Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2009 Nóvember

30.11.2009 22:13

Nóvember 2009

November 29, 2009

Ég í viðgerð

Meira viðgerðarvesenið á þessu heimili :o)
Ég er með rifinn liðþófa og fékk tíma í R. 2. des til að láta gera við hann. Læknirinn spurði mig hvort ég væri mikið í íþróttum, hahahhahahah glætan, sagði honum að ég skildi nú ekki alveg hvernig liðþófi gæti slitnað við að sitja útí bíl eða heima í sófa ........
Er nú samt alveg mát með þetta því ég fór til læknis hér uppi á sjúkrahúsi og hann sendi mig í rándýra myndatöku til Akureyrar. Var sett í risastóran hólk og mynduð þar í korter sem kostaði mig heilar 12.000, ég fékk næstum taugaáfall.
Bíð heillengi eftir niðurstöðum og loks hringir læknirinn og segir mér alla söguna um rifinn liðþófa og spyr hvert ég vilji fara til að fara í viðtal. Taldi að það væri heldur styttra til Akureyrar. Þegar ég fæ bréf um að koma til Akureyrar 30. nóv. sé ég að það er bæklunarlæknir á Blönduósi og hringi uppeftir og fæ auðvitað bara tíma hjá honum. Gat ekki skilið af hverju ég þyrfti að dröslast til Akureyrar ef ég gat talað við sama lækni (þ.e. bæklunarlækni) á Blönduósi. Mæti hjá honum og hann segir mér strax hvað er að. Ég spurði hann hvort hann þyrfti ekki að lesa út úr rándýru myndunum sem ég hefði fengið á Akureyri. Hann þurfti þess ekki og sagði mér að hann hefði nú bara getað sagt mér þetta. Sem sagt búin að eyða heilum degi á Akureyri í að fara í rándýra myndatöku sem ég hefði getað sleppt. Maður á bara að panta strax hjá sérfræðingum, ekki heimilislæknum. Arggggggg..............

Að öðru þá var skreytinga- og bakstursdagur hér í gær, þeir bræður alltaf jafnduglegir við baksturinn. Erum búin með piparkökurnar

heilu listaverkin eftir þá :o)

og svo gerði Sigurgeir súkkulaðibitakökurnar sínar....

ég gerði engiferkökurnar hennar mömmu sem eru ómissandi og spesíur og eiginlega blöskraði mér í gærkvöldi þegar ég sá allan þennan sykur sem yrði borðaður á þessu heimili fram að jólum.

Í síðustu viku var hittingur hjá saumó, skemmtinefndin fékk Árna á Hofsósi til að koma og kenna okkur að elda tælenskan mat.
Hann eldaði við smökkuðum....... við stelpurnar skárum reyndar niður grænmetið :o)

eftir 3ja tíma eldamennsku þá borðuðum við allt það sem hann eldaði.

Frábærlega gaman og geggjað gott.
Myndir í myndaalbúmi :o)

Posted by Selma at 12:21 PM | Comments (3)

November 24, 2009

Mikið að gera í félagslífinu :o)

Einhvern veginn búið að vera mikið um að vera undanfarið, eiginlega of mikið, væri betra að hafa þetta jafnara ekki allt í sömu vikunni.
Fór á Sauðárkrók með æskulýðsnefnd Neista sl. þriðjudag að funda um Grunnskólamót Hestamannafélagana. Það var mjög skemmtilegt.
Á miðvikudag var fundur hjá foreldrafélaginu vegna aðventudags foreldrafélags Grunnskólans sem var sl. sunnudag.
Á fimmtudag var saumó hjá mér.
Á föstudag kom Elfa og Egill og gistu hjá okkur.
Á laugardag var uppskeruhátíð bænda og hestamanna í A-Hún. Mjög skemmtilegt.
Á sunnudag var aðventudagurinn og hann tókst mjög vel og var skemmtilegur eins og alltaf.
Á mánudag hitti ég 3 pólverja sem ég ætla að fara að kenna
og í dag er hittingur hjá saumó, meir um það síðar :o)

Posted by Selma at 12:26 PM | Comments (2)

November 15, 2009

Kann að lesa

Þegar ég sótti Bjartmar í skólann á miðvikudaginn þá sagði hann:
"mamma ég kann að lesa" og ég varð nú bara alveg mát. "Ég er með bók sem ég á að lesa heima" sagði hann. Mér þótti þetta nú alveg frábært, eitthvað svo stutt síðan skólinn byrjaði og hann kunni nú ekki marga stafi þegar hann fór í skólann. Ég nefninlega var ekkert búin að kenna honum, á ekki skólinn bara að sjá um það...........
Við fórum heim og hann las Sísí og Lóló bókina ALLA 3x sem eru þá 24 bls þann daginn. Kom með nýja bók daginn eftir og las nokkrar bls
í henni. Svo stolt sem ég var og er :o)
Hér er hann að lesa í bók nr. 2

Hér er hann hins vegar að spila við ömmu sína þegar hún var hérna, honum finnst ekkert smá gaman að spila við hana því hann vinnur
oftast :o)

Ég var nú frekar glöð að sjá þessar í garðinum hjá mér einn daginn,
þær eru þá ekki drepnar á meðan greyin....

Við fórum á vígsluhátíð nýja pípuorgelsins í Blönduóskirkju í dag og ekkert smá flott orgel, vá þvílíkur hljómur og þvílík meistarasmíð. Frábært framtak.

Posted by Selma at 09:57 PM | Comments (2)

November 10, 2009

Nenni ekki

Nenni alls ekki að gera það sem ég ætti að vera að gera svo ég skrifa hér í staðin :o)

Skruppum suður um helgina, ekki að mig hafi langað sérstaklega en þar sem ég nennti ekki að hanga í Reykjavík um síðustu helgi fram á mánudag, átti pantað próf fyrir einn nemanda minn, þá varð ég að druslast til að klára það um þessa helgi og flutti prófið til mánudagsins í gær. Skipulagði helgina MJÖG vel og gerði þar að leiðandi MJÖG margt. Kenndi flestum krökkunum sem ég "á" þarna í Reykjavík. Átti frábæra stund með kærum vinkonum mínum, Sigrúnu og Ellu og svo var auðvitað rosalega gott að vera hjá mömmu eins og alltaf.
Sigurgeir náði að hitta báða bestu vini sína. Fyrst fór hann til Jóhanns og gisti þar, svo skutlaði ég honum í Hveragerði á laugardag og hann gisti hjá Davíð. Aldeilis frábært. Bjartmar var hjá ömmu sinni og spilaði veiðimann við hana allan daginn og vann alltaf.

Á sunnudag náðum við Bjartmar í Sigurgeir og fórum í bíó á Sveppa. Hélt það væri einhver vitleysismynd en hún var nú bara svakalega skemmtileg. Skemmtilega uppsett þar sem þeir nota sín eigin nöfn og hálfpartinn ræða við áhorfendur. Mæli alveg með henni.

Í gær fórum við í Markið að ná í hjólið sem Sigurgeir keypti sér, hélt það væri ósamansett og ég myndi koma því í bílinn. En nei samsett er það og ég varð að biðja þá um að geyma það lengur.
Þar sem þessi blessuð hjól sem hann hefur fengið í gegnum tíðna voru orðin hálfléleg, ekki fengið nýtt hjól síðan hann var 6 ára og átti afmælispeninga (frá í ár og í fyrra) þá ákvaðum við að hann myndi eyða þeim (aldrei tímt að eyða þeim) í þetta forláta Scott hjól sem hann langaði í. Það kostaði nóta bene 114.000 en var komið niður í 45.000 af því þetta var sko 2008 árgerðin. Skil ekki alveg hvernig þetta virkar þegar vörur fara á útsölu og það er hægt að lækka þær svona rosalega. Ég er reyndar fegin því aldrei hefði mér dottið í hug að borga 114.000 fyrir hjól.
Ég á reyndar ennþá hjól sem ég keypti rándýrt 1996 og það er í fínu lagi. Ég hjóla nú heldur ekkert rosalega mikið......
En aftur að hjólum því þar sem Sigurgeir fékk nýtt hjól þá fékk Bjartmar líka nýtt hjól . Hann hefur alltaf fengið gömlu hjólin hans Sigurgeirs og af því það var góð útsala á þeim líka þá skelltum við okkur á eitt, appelsínugult, geggað, 12 gíra :o)
Jólagjafirnar í ár verða því mjög litlar.........

Posted by Selma at 11:17 AM | Comments (0)

November 05, 2009

Monta mig

Þarf aðeins að monta mig.....

Hún Hugmynd sem er undan henni Hyllingu minni og Aroni frá Strandarhöfði varð í 5. sæti á folaldasýningunni í Hestheimum um daginn. Ég á hana reyndar alls ekki heldur þau Svanhildur og Maggi Lár en það skiptir nú engu máli, þau bara heppin.


Fæ vindótt undan Glym frá Innri-Skeljabrekku og Hyllingu í vor. Það verður auðvitað glæsiskepna.


Posted by Selma at 11:19 AM | Comments (0)

November 01, 2009

Skruppum suður

Við Bjartmar skruppum suður á föstudag. Mæting hjá Hróðmari í eftirlit um hádegi.

Hróðmar var bara ánægður með Bjartmar og hann þarf ekki að koma aftur í eftirlit fyrr en í apríl. Hann heldur áfram að taka 1 hjartatöflu á dag í 3 mánuði og síðan minnkum við hana niður í hálfa töflu á dag í aðra 3 mánuði.

Við sveitalubbarnir, sem fylgjumst ekki með neinu, ætluðum að fara á MacDonald eftir tímann hjá Hróðmari og skildum ekkert í þessari rosalegu bílaröð við lúguna og líka inni. Hringi í Begga og spyr hann um aðra staði í henni R. og jú það var á Smáratorgi. Við fórum þangað og sama sagan. Fórum bara á KFC og þar var enginn eða næstum enginn. Jeremías, ætli fólk sé ekki með öllum mjalla, nenna að bíða í röð tímunum saman bara til þess eins að fá einhver hamborgararæfil..... en já svo fréttum við það að þeir voru að hætta og síðasta máltíðin........

Sigurgeir var kominn frá Reykjum og það var víst algjörlega geðveikt gaman þar.

  • 1
Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar