Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2009 Ágúst

31.08.2009 22:07

Ágúst 2009

August 26, 2009

Skemmtilegt símtal í morgun

Ég var hjá Jobbu í kaffi, hef ekki farið í heila 4 mánuði sem er náttúrunnilega alveg út í hött og fékk þar afar skemmtilegt símtal.
Kona kynnir sig, því miður man ég ekki hvað hún heitir en sagðist hafa hitt á stúlku sem gaf sér upp símanúmerið mitt. Þannig væri mál með vexti að hún væri með ítalska ferðamenn og höfðu stoppað við hólfið þar sem merarnar mínar eru og henni leist svo vel á Hátíð að hún spurði mig hvort hún væri til sölu. Mjög gaman að tala við konuna en ég hélt ekki......

Gaman að fá svona skemmtileg símtöl :o)

Saumaklúbbur framundan sem er bara algjör snilld :o)

Posted by Selma at 10:24 PM | Comments (0)

August 24, 2009

Skólastrákar :o)

Þá á ég lítinn skólastrák, fór fyrsta skóladaginn í dag og þá eru bara 10 ár eftir .....
Tók þessa mynd af honum þegar hann kom út úr skólanum í dag því ég gleymdi að taka mynd af honum í morgun áður en hann fór í skólann

nú svo eru þeir hér báðir skólastrákarnir, Sigurgeir kominn í
7. bekk og á þá bara 4 vetur eftir "heima" í skóla.

Ég labbaði með þeim í skólann í morgn, pæliði í því í fyrsta skipti er ég ekki að skutlast með þá í skólann og á morgun fara þeir bara sjálfir á hjólunum, frábært, veit bara ekkert hvað ég á að gera við þennan tíma sem farið hefur í "skutl".

Í þessum "lausa" tíma mínum í dag náði ég allavega að taka alla fatapokana úr bílskúrnum, sortera þá og koma þeim á þá staði sem þeir áttu heima :o)
Bakaði líka bananabrauð þar sem Bjartmar er svo mikill gikkur að það er ekki hægt að senda hann með neitt nesti og bananabrauð verður að duga þessa vikuna.

Fórum í berjamó í gær, tókum "alla" hundana með þ.e. Sölku og tíkurnar þeirra Hödda og Siggu sem við vorum að passa í gær.

Náðum nokkrum berjum áður en fór að rigna og skruppum svo í Miðhús seinnipartinn, alltaf rosalga gott að koma þar, strákarnir náðu
2 ferðum að ná í rúllur með Eið :o)

Sá afar gott viðtal við hana flottu, kláru frænku mína, Guðrúnu Lilju í Kastljósi í kvöld :o)

Posted by Selma at 10:54 PM | Comments (0)

August 18, 2009

Enn ein vikan

Já já tíminn líður hratt .......

Fékk langþráð símtal í dag, Hróðmar hringdi og sagðist vera kominn með tíma á Boston. Mæting á Children Hospital 24. sept og þræðing 25.
Ég sagði einmitt við hann í gær þegar ég hrindi í hann og sagði honum að Bjartmar hefði fengið kast um þar síðustu helgi og hann bað mig að hringja ef það gerðist aftur þá sagði ég við hann að ég vonaðist til að hann yrði fyrri til að hringja í mig en ég í hann og það var einmitt bara í dag :o) Svo það er allavega komið á hreint hvenær við þurfum að mæta og það er mjög gott.

Nú að öðru þá var barna- og unglingamót Neista (www.neisti.net) um síðustu helgi á Blönduósvelli og það var bara gaman. Sigurgeir fékk Fögrujörp lánaða og keppti á henni og það gekk bara fínt.

Sunnudagurinn fór í að laga til hér heima, færa kassa úr einu herbergi í annað og SKÚRA sem hefur ekki verið gert lengi. Gat ekki haft allt í drasli á afmælisdaginn minn sem var í gær og var afar notalegur :o)

Annars allt í gúddí, prófadagur á morgun .........

Posted by Selma at 10:14 PM | Comments (0)

August 11, 2009

Austurdalur og Aðaldalur

Já já ég fór sem sagt í algjörlega frábæra hestaferð með algjörlega frábæru fólki sl. helgi. Kom heim úr henni á laugardagskvöld og fór norður í Aðaldal eldsnemma á sunnudagsmorgni þar sem ég hafði enga orku eftir til að keyra þangað þegar ég kom heim á laugardagskvöldinu.

Við vorum 11 sem fórum í hestaferðina og lögðum við af stað um kl. 15 á föstudag frá Blönduósi í "umferðinni". Frábært einmitt að vera á ferðinni með hestakerrur um miðjan dag á föstudegi og fiskidagurinn á Dalvík..... En hvað um það vorum á 7 bílum með 22 hesta og skildum þá, bílana ekki hestana, eftir við fremstu brúna yfir Jökulsá eystri og fórum gangandi yfir hana á brúnni auðvitað :o) .......

riðum sem leið lá í Hildarsel með mörgum góðum stoppum. Vorum komin í skála um níuleytið og höfðum þar afskaplega góða kvöldstund.
Morguninn eftir riðum við fram í Fögruhlíð sem er afar friðsæl og falleg skógi vaxin hlíð.......


Eftir hádegið riðum við síðan heim á leið og áðum við Ábæjarkirkju ......

Vorum komin á Blönduós um 20 en þá átti ég eftir að keyra hestunum sem Jonni og Ólöf lánuðu mér í Hæli og skila bílnum og kerrunni sem Ulli lánaði mér, takk takk takk fyrir lánið og takk takk takk fyrir frábæra ferð með ykkur kæra fólk :o)

Kl. var um níu þegar ég kom heim og þá kíktu Albert, Jóhanna, krakkarnir og mamma við en ég rak þau út þar sem ég ætlaði að drífa mig norður. Átti eftir að sækja Sölku upp í Efri-Mýrar og kom ekki heim úr þeirri ferð fyrr en um 22.30 og þá bara komst ég ekki meira og fór að sofa.
Dreif mig á fætur og var lögð af stað austur í Sand kl. 7:15 og komin þangað um 10 leytið. Geggjað að koma þar eins og alltaf, vorum í Bergi sem er rúmar mjög VEL 4, gætu verið 2-3 fjölskyldur saman í húsinu það er svo stórt en það fór afar vel um okkur :o)

Auðvitað að sulla aðeins í Kisanum.....

fórum út á sjávarsand og vestur að fljóti að skoða nýja ósinn en honum var breytt og hann færður í upphaflegan farveg þ.e. vestur við Björg.

Frábært að keyra sandinn og náði þessari flottu mynda af kríu þar ásamt fleiri myndum .....

skurðirnir eru fullir af vatni þar sem verið er að endurheimta votlendismýrar, er nú kannski ekki alveg sammála að fylla allt af vatni en hvað get ég svo sem sagt......

en rúllurnar í Árbót voru flott málaðar :o)


Ferðin var frábær og æðislegt eins og alltaf að komast í Sand og njóta náttúrunnar og hitta allt fólkið sem maður gerir alltof sjaldan.

Myndir úr þessum ferðum eru komnar í albúm :o)

Í dag fórum við Sigurgeir og Bjartmar ásamt Sillu, Hilmari, Hörpu og Sævari á Sölvabakka upp í Efri-Mýrar að sækja hestana okkar. Það gekk glimrandi vel en Bjartmar hringdi í pabba sinn þegar við vorum komin fram hjá Lækjardal og sagðist vera svangur og bað hann að sækja sig sem hann og gerði. Við riðum hins vegar bara áfram og merarnar eru komnar í kafloðið hólf niður í bæ og hafa það gott :o)

Posted by Selma at 11:19 PM | Comments (0)

August 06, 2009

Allt frábært :o)

Jæja það gengur auðvitað ekki að skrifa ekkert hér :/

Í dag var ég í alveg hreint geggjuðum reiðtúr með frábæru fólki. Lánaði Söndru og Ragga á Efri-Mýrum merarnar mínar undir Svía og Normenn en fékk sjálf jarpa meri frá Sveinsstöðum lánaða og fór með þeim í frábæra ferð hérna um svæðið. Skarphéðinn var leiðsögumaður og var náttlega bara flottur enda nokkrar ferðirnar sem hann hefur farið hér um. Magnað :o)

En í síðustu viku var ég að kenna Hvammstangi, Skagaströnd, Blönduós sem er mikill rúntur en skemmtilegur.

Á sunnudag dreif fór ég ríðandi til vinkonu minnar Sigríðar á Kagaðarhóli og það var bara gaman að koma þar eins og alltaf.

Prófadagur í gær og alltaf nokkur törn fyrir hann þar sem venjulega er ekki einn í prófi heldur 2-5 á sumrin :o)

Búin að hitta Jón Elvar frænda minn og Agnetu sem eru hér í mánuð og það er svo gaman að knúsa þau og spjalla. Albert, Jóhanna og krakkarnir eru svo að koma norður um helgina að sækja þau og þau ætla svo að fara á rúntinn á Vestfirðina :o)

Nú en ég þekki ekkert nema frábært fólk. Í síðustu viku var ég boðin í mat til Sædísar og Himma, takk takk fyrir það. Næst var ég boðin í mat til Berglindar og Auðuns, takk takk fyrir það. Bæði alveg FRÁBÆRT. Í kvöld fór ég svo í Efri-Mýrar í mat þar. Takk takk.

Á morgun er ég að fara í aðra hestaferð en þá norður í Skagafjörð með frábæru fólki, er búin að fá bíl og kerru lánaða hjá frábærri konu til að flytja hross sem ég fékk lánuð hjá Jonna og Ólöfu í ferðina því ég var búin að lána mín og búin að koma Sölku fyrir hjá Söndru og Ragga. Svo ekkert nema æðislegt fólk sem ég þekki :o)

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar