Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2010 Júlí

31.07.2010 09:49

Júlí

July 25, 2010

3 tindar

Sko 3 tindar um helgina ......

Á föstudagskvöld fórum við Raddý í Borgarvirki á tónleika. Alveg magnað, frábært veður, skemmtilegir tónleikar og fjöldi fólks.....

og umferðaröngþveitið eftir því :o)

Við Salka drifum okkur uppá Hnjúkinn í dásamlega góðu veðri á laugardagsmorguninn og í dag gengum við á Kothólinn. Alveg dásamlegur staður og fallegt að líta yfir Vatnsdalinn. Dálítið heitt í dag fyrir minn smekk ....

Um daginn var búið að lofa Bjartmari salíbunu í dráttarvélinni og ekki seinna vænna en að mæta í það sl. fimmtudag þar sem fyrri sláttur í Miðhúsum var búinn, ég man þá tíð.......
jæja nema við mætum og Eiður var að sækja rúllur uppá Flóa en þangað hef ég aldrei komið eftir að "litlu" túnin voru búin til, svo ég skellti mér með....
Bjartmar var auðvitað með Eið í dráttarvélinni, það er sko öryggisbelti fyrir farþegann :o)

Við Sigurgeir sátum á vagninum....

og ég raðaði rúllunum á vagninn ..... ég man þá tíð þegar maður raðaði böggum á vagn...... ;o)

eða hafði það bara gott ......

Sigurgeir gekk sem sagt frá endum á um 800 rúllum og merkti....

held Eiður hafi sagt mér að það væri búið að rúlla 1215 rúllur og þá er einhver slatti eftir í seinni slætti.
Sigurgeir er sem sagt kominn í frí frá heyskap og þeir fóru norður á Akureyri í sumarbústað með pabba sínum í viku :o)

Posted by Selma at 09:30 PM | Comments (0)

July 21, 2010

Litli gullmolinn 7 ára

Jább 7 ár síðan minni gullmolinn minn fæddist, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.

Áttum frábæran dag, 2 1/2 tími í sundlauginni og ég sólbrann auðvitað þar sem ég setti ekki sólarvörn á mig....
Svo var það strákapartý og auðvitað farið í fótbolta í garðinum :o)

og kallarnir settir saman í kvöld :o)

Góður dagur :o)

Posted by Selma at 10:23 PM | Comments (0)

July 19, 2010

Hátíð á afmæli

Hátíð á afmæli í dag.....

Við Sigurgeir að tala við þær mæðgur 19. júlí 2003. Ég kasólétt á leiðinni á Akureyri daginn eftir :o)

Hátíð er enn á Flugumýri, fer vonandi í fegurðar- og hæfileikadóm um verslunarmannahelgina. Hlökk er í góðu yfirlæti fram í Vatnsdal, ég er góð eftir frábæra Húnavökuhelgi og Albert, Jóhanna og Helga Guðrún nýfarin eftir að hafa gist í innkeyrslunni hjá mér í nótt, yndislegt, takk takk fyrir komuna .....

er líka með annarskonar gesti sem ég hef ekkert rosalega gaman af að hafa og hún Guðrún mín ætlar að koma og losa mig við þá, skil ekki hvað þeir sækja í mig....

Helgin var æðisleg, upp úr öllum herlegheitunum stóð:
Tónleikar í kirkjunni með Sísu, strákunum hennar og söngvara frá Akureyri. Algjörlega magnaðir tónleikar og ég er svo fegin að hafa drifið mig af annars góðri og skemmtulegri dagskrá annars staðar í bænum. Fór líka í Kvennaskólann og vá hvað ég var hissa að sjá hvað hann er orðinn flottur að innan. Frábært framtak og skemmtilegt að sjá.
Fór líka á Heimilisiðnaðarsafnið sem ég hef ALDREI gert og bý þó hér. Svo fallegt safn og ótrúlegt að sjá svona fallega, vel varðveitta muni. Góð greinin í Feyki um uppáhaldsmunina hennar Elínar Óskar sem vinnur á safninu. Hvet alla til að fara og skoða það. Þarf að fara aftur með gleraugun svo ég sjái handverkið á þessum listmunum, svo ótrúlega flott og vel gert hjá þessum konum, áðdáunarverðar og snillingar í huga og hönd :o)

Sigurgeir fékk "frí" um helgina en átti þá bara eftir að ganga frá endum á 215 rúllum sem voru rúllaðar á meðan hann var í burtu, hann sendi mér sms í morgun; 1 tún búið 6 eftir :( Hefur nú bara gott af þessu :O)

Posted by Selma at 04:06 PM | Comments (0)

July 13, 2010

Sumarfríið

Eitthvað hefur nú gerst hér síðan síðast.....

Við drifum okkur á hestbak í lok júní og það var ótrúlega gott og gaman, enginn hósti og hor :o)
Þessar tvær, þ.e. Toppa og Fagrajörp voru síðan sendar í Hæli í hestaferð :o)

við gömlurnar kysstum auðvitað í bak og fyrir áður en við fórum heim .....

og gott að fá ávexti á pallinum þegar heim var komið

Nú ég sá fram á það að helgin 9.-11. júlí væri sennilega eina helgin sem ég kæmist í "sumarfrí" með strákunum því um næstu helgi er Húnavaka, síðan fara þeir í bústað með pabba sínum og verða einhverjar vikur með honum og þá er nú eitthvað lítið eftir af sumrinu þegar þeir koma til baka......

Svo ég ákvað að fara á Hótel Mömmu og vera þar nokkra daga sem við og gerðum sl. miðvikudag.

Fimmtudagur fór í að búðaráp, eins leiðinlegt og það nú er en strákarnir voru alveg orðnir fatalausir svo það var rétt að nota útsölurnar.
Fórum á Hamborgarafabrikkuna seinnipartinn og strákunum fannst það nú ekki leiðinlegt. Jói var meira segja að vinna og huggaði Bjartmar þegar hann datt af stólnum sínum. Þá varð auðvitað allt gott
aftur :o)
Hammararnir voru súper og ísinn, sem ég borðaði bara ein því allir voru svo saddir, var frábær :o)
Ég var sem betur fer búin að panta borð þar því allan tíman sem við vorum þar var röð.
Skruppum á Álftanesið um kvöldið :o)

Föstudag fórum við á Reykjanesið, hef aldrei farið þar hring og við byrjuðum á Reykjanesvita.
Bjartmar hljóp upp stíginn og við hin komum á eftir :o)

Síðan var það Gunnuhver...


og brúin á milli flekaskilanna Evrópu og Ameríku, hafði t.d. ekki hugmynd um að hún væri til :(

Skessan í Keflavík var skoðuð, Garðskagaviti, Sandgerði, heim og sund (ekki mamma) í Álftaneslauginni sem er alveg meiriháttar. Allir glaðir eftir frábæran dag.

Á laugardeginum stormuðum við í Árbæjarsafnið en urðum frá að hverfa sökum úrhellisrigningar. Við urðum rennandi blaut bara á því að labba milli húsa. Förum aftur þangað þegar betur viðrar.

Fórum auðvitað í bíó og sáum Toy Story 3 í 3D sem var bara frábært.

Sunnudag fórum við í Hallgrímskirkjuturn ásamt erlendum
ferðamönnum :O) Gaman að koma þar í góðu veðri. Tókum rúnt um miðbæinn og síðan var lagt af stað heim á leið með viðkomu hjá Gumma bróður og Huldu í Mosó.

Frábærir dagar hjá mömmu og með strákunum og mömmu. Ómetanlegir og dýrmætustu tímarnir sem maður eyðir með sínum nánustu á hvaða hátt sem maður gerir það :o)
Líka gaman að vera ferðamaður og geta gert það sem okkur langaði til þessa daga :o)

Skutlaði svo Sigurgeiri í Miðhús á sunnudagskvöld því hann átti að mæta í vinnu hjá afa sínum. Í gær var búinn að sækja kýrnar, fara í fjósið og labba 3 tún að fela enda á rúllum. Mjög mikilvægt starf, þá rifnar ekki endinn af og fýkur í burt eins og maður sér stundum.

Þannig alltaf nóg að gera :o)

Posted by Selma at 09:31 AM | Comments (0)

  • 1
Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar