Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2010 September

30.09.2010 09:54

September

September 20, 2010

Endalaust á hestbaki

Við Sigurgeir drifum okkur á Laxárdalinn í "stóðsmölun".

Ég ákvað um daginn að nú myndum við drífa okkur með öllum hinum á Laxárdalinn. Mig hefur aldrei langað áður, alltof margt fólk og of mikið fyllerí á fólki (auðvitað ekki nema lítið brot af fólki ofdrukkið) sem ég á einhvern veginn afskaplega erfitt með að þola. Ég ákvað hins vegar að fara bara frá Strjúgsstöðum í Kirkjuskarð og byrjuðum við á því og það var alveg frábær. Alltof margt fólk auðvitað en maður fer bara á þeim forsendum.

Afskaplega falleg leið og afskaplega gott veður og við Sigurgeir vorum afskaplega vel ríðandi á Hátíð og Fögrujörp.

Þar sem enginn var á Kirkjuskarði til að taka okkur heim og stoppað er í 2 tíma þar þá var um að gera að hvíla sig ...

en Hjörtur var svo frábær að nenna að ná í kerruna og hitta okkur við Balaskarð sem hann og gerði en þá þurftum við líka að vera á undan stóðinu niður eftir svo við yrðum ekki föst fyrir aftan það þar sem því er beitt í um klst við Mánaskál áður en það er sett í hólf fyrir nóttina við Skrapatungurétt. Við riðum því eins og kóngar í ríki okkar ALEIN frá Kirkjuskarði niður í Balaskarð, hittum að vísu fullt af fólki á leiðinni sem var alveg frábært en það var voðalega notalegt að vera bara við tvö :O)

Hjörtur var kominn og skutlaði okkur heim. Frábær dagur og frábær ferð og virkilega gaman að hafa farið og sjá allan þennan fjölda sem kemur alls staðar frá til að ríða þessa leið þó gangnamenn sjái nú alveg um smölun á stóðinu :o)

Knapamerkin eru byrjuð aftur hjá þeim sem náðu ekki að klára í vor og lánaði ég Fögrujörp og Gust í það í gær. Vona að það verði hægt að keyra þau í gegn á sem fæstum dögum svo þau verði frá og hægt sé að fara að sleppa hestunum fyrir haustið. Hlakka samt rosalega til að taka inn aftur og byrja aftur á námskeiðum og öllu því sem tilheyrir í hestunum eftir áramótin.
Beggi er að breyta í hesthúsinu og er búinn að henda öllu út austan megin í húsinu með smá hjálp okkar :O) og ætlunin er að stækka og fækka stíum svo það verði rýmra á hestum í stíum. Færri hestar í hesthúsinu þá væntanlega líka.

Ekkert að gera í kennslunni svo ég sé bara "sumarfrí" fram að jólum. Ekki að það sé það sem maður vill en maður veit aldrei hvað framundan er í þeim efnum. Ætti að notað tímann í að laga til í bílskúrnum og hinum ýmsu herbergjum hússins en nenni því bara alls ekki. Mæti bara til Sunnu í ræktina 3x í viku og það er algjörlega frábært. Finn mikinn mun á mér :o)

Posted by Selma at 03:00 PM | Comments (0)

September 14, 2010

Réttir réttir réttir

Við vorum í réttum alla helgina sem er jú skemmtilegast af öllu :o)

Jóhann Hrafn kom í heimsókn ásamt pabba sínum og strákarnir urðu ekkert smá glaðir að hitta hann ......

Veðrið var æðislegt og það gekk vel að rétta, allir í rólegheitunum, meira segja tekið réttarhlé sem aldrei hefur verið gert áður. Það var frábært, aðeins til að pústa og spjalla við fólk :o)
Bjartmar með sumrung sem Eiður fékk af fjalli.....

og Maggi kampakátur að setja féið á bílinn :o)

Áin var vinsæl sem fyrri ár og komu þeir rennandi blautir uppúr henni. Reiknaði nú með þessu þar sem þetta gerist á hverju ári og tók með aukaföt á þá til að fara í :o)

Sveinsstaðaréttin var á sunnudagsmorgni og mættum við auðvitað þar. Strákarnir voru duglegir að draga eins og dagana á undan og hér eru þeir búnir að handsama eina kind....

og svo rákum við heim og settum kindurnar á Eyrina. Greinilega gott að komast í grænt túnið. Fallegt á að horfa þegar kindurnar eru komnar heim :o)

Posted by Selma at 09:20 AM | Comments (0)

September 05, 2010

Skin og skúrir

Já hann var fallegur miðvikudagurinn 1. sept þegar Hlökk mín kvaddi þennan heim og var jörðuð í Miðhúsum.

Hún gaf mér margt á þessum 20 árum sem ég átti hana, gæti skrifað endalaust en ætla ekkert að tjá mig um það í netheimum.

Læt fylgja hér frábæra mynd af Jonna og Hlökk á móti 1993.

(þetta er fyrir hjálmaskyldu).

Á fimmtudag og föstudag riðum við Sigurgeir með merarnar frá Hólum til Blönduóss.
Helga fylgdi okkur yfir Húnavatn svo við færum okkur ekki að voða :o)
Takk Helga.
Frábær ferð í frábæru veðri.
Sigurgeir sagði á leiðarenda: "Nú skil ég vel af hverju maður er í hestamennsku" :o)

Sigurgeir á leið yfir Húnavatn....

og við komin í hesthúsið okkar á Blönduósi :o)

Posted by Selma at 09:19 PM | Comments (0)

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar