Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2008 Október

31.10.2008 21:47

Október 2008

October 31, 2008

Hvað gerir maður ekki í "kreppunni"

Fór með tíkina í tannhreinsun í morgun. Hún var orðin hræðilega andfúl og ég er búin að vera á leiðinni með hana lengi. Dreif mig með hana kl. 10.00 og núna liggur hún eins og poki við hliðina á mér og ég dauðvorkenni henni greyinu. Hjálpaði "dýra" við tannhreinsunina og það var nú virkilega gaman bara að sjá hvernig þetta er gert, svona heldur meiri tannsteinn heldur en á mínum tönnum síðast þegar ég fór til tannlæknis. Það sem mér fannst verst að horfa uppá er þegar svæfingin er að virka. Hræðilegt hvernig hún horfir á mann hjálparvana.

En allavega gekk þetta eins og í sögu og nú er bara tað tannbursta hana kvölds og morgna :o)

Posted by Selma at 11:32 AM | Comments (0)

October 26, 2008

Svolítill snjór :o)

Við erum nú ekki sammála um snjóinn ég og strákarnir. Ekkert finnst mér eins leiðinlegt og snjór svona snemma, en þeir alsælir voru úti að moka snjó allan daginn í gær og í dag.
Bjuggu til snjóhús með Eyþóri á laugardag....
26.10.2008-005.jpg

og skemmtu Sölku með snjóboltum í dag....
26.10.2008-010.jpg

og komu svo í kaffi en Sigurgeir bauð uppá skúffukökuna sem hann bakaði á föstudaginn.
Ég var að kenna og hann hringir;
S: Má ég baka skúffuköku?
Ég: Já auðvitað máttu það.
S: Hvar er uppskriftarbókin frá Leikskólanum?
Ég: Hún er .......
S: Fínt, bless.
Stuttu seinna hringir aftur.
S: Áttu hveiti?
Ég: Já.
S: Áttu lyftiduft, smörlíki og ......
Ég: já já allt þetta nema smörlíki.
S: Þú þarft þá að kaupa það.
Ég: Okí geri það.
Hringir stuttu seinna.
S: Hvar er lyftiduftið?
Ég: Það er í skápnum.......
S: Hvar er kakóið?
Ég: Þð er í skápnum.....
S: Okey, ertu ekki að koma með smjörlíkið?
Ég: Jú á bara eftir að fara í búiðina, ná í Bjartmar og kem svo heim.
Er eitthvað lengur en ég ætlaði mér en á meðan ég er að ná í Bjartmar á leikskólann þá eru 4 missed calls á símanum.
Ég hringi. Er ekki allt í lagi.
S: Jú en hvernig á að kveikja á ofninum.
Ég er alveg að koma. Kom heim og hann skellti í eina skúffuköku með hjálp mömmu :o) og ætlar framvegis að baka eða elda á föstudögum. Mikið er ég ánægð með það ......

En aftur að kaffitímanum í dag, hér eru Bjartmar, Eyþór og Sigurgeir
26.10.2008-015.jpg

Við Bjartmar og Salka skruppum svo niður að brimgarðinum bakvið "Hótelið" að skoða brimið sem tekur á sig misjafnar myndir eftir veðrum. Afar fallegt veður og gaman að horfa á öldurnar.
26.10.2008-042.jpg

Salka og Bjartmar.
26.10.2008-049.jpg

Posted by Selma at 09:30 PM | Comments (2)

October 24, 2008

Bíókvöld

Við stelpurnar í saumó mættum til Sædísar á miðvikudagskvöld
í bíó og horfðum á Sex and the city.
Þar er ekki risastór flatskjár heldur heill veggur sem varpað er á.
Myndi nú ekki þýða mikið fyrir mig að bjóða í bíó með mitt 20" sjónvarp :o)
Við höfðum það virkilega kósí......
19.10.2008-063.jpg

Væri til í Mamma Mia aftur, hún er geggjuð :o)

Þar sem ég nennti ekki á Sauðárkrók í gærmorgun vegna veðurs þá dreif ég mig í sláturgerð og henti í nokkra keppi.

Posted by Selma at 08:17 AM | Comments (2)

October 20, 2008

Afmælismánuður

Þetta er mánuðirinn sem mamma hefur ekki undan að senda út afmælispakka. Það eru 6 sem eiga afmæli;
2. Sigurgeir Njáll
6. Elvar Már
14. Guðmundur Hilmar
15. Hilmar Logi
20. Arnheiður
31. Jenný Rut
Innilega til hamingju með afmælin

Júlí er líka stór mánuður með 5 en þá á hún nú sjálf afmæli svo hún sleppur þar við pakka og 3 pakkar fara í Eyvindarstaði þar sem helmingurinn af fjölskyldunni á afmæli 13. júlí :o)

Gerði nú ekki mikið um helgina, fór reyndar í bílskúrinn
og lagaði til, tók meira segja nokkra kassa inn og tók uppúr þeim.....
Alltaf svolítið huggulegra að hafa eitthvað í hillunum þó svo maður þurfi svo að þurrka af því :o)

Kítki aðeins til Valla og Jóhönnu á Helgavatni og fékk að sjálfsöðgu kaffi, takk takk :o)

Svolítið brim í gær......

19.10.2008-003.jpg

19.10.2008-015.jpg

Posted by Selma at 10:01 PM | Comments (0)

October 15, 2008

Meiri myndir

Fékk myndir sendar frá Svanný af mér og litlu heimasætunni í Holtsmúla, við erum auðvitað sætastar.......
IMG_7662.jpg

og Bjartmar og Edda Margrét að passa litlu......
IMG_7673.jpg


nú svo af hestafréttum.
Búið að yfirfara Hlökk og Háfeta, fékk dýra til gefa þeim ormalyf og svoleiðis og líka búið að örmerkja Háfeta.

Sigurgeir að knúsa þá gömlu í gær....
hafeti-okt-2008-010.jpg

hann var nú ekkert of hrifinn af því að Háfeti yrði grár,
vildi bara hafa hann jarpan :o)
hafeti-okt-2008-013.jpg

en ég er yfir mig ánægð með þetta hjá honum
hafeti-okt-2008-019.jpg

og þau bæði eru svo mikið krútt
hafeti-okt-2008-016.jpg


Angela mín allra besta kom svo með kerru í dag og sótti þau.
Þau verða í Lækjardal í vetur hjá þeim Angelu og Kristjáni svo það er rosalega stutt að fara í heimsókn til þeirra :o)

Posted by Selma at 10:28 PM | Comments (0)

October 13, 2008

Háfeti er grár :o)

Ég var afar glöð að fá Háfeta og Hlökk heim í dag. Tryggvi tók þau með sér frá Gröf þar sem þau voru búin að vera í sumar. Hún var hjá Akki en hafði bara vit á því að vera geld.
Háfeti kom mér skemmtilega á óvart, hann verður grár. Datt það ekki hug í vor að hann yrði grár en mú á ég loksins gráan hest :o)
hafeti-okt-2008-005.jpg

Helgin var frábær, fórum suður eftir hádegi á föstudag. Sunna og Anna Rósa komu með okkur og það var mikið spjallað :)
Skiluðum þeim til Héðins sem beið í Olís sjoppunni upp hjá Rauðavatni. Albert var þar líka og ég skilaði öllu kjötinu sem ég tók fyrir hann suður úr SAH en síðan lá leið okkar í Hveragerði þar sem Sigurgeir varð eftir hjá Davíð vini sínum. Við Bjartmar héldum leið okkar áfram alla leið í Holtsmúla þar sem Svanný og Maggi búa. Maggi var reyndar í Belgíu að kenna en ég hitti loksins minnstu heimasætuna sem er voðalega mikil dúlla og þær allar auðvitað :o)
Áttum saman frábært kvöld í rauðvíni og ostum, þ.e. ég og Svanný, börnin fóru bara að sofa :) Svanný sýndi okkur svo svo allt slotið morguninn eftir, hestana, hesthúsið og allt bara. Geggjaður staður og geggjað útsýni. Takk takk Svanný mín, gaman að koma til ykkar.

Nú í bæinn brunuðum við um hádegi á laugardag og kom aðeins við í Intersport og keyptum skó á Bjartmar. Ætlaði að kaupa skó á mig þar sem ég á nú ekki nema 1 par en það verður bara næst. Fórum til mömmu og síðan í kaffi til Gumma í Kefas kirkjuna.
Við Sigrún Hauks vorum að fara á tónleikana með Vilhjálmi Vilhjálms svo ég og sótti hana en þurfti að fara miklar krókaleiðir. Það er svo merkilegt með það að þar sem verið er að brúa til eða breyta gatnamótum og þau lokuð þá veit maður ekkert um það fyrr en maður kemur að þeim og þess vegna fór ég ýmsar krókaleiðir til Sigrúnar en hún býr í Garðabæ. Ég var svolítið pirruð en á tónleikana komumst við og þeir voru alveg frábærir, virkilega gaman og flott:)

Á sunnudeginum fórum við til Alberts og Jóhönnu í morgunkaffi, síðan austur fyrir fjall og þar sem Miðengi er nú alveg í leiðinni, eða þannig þá fór ég að eins að kíkja á Helgu, voðalega gott að koma þar og spjalla smá. Síðan var það Hveragerði að ná í Sigurgeir, smá í búð til að kaupa mjólk og svo til Gumma og Huldu í Mos og svo heim og heim vorum við komin um 20.30 og allir þreyttir.

Ég verð nú að segja það að ekki sýndist mér nú vera kreppa í Reykjavík. Keyrði fram hjá þessum helstu "mollum" og þar voru bílastæðin yfirfull og endalaus umferð út um allan bæ.
Ég sukkaði ekki mikið og keyrði ekki nema u.þ.b. 1000 km sem er ca 1 tankur á bílinn og hann eyðir ekki nema 5 á hundraði svo hva...... :o)
En helgin var alveg frábær.

Posted by Selma at 08:11 PM | Comments (2)

October 05, 2008

Afmæli

Sigurgeir átti afmæli sl. fimmtudag og við vorum svo heppin að það var bekkjarkvöld þann daginn. Ég hringdi í Hödda og þakkaði honum fyrir að halda uppá afmæli drengsins :)
Það var svo afar fámennt og góðmennt afmælispartý hér heima á föstudag. Hann fékk Liverpool búning og var afar glaður með það :)
03.10.2008-004.jpg

Afmæliskakan var meira segja í minni kantinum.
03.10.2008-020.jpg


Skrapp í Víðidalstungurétt í gær í frábæru veðri.
Hef ekki farið þangað í mörg ár en það var gaman að koma þar og fullt fullt af fólki t.d. hún Sigrún vinkona mín og Fúsi. Eitthvað var af hrossum og sá þar á meðal meri undan Hlökk og Adam frá Ásmundarstöðum sem þeir Tryggvi og Geiri eiga. Tók auðvitað mynd af henni.
04.10.2008-004.jpg


Kom við í Vatnsdalnum og tók nokkrar myndir, náði mynd af
álftunum sem eru einn af mínum uppáhaldsfuglum.
Þær eru svo tignarlegar.
Það kom einhver styggð að þeim svo þeir löbbuðu af stað
á vatninu, nei það var ís á Flóðinu....
04.10.2008-025.jpg

og flugu svo bara í burtu.....
04.10.2008-032.jpg


en alltaf jafnfallegt í Vatnsdalnum,
04.10.2008-020.jpg

04.10.2008-011.jpg

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar