Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2010 Ágúst

31.08.2010 09:51

Ágúst

August 29, 2010

Kolur og Hrafnaflóki

Vikan er nú ekki búin að vera neitt sérstaklega skemmtileg....

Kolur, naggrísinn okkar, dó og það er búið að vera mikil sorg á heimilinu og ekki gaman fyrir Sigurgeir að koma úr skemmtilegu fermingarfræðsluferðalagi sem var í Vatnaskógi og fá að vita að Kolur væri dáinn en hann svo sem vissi að það væri eitthvað að honum áður en hann fór svo hann gat kvatt hann.

Nú Hrafnaflóki fannst dauður í haganum á Þingeyrum .....

og svo er Hlökk gamla á förum.....
fer á hverjum degi frameftir að hitta hana.....

hvað skyldu vera til margar myndir af okkur saman....

og allir saman

og þær mæðgur og ég :O)

flott hross á flottum stað ....

og gamla kemst líka uppá hól, er alveg eins og ísbjörn :O)

svo var smá gras :o)

Posted by Selma at 09:11 PM | Comments (0)

August 22, 2010

Vika Hátíðar

Jább þetta var vikan hennar Hátíðar :o)

Á fimmtudag brunuðum við Bjartmar (Sigurgeir var í sveitinni) norður á Melgerðismela á kynbótasýningu sem þar var.

Fékk bílinn og kerruna lánaða hjá Begga, aldrei þessu vant.... og fór í Flugumýri og tók þau Hátíð og Palla með :O)

Vorum komin snemma þar sem Hátíð þurfti að jafna sig aðeins áður en hún færi í dóm og Bjartmar var sko duglegur að pússa hana áður ...

en hún fór í fegurðardóminn þar sem hún hækkaði um heilar 7 kommur og er ennþá "ljót" .....

en loksins loksins þegar við vorum búin að hanga þarna allan daginn var loks komið að henni að fara í hæfileikadóm og þar fékk hún 8,5 á línuna nema 9.0 fyrir vilja og geðslag og 6,5 fyrir fet....

og þá 7,86 fyrir hæfileika :( nær ekki 1. verðlaunum fyrir hæfileika sem "pirrar" mig ótrúlega mikið að klárhross eiga ótrúlega erfitt uppdráttar með að komast í almenninlegar tölur nema vera með 9 fyrir allt þar sem þau fá 5 fyrir skeið sem er ekki einu sinni til staðar í klárhrossum...... fúlt, en hún er flott og takk Palli fyrir að eyða heilum degi og öðrum til í yfirlitssýningu fyrir okkur Hátíð. Mikið ánægð :O)

En vá hvað kynbótasýningar eru leiðinlegar.... ekki mikið fyrir áhorfandann/eigendur nema vita nákvæmlega tímann sem maður á að koma og fara svo, það virkar kannski ekki alveg þegar maður er í öðrum landshluta. Knapar þurfa helst að vera með 20 hross svo þetta borgi sig :(

Jæja heim kom hún LOKSINS á föstudag um miðjan dag. Langaði ótrúlega mikið að keppa á henni á félagsmótinu sem var í gær en þar sem ég hafði nú ekki farið á bak henni síðan í febrúar og hef ekki keppt síðan ég var mikið yngri þá bara treysti ég mér ekki til þess og spurði Val hvort hann gæti ekki bara gert það. Jú hann hélt það nú og við sömdum um að hann myndi ríða henni í forkeppni og ef hún færi í úrslit þá myndi ég bara vera á henni þar, þar sem hann var líka að vinna eftir hádegið.
Þau urðu efst eftir forkeppni og ekki sjens að ég myndi nú fara að klúðra málum og lenda í 5. sæti svo ég bað hann um að fara í úrslitin líka. Auðvitað var það auðsótt og hún elsku Jóna hans fór í "ruslið" fyrir hann. Takk Jóna min :O)
Þau unnu auðvitað (sjá á www.neisti.net) alveg glæsileg saman....

og voru valin par mótsins....

gamla bara himinsæl með þau tvö :O)

og strákarnir voru nú aldeilis montnir með bikarana sem við fengum :o)

Frábær vika Hátíðar og takk takk Palli og Valur fyrir þessa frábæru sýningar :o)

Posted by Selma at 12:04 PM | Comments (4)

August 15, 2010

Löngufjörur

Fór í alveg magnaða hestaferð á Löngufjörur með frábæru fólki.
Sami hópur og í fyrra nema aðeins fleiri núna. Við fórum snemma á fimmtudagsmorgun af stað á 6 bílum, 1 var farinn áður, hestarnir voru 28. Ég fékk bílinn og kerruna hans Begga lánaða, takk fyrir það og tók þær gömlu með mér Toppu og Fögrujörp = 3 gamlar og jarpar :)

Fórum í Skógarnes fyrsta daginn og riðum út í eyjar, geggjað, svolítil þoka svo manni fannst maður gæti nú hæglega villst, en Grímur klikkaði ekki á því hvar við værum þar sem þau Jóhanna eru búin að fara þarna 6 sinnum áður. Myndi samt ekki vilja lenda í að villast og komast ekki í land áður en flæðir að aftur, þá verður maður bara eftir í eyjunum...

en strandirnar eru frábærar .......

Gistum í Böðvarsholti báðar nætur, svolítil keyrsla á milli en frábært hús og stutt í Lýsuhólslaug.

Á föstudagsmorgunn ringdi svo mikið að við áttum varla til orð. Drösluðumst af stað í rigningunni uppúr hádegi og vorum nú ekkert sérstaklega sæl með það að þurfa að ríða um í rigningu. Þegar nær dró Skógarnesi þá var bara komið frábært veður og logn.
Riðum frá Skógarnesi í Stakkhamra þann daginn og það var annar frábær dagur, flott reiðleið og Straumfjarðará....

Laugardagur var veðurfarslega eins, mikil rigning fyrri partinn en við fórum af stað uppúr hádegi í Stakkhamar og ferðinni var heitið í Traðir. Við ákváðum, sökum veðurs, að fara ekki í Traðir heldur ríða bara hring um Stakkhamarsnesið. Ábúendur á Stakkhamri komu með okkur svo við fengum extra leiðsögn. Frábært og veðrið var bara frábært þó það væri aðeins súld þá var logn.
Þegar í land var komið var okkur boðið í vöfflur og það var svo gott, heitt kaffi og vöfflur með sultu og rjóma, nammi namm. Frábært fólk og gaman heim að sækja. Takk fyrir okkur.
Þá voru hestar settir á bíla og haldið heim á leið. Fór með merarnar í Hóla til Hlakkar og Gusts og var komin heim um 21.30.

FRÁBÆR FERÐ með FRÁBÆRU FÓLKI. Takk takk fyrir.

Myndir komnar í myndaalbúm.

Posted by Selma at 10:31 PM | Comments (0)

August 08, 2010

Hrafnaflóki

Þessi fagri brúni foli tók nafn sitt of alvarlega. Hann virðist hafa leitað á önnur mið því ekkert hefur til hans sést í nokkra daga og búið að leita út um allt :(

Þetta er nú svolítið einkennilegt allt saman ef ég fer að hugsa um það. Þegar ég var að finna nafn á hann fór ég í nafnabankann á Worldfeng og fannst þetta flott nafn sem og nokkur önnur.
Skoða hvað það eru margir með þessu nafni og það voru bara 11 og flestir af þeim dauðir...... bara 5 skráðir lifandi. Fannst það eiginlega svolítið spúkí að nota þá nafnið en ákvað að Hrafnaflóki skyldi hann heita. Strákarnir vildu samt annað nafn en ég lét skrá hann í WF með þessu nafni.

Helga á Þingeyrum sagði mér nokkrum vikum eftir að hann fæddist að hann væri nú svolítið sjálfstæður, bara í eigin heimi og væri ekkert að hanga í mömmu sinni daginn út og inn. Sama sagði maðurinn sem sá um stóðhestahólfið sem Hylling fór í vor. Þetta folald væri mjög stjálfstætt. Greinilega því hann fór á vit ævintýranna, annaðhvort "yfirum" eða önnur lönd ......

Posted by Selma at 10:57 PM | Comments (0)

August 04, 2010

Allt og ekkert

Hér gerist bara lítið ......

Ég furða mig oft á umferðinni og hvað fólk getur verið alveg úti á túni. Við Gutti vorum að koma frá Skagaströnd sl. föstudag og erum að koma að vegamótunm - Skagastrandarvegur-Þverárfjall/Sauðárkrókur. Erum búin að fylgjast með 2 bílum sem koma frá Sauðárkrók og er ég búin að segja honum að það sé biðskylda á þá og við getum því haldið áfram þar sem þeir muni stoppa fyrir okkur. Nei nei koma þeir ekki bara og keyra hreinlega í veg fyrir okkur, það var ekki einu sinni hægt á, við þurftum að snarnegla niður til að sleppa.
Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert þó biðskyldumerki sé á gatnamótunum - Þverárfjallsveginum. Sennilega væri gott ef sett væri skilti sem minnti á að það væru hættuleg vegamót (sést illa yfir að brúnni) og biðskylda eftir 200 metra eða svo.

Mér finnst líka svolítið gaman að spá í umferðina á hringtorginu á Blönduósi, ég reyndar pæli mikið í því, hélt að umferðin ætti bara að rúlla eins og á tannhjóli en þeir sem eru á þjóðveginum halda endilega alltaf að þeir eigi réttinn í gegnum það og þeir sem eru "innanbæjar" þ.e. þeir sem koma frá "sjúkrahúsinu" og "póstinum" bíða alltaf eftir að öll umferð er farin..... undarlegt þar..... ég er nú bara farin að láta mig hafa það og er stundum nærri keyrð niður í miðju hringtorgi ef ég voga mér......

jæja en hvað um það það er svo sem ekkert nýtt þannig, strákarnir eru í útlilegu með pabba sínum í fellihýsinu. Engar hálendisferðir farnar í ár, maður veit aldrei.....

Ég varð hundspæld og rosalega ánægð sl. helgi þegar Páll Bjarki mætti með Hátíð á Fákaflug. Hann var búinn að segja mér að hann myndi mæta með hana í B-flokk og ég ætti bara að fylgjast með ráslistanum á netinu sem ég og gerði en hún var ekki þar svo ég var ekkert að mæta. Sá síðan á netinu að hún hafði auðvitað mætt og lenti í 14. sæti (af 40) sem mér fannst algjörlega frábært.

Nú svo er bara ekkert .........

Posted by Selma at 07:39 PM | Co
  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar