Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2008 Nóvember

30.11.2008 21:50

Nóvember 2008

November 23, 2008

Góð helgi

Sigurgeir dreif sig auðvitað í baksturinn þegar hann kom heim á föstudag og bakaði smákökur....... sem eru að verða búnar núna :)
22.11.2008-002.jpg

Á laugardag vorum við í foreldrafélaginu að undirbúa Aðventudaginn í Grunnskólanum og "hjálpuðu" strákarnir til við það en þegar það var búið skruppum við fram í Miðhús. Sigurgeir þurfti að sjá kindina sína en hún Stjarna hans var látin fara í haust en gimbrin hennar, sem er bara hvít, var sett á.....
22.11.2008-007.jpg

hann var nú ekkert sérstaklega spenntur fyrir hvítri kind svo hann var að velta fyrir sér að skipta við afa sinn og fá þessa en ekki var nú frágengið með þau skipti þegar við fórum.....
22.11.2008-010.jpg

Stóru strákarnir voru að taka fjárkassann af vörubílnum og það var nú þónokkuð bras, en betra en að láta hann fjúka á hliðina :-|
22.11.2008-020.jpg

Í dag var svo Aðventudagurinn og það tókst frábærlega.
Hér er Oddný að brasa flotta liti í glassúrinn...
22.11.2008-036.jpg

margir komu og mikið föndrað :o)
22.11.2008-024.jpg

Posted by Selma at 10:03 PM | Comments (0)

November 19, 2008

Mr. Skallagrímsson

Ég hef greinilega verið svo þreytt alla helgina eftir að hafa farið
á Mr. Skallagrímsson á föstudagskvöldinu að ég hreinlega gleymdi að minnast á það .....
En við fórum 5 saman, ég, Berglind, Auðunn, Siggi Jó. og Sigrún á þessa leiksýningu á föstudagskvöldinu og það var alveg frábærlega gaman.
Siggi kom úr Reykjavík og var aðeins á undan okkur. Hann sendir
sms þegar við áttum ca korter eftir í Borgarnes og segir það er allt rafmagnslaust en ennþá til matur. Já já sögðum við bara en þetta var ekkert grín, alveg kolniðamyrkur í Borgarnesi þegar við komum og við borðuðum á Landnámssetrinu við kertaljós. Alveg magnað og mjög góður matur. Þegar við gengum inn í sýningarsalinn þá kom rafmagnið.
Leiksýingin var frábær, virkilega frábær. Takk takk ferðafélagar fyrir skemmtilegt kvöld.

Sunnudaginn nk. er Aðventudagur Grunnskólans. Það verður gaman :)

Posted by Selma at 10:00 PM | Comments (1)

November 18, 2008

Svaf yfir mig :(

Ég svaf yfir mig í gærmorgun, vá hvað það var fáránlegt. Átti að mæta í reiðkennslu hjá Sibbu kl. 8.00 og stillti klukkuna á hálf átta eða sko 8.30 og vaknaði auðvitað þá. Hringdi í Sibbu og æ ég svaf yfir mig, já já allt í lagi, ég fór bara í kaffi og kemurðu ekki bara á morgun. Ekki málið. Vá hvað þetta var hallærislegt.

En mætti í morgun og það var svona rosalega gaman enda sagði Sibba að þetta væri nú bara flott meri hún Hátíð mín og ég vissi það náttlega, svo er hún líka rosalega vel tamin og gott að læra á vel tamið hross.
En það var virkilega gaman og Sibba er frábær kennari, segir vel til, útskýrir og ég er búin að læra mjög margt í 3 tímum.
Skyldi ég vera svona góður kennari og skyldu nemendur mínir koma svona ánægðir úr tímum hjá mér .......

Posted by Selma at 09:38 PM | Comments (0)

November 13, 2008

Hátíð komin á Blönduós

Já hún Hátíð mín er komin í hús hérna á Blönduósi, fékk inni fyrir hana hjá Sibbu í Reiðhöllinni. Hún, þ.e. merin, er búin að vera hjá Óla Magg frá 1. júní en hún fékk frí í 2 mánuði en er búin að vera inni núna í ca 3 vikur þannig að hún er aðeins komin í form. Takk takk Óli minn.
Nú þar sem ég ákvað að sjá um merina sjálf fram að áramótum þá pantaði ér mér tíma hjá henni Sibbu til að læra allt um hesta og mætti hjá henni kl. 8.00 í gærmorgun og svo aftur í morgun. Ég er himinlifandi, frábær kennari búin að kenna mér margt á stuttum tíma, bara spurning um æfingu núna en tek pottþétt fleiri tíma hjá henni. Ekki verra að vera með Hátíð í þessu því hún minnir mjög á mömmu hennar Hlökk, meira segja eins á litin.
Mynd af okkur auðvitað, Sibba að segja mér til :o)
13.11.2008-005.jpg


En að örðu, í gær fórum við Bjartmar og horfðum á Sigurgeir í saxafóntíma hjá Páli. Það var virkilega gaman fyrir utan að Bjartmar missti sig aðeins því hann var frekar þreyttur. En gaman að hlusta á Sigurgeir spila því honum hefur farið mjög mikið fram.
13.11.2008-003.jpg

Já og ég er búin að keyra bílinn minn, sem er rúmlega 2ja ára, yfir 100.000 km og það gerðist í gær. Í dag er hann komin í slatta meira :-|

Posted by Selma at 03:09 PM | Comments (0)

November 10, 2008

Reykjavík, ó Reykjavík

Skruppum í Reykjavíkina um helgina.
Það var vetrarfrí í skólanum og við ákváðum að nota helgina í svona ýmislegt og fórum suður sl. fimmtudag.
Á föstudag fórum við í allar búðir sem við þurftum að fara í, þ.e. keyptum hundafóður, naggrísafóður og sag og annað sem hann Kolur þarf. Fórum í Lífland og fengum allt sem okkur vantaði í hestamennskuna fyrir veturinn og svo hittum við Hrafnhildi sem var alveg æðislegt.
Fórum líka í Smáralind til að kaupa jólaföt, fundum eitthvað, lítið til á Sigurgeirs aldur.
Heimsóttum Heiðu á föstudagskvöldinu, hún fór með mér til Þýskalands í fyrravetur. Frábært og gott að koma til þín Heiða mín.
Laugardagur var álíka þétt skipaður og föstudagur.
Þar sem ég gleymi því sem ég ætlaði pottþétt að taka með suður þá kom Berglind með það og við hittum þau í Ikea. Við keyptum okkur sófaborð sem kostaði jafnmikið og bíóið sem við fórum í eftir hádegið. Vona að sófaborðið standi undir verðinu, bíóið gerði það, fórum á Geimapana, svo gaman :o)
Vorum boðin í mat til Alberts og Jóhönnu um kvöldið og ummmmm hvað fiskisúpan var góð. Takk takk fyrir notalega kvöldstund.

Sunnudag tókum við smá rúnt með mömmu. Fórum út að Gróttu en það var svolítið hvasst svo við fórum á Ylströndina við Nauthólsvík, hef aldrei komið þar. Þar var auðvitað enginn á ströndinni en náði þessari flottu mynd af mömmu og strákunum ....
10.11.2008-013.jpg

Síðan brunuðum við til Sigrúnar vinkonu og Sigfúsar og stoppuðum þar lengi við spjall og notalegheit, frábært alveg.
Síðasta stoppið var hjá Gumma og Huldu í Mosó á leið heim á sunnudagskvöld. Þurfti líka að hitta Huldu til að fá garn hjá henni í saumódótið sem Berglind kom með suður og ég þarf endilega að fara að byrja á í næsta saumó. Fékk fullt af garni og góðan mat þar sem við vorum á kvöldmatartíma hjá þeim. Fórum seint af stað og komin seint heim, allir þreyttir, en höfðum gærdaginn til að jafna okkur á þessu öllu saman.

Frábær ferð og skemmtileg. Snilld að gefa sér tíma til að fara í heimsóknir og hitta allt þetta frábæra fólk.
Það eru sko fleiri á heimsóknar listanum en komst bara ekki í þessari ferð .......

Posted by Selma at 10:35 PM | Comments (0)

November 02, 2008

Silla tannlæknir :)

Talandi um tennur þá kom Silla hérna við á fimmtudagskvöldið sem er auðvitað ekki í frásögur færandi nema að hún vildi hjálpa Sigurgeiri að ná tönn sem vildi ekki koma með góðu. Hann var með lausa tönn sem fór í taugarnar á honum og var að reyna að ná henni þegar Silla bauðst til að hjálpa honum. Hún var aðeins of föst ennþá .......
1.11.2008-003.jpg

Á föstudag hélt Sigurgeir uppteknum hætti frá föstudeginum áður og bakaði fyrir helgina.
Jólakaka varð fyrir valinu og hún smakkaðist mjög vel :o)
1.11.2008-008.jpg

Í gær var uppskeruhátíð yngri flokka Hvatar fyrir
sumarið 2008 og auðvitað mættum við þar.
Hérna er nokkrir úr púkaboltanum, ekki alveg allir mættir :-|
1.11.2008-012.jpg

og svo nokkrir úr Sigurgeirs flokki, en ekki allir mættir þar heldur
1.11.2008-015.jpg

Kannski ég skreppi í sveitina þegar ég er búin að fara
í kaffi til Jónu sem er 35 ára í dag.
Til hamingju Jóna mín :o)

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar