Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2009 Maí

31.05.2009 22:02

Maí 2009

May 24, 2009

Enn líður tíminn

Ég bara man ekkert þessa dagana....

Fyrri partur síðustu viku fóru í pælingar hvað ég ætti að gera
við Hlökk. Í hádeginu á þriðjudag hringdi ég í Ingólf á Dýrfinnustöðm og hann sagði mér að koma með merina bara strax í dag sem ég og gerði. Hún fer sem sagt bara í sæðingu en þar eru þeir Hróður, Hágangur og Kappi í þeim verkefnum. Einhver þeirra verður hinn útvaldi :o)
Fékk jeppann hans Begga lánaðan og Begga líka :o) hestakerruna hjá Val og svo var brunað með merina norður. Voðalega gaman hjá okkur því á leiðinni fórum við yfir próf með Sigurgeiri því hann var í prófum þessa dagana sem gengu bara vel. Það var gaman að koma í Skagafjörðinn og afskaplega gaman að hitta Ingólf.

Nú vorhátíð var á Leikskólanum á miðvikudag, handavinnusýning í Grunnskólanum á fimmtudag, Sigurgeir saumaði á sig veiðivesti sem er bara flott (set mynd inn síðar) og það var alveg ótrúlegt að sjá hvað krakkarnir og kennarar dunda sér við að gera. Barasta flott hjá þeim(sjá á huni.is).

Á föstudag fengum við lykilinn að Mýrarbraut 3 afhentan. Rosalega skrítið og ég er í smá sjokki yfir því að vera að flytja af Brekkunni. Meira um það síðar :o)

Á laugardag var æfing hjá Knapamerki 1 fyrir próf sem er á morgun. Í dag æfðum við okkur líka fyrir það þ.e. Sigurgeir og ég, aðallega hann :o) og svo fórum við í heimsókn í Helgavatn og komum aðeins við í Miðhúsum á leiðinni heim.

Í gærkvöldi og í kvöld fórum við með nokkra kassa yfir ána........

Posted by Selma at 10:07 PM | Comments (0)

May 17, 2009

Hestar, um hesta.......

Já ég hef nú víst sjaldan verið talin normal svo hér eru alveg nýjustu fréttir. Ég keypti mér hlut í hesthúsi sl. föstudag. Föstudagurinn var virkilega góður dagur og verður alltaf minnistæður.

Hann byrjaði á því að ég skrapp útí Lækjardal og kíkti á Hlökk....

og átti svo góða kaffistund með Angelu. Við höfðum nú reyndar tekið rúnt á fimmtudeginum fram í Þingeyrar með Háfeta, við tvær með 3 hunda og 1 tryppi, hann var reyndar í hestakerrunni, en við allar kvenkyns í bílnum. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur :O)

Kl. 11 var undirskrift á pappírum á húskaupunum sem var frábært :o)

Kl. 12.30 skilaði ég inn tilboði í hesthúsið og fór að kenna.
Kl. 13.00 hringdi MÓ og sagði mér að tilboðinu hefði verið tekið og þá er bara spurning um lánið.

Kl. 15.00 hringdi Egill dýri og gat komið að sóna Hlökk og brunaði ég aftur í Lækjardal, aldrei leiðinlegt að koma þar. Egill sá þessi fínu egg sem voru að myndast og er ca vika í að þau verði tilbúin.

Á bara eftir að finna hest handa henni, ætli við prófum ekki að sjá hvort þau séu virk eða gamlan haldi þeim. Kemur allt í ljós :o)

Fór á hestbak og eftir þetta var ég hreinlega uppgefin en fór á sauðburðarvaktina fram í Miðhús og stóð hana til kl 8.00 og fór þá heim að sofa.
Fór með strákunum út að borða þegar ég vaknaði og horfði AUÐVITAÐ á Eurovison og auðvitað unnum við. Ég segi nú bara það er miklu betra að vera í 2. sæti en 1. því það er hitt vinningssætið, þá þurfum við ekki að halda keppnina.
Fór aftur á sauðburðarvakt sl. nótt og komst að því að maður er bara uppgefinn að vaka 2 nætur í röð.

Posted by Selma at 10:00 PM | Comments (1)

May 10, 2009

Að pakka

Búin að setja í 1 kassa en fann mér eitthvað annað skemmtilegra að gera, þ.e. skrifa fréttina sem er reyndar nokkurra daga gömul :)
Jebb er sem sagt byrjuð að pakka þar sem við erum að flytja um næstu mánaðarmót :)

Festi kaup á þessu húsi. Gummi Bjarna samþykkti lánið :)
Þá er bara eftir að skrifa undir pappíra, við fáum afhent 25. maí :)

Þetta hús er á Mýrarbraut 3, sem sagt down town, svo það er stutt í allt. Skutlið af Brekkunni hættir en mig hefur samt aldrei munuð um að skutlast eitthvað, samanber Reykjavík á föstudag en down town þýðir auðvitað aldrei neitt skutl og svo get ég labbað heim af öllum böllum sem ég fer á og þarf ekki að kaupa mig inn á útitónleika ef þeir væru enhverjir því ég get bara setið í garðinum og hlustað. Ég sem hef nú alltaf verið talsmaður fyrir að eiga heima í sveit burt frá öllu og öllum en hva manni getur nú snúist hugur :)
Hlakka mikið til að komast í eigið húsnæði :)

Posted by Selma at 12:43 PM | Comments (3)

Endalaust eitthvað :)

Endalaust eitthvað að gerast....
Eins og ég sagði um daginn er dagskráin þétt skipuð alla daga :)
Það voru tónleikar hjá Tónlistarskólanum 29. apríl og það var skemmtilegt eins og alltaf, hér eru þeir Sigurgeir og Páll að spila og það var mjög flott. Set myndband inná myndasíðuna mína von bráðar :)
29.04.2009-001.jpg

Lúðrasveitin var að spila á 1. maí kaffinu í Félagsheimilinu og það voru stórskemmtilegir tónleikar. Lúðrasveitin verður líka með sína eigin tónleika í Félagsheimilinu í dag til fjáröflunar þar sem landsmót lúðrasveita verður í Vestmannaeyjum næsta haust. Það þarf víst einhverja peninga til að komast í þá ferð. Ég ætla pottþétt með :)

Nú 2. maí fórum við til Akureyrar á Æskan og hesturinn og þar var frábærlega skemmtilegt hjá okkur. Fullt af myndum á heimasíðu Léttis og auðvitað á Neistavefnum.
Stal þessum af síðunni hjá Létti ....
Sigurgeir á Pjakk í Kardimommubænum....
sigurgeir.jpg

og Bjartmar á Funa í Strumpunum :)
bjartmar_ak.jpg

já já Bjartmar fór líka í útskriftarferð með Leikskólanum í Steinkot og þar var víst alveg rosalegt fjör. Stal þessari mynd af vef leikskólans...
barnabaer31090430108.jpg

og svo fóru krakkarnir og heimsóttu skólann, fóru í sund og kennslustund hjá Hrefnu :)
barnabaer31090506082.jpg

Ég skrapp suður á föstudagsmorguninn með Sölku í augnskoðun hjá Hundaræktarfélaginu. Það þarf víst að augnskoða hunda ef það á að rækta undan þeim. Hver veit nema maður drífi hundinn í pörun þegar líða tekur á sumarið svo maður hafi eitthvað að gera :)
Ég held ég hafi stoppað u.þ.b. 1 klst í Reykjavík og svo fór ég heim. Hundleiðinlegt veður hér norðan heiða þegar ég fór en var sem betur fer löngu komin yfir heiðina þegar veðrið fór að versna.

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar