Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2007 Október

31.10.2007 20:52

Október 2007

October 27, 2007

Leikhúsferð

Ákveðið var í haust að að við stelpurnar í saumó ásamt fjölskyldum myndum drífa okkur í leikhúsferð til Akureyrar sem við og gerðum í gær. Fórum að sjá Óvitana. Við vorum 27 sem fórum þar af 15 börn, fengum pizzuhlaðborð á Greifanum eða Kea og það var alveg frábært. Mikið stuð á meðan beðið var eftir pizzum ........

Jóna og Jobba.....
27.10.2007-001.jpg

og svo áður en við fórum í leikhús lét Berglind skipulagða okkur hafa bleikt spjald þar sem röðin er á okkur hver er næst o.s.frv. Meira segja plastað :)

Sædís, Jóna og Berglind....
27.10.2007-012.jpg

Drifum okkur upp í leikhús og hitti þar fyrir Húsvíkinga, mjög gaman að sjá þau. Sýningin var algjörlega frábær, meiriháttar skemmtun og held það hafi átt við alla, meira segja Bjartmar skemmti sér mjög vel....

í hléi, kaffi og kók ...
27.10.2007-020.jpg

og bankastjórinn og framkvæmdastjórinn fengu sér líka kaffi :)
27.10.2007-021.jpg

Takk takk öll fyrir frábærlega skemmtilega kvöldstund :)

Strákarnir þ.e. Bjartmar og Sigurgeir, steinsofnuðu strax og þeir komu út í bíl. Við fórum eftir hádegið á Akureyri, aðeins í búðir og svo til Jóhönnu og Valla sem keyptu íbúð í Grundargerði og fluttu þangað í ágúst sl.
Valli var meira segja í landi og við fengum auðvitað kökur og kaffi. Gott að koma þar. Erla Rut var líka heima þessa helgi.
Komum þar við eftir sýningu því við fengum smá fisk hjá þeim.

Vorum komin heim um 24.00 og Bjartmar upp aftur kl. 7 í morgun, ég aftur norður í dag með 3 nemendur. Er nú komin með nóg af ferðum á Akureyri í bili, búin að fara 3 ferðir á rúmri viku og eina ferð til Reykjavíkur líka.

Posted by Selma at 09:24 PM | Comments (3)

October 21, 2007

Skemmtilegur dagur :)

Vá hvað dagurinn í gær var skemmtilegur :)

Vorum boðin í skírn í gær sem endaði með brúðkaupi, ég hélt ég færi að gráta.....

Litli prinsinn þeirra Hörpu og Tryggva var skírður í gær, hann heitir Hermann Ágúst. Þegar presturinn var búinn að skíra sneri hann sér að okkur og sagði þar sem við erum öll saman komin þá ætla ég aðeins að fara með smá sögu.... og hann byrjaði og ég yfir í annað og var ekkert alveg að hlusta á hann, hmmm hmmmm nema hvað Tryggvi lætur pabba sinn hafa Hermann og þau Harpa standa allt í einu fyrir framan prestinn. Haldiði ekki að þau hafi bara gift sig þarna, vá hvað þetta var sætt allt saman. Yndislegur dagur, takk takk takk og innilega til hamgingju með allt saman :)

Eftir kvöldmat fórum við fram í Eyvindarstaði því þar var afmæli, Hilmar Logi varð 8 ára 15. okt og Arnheiður 18 ára í gær 20. Innilega til hamingju með það allt.

Í dag var ég bara ekki alveg að meika neitt og svaf í mest allan dag, alveg búin eftir öll þessi veisluhöld í gær :)

Posted by Selma at 09:51 PM | Comments (0)

October 15, 2007

Myndir

Setti myndir inná myndaalbúmið :)

Posted by Selma at 08:46 PM | Comments (0)

Fórum hringinn :)

Jebb fórum allan hringinn á 2 dögum og 3,5 klst :)
Vorum komin á Höfn um 16 á föstudaginn, stoppuðum á Egilsstöðum og á Djúpavogi þar sem var þoka, geggjað, tók mynd af höfninni....

15.10.2007-002.jpg


æfingar byrjuðu kl. 20, Sigurgeir var í rauðum hóp en hóparnir voru 5, gulur, rauður, grænn og blár og svo var svartur sem var slagverk.

15.10.2007-007.jpg


Laugardagur: Æfingar byrjuðu kl. 9 og æft í 2 tíma í rauðum, misjafnt eftir hópum, farið í sund kl. 11, skipt niður í hópa svo allir þessir 500 krakkar kæmust í sund. Frekar lítil laugin svo fáir komast fyrir þar í einu. Bygging á nýrri sundlaug er hafin, veit ekki hvort það er úti eða innilaug :)

Eftir hádegi var farið í bástsferð, frábær ferð í alla staði, farið á tveim björgunarsveitabátum, fórum ekki út á sjó þar var haugabrim en fínt inná ósnum :)

Guðrún vinkona mín frá Fossum, sem á heima á Hólmi kom og við drukkum mikið kaffi á kaffihúsinu, það var alveg meiriháttar, meiriháttar.....
Sigurgeir tók mynd af okkur en hún var nú ekki í fókus frekar en margar myndir sem ég tók á mótinu en það verður að hafa það, læt mynd af okkur fylgja hér með.

15.10.2007-030.jpg

Á laugardagskvöld voru tónleikar með slagverkshópnum, frábærir tónleikar og áttum við 3 í þeim hópi. Algjörlega frábært tónverk sem flutt var þar :)
Síðan var diskótek og vá orkan í þessum börnum, þarna hoppuðu þau, mörg, ekki öll, í um 2 tíma.

Sunnudagur; ræs kl. 7.30 og morgunmatur, gengið frá og dóti komið fyrir í rútunni, æfing og svo tónleikar kl. 10 hjá öllum hópum, byrjað á gulum og endað á bláum auðvitað. Frábærlega flott og ótrúlega gaman að sjá afraksturinn eftir þennan eina dag og 1 klst sem þau höfðu til að æfa 4 lög (hver hópur) ca og rúmlega 100 börn í hverjum hóp, vá segi ég bara, frábærlega flott hjá þeim.

Punkturinn yfir i-ið voru svo tónleikar með Stórsveit Samma sem voru mættir á svæðið, voru á tónleikaferðalagi og komu frá Seyðisfirði um morguninn, algjörlega frábærir og auðvitað fengu krakkarnir að taka nokkra tóna með þeim.

Krakkarnir ætluðu alveg að éta þá, en þeir eru þarna
einhvers staðar fyrir miðju....

15.10.2007-050.jpg

Nú svo var haldið heim, stoppað í sjoppunni á Vík og tekin mynd....

15.10.2007-054.jpg

sem sagt algjörlega frábær ferð.

Frá Tónlistarskóla A-Hún fóru 22 krakkar, 18 steplur og 4 strákar.
Ég var nú ekki alltaf sú vinsælasta en ég hafði nú samt voðalega gaman af þeim, þ.e. "gelgjunum", erfitt að vera "gelgja" :)

Komst að því að ódýrar vindsængur úr rúmfatalagernum eru ekki þær allra bestu og mjög viturlegt að taka með sér aukadýnur í svona ferðum og svo eru svartir plastpokar ekki beint þeir bestu fyrir þau, verða óþarflega oft götóttir :|

Nema hvað nammi þarf ég ekki að borða næstu mánuðina og Sigurgeir ekki heldur, ég verð nú sjaldan mát en ég varð alveg mát yfir því hvað hægt er að kaupa mikið nammi og borða það allt, ekki bara við heldur sá ég heilu farmana koma út úr sjoppunni og búðinni á Höfn, vona að það hafi samt verið eitthvað eftir fyrir Hafnarbúa.
Nú ekki þarf ég heldur að horfa á myndir næstu vikurnar því það var dvd spilari í rútunni sem var nú nokkuð gott því þá gátum við horft á myndir alla leiðina, vorum bara 9,5 tíma frá Höfn á Blönduós í gær, fórum suðurleiðina. Við náðum að horfa á allar Lord of the Ring myndirnar og ég verð að segja það að ég hefði nú ekki eitt peningum né tíma í að horfa á þær í bíó eða sjónvarpi :)

En allavega takk takk fyrir mjög svo frábæra helgi.

Posted by Selma at 05:22 PM | Comments (2)

October 11, 2007

Höfn er það :)

Jæja þá er komið að því, leggjum af stað til Hafnar í kvöld.
Förum austurfyrir og gistum í Breiðumýri í Þingeyjarsýslu í kvöld og svo austur á morgun. Mikill spenningur :)

Í dag fór ég loksins á hestbak. Fórum í Miðhús að hjálpa Magga og Höllu að smala inn lömbunum, það eiga víst nokkur að fara í leiðinlega húsið á morgun.
Algjörlega geggjað veður og algjörlega geggjað að komast á hestbak.

Hér erum við Remske (veit ekki hvernig á að stafa það) hollenska vinnukonan í Miðhúsum.....

11.10.2007-005.jpg

og svo nokkrar kindur......

11.10.2007-017.jpg

Posted by Selma at 04:21 PM | Comments (0)

October 02, 2007

10 ára afmælið :)

Það eru heil 10 ár síðan Sigurgeir var skorinn úr mér eftir mjög langa og stranga nótt og eftir að hafa heimtað hníf og sagt þessu "liði" að ég myndi aldrei láta rollu vera svona lengi að bera. Nema hvað hann var svo tekinn með bráðakeisara kl. 11.43 eftir að hafa verið kominn í hjartaflökt og kúkað í legvatnið.
Vá hvað þessi 10 ár voru fljót að líða.
Áttum algjörlega frábæran afmælisdag sem byrjaði á því að hann tók upp pakkann sinn þegar hann vaknaði....

02.10.2007-005.jpg

og eftir skóla var kakan, sem var bökuð
og kremuð í gær, skreytt

02.10.2007-008.jpg

smá nammi sett í kerrunni......

02.10.2007-012.jpg

nú svo var haldið í Íþróttahúsið - ekki veitir nú af þegar maður er 10 ára og vill bjóða öllum (hvaðan skildi hann hafa það) ég hef nú líka verið talsmaður fyrir því að bjóða í tugsafmælin og það hlýtur að eiga við 10 ára líka :)

búin að fara í Tarsanleik sem Elínborg, Bergþóra og Maggý sáu um, takk takk stelpur :)

02.10.2007-023.jpg

og afmælissöngurinn sunginn og kakan/nammið borðað :)

02.10.2007-031.jpg

Algjörlega frábær dagur og takk takk fyrir komuna
og alla skemmtunina með okkur :)

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar