Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2007 Nóvember

30.11.2007 20:55

Nóvember 2007

November 25, 2007

Jólaföndur

Í dag fórum við í jólaföndur eða aðventudag í Grunnskólann en foreldrafélagið og bekkjarfulltrúar stóðu fyrir því eins og í fyrra.
Mjög svo skemmtilegur dagur og frábær mæting.
Læt hér nokkrar myndir fylgja.....

Sigurgeir ásamt öðrum að mála á útskorna tréhluti sem voru svo límdir saman. Rosalega gaman og flott......

25.11.2007-016.jpg

Bjartmar var mikið hrifinn af drykkjarfontinum uppi á annari hæð, spurning um að fá einn svona heim :)

25.11.2007-023.jpg

svo voru það piparkökurnar, þær voru mjög svo vinsælar,
held þeir hafi borðað þær allar þegar þeir komu heim.....
verðum að gera eitthvað meira fyrir jólin :)

25.11.2007-032.jpg

Arnibjörn að hjálpa Bjartmari að mála á nokkrar :)

25.11.2007-036.jpg

Posted by Selma at 10:01 PM | Comments (3)

November 18, 2007

Í sveitina

Tók allavega mynd í dag, framför frá síðustu dögum sem hafa verið algjörlega andlausir ......

Ég og Bjartmar fórum í sveitina í dag, fyrst í Þingeyra, ætluðum að kíkja á Hlökk en hún var lengst útí móum svo við nenntum ekki að labba :(
Fengum okkur bara kaffi og spjall í staðin og klöppuðum kettlingunum sem við máttum líka taka með heim en nei takk :-|
Hlakka til að sjá nýja hesthúsið þeirra þegar það verður tekið í notkun. Alltaf gott að koma til Helgu og Gunnars og spjalla :)

Drifum okkur svo í Miðhús, Bjartmar er búinn að biðja um það alla vikuna að fara í sveitina í fjósið. Hann dreif sig útí fjárhús og var nú ekki lengi að koma sér í störfin, gaf á garðann með afa sínum. Komum svo aðeins við í hlöðinni að prófa nýju "dráttarvélina" með Eið, ekkert smá ánægður að fá að prófa tækið.......

18.11.2007-005.jpg


Af öðru.... skrapp suður á jarðaför Páls afa míns í síðustu viku. Þar hitti ég föðurfjölskyldu mína sem ég hef ekki séð lengi. Það var gaman að sjá alla en sorglegt að hittast við jarðaför afa. Væri skemmtilegra að hittast við annað tilefni en svona er þetta einhvern vegin.
Komst að því að ein frænka mín býr nú bara í Skagafirðinum og ég þarf auðvitað að skreppa í kaffi til hennar.
Ættarmót væri ráð, við hittumst einu sinni í Heiðmörk en það var fyrir nokkuð mörgum árum, við höfum eitthvað elst síðan :)

Skrapp í Hagkaup áður en ég fór heim og hitti Grétu sem keypti af okkur húsið í Hveragerði. Það var ótrúlega óvænt og gaman að sjá hana. Fer pottþétt í kaffi til þeirra þegar ég fer næst austur fyrir fjall. Flott málverk eftir hana á síðunni hennar og nokkur málverk sem ég er hrifin af, þetta er t.d. mjög flott þetta og þetta líka. Annars eru þau bara flott hjá henni.

Um síðustu helgi fór ég í Húnavelli að hjálpa til við uppvask og annað tilheyrandi með foreldrafélagi Lúðrasveitarinnar (ekki allir í einu). Þar var Kári Einars með sína lúðrasveit af Seltjarnarnesinu í æfingabúðum. Svakalega held ég að hafi verið gaman hjá þeim. Allavega var gaman hjá okkur sem vorum að sjá um matinn fyrir þau. Virkilega vel heppnað og skemmtilegt.


Framundan er fullt af prófum.......

Posted by Selma at 08:08 PM | Comments (6)

November 17, 2007

Jæja

Ég stend mig alveg í þessu......

Posted by Selma at 12:00 PM | Comments (2)

November 07, 2007

Löggan hirti mig :-|

Gunna mín ég þurfti kannski ekki að taka þig svona bókstaflega þegar þú kommentaðir við síðustu frétt "...löggann tekur engan fyrir of hraðan akstur. Ég bara spyr getur þú ekki gert eitthvað í þessu Selma mín?"
Nú ég tók auðvitað til minna ráða og lét lögguna hirða mig, dísús hvað það var hallærislegt. ´
Fór á Krókinn í gær með Bjartmar til tannlæknis því í skoðun hér á Blönduósi um daginn fannst ein tönn sem var ekki í lagi. Vorum reyndar nýbúin að fara til okkar tannlæknis og þá var ekkert en Leikskólinn fer alltaf með alla krakkana til tannlæknis hér og það er bara fínt. En á Krók fórum við eftir hádegi og vorum eitthvað snemma í því og þar sem Bjartmar var sofandi ákvað ég að fara og þvo bílinn. Verið var að þrífa planið en þá hringir Gummi bróðir og segir mér að afi Palli sé dáinn. Ég er svo eitthvað að spjalla við hann þarna á planinu en samtalinu fer senn að ljúka svo ég fer að leggja af stað til tannlæknisins og fer Skagfirðingabraut, auðvitað með símann á eyranu. Eftir dágóða stund lít ég í hliðarspeglana og sé blá blikkandi ljós og jesús minn hvað mér fannst ég hallærisleg. Var þá ekki leynilöggan á sínum bláa bíl að hirða fólk sem er að tala í símann, já já og ökukennarann sjálfan. Ja ég hef svo sem áður talað í símann á ferð, finnst reyndar að ætti frekar að hirða þessa vörubílstjóra sem keyra allir í 90 km og eiga bara að keyra á 80. Veit ekki betur en við 100 km á fólksbílum sé svakasekt.
Ekki það að ég hafi lent í því.
En ég ætla ekkert að afsaka mig en mikið óskaplega fannst mér þetta kjánalegt og eiginlega fáránlegt. Var einmitt að skoða síma á farsímalagernum.is í gærmorgunn en tímdi eiginlega ekki að kaupa mér síma :(

Nema hvað fórum í Miðhús í gær, Maggi átti afmæli í fyrradag og þá væntanlega Bogga líka og svo auðvitað vinkona mín hún Raddý. Til hamingju öll.
Þeir voru að bera á skít og bíllinn eftir því. Bjartmar var ekki lengi að koma sér út og í dráttarvélina hjá Eið. Hann var settur í bað og fötin hans í þvottavélina þegar hann kom heim.

Nú í gærkvöldi fór ég svo í saumó til Sædísar og þar var Hörpu afhent brúðkaupsgjöfin, þessi æðislega flottu sængurföt frá Hrönn textil. Alveg meiriháttar flott. Læt hér myndir fylgja :)


Harpa að lesa á kortið sem hún Jóhanna Halldórsdóttir gerði, virkilga sætt kort :)

07.11.07-001.jpg

og þetta flotta koddaver....

07.11.07-006.jpg

og svo samdi hún Berglind ljóð, já hún er sko skáld :)

07.11.07-007.jpg


Já já Gunna mín segðu svo að það séu ekki fréttir hérna að norðan :)

Posted by Selma at 08:30 AM | Comments (2)

November 04, 2007

Ekkert nýtt hér

Barasta ekkert að gerast hér :-|

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar