Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2008 Apríl

30.04.2008 21:12

Apríl 2008

April 28, 2008

Sumarfrí, ættarmót og fermingar .....

Þar sem mér er búið að vera kalt síðan á föstudag þá bókaði
ég flug til Boston í dag. Förum um miðjan ágúst.

Er sem sagt búin að kaupa þrjár af fjórum utanlandsferðum í ár, þegar búin að fara í eina og á eftir að kaupa ferðina sem við saumóstelpurnar förum í í haust :)

Okkur var boðið í fermingu Ingu, yngstu systur minnar í Noregi 25. maí. Ákvað að fara ein þar sem það kostar víst heilmikla peninga að fara og þá hefði maður þurft að vera allavega viku. Gummi, Hulda og ég fljúgum út 22. maí og komum heim 26. Veit ekki hvenær Albert kemur en það verður vonandi þarna einhvern þessara daga.

Fyrr í vetur streymdu hér inn ættarmótsbréfin. Fyrst kom ættarmót hjá Bergsstaðaættinni sem ég var nú svolitla stund að átta mig á hvort ég væri í henni. Jú auðvitað Maggi er ættaður þaðan. Það er á Húnavöllum síðustu helgina í júní og mætum við auðvitað þangað. Björgvin frændi minn var nokkuð góður með sig í ferðinni til Þýskalands þegar hann sagði mér að við værum skyld, hann er sem sagt úr Bergsstaðaættinni og ég hafði bara ekki hugmynd um það og varð hálf vandræðaleg með það allt saman. Hann kom oft í Miðhús þegar hann var strákur og mundi eftir mér síðan þá en ég mundi alls ekkert eftir honum. Oft búin að hitta hann í gegnum ökukennarastarfið og vissi aldrei neitt á meðan hann vissi það allan tímann. Ég man hann alveg núna :)

Nú svo kom annað bréf og það er mjög svo spennandi. Það er föðurmegin en það fólk hef ég aldrei hitt og vissi nú eiginlega ekkert af því fyrr en nú seinni ár. Pældi ekkert í því svo sem en Svavar skrifaði sig alltaf Pálsson en var Sigurðsson. Það fólk ætlar að hittast á Flúðum um miðjan júlí. Veit nú ekki hvort ég fer, vil ekki missa af fertugs/fimmtugs og ellefu ára afmælispartý á Eyvindarstöðum :) En langar rosalega til að hitta þessa ættingja mína.

Strákarnir fara svo með pabba sínum á annað ættarmót á Húnavöllum fyrstu helgina í júlí en þá kemur Begga ætt saman.
Gott að ættarmótin eru haldin á Húnavöllum það er svo stutt að fara :)

Nú svo eru það fermingarnar. Búin að fara í tvær og ein er í Skagafirði um hvítasunnuna hjá frænku minni föðurmegin. Ekkert skylt föðurættbálknum sem ég var að tala um hér að ofan því þetta er hálfsystir pabba, sammærða, sem á strákinn sem fermist. Hef heldur ekki hitt það fólk mikið svo það væri nú gaman að drífa sig.
Skilur einhver hvernig þessi ætt mín er :) Ég geri það varla sjálf :/

Svo sumarið fer alveg í ættarmót og utanlandsferðir :)

Posted by Selma at 09:20 PM | Comments (2)

April 25, 2008

Útsýnisskífan

Jæja loksins sá ég þessa útsýnisskífu sem er hér uppá Brekku, eða reyndar hér fyrir ofan Brekkuna.
Í vetur kom upp þetta forláta skilti sem segir að það sé útýnisskífa hér uppfrá einhvers staðar, engar meiri merkingar um það.
utsyni_m_hringsja.gif

Er nú búin að fara nokkrar ferðir uppá hæðina hér fyrir ofan
þ.e. upp að Draugagili, ekki orðið vör við þessa útsýnisskífu
og alltaf endað á haugunum :(

Í dag fór Sigurgeir með Berglindi og sínum hreyfistundafélögum í skólanum í hjólatúr hér uppeftir að skoða útsýnisskífuna og gröfina hans Andvara sem var hestur sem synti yfir Blöndu og þetta sýndi hann mér allt saman þegar við fórum heim í hádegismat.

Verð nú að segja það að útsýnisskífan er alls ekki á áberandi stað og engar merkingar að henni. Get alveg ímyndað mér að allir þeir sem ætla að fara þangað endi á ruslahaugunum og þó þeir finni hana þá er bara allt morandi í rusli og útsýnið í suður er bara ruslahaugarnir. Algjörlega ömurlegt að sjá og ekki beint skemmtilegur staður fyrir útsýnisskífuna sem er auðvitað frábært að hafa, hefði mátt setja hana út á bakkanum, norðan við veginn :)

Veit sem sagt núna að við Brekkubúar eru ekki til sýnis :-| og skífan sést þegar maður keyrir upp brekkuna þ.e. í leiðina upp að haugum. Var bara aldrei að horfa þangað :)

Takk takk Berglind að hjóla þarna uppeftir og fræða börnin :)

Posted by Selma at 09:57 PM | Comments (2)

April 24, 2008

Gleðilegt sumar :)

Þá er sumarið komið með Húnaflóaþokunni.
Gleðilegt sumar :)

Fórum í kirkjuna í morgun í sumarmessu þar sem krakkarnir úr leikskólanum voru mætt til að syngja. Mjög flott hjá þeim. Bjartmar átti nú líka að syngja en einhverra hluta vegna hljóp í hann mikil þvermóðska, ekki veit ég hvaðan hún kemur og hann ákvað að sleppa alveg söng að þessu sinni.

Hér eru þau að syngja um fiskana í sjónum.
Bjartmar situr á fremsta bekk og söng alls ekki með :-|
24.04.2008-010.jpg

Fórum síðan á Pottinn og pönnuna í hádeginu og fengum okkur að borða. Hef ekki komið þar síðan fyrir jól en flottur staður og gott að borða, mæli með honum.

Þeir bræður fengu sér hamborgara og franskar....
24.04.2008-016.jpg

Eftir hádegið var farið á sumarskemmtun Grunnskólans sem nemendur úr 1.-7. bekk sjá um. Alveg meiriháttar gaman og flott hjá krökkunum og kennurum þeirra. Takk takk fyrir mjög svo skemmtilega stund.

Sigurgeir var sögumaður.....
24.04.2008-024.jpg

Við fórum svo á hestbak eftir kvöldmatinn og það var líka mjög skemmtilegt :)

Posted by Selma at 10:25 PM | Comments (0)

April 22, 2008

Mikið um að vera :)

Það er svo mikið að gera að maður má bara ekkert vera að því að koma hér með fréttir :-|

Föstudagurinn fór í að skreppa á Hvammstanga og kenna þar, fór síðan á Sauðárkrók og tók 3 nemendur með mér á Akureyri. Vorum komin heim um 21.00. Nemendur mínir komust að því að ég verð virkilega pirruð ef ég þarf að bíða eftir þeim en auðvitað alveg sama þegar þeir þurfa að bíða eftir mér :-|

Á laugardag tók ég mótorhjólið út og kenndi á það fram yfir hádegi. Dreif mig síðan hjólandi þ.e. á reiðhjólinu uppí hesthús og hélt ég dræpist á leiðinni því ég hef auðvitað ekkert hjólað síðan í haust, ekkert labbað heldur nema út í bíl svo þetta var ekkert smá átak. Fór með Hödda og Siggu í reiðtúr. Frábærlega gaman og veðrið æðislegt. Fór á henni Hátíð minni og hún var bara þæg og góð :)

Sunnudag var ferming hjá Hirti Þór í Flóðvangi og það var æðislega flott og gaman. Veðrið var geggjað og virkilega notalegur dagur. Komum við í Miðhúsum á leiðinni heim.

Mánudagur var skotferð suður. Er að pæla í Bostonferð í sumar og ákvað að sækja um visa til USA þar sem ég var aðeins of lengi þar um árið og ætla ekki að lenda í handtöku á flugvellinum eins og konan sem lenti í því í vetur, af því hún var of lengi þar fyrir einhverjum árum. Fór, sem sagt, í viðtal í Bandaríska sendiráðið og það gekk auðvitað bara vel.
Verðið á fluginu er auðvitað búið að hækka um heilan helling frá því ég byrjaði að pæla í þessu svo það er nú eiginlega spurningin hvort ég tími að fara þetta :)

Annars er fyrsta mótorhjólapróf ársins hjá mér á morgun. Við hjólum stanslaust um allan bæinn, þ.e. neminn ekki ég, ég elti bara á bílnum. Passa mig á því að hreyfa mig ekki um of :(

Posted by Selma at 08:35 AM | Comments (0)

April 13, 2008

Falleg ferming

Garðar Smári fermdist í dag í Bergsstaðakirkju.
Messan var yndisleg, svo glaðleg og hátíðleg.
Kirkjan pínulítil og kósí ..... :)

Garðar og Fjölnir úti eftir ferminguna :)
ferming-gardar-039.jpg

Veislan var í Húnaveri og tók ég fullt af myndum sem ég set inn við tækifæri en læt hér eina fljóta af okkur systrum. Held það sé engin mynd til af okkur þar sem við erum tvær saman á mynd, erum við ekki líkar :)

ferming-gardar-056.jpg

Posted by Selma at 08:57 PM | Comments (2)

April 11, 2008

Hátíð komin á Blönduós

Þá er hún Hátíðin mín komin í hús á Blönduósi.....

06.04.2008-014.jpg

Hún er búin að vera á Þingeyrum í vetur og ég nú þarf ég að finna tíma til að prófa hana eitthvað. Fer vonandi ekki eins fyrir mér og henni og mér og Toppu í gærkvöldi þegar við urðum ósammála um leið og ég flaug af baki. Meiddi mig sem betur fer ekki :)

Sigurgeir fór aftur í skíðaferðalag í gær í Tindastól með krökkunum úr 5., 6. og 7. bekk. Svona líka svakalega gaman og takk takk Róbert fyrir lánið á skíðunum. Hann þ.e. Sigurgeir fékk nú nokkrar byltur en lét það ekki aftra sér í að fara á reiðnámskeið í gærkvöldi. Bjartmar pantar Elínborgu sérstaklega til að passa sig á meðan, hann reyndar spyr á hverjum degi hvort hún megi ekki koma í kvöld til að passa hann. Ekki alveg kannski.
Þeir ætla svo með Begga í Tindastól á morgun því hann keyrir rútuna sem fer frá Skagaströnd. Verður örugglega rosalega gaman.

Ég ætla hins vegar að fara fram í Húnaver og hjálpa til við fermingarundirbúning hjá Fanneyju og Óskari og svo er ferming á sunnudag.

Posted by Selma at 10:43 PM | Comments (0)

April 07, 2008

Hittingur og hittingur :)

Dreif mig fram að Þingeyrum í gær að kíkja á Hlökk, hún er orðin verulega þung á sér blessunin, á að kasta í byrjun maí og er loðin eins og ísbjörn. Held ég sleppi henni við frekari folaldseignir í framtíðinni, ég vorkenni henni svo rosalega :-|
Hlakka til fyrir hennar hönd þegar folaldið verður komið úr henni :)
Hér er auðvitað mynd af henni.....

06.04.2008-002.jpg

Spurning hvort ég eigi fleiri myndir af henni eða strákunum :)

Við Silla drifum okkur á hestbak þegar ég kom úteftir. Fórum í langan reiðtúr og það var rosalega gaman og gott veðrið, alveg að koma vor......

Í gærkvöldi hittumst við hjá Raddý nokkrar gamlar gellur, þ.e. við erum ekki gamlar heldur vinskapurinn. Vorum saman á Reykjaskóla í den og reynum alltaf að hittast einu sinni á ári. Alveg æðislegt að koma svona hittingi á og spjalla, takk takk fyrir mjög svo notalega kvöldstund....

Stína Magg og Sigga A
06.04.2008-005.jpg

Magga J og Árný
06.04.2008-010.jpg

Magga J, ég og Raddý
06.04.2008-012.jpg

Nú svo er bara þetta hefðbundna, kenna og pappírsvinna alla daga. Spurning hvort sé ekki að vora og maður fari að taka hjólið út, drífa einhverja í mótorhjólakennslu.......... :-|

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar