Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2007 September

30.09.2007 20:48

September 2007

September 29, 2007

Hross af fjalli

Fórum í Undirfellsrétt í dag að sjá hrossin sem komu af fjalli í gær.

29.09.2007-001.jpg

Þar átti ég eina gráa undan Hlökk og Aski....

29.09.2007-020.jpg

29.09.2007-022.jpg

og svo var líka rauð og móbrúnn undan Gerplu
en þau voru ekkert sérstaklega fyrir myndatökur

29.09.2007-004.jpg


Heima biðu rósirnar fallegu frá Helgu í Fagrahvammi sem ég
tók með sl. fimmtudag, svo óskaplega fallegar, takk Helga :)

29.09.2007 049.jpg

Posted by Selma at 06:36 PM | Comments (0)

September 28, 2007

Skrepp :)

Dyrabjalln hringdi í gærmorgun kl. 7.30 og úti var Gústi í næsta....
Guðrún gleymdi þessu þegar hún fór suður í morgun gætir þú skutlað þessu til hennar sagði hann. Ekki málið ég er bara "heima" svo ég skutlast bara núna kl. 8.00 sagði ég.

Nei ég var reyndar að fara suður "svona skrapp" í gær. Guðrún gleymdi reyndar veskinu og heppin að muna eftir því áður en ég fór af stað :)
Fór sem sagt suður í ömurlegu veðri, beint í Hveragerði þar sem Guðrún fékk veskið, Guðrún á endanum fékk kjötið og ég fór í Fagrahvamm til Helgu að fá blóm, frábærar rósir þar, þær standa endalaust :)

Fór síðan á Selfoss, keyrði með strákana sem voru að fara í próf kl. 13.00 og 14.00 og fór í kaffi með Huldu og Bryndísi á Kaffikrús á meðan prófin voru. Áttum frábæran hitting, við gellurnar, vorum saman í jóga í fyrravetur og hvað ég sakna þeirra og jógans.

Hitti Guðna ökukennara aðeins, brunaði beint í bæinn og fór í Zeppelin aðeins að vinna :) og svo til mömmu að gefa henni blóm og fá kaffi auðvitað og svo beint heim.

Geðveikt veður á leiðinni heim og haustlitirnir í Borgarfirðinum alveg meiriháttar fallegir og nutu sín vel í ljósaskiptunum. Norðurljósin meira segja dönsuðu á himninum, vá hvað það var flott.

Við svona "skrepp" er alveg frábært að eiga bestu nágranna í heimi. Harpa náði í strákana í leikskólann og tónó og svo tók Elinborg, Gústi og Benni við þeim og sáu um þá þar til ég var komin heim. Bjartmar naut sín í botn því hann fékk að keyra traktorinn með Gústa. Reikna með því að hann verði daglegur gestur í næsta húsi á meðan traktorinn er í innkeyrslunni.

Posted by Selma at 09:20 AM | Comments (2)

September 25, 2007

Hjólað

Þá erum við Guðný farnar að hjóla, aðallega hún þó, ætlum að drífa prófið af fyrir veturinn svo hún geti hjólað strax næsta vor.....

25.9.2007-003.jpg

Ofboðslega gaman að kenna í svona veðri eins og var í dag og ekki var nú hjálparmaðurinn af verri endanum og margt hægt að gera með þessar keilur

25.9.2007-005.jpg

og svo er að koma þeim í bílinn aftur.....

25.9.2007-007.jpg

Hann var svo þreyttur þegar hann kom heim að hann skreið uppí sófa og steinsofnaði :)
Við Guðný fengum okkur hins vegar te og skemmtilegt spjall, frábært, takk fyrir það :)

Posted by Selma at 09:03 PM | Comments (0)

September 24, 2007

Saxófónn

Sigurgeir mætti heim með saxófón í dag, ekki tauti við hann komandi um að halda áfram á klarinett. Hann ætlar að vísu að æfa sig á klarinettið fram að landsmóti en svo verður það saxófónn.
Þeir æfðu sig á það hér heima í dag......

24.9.2007-014.jpg

Posted by Selma at 05:22 PM | Comments (0)

September 23, 2007

Nú er það suður og norður.......

Já við "skruppum" suður...... fórum á fimmtudag eftir skóla. Salka varð eftir í Miðhúsum og gelti víst úr sér garnirnar við smölun í gær og er ákaflega þreytt í dag. Það fara ekki sögur af því hvort hún var til einhvers gagns en hef nú eiginlega ekki trú á því.... það var enginn heima í dag þegar við náðum í hana.

En já við vorum hjá mömmu, skrítið að vera aftur að gista hjá mömmu, minnir mig á HÍ árin mín og áður en ég átti Sigurgeir þá var ég hjá mömmu, svo gott að vera hjá mömmu.
Ég skildi strákana eftir hjá henni á föstudaginn og fór í vinnuna í Zeppelin arkitekta. Á meðan fóru mamma og strákarnir í margar gönguferðir og voru á Miklatúni þegar ég kom heim.

Á laugardag skrapp ég á Selfoss að kenna, ég sem sagt skrepp núna suður að kenna :)
Sigurgeir heimsótti Davíð á meðan og Bjartmar fór til Einar og ég fékk svo mikið kaffi hjá Guðrúnu þegar ég kom til baka. Ferlega notalegt.
Kíki á Kambahraun 35 í næstu ferð :)

Í gærkvöldi kítkum við á Álftanesið og ég sat alveg dolfallin yfir mynd á Stöð 2 allan tímann. Hún heitir Touching the Void og er sannsöguleg. Þar segir af þeim Joe og Simon fjallgöngumönnum þar sem Joe fótbrotnar og dettur í sprungu. Hann kom sér svo sjálfur til búða og dísús hvað maðurinn hefur haft mikinn vilja og baráttuþrek að koma sér til búða. Vá ég gat bara ekki sofið sl. nótt þetta hafði svo mikil áhrif á mig.

En allavega við fórum snemma heim, leiðist að keyra í roki svo ég fór bara af stað fyrir hádegi og vorum komin heim um miðjan dag.

Posted by Selma at 08:58 PM | Comments (2)

September 18, 2007

Höfn í Hornafirði

Jæja það er nóg að gera þessa dagana hjá mér, kemst eiginlega ekki yfir þetta allt, ég er meira að segja að hugsa um að fara aðeins suður og kenna þar um helgina, bara svona hugmynd.......

Framundan er líka ferð til Hafnar í Hornafirði. Já Guðrún mín ég gæti meira segja heimtað kaffi með þér á Höfn eða eitthvað :)
Málið er að Landsmót skólalúðrasveita verður haldið á Höfn helgina 12. - 14. október og þar sem okkur Sigurgeiri fannst svo rosalega gaman á Akranesi fyrir 2 árum þá erum við alvarlega að hugsa um að fara núna. Svolítið langt kannski en hva nokkrir km til eða frá hafa nú ekki skipt mig miklu máli hingað til :)

Annars finnst mér þessi pistill mjög góður .....

Posted by Selma at 04:38 PM | Comments (2)

September 16, 2007

Hlökk komin "heim"

Áttum frábæra kvöld- og morgunstund með fjölskyldunni
í Neðra-Seli því þau gistu hér í nótt á leið sinni í Skrapatungurétt að sækja nokkur tryppi sem þau höfðu keypt um daginn :)

Edda Margrét tilbúin í réttina en strákarnir bara að glápa á sjónvarpið......

16.09.2007-022.jpg

og svo fær þessi að fljóta með því ég las svo óskaplega góðan
pistil hjá Magga um daginn um kembingar, þau eru greinilega vön.... :)

16.09.2007-020.jpg

Í dag fór Beggi til Rússlands en við strákarnir fórum í Þingeyra
að kíkja á Hlökk, hún er sem sagt komin "heim" rétt eins og ég :)

Það var gott að koma þar eins og alltaf, fengum kaffi hjá Gunnari
og Helgu og ég held bara að Hlökk gamla hafi verið glöð að
sjá mig gömlu, tvær gamlar saman :)

Hlökk með fallegasta útsýnið í baksýn
16.09.2007-001.jpg

og hún alltaf jafn ungleg.....
16.09.2007-003.jpg

á leiðinni út Hagann sáum við Gerplu og folaldið hennar og ég tók auðvitað mynd af henni þar sem ég hafði ekkert séð hana. Hún hefur ekki fengið nafn ennþá en hún er fædd á afmælisdaginn hennar Fanneyjar og spurning hvort hún heiti þá ekki bara Fanney en það passar ekki við G-ið sem hún þarf að byrja á svo.......

16.09.2007-026.jpg

Læt tvær myndir úr réttunum fylgja með. Þær eru af Bjartmari sem sat um að fara með Eið heim á fjárbílnum. Sigurgeir sást ekki allan daginn því hann var að synda í ánni .....

16.09.2007-008.jpg

16.09.2007-005.jpg


Posted by Selma at 05:44 PM | Comments (0)

September 09, 2007

Málið er.....

Já, málið er að ég er ekki að meika að skrifa fréttir þessa dagana, það hefur verið nóg að gera í kennslunni + að horfa á kassana sem færast hér um á meðan verið er að mála.......

Allavega fórum við í réttir um helgina og það var meiriháttar. Fórum á föstudag í Undirfellsrétt og það var auðvitað rosalega gaman, mættum aftur kl. 9 á laugardagsmorgunn og það var eitthvað af kindum sem við áttum, þ.e. Miðhús :)
Krakkarnir sátu um að fara með Eið á fjárbílnum heim og Bjartmar fór allavega 2 ferðir. Sigurgeir hafði nú eiginlega mestan áhuga á ánni.
Frekar margt fé sem kom af vesturheiðinni svo réttin var ekki búin fyrr en langt gengin tvö svo ég komst ekkert í að hjálpa Ólöfu og Jonna í Auðkúlurétt eins og ég var búin að lofa, bara næst vonandi.

Í dag fórum við í Sveinstaðaréttina og rákum svo heim "í Miðhús" á eftir. Það var líka frábært og nú er ég alveg búin :)

Á fimmtudag fór ég út á Skagaströnd til Hugrúnar að kíkja á litlu Sóleyju Sif, hún er svo mikil dúlla eða þær báðar reyndar :)

Framundan er bara kenna og kassar :)

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar