Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2007 Júní

30.06.2007 20:40

Júní 2007

June 28, 2007

Hættur á leikskólanum

Mikil hátið á leikskólanum í dag, haldið uppá afmæli þeirra sem eiga afmæli í júlí, dótadagur og grill. Líka síðasti dagurinn hans Bjartmars :)
Fengum með okkur heim þvílíkt flotta möppu sem búin var til handa honum, myndir af honum úr leikskólalífinu og teikningar eftir öll börnin. Bara æðislega flott, takk takk stelpur fyrir strákinn :)
Hér er Bjartmar með Önnu Erlu en hann kvaddi stelpurnar á deildinni með blómum. Sést varla í hana fyrir blómum :)


28.06.2007-001.jpg

Vill svo vel til að það er blómaframleiðandi í Hveragerði sem ég þekki og ég fer bara til hennar þegar okkur vantar blóm. Algjörlega geggjuð blóm hjá henni sem standa næstum því endalaust.

Nú það er enn sól, þetta fer að verða eins og á Spáni í fyrra, ég var nú orðin svolítið leið á sól þar eftir 10 daga og ég verð víst að játa það að ég er bara orðin leið á henni hér líka. Ekki mikill sólardýrkandi og verð sennilega ekki.

Beggi er í Rússlandi......

Mamma ætlar að vera hérna um helgina með strákana, hundinn og naggrísinn þar sem ég nenni ekki að pakka þessu eina ferðina enn þar sem ég er að fara noðrur að kenna. Styttist samt í að þessum pökkunarferðum fari að linna............

Posted by Selma at 01:20 PM | Comments (2)

June 25, 2007

Mynd af okkur

Flott mynd af okkur bifhjólakennurunum á Vísi, endilega lesa hana.

Posted by Selma at 09:03 AM | Comments (1)

June 24, 2007

Fyl í Hlökk

Já Beggi er farinn til Rússlands í 3 vikur :)
Á flug heim 13. júlí......

Fórum í gær í Auðsholtshjáleigu að ná í Hlökk sem var hjá Gaumi og komið fyl í hana ca 25 daga gamalt :)
Fórum með hana í Neðra Sel þar sem hún verður eitthvað fram á sumar en svo tek ég hana norður.

Og hér er mynd af okkur

23.06.2007-048.jpg


Nú svo er hér mynd af Hugrúnu síðan 14. júní þegar ég fór að sjá hvernig hún hafði komið undan vetri. Bara flott .....

23.06.2007-027.jpg


og svo ein af Bjartmari gefa lömbunum, þetta var sem sagt áður en Sigurgeir tók við embættinu. Engin mynd til af því þar sem myndavélin var orðin rafmagnslaus :(

23.06.2007-034.jpg

Posted by Selma at 11:48 AM | Comments (0)

June 22, 2007

Löngu komin heim

Ég er "löngu" komin heim frá því að kenna mikið fyrir norðan sl. helgi.
Fórum með merarnar norður í Hæli þar sem Jonni ætlar að sjá um þær í sumar. Strákarnir fóru með þær í kerrunni á undan og ég náði þeim í Staðarskála. Mikil og hröð umferð þann daginn :(

Vorum í Miðhúsum sem Sigurgeiri og Bjartmari fannst ekki leiðinlegt, okkur ekki heldur. Þeir voru úti frá morgni til kvölds. Bjartmar passaði vel uppá Eið því ef Eiður fór eitthvað var það mjög sennilega á dráttarvél og þá fékk Bjartmar að sitja í og sat bara sem fastast. Sigurgeir sá um heimagangana og önnur tilfallandi störf í fjósinu.

Beggi fór suður á sunnudag en ég var að kenna fram á miðvikudag en þá voru próf. Fórum suður eftir þau og vorum komin heim um miðjan dag með viðkomu í Gleym-mér-ey í Borgarnesi hjá Sædísi. Alltaf kaffi þar á könnunni.

Allir afskaplega þreyttir eitthvað eftir þessa ferð :)

Beggi er svo að fara til Rússlands á sunnudag og verður í 3 vikur.

Posted by Selma at 06:00 PM | Comments (0)

June 15, 2007

Hesta-hesta

Búin að fara í nokkrar hestaferðir :)

Fór í Neðra-Sel að kíkja á Hugrúnu í fyrrakvöld og hún var svona fantaflott :)
Fór svo aftur í gærkvöldi og sótti Toppu og Hugrúnu og færði þær aðeins nær Hveragerði þar sem þær eru að fara norður í vinnu og styttra að fara í Miðengi en Neðra-Sel. Jonni og Ólöf ætla að taka þær með sér í hestaferðir, þær hafa gott að því að vinna svoltítið.

Framundan er kennsluferð norður :)

Posted by Selma at 10:53 AM | Comments (2)

June 11, 2007

Myndaalbúm

Setti myndir frá Kaupmannahöfn inná myndaalbúmið en það þarf að fara á Heim fyrst, ég er ekki búin að laga þetta á þessari síðu, eða bara klikka á þetta :)

Gleymdi að segja ykkur að strákarnir voru svo sætir þegar ég kom heim og færðu mér blóm á flugvellinum, meiriháttar krúttlegt :)

Posted by Selma at 09:48 AM | Comments (2)

June 10, 2007

Gult og rautt

Á nú eiginlega eftir að sakna þessara gulu blóma,
alltaf jafn fallegur þessi gullsópur,

10.6.2007-005.jpg

en Beggi, sem sagt, seldi ofan af okkur húsið á meðan ég var í
Danmörku, haldiði að sé nú :)
Vorum ekki fyrr búin að setja rauðu mölina en við seldum bara :)

Við fórum í göngu uppá Hamarinn í dag í alveg frábæru veðri og fundum nokkra RISAsnigla á leiðinni, kom með þá tillögu að hafa þá í kvöldmatinn en þeirri tillögu var hafnað, skil það nú ekki, eru ekki sniglar hafðir í forrétt á fínni veitingastöðum .....

10.6.2007-013.jpg

Bjartmar hljóp þarna upp á mettíma og var bara nokkuð
ánægður með sig ...

10.6.2007-016.jpg

Sigurgeir sá um hundinn og er eitthvað hugsi hér.....

10.6.2007-020.jpg

og svo þarf alltaf að mynda þá saman í lúpínublómunum
sem mér finnst líka svo falleg.

10.6.2007-022.jpg

Posted by Selma at 10:30 PM | Comments (0)

June 09, 2007

Frábær vika

Vá hvað var gaman í Danmörku :)
Við sem þangað fórum erum komin með réttindi á að kenna á bifhjól (bara pappírar eftir að koma til okkar), alls 21 og af þeim eru
2 konur, ég og Hrönn. En takk takk takk fyrir góða viku :)

Fórum á mánudag og vorum restina af vikunni í námi á kennslusvæði SKA (Storkøbenhavns Køretekniske Anlæg) í Kaupmannahöfn. Það er algjrölega frábært kennslusvæði til bifhjólakennslu og bíl og væri ég sko alveg til í að hafa eitt slíkt hér heima.

Á fimmtudag eftir tvo daga í útreikningum á vektorum, centrifugalkraften og ýmsu fleiru :) þá fórum við á planið og brautina á föstudag og vorum þar klædd leðurfatnaði frá toppi til táar í 30 stiga hita frá 8.30 til 16.00. Virkilega sveittir dagar. En rosalega gaman og lærðum mikið.

Læt hér nokkrar myndir fylgja....


hér er Henrik, kennarinn okkar, að segja okkur allt um mótorhjól..

dk-hjol-005.jpg


hér er kominn fimmtudagur og við að gera alls konar æfingar á plani,

dk-hjol-022.jpg


á föstudag og Henrik að skipuleggja einhverjar æfingar, annar hópurinn voru nemendur og hinn kennarar....

dk-hjol-035.jpg


og svo fengum við að hjóla með hliðarvagn sem var ferlega fyndið en gaman....

dk-hjol-048.jpg


og svo í lokin við Hrönn

dk-hjol-056.jpg


Virkilega velheppnuð ferð, hitinn í gær var kannski aðeins yfir mörkum og við sólbrunnum líka eitthvað smá en hvað með það, þetta var frábærlega gaman. Fórum út að borða í gær, veit ekki hvað staðurinn heitir en það var rosalega góður fiskur þar.

Við fórum meira segja og gerðum "power shopping" eins og Henrik kallaði það og hló bara að okkur Hrönn, en við vorum allavega ekki með yfirvigt, bara við sjálfar eftir allt þetta brauð sem við
fengum :)

Nú það gekk allt vel hér heima á meðan auðvitað :)

Set inn myndir á morgun á myndasíðuna.........

Posted by Selma at 08:42 PM | Comments (0)

June 01, 2007

Fjörið hefst

Fjörið hefst í fyrramálið í öllum þessum kennslufræðum á mótorhjólin sem KHÍ sér um. Byrjar kl. 8.30 og stendur til 16.30 og svo próf strax á sunnudag kl. 13.00.
Mánudagur = Danmörk :)

 

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar