Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2008 Júní

30.06.2008 21:12

Júní 2008

June 29, 2008

Ættarmót Bergsstaðaættarinnar

Fórum á þetta stórskemmtilega ættarmót á Húnavöllum í gær,
aldeilis skemmtilegt :)

Mættum um tvöleytið á setingu og þar á eftir var ratleikur. Um kl. sex voru myndatökur og síðan borðhald uppúr sjö. Vorum í íþróttasalnum því það var annað ættarmót og það var uppi í borðsal.

Nefndin á heiður skilið fyrir að koma þessu á og vera með happdrætti og skemmtiatriði og allt bara mjög gaman. Hittum fólk sem maður hittir alltof sjaldan og þetta var bara virkilega gaman allt saman. Ekki má gleyma matnum sem var alveg rosalega góður.

Læt hérna nokkrar myndir fylgja :)

28.06.2008-002.jpg

Elvar, Jenný og Bjartmar....
28.06.2008-011.jpg

Bjartmar fékk sundbolta í happdrætti og bað afa sinn að blása :)
28.06.2008-014.jpg

ég og strákarnir :)
28.06.2008-016.jpg


Fórum fram að Þingeyrum á föstudag og tókum nokkrar myndir af Gátu, er nú að spá í að koma henni í hendur á öðrum ef þið vitið um einhvern sem hefur áhuga á Þóroddsdóttur :)

gata-029.jpg

Tók líka mynd af strákunum í bláa skóginum á Þingeyrum :)
gata-131.jpg

Hlökk og Háfeti fóru til Angelu og Kristjáns í Lækjardal í viku. Næ í þau, þ.e. hrossin á mánudag eftir viku til að fara með Hlökk í sónarskoðun þar sem hún var búin að vera hjá Akk. Sjáum til hvað verður úr því :)

Jonni tók Hugrúnu og Toppu fyrir viku síðan fram að Hæli. Þar eiga þær að vinna fyrir sér í einhvern tíma.

Svo engin hross hér í bili, spurning samt með landsmót.......

Posted by Selma at 11:32 AM | Comments (0)

June 22, 2008

Smábæjarleikarnir

Fótbolti, fótbolti, fótbolti sama hvert litið er :)

Smábæjarleikarnir eru búnir að vera hér í gær og í dag og bara gaman og gott veður.
Ótrúlega mörg lið mætt á svæðið og virkilega gaman að sjá hvað margir hafa komið og mikið líf er í bænum.
Sigurgeir er að keppa með 5. flokk og ég auðvitað mæti á alla leikina, það voru 3 í gær og gengið svona upp og ofan eins og gengur en þeir eru prúðir og flottir drengir hvort sem þeir vinna eða tapa.

Hér eru nokkrar myndir annars er hægt að kíkja á vef Hvatar og sjá allt um þetta þar.

Auðunn sá um strákana og var virkilega gaman að fylgjast með hvað hann hélt vel utan um þá og sagði þeim vel til.
Hér er hann að segja þeim til fyrir leik.
22.06.2008-003.jpg

Held þetta sé leikur við Snæfellsnes....
22.06.2008-007.jpg

og svo eftir leik :)
22.06.2008-009.jpg


Mjög svo skemmtileg helgi :)

Posted by Selma at 01:33 PM | Comments (0)

June 19, 2008

Gaumur

Geggjað flottar myndir af honum Gaum frá Auðsholtshjáleigu sem er pabbi hans Háfeta. Ekki amalegt að eiga folald undan þessum hesti :)

Posted by Selma at 11:43 PM | Comments (0)

17. júní

Hestamannafélagið Neisti hafði umsjón með hátíðarhöldunum á Blönduósi og þar sem ég er í stjórn hjálpaði ég auðvitað til og "blés" í nokkrar blöðrur.......... Ingi sá reyndar um blásturinn :)
17.juni-008.jpg

og Bjartmar sá um að "raða" þeim......
17.juni-002.jpg

og fékk svo málun......
17.juni-009.jpg

og svo seldum við Angela líka smá nammi.....
17.juni-016.jpg

Fleiri myndir má sjá á Neistavefnum og hjá Jóni Sig sem alltaf
er gaman að lesa.

Posted by Selma at 10:52 PM | Comments (0)

June 16, 2008

Blóm dagsins

blom_1.jpg

Posted by Selma at 11:50 PM | Comments (0)

Ský dagsins

sky_1.jpg

Posted by Selma at 11:47 PM | Comments (0)

June 15, 2008

Meira af hestum :)

Þessi vika var undirlögð af hestum sem var bara gott ;)

Það var barna- og unglingamót hjá æskulýðsnefnd Neista á fimmtudagskvöldið og þar mættu um 30 börn og kepptu í hinum ýmsu greinum. Sigurgeir mætti auðvitað á henni Gnótt og komst meira segja í úrslit í þrígangi. Lenti í 4. sæti sem er miklu meira en væntingar stóðu til bæði hjá honum og foreldrum :)

Hér er hann ásamt félögum sínum, Hrafnhildi, Halldóri og Jóni Ægi ...
syning-004.jpg

og í úrslitum :)
IMG_0851.jpg

Á laugardag var svo prímadonnuferð Neista og ég í hana að sjálfsögðu. Frábær ferð og frábært veður. Fórum frá Sauðanesi og riðum fram í Nes, niður með Laxá og enduðum í grillveislu í Reiðhöllinni.
Frábærlega flott og gaman, takk takk fyrir mig.

kvennareid-010.jpg

Þemað var köflótt og mættu flestir í einhverju köflóttu bæði konur og hestar. Ég fann eldgamlan náttslopp sem ég notaði sem frakka :)
kvennareid-052.jpg

Við vorum öll eitthvað svo þreytt í dag að við gerðum eiginlega ekki neitt, kláraði reyndar að slá hektarann í kringum húsið :)

Posted by Selma at 10:41 PM | Comments (0)

June 13, 2008

Blóm dagsins

blom-007.jpg

Posted by Selma at 06:56 PM | Comments (0)

June 09, 2008

Amma

Þennan dag tileinka ég ömmu minni Sigurbjörgu því hún var fædd þennan dag 1916.

419.jpg

Yndisleg voru þau afi og amma og alltof fáar ferðir gerðar í Sand þegar við vorum börn, unglingar og eldri. Afi dó 1990 þá 87 ára en ömmu leiddist svo þegar hann var farinn að hún fór fljótlega á eftir honum eða 1994. Ég á eiginlega ekki orð yfir þau, þau voru bara svo dásamleg fólk. Blessuð sé minnig þeirra.


Það var fótboltamót hjá Sigurgeiri á föstudag og auðvitað mætti mín, get nú ekki sagt að ég sé forfallin og allavega ekki yfir blessuðu sjónvarpinu núna......

hafeti-061.jpg

og fleiri mömmur :)
hafeti-060.jpg

Annars fór þessi helgi bara í hesta. Lenti í hestaferð á laugardaginn þegar ég var búin að kenna á Hvammstanga.
Ætlaði með strákunum uppí Sauðanes og snúa þar við en þar lánaði Skarphéðinn mér hesta sem ég þáði. Meiriháttar gaman, hef ekki farið í svona langan reiðtúr síðan kvennareiðina fyrir löngu og var þar af leiðandi frekar þreytt um kvöldið en Hugrún sú brúna var bara alveg ágæt á leiðinni heim :)
Stelpunum þeim, Hugrúnu, Toppu og Gnótt sleppti ég svo í út í hólf í gærkvöldi og þær voru að vonum hamingjusamar með að háma í sig grasið :)
hafeti-067.jpg

Þeim finnst alltaf jafngaman að fara með og gefa Háfeta.
hafeti-073.jpg

Posted by Selma at 09:13 PM | Comments (0)

June 05, 2008

Drekkur úr fötu

Gunnar og Helga komu með Hlökk og Háfeta hingað úteftir á mánudagskvöld. Takk takk fyrir það :)
Fékk hólf hjá Tryggva þar sem ég gef Háfeta 2x á dag og var hætt að nenna að keyra í Þingeyrar. Takk takk Tryggvi.
Ég er búin að kenna Háfeta að drekka úr fötu (skál) og núna kemur hann hlaupandi til okkar þegar við mætum á svæðið og drekkur hátt í
2 lítra kvölds og morgna. Svo gerum við Sigurgeir hann að algjörri dekurrófu svo það verður aldrei hægt að temja hann því hann mun ekki gegna neinu :)
Hér eru nokkrar myndir af okkur þegar við gáfum honum í morgun :)

nammi namm hvað þetta er gott ......
hafeti-030.jpg

og takk takk fyrir mig :)
hafeti-036.jpg

Sigurgeir gaf honum líka
hafeti-045.jpg

og hann þakkar honum líka fyrir góðan sopa.....
hafeti-051.jpg

er ég ekki sætur með mjólkurskegg :)
hafeti-053.jpg

hmmm og hér er verið að dekra hann ;)
hafeti-059.jpg

Posted by Selma at 09:55 PM | Comments (3)

June 01, 2008

Sól sól skín á mig ;)

Veðrið er bara frábært :)

Á föstudaginn var sumarhátíð á leikskólanum og við mættum auðvitað í fjörið.
Bjartmar fór margar ferðir á þessu þríhjóli, notaði það reyndar sem hlaupahjól og fór hratt :)
30.05.2008-003.jpg

Nýr leikvöllur var tekinn í notkun en þar eru 3 stórir sandkassar og krakkarnir fóru öll í sandkassana þegar opnað var inn....
30.05.2008-011.jpg

og svo var Skralli trúður mættur á svæðið og vakti lukku ;)
30.05.2008-025.jpg


Á miðri hátíðinni hringi Albert og sagði mér að hann væri orðinn afi :)
Snævar Njáll og kærastan hans eignaðust prinsessu þá um morguninn og allt gekk vel.
Innilega til hamingju með það :)

Í gær fórum við í sund á Hvammstanga, svo sem ekkert gaman þar því laugin (útilaug) var köld og ekkert dót til að leika með svo ég tek bara ofan fyrir sundlauginni hér :) Þar kostar hins vegar ekkert í sund fyrir börn yngri en 17 ára :-|

Síðan skruppum við í Reyki til Huldu að kaupa nokkur blóm. Alltaf gott að koma þar, pottþétt í kaffi til hennar í sumar.

Á leiðinni heim fórum við að gefa Háfeta mjólkina sína og það gekk svona glimrandi vel. Fór í dag og kenndi honum að drekka úr fötu :)

Sló garðinn þ.e. túnið í kringum húsið í dag. Ég er reyndar ekki búin því þetta er nú nærri hektari að stærð og tekur nú aðeins meira en einn dag að slá þetta með garðsláttuvél ......

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar