Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2009 Mars

31.03.2009 21:58

Mars 2009

March 30, 2009

Skottið fór

Jebb Sigurgeir ákvað í gær að skottið skyldi fara, er svo hársár að hann gargar og gólar þegar maður hefur greitt þetta skott svo það var bara ákveðið í gærmorgun að það yrði klippt af og við það stóð hann....
Eftir 5 ár var komið ágætis sídd .....
skottid-af-002.jpg

og ekkert síðra í fléttu sem það var alltaf.....
skottid-af-003.jpg

og hann vildi sko klippa það sjálfur....
skottid-af-009.jpg

og kampakátur með "lokkinn"
skottid-af-010.jpg

og svona lítur hann þá út án skotts :)
skottid-af-012.jpg

Fórum á aldeilis frábæra tónleika í kirkjunni í gær í minningu Einars Guðlaugssonar frá Þverá. Þar var lúðrasveitin okkar að spila og Sigurgeir með í henni auðvitað og svo var önnur af Seltjarnarnesi, Selkórinn söng, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps tók nokkur lög og stórsveit af Seltjarnarnesi spilaði í lokin. Þeir bræður Skarphéðinn, Jón Karl og Kári voru eins og alltaf frábærir svo þetta var hin besta skemmtun. Sjá myndir á huni.is


Verð svo að láta eina mynd af Hrímu og Hirti fljóta hér með, þau eru svo mikið krútt, en Hríma var tekin inn í vetur og Hjörtur hefur verið að koma henni í form :)
hrima-og-hjortur.jpg

Posted by Selma at 10:09 PM | Comments (2)

March 28, 2009

Sýningin búin :)

Stórsýningin var í dag og gekk alveg ljómandi vel. Þetta var 10. sýningin en það hafa verið sýningar á hverju ári síðan mars 2000 en Árni Þorgilsson byrjaði að byggja hana 1999 og var hún tilbúin þarna um veturinn og var þá opnunarsýning. Við veittum honum smá gjöf í þakklæti fyrir að hafa byggt þetta því ef hann hefði ekki gert það þá værum við nú bara ennþá að ríða út hér í kulda og snjó og engin 50 börn, unglingar og konur á námskeiðum. Keypti þennan hest hjá Helgu Magnúsdóttur á Flúðum og hún sendi hann með hraði hingað til mín, því mér datt þetta nú ekki í hug fyrr en sl. miðvikudag og bað svo Guðrúnu mína í næsta húsi að setja hann á aðeins hærri stall sem hún og gerði og útkoman var svona, svakalega flott :)
syning-013.jpg

Hér er mynd af Bjartmari, en litlu krakkarnir riðu slöngulínur og gerðu svo magarena dansinn á hestaki, rosalega gaman :)
syning-019.jpg

og Sigurgeir var með sínum hópi sem Rappararnir....
syning-023.jpg

og svo er ég hér með Björgu í okkar Mömmu-atriði. Hvað skyldum við vera að spá :)
syning-024.jpg

hér erum við Hátíð í sýningunni okkar með Hrímu og Hirti, svakalega gaman. Við vorum nú ekkert alltaf alveg sammála við Hátíð með aðstæður og leiðir en þetta hafðist allt .....
syning-030.jpg

Sigurbjörn Bárðarson var svo frábær að koma til okkar á þessa 10. sýningu og sýna okkur gæðingafimi. Hann var hér á 1. sýningunni svo þetta var virkilega gaman að hann skildi sjá sér fært að koma.
syning-043.jpg

Þetta er búin að vera alveg ágætis "bissí" vika enda sprungið á mér í kvöld. Í gær var t.d. þvottadagur í hesthúsinu hjá Gumma, Eddu og Inga því þangað fórum við konurnar með hestana okkar í þvott. Þetta var svona eins og bílaþvottastöð, við þurftum að taka númer :)
Hér er Ingi með Önnu Margréti og Jóhönnu að þvo Röksemd :)
syning-007.jpg

Það er sem sagt að mörgu að huga við svona sýningar en aðalatriðið er að þetta sé skemmtilegt og fólk komi og hittist og geri sér glaðan dag sem þetta var svo virkilega. Takk takk allir :)

Posted by Selma at 10:12 PM | Comments (0)

March 23, 2009

Eftir næstu helgi

Ætli ég skrifi ekki bara eitthvað hér inn eftir næstu helgi, nú eru bara endalausar æfingar, hjá öllum þessa viku fyrir sýninguna á laugardaginn, saumaskapur, og dagskrárgerð svo finn betri tíma í skrif eftir helgi :o)

Posted by Selma at 03:39 PM | Comments (0)

March 16, 2009

Hittum ísbjörninn

Í gær fórum við og heimsóttum ísbjörninn okkar :o)
Hún er loðin eins og ísbjörn, alltaf gaman að knúsa hana....
15.03.2009-024.jpg

Háfeti er kominn inn og hefur heilan sal til að leika sér í með hinum tryppunum....
15.03.2009-015.jpg

en hann kom nú samt til að heilsa uppá okkur :o)
15.03.2009-019.jpg

Fór síðan á seinni hluta ljósmyndanámskeiðsins og lærði helling t.d. að taka mynd af bíl á ferð ........
15.03.2009-052.jpg

væri sennilega rosalega sniðugt að fikta MIKIÐ í myndavélinni og fara svo á framhaldsnámskeið :o)

Framundan eru endalausar æfingar fyrir stórsýninguna sem við Höddi tókum að okkur að sjá um og verður 28. mars kl. 15.00. Rosalegt fjör framundan :o)

Posted by Selma at 08:43 AM | Comments (0)

March 11, 2009

Apríl handan við hornið :o)

Jæja hvaða dagur skildi vera í dag, er nokkuð kominn apríl :o) það er alltaf mánudagur og svo strax kominn föstudagur .....
Frábær snjórinn sem kom í síðustu viku, þ.e. fyrir krakkana, ekki mig svo sem, ekki skemmtilegt að kenna í svona færi en það kom þessi flotti skafl í garðinn hérna bak við og hann var allur grafinn í sundur í snjógöng og ég rétt náði að koma strákunum inn uppúr sjö sl föstudag til að fara á bingóið á Húnavöllum. Alltaf gaman að fara þangað á bingó, við unnum samt ekki neitt. Hef aldrei unnið í bingó.

Laugardeginum eyddi ég að mestu uppá Svínavatni að horfa á frábært Ís-Landsmót. Þar var frábært mót í alla staði og hestarnir geggjaðir.
Fór síðan aðeins í Helgavatn að kíkja á Jóhönnu og krakkana en þau komu um helgina og fóru norður á sunnudag í leiðinlega veðrinu. Erla Rut gisti reyndar hjá mér, vildi ekki fara heiðina á litla bílnum sínum. Það var líka bara gaman að hafa hana.

Í gær var aðalfundur Neista og ég ætla ekkert að tjá mig um fjöldann sem mætti þar. Í kvöld er fundur með æskulýðsnefnd um undirbúning Stórsýningarinnar og á morgun er fundur um Grunnskólamótið sem byrjar á Sauðárkróki 21. mars. Á föstudagskvöld er árshátíðin á Blönduósskóla. Svo hmmm eitthvað kvöld laust í þessari viku? Nei.

Posted by Selma at 09:38 AM | Comments (0)

March 01, 2009

Geggjað veður

Veðrið var algjörlega frábært í dag og við drifum okkur fram í Vatnsdal því þar er fallegast auðvitað :o)
1.3.2009-112.jpg

Byrjuðum í Þórdísarlundinum ......
og þar var manni varnað uppgöngu :o)
1.3.2009-095.jpg

en náði flottri mynd af Sölku, henni fannst ekkert leiðinlegt heldur :o)
1.3.2009-092.jpg

fórum svo í Miðhús og renndum okkur í brekkunni þar, það höfðu allir gaman af því. Fórum í rennukeppni, vita hver kæmist lengst.
Sigurgeir lagður af stað......
1.3.2009-132.jpg

geggjað gaman hjá Bjartmari
1.3.2009-145.jpg

já maður bara á leiðinni útúr braut :o)
1.3.2009-169.jpg

en Eiður vann, hann komst lengst niður á tún :o)
1.3.2009-172.jpg

Í gær fór ég á ljósmyndanámskeið hjá Farskólanum svo ég læri eitthvað á þessa fínu myndavél mína. Það var gagnlegt og gaman og seinni parturinn verður næsta laugardag og þá missi ég af ÍS-Landsmóti á Svínavatni, en maður kemst nú ekki í allt :o)

Fimmgangsmótið í liðakeppninni gekk vel, margar skráningar og áhorfendur og allir glaðir með þetta og ég líka ;o)

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar