Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2008 Ágúst

31.08.2008 21:30

Ágúst 2008

August 31, 2008

Komin heim :)

Jebb komin heim :)

Komum heim í gærkvöldi eftir ansi langa heimferð. Fórum um hádegi frá Cow Island sem er úti fyrir Bremen í Maine. Tókum rútu, sem var of sein, var að fá taugaáfall því við áttum flug um kvöldið, en hún kom og það var 4 klst ferð beint á flugvöllinn í Boston. Þar biðum við í 4 tíma, af því rútan var á réttum tíma þangað, flugið var líka á réttum tíma og tók 5 klst. Við vorum svo þreytt þegar við komum til mömmu um 11 leytið í gærmorgun, eftir að vera í frábærum morgunmat hjá Albert og Jóhönnu að strákarnir sofnuðu í sófanum hjá henni og sváfu í 3 klst. þá vakti ég þá, útréttuðum smá í R. og fórum svo heim, komin hingað um kl. 20.00 í gærkvöldi.
boston2008-469.jpg


Vá hvað við vorum þreytt.
Þvottadagur í dag.
Ferðasagan kemur fljótlega og allar 450 myndirnar sem ég tók :)

Posted by Selma at 10:18 PM | Comments (0)

August 10, 2008

Boston framundan :)

Jæja það er komið að því, Boston ferð framundan svo það
verður lítið skrifað á næstunni........

Posted by Selma at 10:10 PM | Comments (0)

August 08, 2008

Bíóferð

Við stelpurnar í saumó er alveg að missa okkur í skemmtilegheitunum. Það er svo gaman hjá okkur alltaf.
Ólöf og Jóna komu með þá hugmynd eftir gæsapartíið hennar Jónu að skella sér í bíó á Akureyri og við gerðum það bara í gær. Það komust því miður ekki allar og það var ferlega fúlt en það var svakalega gaman hjá okkur sem fórum auðvitað.
Fórum frekar snemma, ég hætti sem sagt að kenna bara fyrir 16 svo við kæmust aðeins í búðir :)
Versluðum "aðeins" borðuðum á tælenskum matsölustað sem ég hef aldrei komið á og hef ekki hugmynd um hvað heitir en það var rosalega góður matur og svo þrömmuðum við á Mamma Mía. Geggjuð mynd og ég ætla aftur, reyndar spurning hvaða ár það verður því ég hef ekki farið í "fullorðinsbíó" í MJÖG mörg ár. Flestar barnamyndirnar eru samt skemmtilegar sem ég hef farið á :)
Sem sagt ofboðslega gaman hjá okkur og takk takk stelpur fyrir skemmtunina.

Posted by Selma at 10:02 PM | Comments (2)

August 02, 2008

Færslan fór

Eitthvað skrítið því færslan um Jónu gæs hvarf hér af síðunni, sennilega hef ég bara hent henni, en set hana hér aftur :(

Við í saumó áttum frábæran dag með Jónu gæs sl. þriðjudag.

Við byrjuðum á því að koma henni í nudd og síðan var hún klædd upp sem kúreki og sett í línudanskennslu hjá Höllu. Það var alveg frábærlega gaman og við lærðum flestar línudansinn ....

jonagaes_016.jpg

en síðan bauð Jóna uppá línudanskennslu sjálf fyrir 100 kr. en það var eitthvað ekki að virka hjá henni.....

jonagaes_033.jpg

þá fórum við með hana uppí N1 en þar átti hún að kenna líka en fékk hins vegar óvænt far með Óla á þessu líka flott hjóli. Hefði nú alveg viljað fara bara sjálf á rúnt á þessu hjóli.

jonagaes_045.jpg

en hún tók sig allavega mjög vel út í netsokkabuxum og stuttu pilsi :)
jonagaes_043.jpg

Leiðin lá svo með okkur, ekki Óla á hjóli, í hennar heimabæ og þar líkaði henni vistin vel, bæði í sjoppunni og fiskmarkaðnum. Etir þær heimsóknir höfðum við það kósí í sundlauginni og enduðum á Bjarmanesi í mat.
Meiriháttar dagur og takk takk fyrir.

  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 640891
Samtals gestir: 98049
Tölur uppfærðar: 20.2.2018 07:23:25

Tenglar