Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2008 Desember

31.12.2008 21:51

Desember 2008

December 28, 2008

Annað hvort eða.....

Annað hvort er það að hér gerist ekki neitt og þá er ekkert skrifað eða það er svo mikið að gera að maður hefur ekki tíma til að skrifa.
Nú var það síðar nefnda .......

Svo ég fer alveg aftur til 16. des en þá voru jólatónleikar Tónlistarskólans. Það var afar gaman og Sigurgeir spilaði þar á saxann og Páll kennarinn hans með :o)
17.12.2008-008.jpg

þá um kvöldið var jólasaumaklúbbur hjá okkur "saumóstelpunum" og við mættum allar, fórum út að borða á Pottinn og fengum frábæran mat. Elín tók mynd af okkur, sjáumst kannski ekki alveg nógu vel en læt hana samt fljóta með :o) Frábært kvöld.
Saumo_17.12.jpg

Daginn eftir eða 18. var jólaball hjá Bjartmari og við mættum þar, þau elstu sáu um jólahelgileikinn, svo krúttlegt :o)
17.12.2008-022.jpg

Litlu jólin hjá Sigurgeiri voru 19. og þar var 6. bekkur með jólahelgileik.....
27.12.2008-017.jpg

Sigurgeir hélt uppteknum hætti og bakaði aðeins meira fyrir jólin. Það kom viðtal við hann í Feyki um allan þennan bakstur og ég verð að láta fljóta hérna með smábrot úr þessu viðtali.
Blaðamaður spyr:
"Bakar þú alltaf á föstudögum?
Ég verð nú að játa að ég næ því ekki alltaf því stundum er ég hjá pabba. En ég bakaði um daginn súkkulaðibitakökur með hnetum sem áttu að duga til jólanna. En mamma kláraði þær náttúrulega svo nú þarf ég að baka meira fyrir jólin."

Svo hann bakaði hnetusmjörssúkkulaðibitakökur, afar góðar en ég er ekki búin með þær :o)

Svo komu jólin.........
Strákarnir voru hjá Begga um jólin svo ég var þar að mestu líka. Eldaði barasta ekki neitt öll jólin, var bara í mat :o)
En pakkarnir voru auðvitað skemmtilegir,
Bjartmar fékk ruslabíl og er víst búinn að safna upp öllu ruslinu á Garðabyggð 6 og ég bíð bara eftir að hann komi með bílinn hingað :o)
27.12.2008-053.jpg

Sigurgeir fékk auðvitað eitthvað Liverpool dót, þ.m.t. íþróttatösku sem hann var mjög glaður með að fá :o)
27.12.2008-092.jpg

svo kysstu þeir hvor annan fyrir jólagjafirnar.....
27.12.2008-065.jpg

við spiluðum síðan Disney Trivial og ég komst að því þó ég sé alltaf að lesa þessar bækur þá man ég ekki mikið hvað hver heitir :-|
27.12.2008-108.jpg

Spiluðum þetta og annað spil sem ég man ekki hvað heitir öll jólin, telfdum einnig að kappi og Bjarmar pússlaði sínu 104 pússla púsluspili eins og ekkert væri.
Afar góð og notaleg jól.

Posted by Selma at 11:56 PM | Comments (0)

December 24, 2008

Gleðileg jól

Okkar allra bestu óskir um gleðileg jól
og hafið það sem allra best.

Posted by Selma at 04:45 PM | Comments (0)

December 14, 2008

Akureyri og Gunnfríðarstaðaskógur

Á föstudag fór ég með Raddý og Deddu á Akureyri á tónleika með Frostrósum. Við nýttum daginn vel, fórum héðan um 8.30 og vorum komnar á Akureyri um 10.30. Fórum auðvitað í "allar" búðir og kaffihús í bænum :)
Vorum boðnar í mat hjá Ingu Óla og fengum geggjaða kjúklingasúpu, takk takk Inga mín.
Tónleikarnir voru algjörlega æðislegir, meiriháttar gaman og það bókstaflega toppar enginn hana Eyvöru Páls. Mikið ofboðslega er gaman að hlusta á hana syngja og allir hinir voru líka flottir. Alveg sérlega skemmtilegt. Takk takk Raddý og Dedda fyrir góðan dag.

Við fórum í Gunnfríðarstaðaskóg í gær í frábæru veðri, logn og smá frost, að "höggva" jólatré. Það var auðvitað bara sagað niður en ekki höggvið, allavega var Bjartmar duglegur með sögina :)
13.12.2008-010.jpg

Sigurgeir fékk líka að saga .....
13.12.2008-012.jpg

Sölku finnst líka gaman að koma í skóginn
13.12.2008-002.jpg

Svo var að koma því í netið og Bjartmar hjálpaði Páli Ingþór við það
13.12.2008-014.jpg

13.12.2008-015.jpg

og toppurinn er að fá kakó hjá Oddnýju þegar allt er klárt
13.12.2008-016.jpg

Fór á hestbak í gær þó kalt væri.....
hér eru þær systur Hugrún og Hátið,
eru þær ekki fallegar :o)
13.12.2008-018.jpg


Posted by Selma at 10:24 AM | Comments (0)

December 09, 2008

Aðventusamkoma og bakstur :o)

Strákarnir voru komnir heim fyrir Aðventusamkomuna í Blönduóskirkju á sunnudag því þeir eru auðvitað báðir í tónlistarbransanum :o)
Bjartmar söng með krökkunum úr leikskólanum og það var svo sætt....
08.12.2008-011.jpg

og Sigurgeir spilaði með Lúðrasveitinni.....
08.12.2008-018.jpg

Þetta var afar skemmtileg og fjölbreytt samkoma. Börn úr Húnavallaskóla sungu. Bogga frænka las afar góða jólasögu...
08.12.2008-016.jpg

Kirkjukórinn söng, Þórhallur las jólaljóð og svo gengu
fermingarbörn inn með kerti og allir sungu ...
08.12.2008-025.jpg

Ekki má gleyma að kveitkt var á kertunum á aðventukransinum og hjálpuðu Ísól Katla, Anna Guðbjörg og Þórey Sr. Sveinbirni að kveikja á þeim.
08.12.2008-013.jpg

Bjartmar hafði nú meiri áhuga á vinkonu sinni Ísól Kötlu
en samkomunni sjálfri. Það er líka skiljanlegt ;)
08.12.2008-022.jpg

Gærdagurinn var líka "bissí".
Ég fór á hestbak á hana Hátíð mína og það gekk frábærlega.
Síðan fórum við Sibba fram að Hæli að ná í hrossin okkar og vorum mættar kl. 12 og þar sem þetta er nú ekkert frímerki hólfið sem hann Jonni er með hrossin í þá tók það nú nokkurn tíma að ná hrossunum heim en á kerru fóru 2 móálótt sem Sibba á og hún Hugrún mín sem er sú brúna sem ég var með inni í fyrra. Svo gaman og nú eru komnar inn brún og grá.

Eftir að allir voru komnir heim þá var auðvitað bakstur þar sem sl. föstudag var enginn bakstur. Svo strákarnir skelltu í piparkökur og Arninbjörn hjálpaði til :)

Mjög mikilvægt að hafa þetta nákvæmt....
09.12.2008-023.jpg

og svo auðvitað að blanda þessu saman....
09.12.2008-025.jpg

nú svo var að hnoða saman, var nú ekki það skemmtilegasta
09.12.2008-028.jpg

afar áhugasamir um hvernig nýta megi allt deigið.....
09.12.2008-004.jpg

maður verður nú bara að fara uppá borð svo maður fái
betri yfirsýn yfir þetta
09.12.2008-016.jpg

og það voru líka gerðar súkkulaðibitakökur
09.12.2008-032.jpg

og svo smakkaði Sigurgeir þegar allt var búið.
Bjartmar var farinn að sofa og Arinbjörn heim :o)
09.12.2008-017.jpg

Afar góður og vel heppnaður dagur :o)

Posted by Selma at 09:43 AM | Comments (0)

December 05, 2008

Veit ekkert hvað ég á að gera

Strákarnir farnir suður með pabba sínum og ég búin að fara á hestbak í morgun svo ég veit bara ekki á hverju ég á að byrja, ekki nenni ég nú að fara að kenna :-|

Hún systir mín er nú alveg aldeilis frábær, hringir og spyr mig hvort mig vanti ekki jólakjólinn jú jú ef hann passar segi ég. Já já ég kem bara með hann á eftir.
Hún prjónaði bara kjól, ekki endilega á mig en hann smellpassar svo ég fékk hann bara........
Svona lítur hann út og ég :o)
04.12.2008-013.jpg

Kveikt var á jólatréinu við kirkjuna á miðvikudaginn og við mættum auðvitað þar. Bjartmar og jólasveinn....
04.12.2008-006.jpg

04.12.2008-009.jpg

Annars bara baka og taka til um helgina :o)

  • 1
Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641686
Samtals gestir: 98129
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 10:21:56

Tenglar