Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2008 Júlí

31.07.2008 21:14

Júlí 2008

July 22, 2008

Afmæli í gær

Litla rúsínan mín hann Bjartmar átti afmæli í gær og er orðinn 5 ára.
21.07.2008-001.jpg

Fór á Akureyri í gær að halda uppá afmælið hans, þeir feðgar eru í sumarbústað á Illugastöðum þessa vikuna og komu inn á Akureyri.
Fórum í Jólahúsið sem er alveg snilldarhús, hefði nú alveg getað misst mig þar inni en tók ekki veskið með inn ef ske kynni..... en hittum Grétu Berg sem keypti af okkur húsið í Hveragerði. Mjög gaman að hitta hana. Hún er með sýningu á Akureyri þessa vikuna.

Bjartmar í Jólahúsinu....
21.07.2008-029.jpg

Fórum líka í bíó, Sigurgeir tilbúinn með poppið :)
21.07.2008-048.jpg

Margt skemmtilegt gert og vel heppnaður dagur.

Posted by Selma at 09:04 PM | Comments (2)

July 17, 2008

Bílpróf :)

Það var prófadagur hér í gær og það er auðvitað ekki í frásögur færandi nema önnur af þeim sem tók bílpróf er 75 og stóðst það með glæsibrag. Þær stóðust sem sagt báðar bílpróf.
Innilega til hamingju :)

Ég er afar stolt af því að hafa kennt þessari frábæru konu. Ég dáist að henni fyrir dugnað og kjarkinn að drífa sig í að læra á bíl 75 ára. Hún er alveg frábær og gaman að hafa keyrt með henni og kennt. Spjölluðum margt og sameiginlegt áhugamál eru hestar sem við gátum endalaust talað um.......
Takk takk Sigríður mín fyrir mjög svo skemmtilega rúnta og ég hlakka til að geta veifað þér á rúntinum á nýja bílnum þínum.

Og auðvitað mynd af okkur Sigríði þegar hún var búin í prófi ....
sigridur-003.jpg

sigridur-002.jpg

og Sigríður að taka við bráðabirgðaskírteini úr hendi Auðar á sýsluskrifstofunni í gær :)
sigridur-007.jpg

Frábær dagur í gær :)

Posted by Selma at 08:27 PM | Comments (2)

July 15, 2008

Mamma á afmæli :)

Flottur dagur, mamma á afmæli, til hamingju mamma mín besta.
Hún er hér að hjálpa mér þessa dagana, svolítið mikið að gera hjá mér í kennslunni og Bjartmar kominn í frí frá leikskólanum svo ég bað hana að koma :)
Ekki gæti ég kennt allan daginn nema að hafa mömmu til að hjálpa mér. Hún er algjörlega best og ég svo heppin. Strákunum finnst líka frábært að hafa hana.


Nú Gunnar á Þingeyrum hringdi í morgun og sagði mér að það væri komið folald. Ég reyndi nú að veiða upp úr honum hvað hefði komið,
en nei ég yrði nú bara að koma sjálf og skoða það, sem við og gerðum auðvitað. Brunuðum frameftir uppúr 6 og sáum þessa undurfögru jarpskjóttu hryssu sem hún Gerpla átti á afmælisdeginum hennar mömmu. Hún átti bleikálótta meri í fyrra á afmælisdeginum hennar Fanneyjar 13. júlí :)
Spurning hvort hryssurnar flottu eigi að heita Fanney og Erla :)

En hér er mynd af Gerplu og þeirri skjóttu .....
skjona02.jpg

skjona006.jpg

13. júlí fórum við í stórveislu í Eyvindarstaði þar sem það var 101 árs afmæli, Fanney, Óskar og Guðmar áttu afmæli og urðu 101 árs samtals. Virkileg skemmtilegt og gaman að hitta alla eins og alltaf. Alltof sjaldan sem það gerist en takk takk fyrir notalegan dag.

Tók fullt af myndum sem fara í albúmið þegar verður minna að gera en hér kemur mynd af okkur mæðgum. Held bara að það hafi aldrei verið tekin mynd af okkur saman.
101ara-063.jpg

Við Sigurgeir fórum útí Lækjardal um daginn (7. júlí) að sækja Hlökk þar sem átti að sónarskoða hana og tók ég þessa mynd af þeim þá :)

hlokk-003.jpg

og náði svo mynd af þeim mæðgum, Hrímu og Hlökk síðar um daginn. Svolítið langt síðan þær hafa hist :)
hlokk-015.jpg

Ekkert var í Hlökk svo hún fór með Akki í girðingu vestur í Gröf og verður þar í sumar. Svo er bara að sjá hvað sú gamla gerir, kannski nennir hún þessu folaldaveseni ekki meir og þá er það bara þannig :) Ekki myndi ég nenna því :-|

Posted by Selma at 10:29 PM | Comments (0)

July 05, 2008

Kothóllinn

Eftir að vera búin að sitja allan gærdaginn og í dag við að reyna að klára pappírsmál sem ég lofaði að klára í febrúar (?? hvaða ár) þá gafst ég upp og ákvað að drífa mig í "fjallgöngu".
Valdi Kothólinn því hann er ekki svo erfiður uppgöngu :)
Hann er í Breiðabólstðarlandi og ekki LANGT frá Miðhúsum :)
Sýnist langt.....
5.7.2008-002.jpg

en í nærmynd lítur það svona út....
5.7.2008-004.jpg

Við Salka nutum góða veðursins og útsýnið var geggjað :)
5.7.2008-008.jpg

Gengum niður með læknum og það hef ég ekki gert áður, oft farið á hólinn en ekki hoppað á steinunum í læknum alla leið niður að Breiðabólstað :)
5.7.2008-020.jpg

auðvitað var fullt af blómum á okkar leið...
5.7.2008-022.jpg

og svo auðitað rabarbarinn í garðinum á Breiðabólstað :)
5.7.2008-030.jpg

Æðislegur dagur og sakna þess ekkert að vera ekki á landsmóti. Komast að því að það eru 14 ár síðan ég fór síðast á landsmót á Hellu, eitthvað styttra síðan ég fór á Vindheimamela, held það séu ca 6 ár :)
Ég mundi það líka um daginn að það eru 10 ár síðan ég útskrifaðist
úr Háskólnum.

Posted by Selma at 11:14 PM | Comments (0)

Gaumur

Já hann Háfeti okkar er undan þessum hesti :)
Hann er með 9,05 fyrir hæfileika, skyldi Háfeti verða eins góður þegar fram líða stundir :)

Posted by Selma at 11:41 AM | Comments (0)

July 03, 2008

Finnland :)

Fékk símtal á talhólfið mitt í kvöld:
Selma hringdu í mig þarf að tala við þig.
Hafði ekki kíkt á símann síðan um kvöldmat og sá þessi skilaboð
ekki fyrr en um kl 22 en þá var ég búin að hringja í viðkomandi,
fékk einhver hugboð sennilega.
Viðkomandi bauð mér með til Finnlands í endan á júlí, auðvitað
skelli ég mér bara með. Ákvað að fara frekar þangað en á Landsmót um helgina, nenni bara alls ekki að keyra alla leið á Hellu. Búin að hugsa um þetta í allan dag að fara á landsmótið en læt allar
þessar 10 mín af landsmóti í sjónvarpinu duga, langar miklu
frekar til Finnlands fyrst það er í boði. Svo verður landsmót á Vindheimamelum eftir 2 ár og ég fer bara þangað :)
Finnland er það, sem þýðir að ég þarf að kenna fullt fullt fullt
næstu daga, það bíða 6 eftir prófi á bifhjól......

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar