Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2007 Júlí

31.07.2007 20:42

Júlí 2007

July 23, 2007

Afmælisdagurinn

Áttum frábæran dag með bræðrum mínum og fjölskyldum þeirra á afmælinu hans Bjartmars.
Dagurinn byrjaði með því að hann tók auðvitað upp pakkann sinn, fékk gröfu og er búinn að grafa upp allan garðinn.....

21.07.2007-019.jpg

Síðan var haldið í bláa lónið en er eftir að fá myndir frá Gunn til að setja hér inn, hún nefninlega mætti með myndavélina í lónið. Bjartmar ætlar ekki aftur þangað, fannst það leiðinlegt sund og ógeðslega mikill "sykur" í því. Átti þá við salt. Ég verð nú að segja það að ég ætla nú ekkert þangað aftur á næstunni. Í fyrsta lagi borgar maður morðfjár til að fá að fara þarna inn, reyndar ekkert fyrir börn en 1800 kr. fyrir fullorðinn er svona 1500 kalli of mikið.
Svo er bara alltof mikið af fólki þarna og ég fíla það ekkert ofboðslega mikið að vera innan um haug af fólki....

Nema hvað eftir þetta fórum við "austur" með sjó. Fórum Vigdísarvallaveg og áðum á honum til að borða nestið. Frábær staður og notaleg stund.

21.07.2007-027.jpg

bílaflotinn tók sig líka vel út í stoppinu.....

21.07.2007-032.jpg

og við systkinin líka, Gummi, ég, Siggi og Albert.....

21.07.2007-038.jpg

fórum svo þann hringinn, þ.e. Vigdísarvallarveg, stoppuðum við Djúpavatn, ætlum að fara að veiða þar seinna :)
Fórum fram hjá hinu sögufræga Kleifarvatni og Krýsuvík. Stoppuðum þar við einhverja drullupolla við Seltún. Ógeðsleg lykt þar, hef aldrei komið þarna og vissi ekki af þeim einu sinni.
Síðan lá leiðin beint í T-bæ í kaffi og svo út að Strandakirkju og í fjöruna þar, fundum fullt af kuðungum ....


21.07.2007-054.jpg


síðan var farið í Nóatún, keypt á grillið og grillað hér heima.

21.07.2007-003.jpg


Algjörlega frábær dagur og við gátum meira segja borðað hérna úti. Takk takk takk fyrir frábæran dag. Það er svo gaman að geta farið eitthvað svona saman.

Posted by Selma at 09:12 PM | Comments (0)

July 22, 2007

Framhaldsferðasagan - afmæli mömmu

Mamma varð sjötug 15. júlí og það var haldið upp það auðvitað.
Hún bauð öllu liðinu, það er okkur krökkunum, fjölskyldum okkar og systrum sínum og mökum þeirra, í mat á Laugum í Reykjadal. Það var algjörlega frábært því þangað hafði hún bara komið 1x eða 2x eftir að hún var þar í skóla fyrir nokkuð mörugm árum síðan.

15.7.2007-026.jpg

Fengum frábæran mat og fengum svo "barinn" útaf fyrir okkur þar sem við drukkum kaffi og fórum með ljóð og sögur :) og hún fékk pakkana sína :)
Sibbi gaf henni gsm síma sem hún var aldeilis ánægð með, hún hefur þverneitað að taka við slíkum grip hingað til en þar við sat, hún fékk símann og við númerið hjá henni :)

15.7.2007-049.jpg

Áttum alveg aldeilis frábæra kvöldstund með henni á Laugum.

Daginn eftir drifum við okkur suður í skógræktargirðingu að sækja rabarbara til að búa til pæ, nóg er nú til af rabarbaranum þar

15.7.2007-054.jpg

og síðan var kaffi uppúr hádeginu og kaka að sjálfsögðu...


15.7.2007-059.jpg

nú svo var allt stóðið myndað í bak og fyrir, barnabörnin og barnabarnabörnin :)

15.7.2007-063.jpg

og börnin líka en makarnir ekkert hafðir með...... :|

15.7.2007-064.jpg

Algjörlega frábær dagur :) takk takk fyrir samveruna.

Fórum í Eyvindarstaði á mánudeginum og gistum þar. Ég fór að kenna, mamma varð eftir þar og strákarnir fóru suður á þriðjudeginum. Beggi kom sem sagt frá Rússlandi 13. og norður 14. :)

Fjórir fóru í próf á miðvikudeginum og ég heim eftir það.

Á morgun kemur svo ferðasaga dagsins í gær. Fórum í virkilega skemmtilega ferð og Bjartmar varð 4 ára :)

Posted by Selma at 09:58 PM | Comments (0)

July 20, 2007

Ferðasaga í skömmtum :)

Það er búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma til að setjast niður og skrifa :)
Ferðasagan var svona....

9. júlí var ferðinni heitið í Sand í Aðaldal sem er hinn fallegi dalurinn á landinu, þeir eru sko tveir fallegastir :)
Fórum héðan um hádegi og þar sem var 20 stiga hiti í Hveragerði þá gleymdi ég öllu sem heitir úlpur og peysur. Sá þokubakkann yfir Reykjavík og mundi eftir þessu og sneri við við lítinn fögnuð drengjanna. Fórum til baka og síðan til mömmu. Bíllinn var auðvitað algjörlega pakkaður, tókum Sölku með en Kolur verð eftir heima. Erla Rut kom og gaf honum að borða en hún hefur verið að vinna í Sparisjóðnum hérna niður í Sunnumörk. Guðrún á endanum sá um blómin. Takk takk fyrir stelpur :)

Kom aðeins við í vinnunni og síðan til mömmu og svo var haldið af stað. Stoppuðum á Eyvindarstöðum og vorum lengi í kaffi þar, síðan í Sand og vorum komin þangað um 21.30 og allir þreyttir.
Alltaf ofboðslega gaman að koma þar, meir um þá sögu síðar.

Höfðum það frábærlega gott, við fórum í sund og heimsóknir, spiluðum babminton og krikket, fórum með veiðistangir út með skurðum og alles, frábært veður.

Mamma og Sigurgeir í babminton
15.7.2007-009.jpg

og mamma að leika krikket við Bjartmar
15.7.2007-013.jpg

Á fimmtudag fórum við í Ásbyrgi og Glúfrastofu sem hún Guðrún Lilja frænka mín og Jón Ásgeir maður hennar hönnuðu og ég bara verð að segja það að þetta er alveg meiri háttar flott hjá þeim. Ég er eiginlega ekki ennþá kominn yfir það hvað mér fannst þetta flott, þvílíkt hugmyndaflug og fallega gert að öllu leiti. Við stoppuðum þar í nærri klukkutíma og fórum svo inn í Ásbyrgi í langan göngutúr. Hafði ekki komið þar síðan í skólaferðalagi þegar ég var í 9. bekk á Húnavöllum. Svo ég mundi nú ekki alveg hvernig þetta leit út.
Algjörlega frábær staður, ég mæli með þessu stoppi og hafa það mjög langt :)

Hér sitja mamma, Bjartmar og Sigurgeir á stólum í Gljúfrastofu. Sessan er saumuð út af þeim systrum, mömmu og Lilju. Lilja, mamma Guðrúnar Lilju, gerði reyndar flestar sessurnar en mamma eitthvað og auðvitað var þetta hannað líka af þeim Guðrúnu Lilju og Jóni Ásgeir.
15.7.2007-022.jpg

Og þetta er bara snilldin ein, þarna eru fjögur hjól og þú þarft að raða saman fugli, spori, fæðu og hreiðurgerð til að fá fuglinn til að syngja, snilldin ein, þetta fannst strákunum gaman.....
15.7.2007-023.jpg

og svo lyfti maður upp kassa og undir var hreiður :)
15.7.2007-024.jpg

nú þessari framhaldssögu verður haldið áfram á morgun, þá er reyndar afmælisdagurinn hans Bjartmars og ferðinni heitið í Bláa Lónið ásamt bræðrum mínum þrem, Guðmundi, Albert og Sigurði og fjölskyldum þeirra ..... svo meira síðar :)

Posted by Selma at 11:22 PM | Comments (0)

July 19, 2007

Skrifin koma ......

Það fara alveg að koma línur hérna inn....

Erum búin að fara í Aðaldalinn og hafa það rosalega gott í viku.
Er búin að kenna og senda 4 í próf á Blönduósi.
Erum búin að fá Begga heim frá Rússlandi
Er alveg að fara að skrifa ferðasögur hér inn :)

Posted by Selma at 10:37 PM | Comments (0)

July 08, 2007

Þrastarskógur

Fórum í Þrastarskóg í gær, ég var víst búin að lofa því fyrir löngu :)

Gott veður í gær til útiveru, engin sól :)
frábær staður, fullt á tjaldstæðinu svo við fórum bara lengra inn í skóginn og fundum lítinn lund sem var góður til skylminga, Jörvar var með okkur ....

07.07.2007-003.jpg

07.07.2007-006.jpg

Sölku finnst ekkert eins skemmtilegt og að hlaupa útí vatn eftir priki svo við gerðum það auðvitað líka

07.07.2007-017.jpg

07.07.2007-018.jpg

og síðan fórum við í sjoppuna og fengum okkur ís að sjálfsögðu en hann var alveg rosalega dýr og mjög mikið í boxinu. Spurning um að hafa hann ódýrari og setja ekki svona mikið í boxið fyrir börnin því þeir gátu ekki einu sinni klárað úr þeim.


07.07.2007-019.jpg

Meiriháttar fallegt þarna og auðvitað á maður að fara miklu oftar :)

Posted by Selma at 08:27 AM | Comments (1)

July 05, 2007

Systkinin frá Noregi :)

Er nú eiginlega fegin að það er skýjað í dag og smá rigning, rigndi heilmikið í gær en við fórum samt út að hjóla, fínt að hjóla í rigningunni. Vorum reyndar orðin alveg þurr þegar við komum heim :)

Veðrið er búið að vera vægast sagt frábært, borðuðum morgunmat úti í fyrradag og Kolur var viðraður ......

05.07.2007-003.jpg

05.07.2007-004.jpg

Í kvöld fórum við í Mosfellsbæinn til Huldu og Gumma og hittum þar systkini mín frá Noregi, þau Garðar og Ingu og Heiðu mömmu þeirra. Áttum þar virkilega notalega kvöldstund og lögðum drög að Noregsferð næsta vor í ferminguna hennar Ingu sem verður 25. maí 2008.
Tók auðvitað myndir sem ég læt fylgja hér með :)

Inga.....
05.07.2007-006.jpg

Garðar....
05.07.2007-011.jpg

Hulda og Gummi að grilla.....
05.07.2007-008.jpg

og svo við saman, Garðar, Gummi, Selma og Inga :)
05.07.2007-020.jpg


Virkilega notalegt, takk takk fyrir það :)

Posted by Selma at 11:09 PM | Comments (0)

July 02, 2007

Mamma best :)

Mamma langbesta var hérna um helgina hjá strákunum, þau fóru í gönguferðir og gerðu sér ýmislegt til dundurs, takk takk elsku mamma mín :)
Ég var hins vegar að kenna út í eitt frá föstudegi til sunnudags þar til ég fór heim. Gaf mér þó tíma, sem er auðvitað ekkert mál bara spurning um að framkvæma, til að kíkja til Njáls og Grétu þar sem Jón Elvar hans Alberts var hjá þeim. Alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra og hitta Jón var frábært. Honum finnst voðalega gott að komast heim til Íslands úr mesta hitanum í Danmörku, finnst ekkert voðalega gott að vera í hita. Þar eigum við eitthvað sameiginlegt :)
Vorum að tala um og skoða myndir sem Jón hefur teiknað og þær eru bara algjör snilld. Gaman væri að sýna þær einhvers staðar einhvern tímann. Set hérna linkinn á heimasíðu Arísar og Sigga í Danmörku, og fyrst ég er byrjuð á að linka þá verð ég auðvitað að setja link á Mimas en það er hljómsveitin sem Snævar Njáll er í :)

Framundan er; mjög margt :)

  • 1
Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar