Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2009 Júlí

31.07.2009 22:05

Júlí 2009

July 26, 2009

Skemmtilegt afmæli

Hún var falleg fjallasýnin í gær......
ef það væri september en ekki júlí :o)

Í gær var ég í alveg frábæru afmæli og útskriftarveislu á Þingeyrum.

Mæting var kl. 16 og var farið út á sand, held það hafi verið 7 jeppar sem fóru og fullt af fólki :o)

ég held þeim sem keyrðu hafi ekkert þótt leiðinlegt að keyra þarna um

Farið var alveg út að Bjargaós og þar fengu allir afar gott kakó og kleinur. Helga afmælisbarn sá um að allir fengu "rjóma" í kakóið :o)

Hér eru þau mæðgin Helga afmælisbarn og Andri útskriftardrengur :o)

Eftir þessa frábæru ferð voru tónleikar í kirkjunni með Guitar Islancio - Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og 22 ára strákur sem heitir Hjörtur, held ég, man það ekki alveg en þetta var bara flott. Frábærir tónleikar.

Svo var lambalæri með rauðkáli, grænum baunum og rabarbarasultu, íslenskara gat það ekki verið. Kaffi og kökur á eftir og meiri tónlist :o)
Alveg frábærlega gaman, frábær útivera, frábærir tónleikar og frábært fólk, takk takk fyrir mig :o)

Ég var svo þreytt í dag að ég komst varla út úr sófunum, prófaði þá alla. Ætlaði að kenna en unglingarnar vöknuðu eitthvað seint svo ég fór ekkert en fór þess í stað á hestbak á hana Hátíð mína sem hefur ekkert verið hreyfð síðan á Húnavökunni þegar ég fór á hana í fánareiðina. Þar vakti hún athygli fyrir litinn, ekki fegurðina :o)

Það var gott að komast á hestbak :o)

Posted by Selma at 10:40 PM | Comments (0)

July 22, 2009

Frábær dagur í gær og líka í dag :o)

Já dagurinn í gær var alveg FRÁBÆR.
Bjartmar átti afmæli og varð 6 ára. Hann fékk að bjóða nokkrum vinum sínum og er það í fyrsta sinn sem hann gerir það. Þeir bræður bökuðu muffins í gærmorgun.....

og svo skreyttu þeir afmæliskökuna sjálfir....

og svo var ofsalega mikið fjör hjá okkur í afmælinu :o)

Síðan fengum við fullt að örðum gestum, fyrrverandi nágrannar okkar af brekkunni, Guðrún, Gústi og börn, komu sem var frábært. Seinna kom Bogga frænka af Húnabrautinni og mjög mikið seinna komu Elfa og strákarnir hennar allir sem var alveg alveg æðislegt. Takk takk fyrir frábærar heimsóknir :o)
Strákunum þótti ekki leiðinlegt í vatnsbyssuleik hér úti...
Bjartmar, Tómas og Sigurgeir

held að þeir Gunnar og Egill hefðu alveg viljað vera með :o)

Elfa og Egill að klappa Sölku :o)


Dagurinn í dag var líka algjörlega frábær en þá fór Rúnar Þór í bílpróf en það er fyrsti fatlaði nemandinn minn. Ég fór suður sl. sunnudag og fékk sjálfskipta bílinn lánaðan hjá Hrönn og við rúntuðum á honum sl. daga og svo stóðst hann auðvitað prófið með glæsibrag í dag. Til hamingju Rúnar og fjölskylda. Njáll skutlaði svo bílnum suður í dag og skilaði honum, takk takk fyrir lánið Hrönn :o)

Posted by Selma at 10:18 PM | Comments (1)

July 14, 2009

Sundferðin

Ég má ekki gleyma (annars skammar Erna mig) að setja hér inn myndir af sundferð sem við saumósystur og börnin öll fórum í sl. miðvikudag.
Nú eru uppákomur okkar systra ákveðnar með mjög stuttum fyrirvörum og þær koma sem komast og alltaf gaman hjá okkur :o)
Við skelltum okkur í stóra, heita pottinn á Húnavöllum, reyndar rándýrt því engin er nú rennibrautin eða leikföngin og held þetta sé dýrasta laugin sem ég hef farið í lengi en hvað með það það var afar gaman.
Berglind var að sjálfsögðu með sína vatns-myndavél og hér er mynd af okkur gellunum....
Sigrún, Berglind, Selma, Ólöf, Jóna, Erna og Harpa

Bjartmar er ótrúlega duglegur að kafa....

og hér er hann með vinkonum sínum Ísól og Jóhönnu :o)

og allur barnahópurinn búinn í sundi, vantar að vísu Bjartmar og Maríu Sigrúnu, sem voru að klæða sig.
Flottur hópur :o)

Posted by Selma at 09:40 PM | Comments (0)

July 12, 2009

Alltaf stuð á okkur hér .......

Já það er oft "stuð" hér. Stuðið var að við vorum send með sjúkrabíl með bláum ljósum til Reykjavíkur í gærkvöldi. Hjartslátturinn hjá Bjartmari rauk uppí 200 en lagaðist seinni part leiðarinnar.
Strákarnir fóru í gær útí Vesturhóp með fellihýsið og fóru að veiða. Eitthvað var Bjartmar orðinn þreyttur þannig að Beggi mældi hjartsláttinn og var hann rokinn uppí 200. Hann straujaði á Blönduós og við send suður þar sem hjartalæknirinn sagði okkur að ef hann færi svona hátt þá skyldum við fara strax suður til að koma honum í lag aftur sem við og gerðum. Læknirinn hér sagði honum, Begga, reynar að gefa honum auka hálfa hjartatöflu áður en þeir lögðu af stað úr Vesturhópinu og það gerði hann og þegar við vorum komin suður á Kjalarnes var hjartslátturinn kominn nokkurn veginn niður fyrir 100. Hann var samt lagður inn og farið yfir hann allan en B-in gistu svo á spítalanum en ég hringdi í Albert og hann sótti okkur S-in og við sváfum á Álftanesinu og svo vorum við bíllaus því ég vildi ekki keyra suður í nótt og fengum við Bensann hans Alberts lánaðan til að komast norður.

Bjartmar er búinn að vera fínn í dag og búið að auka við hann lyfjaskammtinn svo ég vona að við förum að fá einhverjar dagsetningar á Bostonferð. Finnst þetta ekkert sérstaklega spennandi.

Þessi ferð var afar lærdómsrík fyrir mig. Maður hugsar sjaldan um þessi mál þar sem maður er ekki í þeim sjálfur en það er aðdáunarvert hvað sjúkraflutningamenn leggja á sig. Þetta var önnur ferðin þessarra manna þennan daginn til Reykjavíkur. Þurfa að keyra svona hratt langa leið með bláum ljósum er ekkert auðvelt á þessum íslensku koppagötum. Vegirnir eru auðvitað alveg skelfilegir og sem betur fer var ekki mikil umferð og hugsaði ég bara til þess ef þetta hefði verið seinni part á sunnudegi þegar er endalaus umferð, endalaus framúrakstur og fólk virðist ekki alveg vita hvað það á að gera þegar það sér sjúkrabíl koma aðvífandi. Flestallir fara vel útí kant og gefa stefnuljós og stoppa jafnvel en það virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvað það á að gera ef það er að koma á móti og sjúkrabíllinn er að fara framúr einum, hvort hann á að stoppa eða færa sig. Það er auðvitað þannig að hér er bara ekkert hægt að færa sig því það er enginn kantur. Ég verð að segja það að þetta er mjög krefjandi og erfitt starf og þeir eiga sko hrós skilið.

Ég sem ökukennari hef aldrei, sem betur fer auðvitað, lent í að fá sjúkrabíl á eftir mér eða á móti þegar ég hef verið að kenna og þar að leiðandi ekki leiðbeint mínum nemendum mínum nægjanlega í sambandi við það. Við urðum fyrir því á leiðinni að einn bíllinn fór bara yfir á vinstri vegarhelming og hélt kannski að hann væri ekki fyrir þar og svo færði hann sig en gaf ekki stefnuljós og hægði ekkert á og hélt bara sína leið þó bílstjórinn okkar setti sírenurnar á hann. Einkennilegt og óþægilegt að vita ekki hvað hann ætlaði að gera.
Mikið umhugsunarefni......

Posted by Selma at 09:18 PM | Comments (5)

Merarmál

Já væri ekki bara sniðugt að "updeita" merarmálin.....

Byrjum bara á þeirri gömlu, ekki mér heldur Hlökk :o)
Við Bjartmar sóttum hana norður í Dýrfinnustaði sl. fimmtudag og hún er enn loðin og sæt, alveg eins og ísbjörn. Hún er alveg steingeld og þar að leiðandi hætt að framleiða og er ég bara ánægð með það sem hún er búin að eiga.
Hér er Bjartmar að koma henni í sumarhagann hjá Angelu, þar sem er endalaust gras......

Hylling var hjá Svanný og Magga og átti rosalega flotta móálótta hryssu undan Aroni frá Strandarhöfði....

Henni var haldið undir Glym frá Innri-Skeljabrekku sem er móvindóttur og svakalega flottur. Hún kemur svo hingað norður einhvern tíman í haust.

Hugrún blessunin er komin í frí frá mér. Hún fór í Hæli til Jonna og Ólafar. Þar var hún sett í hólf hjá brúnskjóttum Gammssyni 3v sem Jonni á, Prest frá Hæli.
Hún kemur síðan bara aftur til mín að ári :o)

Nú hún Hátíð er komin á þessi flottu járn og fær ekki frí fyrr en í haust og verður inni allan næsta vetur í nýja hesthúsinu okkar og verður auðvitað miklu betri en hún er núna :o)

Svoleiðis standa þau mál.

Posted by Selma at 08:23 PM | Comments (0)

July 06, 2009

Frábær helgi

Bíllinn minn kom heim á miðvikudag og ég var afar fegin, var orðin leið á að reyna að taka uppúr kössum, Bjartmar var hins vegar mjög feginn því hann fór ekkert á leikskólann og hefur svo sem ekkert verið að fara þessa dagana sem er bara frábært. Sigurgeir er bara sestur að í sveitinni hjá afa sínum sem er líka alveg frábært en á fimmtudag hringdi ég í hann og sagði honum að besti vinur hans úr Hveragerði ætlaði að koma í heimsókn um helgina og ég vissi ekki hvert hann ætlaði.
Jóhann Hrafn mætti svo með rútunni á föstudag og hér var margt brallað um helgina. Við fórum í sund í Varmahlíð og þar var bara fjöldi manns. Þeir fóru síðan í vatnsblöðruslag í garðinum hérna heima og sváfu svo allir saman inní herberginu hans Sigurgeirs

Á sunnudeginum fórum við auðvitað í uppáhaldssveitina mína, í Þórdísarlundinn....

uppá hóla.....

og svo að gefa Miðhúsahestunum brauð.....

og svo fengum við þessa frábæru hugmynd að vaða í Flóðinu, held ég hafi aldrei látið mér detta það í hug og minnist þess ekki að við höfum verið að því þegar við vorum krakkar, enginn tími til þess :o)

þetta var allt svona á rólegu nótunum fyrst en síðan var bara farið úr öllu og buslað af krafti þar til við fórum heim í sjóðheita sturtu :o)

Algjörlega frábært, takk takk Jóhann minn að koma og hlökkum til að fá þig aftur :o)

Sigurgeir er farinn aftur til afa síns í Miðhús og verður þar allavega þessa vikuna. Hann er líka að fara á reiðnámskeið á Þingeyrum á morgun og því nóg að gera hjá honum.


  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar