Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2008 September

30.09.2008 21:44

September 2008

September 28, 2008

Fjallganga

Það hefur greinilega ekkert gerst hér undanfarið fyrst engar fréttir hafa verið settar hér inn :)
Reyndar rétt því hér er bara allt í rólegheitunum, nema veðrið sem hefur verið leiðinlegt.

En loksins gott veður og í gær fórum við í heyleiðangur fram í Miðhús. Kolur var orðinn heylaus eða eiginlega er það svoleiðis að honum finnst grasið vont sem við komum með úr garðinum svo við fengum eðalhey framfrá handa honum. Bjartmar var svo heppinn að fá að fara 2 bunur með afa sínum að ná í rúllur og þar af leiðandi hey handa Kol :)

Í dag er líka gott veður og við drifum okkur í fjallgöngu :)
Fórum alla leið upp á Hnjúka, gengum upp að mastri, keyrðum ekki. Það var sko aldeilis hressandi og góð ganga og fullt fullt af berjum sem var ekki slæmt.
Hér eru nokkrar myndir :)

Á leiðinni upp lögðumst við í berjamó....
28.09.2008-007.jpg

svolítið mikið af berjum ...
28.09.2008-040.jpg


og berin voru RISASTÓR, Bjartmar tíndi nokkur....
28.09.2008-010.jpg

og þar sem honum finnst þau vond gaf hann Sölku þau
og hún borðaði þau með bestu lyst :)
28.09.2008-011.jpg

upp komumst við og tókum mynd í suður... ;o)
28.09.2008-022.jpg

Sölku finnst aldrei leiðinlegt að sulla
28.09.2008-027.jpg

og Sigurgeiri ekki heldur....
28.09.2008-050.jpg

en Bjartmar var farinn og var ekki lengi niður
28.09.2008-031.jpg

en ég náði að taka nokkrar myndir af haustlitunum
sem eru alveg geggjaðir :)
28.09.2008-054.jpg

Posted by Selma at 05:18 PM | Comments (1)

September 17, 2008

Sú brúna

Ekkert markvert að gerast hér, skrepp á Sauðárkrók á hverjum degi til að kenna. Stela svæðinu af Bigga, nei djók :)

Fékk mjög svo gott símtal í gær. Jonni á Hæli hringdi og sagði mér að sú brúna, þ.e. Hugrún, sem þeir Víðir fengu til umráða í sumar kom svona rosalega vel út. Ég var mikið ánægð að heyra það, mér gekk ekki svo vel með hana sl. vetur. Aðallega vegna þess að ég fór kannski ekki á bak nema 1x í viku og það dugar nú lítið ef temja á hross.
Jonni bauð mér svo að hafa þær þar til ég tæki inn í vetur og var ég afskaplega þakklát fyrir það. Takk Jonni minn og Ólöf mín og Víðir líka ;)

Nú þarf maður að fara að leita að góðum reiðhestum fyrir strákana í vetur því þó ég eigi nú alltof mörg hross er ekkert nógu gott fyrir þá. Svo ef þið vitið um eðalgóð barnahross þá endilega hafið samband.

Posted by Selma at 09:43 AM | Comments (0)

September 08, 2008

Réttirnar

Mættum auðvitað alla daga í réttir.
Alltaf jafngaman og veðrið var algjörlega geggjað.
Læt myndirnar tala sínu máli :)

Nokkrar kindur frá Miðhúsum.....
rettir2008-009.jpg

Sigurgeir búinn að heimta hana Stjörnu sína.
rettir2008-024.jpg

Fanney og strákarnir komu á föstudeginum...
rettir2008-016.jpg

og Eva Dögg á laugardeginum :)
rettir2008-040.jpg

og á sunnudeginum var auðvitað rekið heim úr Sveinsstaðaréttinni.
rettir2008-073.jpg

Posted by Selma at 09:47 AM | Comments (0)

September 01, 2008

Boston - Maine

Þá kemur ferðasagan í "stuttu" máli :)
Myndirnar eru komnar í albúmið :)

Lentum i Boston kl. 18.30 að staðartíma og lenti í smá spurningaflóði í tollinum þar, héldum eiginlega að við yrðum handtekin og send heim. Vísað mitt fína sem ég sótti um í vetur þótti forvitnilegt. Þar sem ég var algjörlega óundirbúin þessu spurningaflóði fór ég að svara mjög asnalega sem orsökuðu fleiri spurningar :/
Við Sigurgeir vorum ákaflega fegin þegar við komumst loks í gegn en ég neita því ekki að mér leist ekkert á blikuna.

Elfa náði í okkur, var búin að bíða LENGI en loks komum við.
Áttum alveg frábæra daga með henni og hennar fjölskyldu. Hún var ótrúlega viljug að hlaupa um með okkur út um allan bæ. Fórum m.a. í Sædýasafnið sem var yfirfullt af fiskum og fólki.
Held samt að þessir gosbrunnar hafi verið alveg jafnskemmtilegir og sædýrasafnið og alveg ókeypis......
þeir urðu alveg rennandi blautir :)
boston2008-047.jpg

Afmælisdagurinn minn var frábær, Elfa bakaði og skreytti
borð og síðan fórum við í Frog Pond sem er í miðbæ Boston.
Alveg rosalega skemmtilegt fyrir krakkana.
boston2008-062.jpg

boston2008-068.jpg

Alveg frábært að vera hjá ykkur Elfa mín og takk takk fyrir.
Vona að flutningar í gær hafi gengið vel :)

Á mánudag 18. fluttum við okkur um set og fórum til Kay og John sem búa í Sherborn. Þau eru afinn og amman og eru 85 ára, algjörlega frábært fólk. Spurning hvort sundlaugin eða froskatjörnin var meira spennandi þar :)
boston2008-146.jpg

Við vorum ekk fyrr komin en strákarnir í laugina, hún var reyndar ísköld eða um 12-14 stig enda var ég fljót uppúr henni en þarna voru þeir þar til þeir urðu bláir ......
boston2008-097.jpg

Skruppum með Kay í Whole Foods Market og ég lét mig dreyma um svona grænmetisborð í Samkaupum .....
boston2008-160.jpg

ég væri mjög glöð ef ég vissi að ég yrði svona 85 ára, Kay hljóp með okkur út um víðan völl og ekkert mál, langaði kannski ekkert sérstaklega mikið á rúntinn með henni þó fannst mér hún alveg ágætis bílstjóri :)
boston2008-144.jpg

Næst lá leið okkar til vinkonu minnar Uli sem er þýsk og hefur búið í Boston síðan þarna um árið :)
Dæmigerður þjóðverji og skipulagði endalaust skemmtilegt fyrir okkur. Við fórum á 2 sundstaði, svolítið hvítir þarna við að veiða fisk....
boston2008-232.jpg

á útitónleika og á barnasafn sem var alveg rosalega skemmtilegt, svona vísindasafn. Eiginlega það skemmtilegasta sem strákarnir gerðu. Allskonar hlutir sem þeir prófuðu og gerðu :)
boston2008-258.jpg

Frá Uli og Denis fórum við upp til Maine. Tókum taxi á lestarstöðin, lestina á rútustöðina og rútu til Waldoboro í Maine sem tók 4 klst. Þar beið okkar Ron sem flutti okkur með báti .....
boston2008-273.jpg

til eyjarinnar þar sem Wendy og Sam eru allt sumarið.
Geggjaður staður.
Þar lærði Sigurgeir að borða ostrur....
boston2008-321.jpg

og keyra golfbíl sem var aðalfarartækið á eyjunni :)
boston2008-439.jpg

við fórum út að sigla og veiða og grófum upp skeljar sem við borðuðum og ýmislegt fleira var þar gert .. en heim fórum við með rútinni sem var of sein...... o.s.frv........

Alveg stórkostleg ferð og yndislegt að hitta allt þetta fólk sem ég hef ekki séð svo lengi.

  • 1
Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641686
Samtals gestir: 98129
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 10:21:56

Tenglar