara frábærlega vel hjá þeim. Ég fékk auðvitað mynd af okkur og Christinu kennara :)Virkilega skemmtilegur dagur hjá okkur og ég ofboðslega fegin að þetta er búið og gekk vel. Þá er bara að draga undan hestunum og sleppa þeim :o)
Fór í dag og dró undan heilum einum hesti. Fór út í hólf með hamar og naglbít og dró undan henni Toppu sem stóð bara grafkyrr allan tímann meðan ég dundaði við þetta. Ef ég næ einum á dag þá tekur þetta alveg 5 daga að draga undan þeim öllum....... spurning um að fá einhvern með réttu tækin í þetta :O)

Ælta að kíkja á Háfeta á morgun ;o)03.10.2010 10:14

Stærri gullmolinn 13 ára

Er að reyna að flytja fréttasíðuna ásamt öllu tilheyrandi hingað yfir á 123.is. Tekur svo MIKINN tíma en það hefst á endanum, gef mér bara ekki tímann í það þar sem þetta er svolítil yfirlega :)

Já já stærri gullmolinn minn hann Sigurgeir átti afmæli í gæl. Hann fékk nokkra vini sína í heimsókn á föstudag og átti frábæra stund með þeim.


Helga vinkona hans kom snemma og við fórum útí Hrútey. Veðrið og litirnir eru æðislegt þessa dagana og tilvalið að taka fullt af myndum :)


og hún tók bara flottar myndir af okkur þar. Takk Helga mín :)
Veðrið er algjörlega magnað þessa dagana. Í gær á afmælisdaginn fórum við aðeins að æfa prógrammið fyrir Knapamerkjaprófið sem verður á fimmtudaginn og síðan lögðumst við flöt í sundlauginni þar sem var mjög margt um manninn enda æfingabúðir hjá sundfólki að vestan, austan og sunnan. Bara frábært.

Beggi kom svo í kvöldmat og við áttum afar kósí stund hérna í gærkvöldi yfir góðum mat og ís að sjálfsögðu á eftir.
Virkilega góð afmælishelgi :)

Um síðustu helgi fór ég með Eið bróður í Eyjafjörðinn að ná í fé. Það var bara gaman enda veðrið gott og við ekki seint á ferðinni.


Það er oft ekki mikið plássið sem þeir hafa til að bakka að til að setja á.....
ansi stutt í ána finnst mér en hann er laginn hannn "litli" bróðir minn enda búinn að vera nokkur ár í þessu og er farinn að þekkja aðstæður vel :)
Annars er nú frekar lítið að frétta, knapamerkin próf framundan og svo bara að sleppa hrossunum.


  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar