Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 09:47

Júní

June 30, 2010

Frábær dagur

Frábær dagur á enda, ég fékk blóm og ég er afar ánægð með vinnuna
mína :o)

Posted by Selma at 10:09 PM | Comments (0)

June 26, 2010

"Vinnumenn" í sveitinni

Þegar ég sótti Sigurgeir fram í Miðhús sl. mánudag,við vorum boðin út að borða á Pottinum, þá spurði Bjartmar afa sinn hvort hann mætti ekki koma og vera "vinnumaður" líka eins og Sigurgeir. Hann hélt að það væri bara ágætt ef hann kæmi daginn eftir og færi eina ferð fram á heiði með þeim og það varð úr.
Beggi átti afmæli 21. júní og bauð okkur öllum út að borða á Pottinn og við fengum æðislegan mat eins og alltaf er þar.

Á þriðjudeginum fór ég út á Skagaströnd að kenna, fór svo með strákana fram eftir í "vinnuna". Fór aftur á Skagaströnd og svo aftur fram í Miðhús að sækja Bjartmar þegar hann kom heim af heiðinni. Það var svo ofboðslega gaman að hann vildi endilega koma aftur og gista líka eins og Sigurgeir. Af hverju má hann alltaf vera vinnumaður en ekki ég sagði hann. Afi hans lét þetta eftir og úr varð að hann mætti í "vinnuna" á fimmtudag, gisti og fór síðustu heiðarferðin sem var farin í gær, föstudag.
Verð að segja það að það er ómetanlegt að hafa aðgang að sveit fyrir strákana, vildi auðvitað að ég hefði átt þess kost að geta alið þá upp í sveit en það er frábært fyrir þá að geta komist í sveitina og gert gagn.

Hrútarnir fengu að fara með uppá heiði,
þ.e. þeir sem "treystu" sér.....

uppá heiði, afi að "skipa" mér fyrir eins og Bjartmar sagði :O)

Sá í Feyki að Guðný ritstjóri Feykis hafði farið Vatnsneshringinn eins og við mamma, daginn eftir að við mamma fórum.
Við mamma vorum einmitt að tala um það að við hefðum átt að fara á laugardeginum þá hefðum við getað mætt í Fjöruhlaðborði en við vorum bara degi of snemma og förum bara næsta ár :o)
Eins og Guðný segir þá þarf ekki alltaf að fara langt til að breyta um umhverfi og sá eitthvað skemmtilegt og það er sko margt skemmtilegt að sjá í Vestursýslunni, maður fer bara þarna í gegn því maður er alltaf á leiðinni suður. Ég er reyndar búin að fara margar ferðir á Hvammstanga að kenna og finnst ekkert eins skemmtilegt og kenna þar, afskapalega fallegur bær og vel hirtur, skemmtilegar brekkur að taka af stað í og "down town" er svo krúttlegt alltsaman.

Vatnsneshringurinn er nú sennilega sá hringur sem ég hef oftast farið hér um slóðir því hann fórum við alltaf sem krakkar þegar þessi "eini" frídagur sumarsins var tekinn og allir settir í Landrover og skröltum heilan dag um Vatnsnesið. Ekkert skemmtilegt í minningunni en þó þannig að það var þá allavega farinn einn dagur. Þá var svolitið búsældarlegra en er í dag en sennilega var ég ekki að hugsa um það í þá daga hvort búið var á bæjunum eða ekki. Sennilega hefur Maggi spáð mikið í búskapinn á bæjunum :o)
Síðan keyrði ég þennan Vatnsneshring í öllum hestaferðunum sem ég fór í hjá Arinbirni á Brekkulæk þegar ég var bílstjóri hjá honum. Alltaf farinn hringurinn og skoðaðir selir, Hvítserkur, Borgarvirki og farið í sund á Hvammstanga. Mjög skemmtilegur hringur.
Þannig í raun þarf maður aldrei að fara langt til að skoða sig um, en það er auðvitað gaman að fara eitthvað lengra og sjá það sem þar er, langar t.d. mikið til að eyða viku á Snæfellsnesinu, þangað hef ég eiginlega ekkert komið.
Mikill munur á ferðalögum þá og nú, veit ekki hvað strákarnir eru búnir að ferðast mikið með okkur og vona að það verði þeim dásamlegt í minningunni þegar þeir verða fullorðnir.
Ferðalög mín, sem krakki, með foreldrum mínum eru líka dásamleg í minnungunni en bara óskaplega fáar, held ég muni frekar eftir hestbaksferðum mínum :o)

En allavega þá sá mamma þessa steinaveru í Bardúsu, fannst hann svo líkur mér að hún keypti hann og gaf mér :o)

og túlípanarnir á Bæjartorginu eru fallegir á litinn...

Mamma er farin heim, strákarnir komnir heim og kannski best að slá garðinn eða fara bara á hestbak :o)

Posted by Selma at 11:59 AM | Comments (0)

June 20, 2010

Sitt lítið af hverju

Smábæjarleikarnir búnir, held þeir hafi farið vel fram, við slepptum því að mæta, Sigurgeir fékk boð um það að hann ætti að fara að mæta í vinnu í sveitina og það var áhugaverðara en að hlaupa á eftir boltanum enda hefur hann ekkert verið að æfa í vetur og verður ekki í sumar. Bjartmar hefur nógan tíma næstu ár að hlaupa á eftir bolta svo honum var ekkert boðið sérstaklega uppá það að fá að vera með .....

Síðasta vika var svolítið stíf, það voru 5 í próf á miðvikudag svo það var í nógu að snúast fyrir þann dag, þ.e. að keyra :o) Allt gekk mjög vel. Sundlaugin var opnuð líka þann dag og strákarnir mættu að sjálfsögðu og nutu sín í rennibrautunum.....

ég fór með þeim á föstudeginum og vorum í tvo tíma, ég sólbrann og þeir renndu sér í rennibrautunum allan tímann sem við vorum í lauginni :o)

Á miðvikudagskvöldið fórum við í saumó ásamt börnum á pallinn í Fagranesi og grilluðum og það var auðvitað meiriháttar....

..... veit ekki hvaða pallur er skipulagður í þessari viku :o)

17. júní fór að stússast í kringum hátíðarhöldin sem voru hér í bæ, en hestamannafélagið Neisti sá um þau og það lukkaðist bara ljómandi vel. Frétt og myndir á Neista :o)

Ég bauð mömmu á rúntinn á föstudag, af því mér finnst svo gaman að keyra og skruppum í Reyki til Huldu að kaupa blóm, það var æðislegt, alltaf frábært að koma til hennar og blómin þar eru svo flott.
Nú við gátum auðvitað ekki farið beina leið heim og komum því við í nýja markaðnum á Laugarbakka, Bardúsu og nýja kaffihúsinu, Hlöðunni, á Hvammstanga og svo fórum við Vatnsneshringinn. Hef ekki farið hann síðan ég var að keyra fyrir Arinbjörn í hestaferðum. Mamma hafði ekki farið hann heldur síðan á síðustu öld :o)

Á laugardag mætti ég með Sigurgeir í vinnuna og þeir voru
kampakátir að hittast kallarnir.....

og rollurnar kampakátar að fara uppá bílinn sem flytur þær í
frjálsræðið uppi á heiði ...

Ég lét þau um rollurnar en fór í Þingeyra að líta á dýrgripina mína þar og hitta heimilisfólkið þar. Alltaf gott að koma þangað og taka spjall um daginn og veginn. Sá þar fullt af flottum hrossum en þá aðallega þessa tvo...
Háfeta sem ætlar að gera garðinn frægan á Landsmóti 2014....

og Hrafnaflóka sem ég mun alveg hafa frið með þar sem hann er bæði brúnn og missir kúlurnar sínar næsta vor :o)

Í dag kenndi mamma mér að baka kleinur, hef nú ekki lagt í það þar sem ég hef alltaf talið þetta frekar flókið verk og miklu auðveldara að fá bara kleinur hjá henni þegar maður er á ferðinni fyrir sunnan en þar sem ég hef ekki farið suður síðan ég man ekki hvenær þá þarf ég auðvitað að fara að fá mömmukleinur svo hún skellti í eina uppskrift í dag....

ég laumaðist burt áður en hún kláraði og fór á hestbak á Toppu, hún hóstaði þegar ég var búin að fara á bak og Fagrajörp hóstaði eftir að hún hljóp um girðinguna þegar við Toppa vorum að koma til baka svo ég var ekkert að prófa hana. Gef þeim lengri tíma í fríi.

Kleinurnar voru frábærar og held mamma ætli að baka aðra uppskrift á morgun.

Við fórum seinnipartinn og horfðum á Hans klaufa með leikhópnum Lottu. Algjör snilld :o)


Posted by Selma at 10:47 PM | Comments (0)

June 14, 2010

Stanslaus hittingur

Við stelpurnar í saumó erum alltaf að hittast :O)
Í stað þess að ganga á fjöll hittumst við bara og borðum sem er líka mjög skemmtilegt, við hittumst á pallinum hér hjá mér í síðustu viku og það var ofboðslega notalegt og fullt að borða.

Það voru reyndar fleiri sem vildu vera á pallinum hjá mér en það var eins og eitt geitungabú sem ákvað að besti staðurinn væri undir þakskegginu á bílskúrnum beint fyrir ofan sólstólana mína. Guðrún mín besta kom og fjarlægði það. Mjög var ég fegin að losna við það.

Mamma kom á föstudagskvöldi og við fórum í alveg frábæra útskriftarveislu hjá Arnheiði, Höskuldi og Einari en þau útskrifuðust öll úr VMA úr vor. Afskaplega fallegt og flott fólk. Innilega til hamingju með þennan áfanga.
Búin að setja myndir inná myndaalbúmið og líka úr fermingunni hennar Jennýjar.

Skruppum í Helgavatn á sunnudag en Valli og Jóhanna eru sem betur fer bara flutt heim aftur frá Akureyri og er ég voðalega glöð með það.

Stjórn Neista er að skipuleggja dagskrá hátíðarhalda 17. júní á Blödnuósi en hestamannafélagið hefur haft umsjón með þeim hátíðarhöldum nú í nokkur ár. Sem sagt fundir á hverju kvöldi .....

Á miðvikudag verður sundlaugin opnuð og það á sko að mæta strax þann dag. Við í saumó ætlum lika að mæta á pallinn í Fagranesi eftir sundferðina og borða mikið :o)

Annars allt við það sama ...

Posted by Selma at 09:04 PM | Comments (0)

June 05, 2010

Margt.......

Jæja í 1. lagi þá heyrði ég í Hróðmari í gær og það er ákveðið að sjá til hvernig mál þróast hjá Bjartmari. Ekki að drífa hann í eitthvað aftur sem finnst svo ekkert útúr. Ég er þá bara alveg róleg næsta árið eða svo.......

Í 2. lagi keyrði ég líka 1000 km um síðustu helgi. Fór á formannafund hjá LH á föstudag um Landsmót ofl. Ekki að ég sé formaður heldur komst enginn nema ég :o)

Á laugardag fórum við í ferminguna hennar Jennýjar á Akureyri. Rosalega flott og gaman. Alltaf svo gaman að hitta alla og algjörlega æðislegur dagur :o)
Hér er Jenný með fjölskyldunni sinni :o)

Á sunnudag fórum við í Þórdísarlund að kanna aðstæður þar sem ég átti að halda saumó næst taldi ég tilvalið að við færum þangað í leiki og grill....
Strákarnir fundu sér allavega eitthvað að gera....

og það er auðvitað bannað að leika sér uppá borðum :(

Á mánudag sló Bjartmar garðinn og fór létt með það :o)
Ótrúlega duglegur því það er ekkert voðalega auðvelt að slá þennan garð, svo mikill mosi í honum.

Á þriðjudag voru skólaslit og þau tókust auðvitað glimrandi vel....

Seinnipart á miðvikudag stormuðum við saumósystur með fjölskyldur okkar í Þórdísarlundinn og áttum þar frábæran dag. Berglind var auðvitað með tjaldið sitt góða....

og svo voru grillaðar pylsur ......

og sykurpúðar :o)

og alltaf þar sem við komum saman er tekin upp handavinna ;o)

Svoooooooo gaman :o)

Á fimmtudag fór ég á Hvammstanga að kenna og á föstudag fórum við í sund í Varmahlíð........

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar