Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2007 Maí

31.05.2007 20:36

Maí 2007

May 30, 2007

Hjólað heim

Vá ég hjólaði alla leið frá Reykjavík í kvöld,
búin að kaupa 1 stk hjól.
Sko ég ætla bara að benda ykkur á það að þessi rauða rönd er
bleik, það vita flestir að ég elska bleikan lit :)

27.05.2007-048.jpg

Nú svo var bara að græja sig og keyra heim. Sótti Begga í vinnuna og hann keyrði á eftir mér alla leið, mér leið mikið betur með það og var ekkert voðalega lengi yfir Hellisheiðina, mestur tími fór í að koma sér niður Kambana. En heim komumst við heil á höldnu :)

27.05.2007-050.jpg

Posted by Selma at 10:19 PM | Comments (8)

May 29, 2007

Þar kom að því......

Jæja loksins kom að því. Ég var ekkert að upplýsa ykkur um það í gær að ég væri að fara í próf í dag. Við vorum 11 í prófi í morgun og það gekk auðvitað mjög vel. Þegar Njáll hringdi áðan spurði hann mig hvort ég brosti ennþá hringinn. Nú er kl. 16:30 og ég brosi ennþá hringinn :)

Og nokkrar myndir af þessu tilefni.
Hér er prófið búið en þessi strákur var með mér í keyrslunni. Fengum mjög skemmtilega leið, beint inná Vesturlandsveg og niður í Smáíbúðahverfi, mjög skemmtilegt. Miklu auðveldara allt heldur en ég var búin að ímynda mér :)

27.05.2007-039.jpg

Búin í prófi og Sigurgeir tók þessar myndir af mér, þvílíkt ánægð með daginn :) Sigurgeir var í fríi í dag og vildi koma með, sat og las Eragon bókina á meðan, sæll og glaður, tók svo ekkert eftir því að ég væri farin og varð nú eitthvað smá súr til að byrja með en það reddaðist allt saman.

27.05.2007-041.jpg

27.05.2007-042.jpg

Ég tók svo mynd af honum á hjólinu, hann hefur mestan áhuga á því hvort hann geti fengið galla og setið aftan á hjá mér :)

27.05.2007-045.jpg

Posted by Selma at 04:21 PM | Comments (4)

May 28, 2007

Meira hjól

Við fórum öll að hjóla hjá Njáli í dag, aðallega ég reyndar og strákarnir smá. Algjörlega meiriháttar, Bjartmar átti voðalega bágt með sig og vildi prófa öll hjólin og kaupa þau líka. Þeir fengu svo að fara einn hring með Njáli að loknum tíma hjá mér. Það þótti þeim nú ekki verra en það náðist bara mynd af þeim Sigurgeiri því batteríið var búið þegar þeir Bjartmar fóru af stað.

Njáll er bara lang-lang-langbestur :)

27.05.2007-034.jpg

27.05.2007-036.jpg

27.05.2007-035.jpg

Eftir hjól fórum við í bíó en það er varla orðið hægt því það er svo rosalega dýrt. Þvílítk verð en við skemmtum okkur samt mjög vel :)

Posted by Selma at 09:20 PM | Comments (0)

May 27, 2007

Helgin hálfnuð :)

Helgin er ekki nema rétt hálfnuð og þvílíkt og annað eins sem búið er að afreka hérna um helgina.

Við ákváðum sem sagt að skipta út grjótinu sem var hérna fyrir framan, enda aldrei séð neitt ljótara, það sést vel þegar bornar eru saman myndirnar fyrir og eftir.
Þeir feðgar drifu sig í það á föstudaginn að bera grjótið úr beðinu og það var sko ekkert smá. Sigurgeir var alveg ótrúlega duglegur og ég tala nú ekki um hinn :)
Þegar það var búið fyrri part laugardags þá brunuðum við í Miðengi og hálffylltum hestakerruna af rauðu grjóti. Meira ekki gert í gær. Í morgun var því mokað í beðið og önnur ferð farin í dag og þetta klárað.
Mikið skelfilega erum við ánægð með verkið og takk takk takk
elsku Helga mín fyrir rauðu flottu mölina :)
Hér koma svo nokkrar myndir af þessum útskiptingum.

Þetta er barasta ljótt, ekki hægt að segja neitt annað um þetta....

27.05.2007-002.jpg

og þarna eru strákarnir búnir að fara með svona sirka 1 kerru
og ansi margar eftir.....

27.05.2007-001.jpg

nú svo mokuðum við nokkrum börum á hestakerruna úr
rauðu malargryfjunni í Miðengi

27.05.2007-009.jpg

að vísu urðu sumir eitthvað ósammála hvernig standa
ætti að verkinu

27.05.2007-010.jpg


en hann gaf sig svo og gerði bara engil í mölina :)

27.05.2007-011.jpg

keyrðum þessu heim og út úr þessu kom allt annar grjótgarður :)

27.05.2007-016.jpg

27.05.2007-020.jpg


Kolur fékk meira segja að fara út í dag og bíta gras :)

27.05.2007-006.jpg

og svo voru þeir steinar sem fengu að vera eftir úr fyrri
grjótgarði málaðir

27.05.2007-028.jpg

Eftir allt þetta var ákveðið að drífa sig í heita pottinn en þar sem 2 ungir menn höfðu ekki tíma til að bíða eftir því að hann yrði nógu heitur fóru þeir bara í útí hann í fötunum og þeim þótt það alls ekki leiðinlegt .....

27.05.2007-033.jpg

Posted by Selma at 10:07 PM | Comments (2)

May 25, 2007

Skólaslit hjá Tónlistarskólanum

Það voru skólaslit hjá Tónlistarskólanum sl. þriðjudag í krikjunni og þar spiluðu krakkarnir fyrir okkur og tóku á móti stigsprófum sínum.
Sigurgeir spilaði Riding on A Donkey og svo spilaði hann með Blásarakvintettnum Blue Moon. Virkilega flott hjá þeim.
Hér er mynd af honum (og nokkrum örðum) sem tóku 2. stigspróf og kennurum.

25.05.2007-002.jpg

Annars er bara hjólað og bókhald þessa dagana enda engin ástæða að vera meira úti í þessum kulda.

Posted by Selma at 11:39 AM | Comments (0)

May 20, 2007

Föt og hjól

Fór til Njáls að hjóla í gær.
Alveg frábært, prófaði Suzuki hjól hjá honum sem ég ætla að svo að kaupa af honum :)

Við Hrönn fórum í MótorMax á föstudaginn og keyptum okkur hjálm og stígvél, við Hrönn prófuðum allar gerðir af buxum en þar er ekki mikið til af kvenbuxum. Ég komst að því að ég get ekki verið í karlbuxum því hnépúðarnir fara langt uppfyrir hné þegar ég sest á hjólið svo við komust að því að karlar eru frekar stuttir til hnésins eða ég löng ..... svo engar buxur keyptar þann daginn en það á að koma ný sending í næstu viku og meira af kvenfatnaði.

Nú svo vel vildi til að Njáll sagði mér frá nágranna sínum sem hafði pantað galla hjá Girlsbike2 og hann var of lítill á hana og ég fór auðvitað að máta og buxurnar smellpössuðu en jakkinn aðeins of þröngur en mikið rosalega hefði ég verið til í að eiga hann, ætla ekki að segja ykkur litinn á honum því þá færuð þið bara að skellihlægja en þið finnið hann á síðunni.
Megaflottur, spurning um að panta sér bara númeri stærra :)

Beggi er að klára vinnuvélanámskeiðið í dag, held hann verði svolítið feginn þegar þetta er búið:)

Posted by Selma at 12:25 PM | Comments (2)

May 17, 2007

Opið hús á leikskólanum

Það var opið hús á leikskólanum hans Bjartmars í gær og við drifum okkur auðvitað þangað. Þau sungu nokkur lög fyrir okkur, Bjartmar ákvað hins vegar að vera ekkert að syngja og fór bara að hágráta yfir þessari innrás foreldra á leikskólann hans.

Hér eru þau að syngja fyrir okkur :)

14.05.2007-041.jpg

hann jafnaði sig nú fljótlega og sýndi mér myndirnar sínar sem eru auðvitað þær allra flottustu, hann á þessa sem hann bendir á :)

14.05.2007-046.jpg


og fleiri myndir, hans neðst til vinstri

14.05.2007-044.jpg

virkilega flott hjá þeim og gaman að skoða verkin þeirra.


Nú af öðru er það að frétta að ég fékk þessa finu mynd senda frá Svanhildi af Magga og Hugrúnu.

hugrun_tamning.jpg

Það gengur bara fínt með hana, nú er spurningin hvort ég eigi að selja hana eða eiga. Hún hefur svo sem aldrei verið á sölulistanum því við Gunnar á Þingeyrum höfðum svo mikið fyrir henni þegar hún var folald svo kannski verður hún bara reiðhrossið okkar í framtíðinni.

Nú ég er eiginlega að verða komin á þá skoðun að ég verði að fækka eitthvað í þessu hrossastóði mínu. Ætli ég reyni ekki að selja Þóroddsdótturina sem er rauð 3v og brúnan Huginsson veturgamlan.
Svo er spurningin hvort eða hvað maður á að gera við allar þessar merar, ekki fer ég að halda 3 merum....... miklar pælingar í gangi.

Posted by Selma at 08:02 PM | Comments (0)

May 15, 2007

Nóg að gera

Nóg að gera á bænum svo lítill tími fyrir skrif :)

Njáll er í útlöndum svo ég er bara að reyna að kenna mikið á meðan, aðeins í Reykjvík og á Selfossi. Ætlaði reyndar með eina í próf þar í dag en það var stappfullt svo hún kemst ekki að fyrr en í næstu viku við lítinn fögnuð þar sem hún á afmæli um helgina.
En svona er þetta nú.

Í fyrrakvöld fór ég í mjög athyglisverða messu í Kefas kirkjuna en þar fór fram niðurdýfingarskírn. Hef aldrei pælt í því einu sinni að slíkt færi fram á Íslandi. Svona er maður nú í sínum eigin heimi með sitt. Gummi bróðir skírðist sem sagt þar. Tók nokkrar myndir og læt þær fljóta hér með :)

14.05.2007-017.jpg


við mamma alltaf jafn ungar og sætar.....
14.05.2007-020.jpg


Albert og Jóhanna líka mætt á svæðið
14.05.2007-021.jpg


Sibbi, Birna og Þórdís Katla
14.05.2007-022.jpg


Gummi og Þórdís og Jóhann á milli :)
14.05.2007-024.jpg

Unnur frænka mín og fjölskylda
14.05.2007-026.jpg


Nú Beggi er á vinnuvélanámskeiði sem er keyrt áfram á fullum krafti, á að vera búið á sunnudag..... svolítið langir dagar og mikið efni :)

Við, þ.e. ég, Sigurgeir og Bjartmar, hjólum í "vinnuna" og Bjartmar fer létt með að hjóla í leikskólann og heim eftir leikskóla, ég hef varla við honum.
Ótrúlega duglegur.

Við Sigurgeir erum ennþá pottþéttir aðdáendur Eiríks Haukssonar þó það væri ekki nema bara útaf háralitnum en hann er bara flottastur, þ.e. háraliturinn og Eiríkur að sjálfsögðu.

Já, kosningar fóru eins og þær fóru og góður punktur í Bakþönkum Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu 14. maí þar sem hann segir "Stjórnmálamenn virða rétt okkar hinna til að kjósa en áskilja sjálfum sér rétt til að gera það sem þeim sýnist við úrslitin".

Posted by Selma at 05:01 PM | Comments (0)

May 06, 2007

Hjólað í gær

Vá hvað það var skemmtilegt í gær.

Fór í hjólatíma hjá Njáli kl. 10 í gærmorgun og var nú bara nokkuð ánægð með framfarir. Hann bauð mér að koma aftur í tíma kl. 13 sem ég þáði auðvitað og æfði mig meira í keilum og u-beygjum, þetta er alveg að koma. Nú þar sem hann var að fara í götuakstur með nemendur þáði ég það líka að fara með honum í það og sjá hvernig það virkar. Mjög svo skemmtilegt nema auðvitað umferðin í Reykjavík er alveg út úr kú, meira hvað fólk er tillitslaust og frekt í umferðinni. Þarna er hann á gulum bíl, merktum með ökukennslu og allir nemarnir á hjólunum eru í gulum vestum og hjóla saman í röð á götunni. Fólk treðst á milli, reynir framúrakstur á vinstri akrein á gatnamótum (á tvístefnu) og svo má lengi telja. Ég verð alltaf jafngáttuð en þetta gerist nú bara líka þegar maður er að kenna á bíl svo þetta ætti ekki að koma manni lengur á óvart.
Á eftir þessum tímum fór ég með Njáli að skoða hjól sem hann flutti inn og er alveg að fara að kaupa eitt þeirra :)

Algjörlega meiriháttar dagur. Takk takk kæri frændi.

Posted by Selma at 10:43 AM | Comments (0)

May 03, 2007

Hjólað

Í staðinn fyrir að hjóla í vinnuna í dag fór ég bara í bifhjólatíma hjá
Njáli
frænda mínum sem er auðvitað besti kennarinn í bænum :)
Vá hvað var erfitt að sitja og gera alls konar æfingar í eina og hálfa klukkustund en gaman var það :) fer aftur á laugardaginn. Verð að drífa mig í prófið því senn líður að Danmerkurferð.

Ég ætla að auglýsa hérna Ökuskólann Ekil því þeir bjóða uppá bóklega hlutann í fjarnámi. Ég fór í það hjá þeim núna í vor og svo beint í próf. Þetta er mjög vel uppsett hjá þeim, skemmtilegt, fróðlegt og auðvelt og frábært fyrir landsbyggðaplebba eins og mig þar sem ég gat bara dundað við þetta heima þegar ég hafði tíma sjálf :)
Svo endilega drífið ykkur í það og klárið bóklega prófið svo þið getið byrjað að hjóla :)

Jæja en það var nú ekki það eina sem gert var í dag. Þar sem Hlökk skildi eftir sig "skít" í kerrunni þá fóru þeir strákarnir út í kerru, mokuðu skítnum í fötu og báru hann í beðið þar sem þeir ætla að rækta gulrætur handa Kol og okkur auðvitað :)

Tók auðvitað myndir af því og hérna sést þessi
flotta kerra sem Beggi málaði og fíniseraði í vetur.

02.05.2007-011.jpg

02.05.2007-010.jpg


02.05.2007-013.jpg

Bjartmar hafði reyndar meiri áhuga á ormunum sínum
sem hann var búinn að safna í dollu heldur en skítmokstri :)

02.05.2007-014.jpg

Posted by Selma at 09:53 PM | Comments (0)

May 02, 2007

Hlökk til Gaums

Ég og Bjartmar fórum í Neðra-Sel að sækja Hlökk og komum
henni til Gaums frá Auðsholtshjáleigu :)

Eftir bras við að koma nýju fínu hestakerrunni aftan í, það var ekki alveg að virka eins og "ég" vildi, þá drifum við okkur austur, fundum ísbjörninn, eins og Svanný kallar hana núna alveg með réttu því það er alveg ótrúlegt hvað hárin á henni eru löng, settum hana á kerruna og brunuðum í Grænhól.

Bjartmar fékk auðvitað að fara á bak
og við "gömlu" erum alltaf myndaðar saman þegar við hittumst :)

02.05.2007-002.jpg

Nú svo sést hérna aðeins í flottu hestakerruna, kannski maður taki mynd af henni einn góðan veðurdag og setji hér inn.......

02.05.2007-008.jpg

Posted by Selma at 09:12 PM | Comments (0)

May 01, 2007

Margt gert um helgina

Margt gert um helgina :)

Fór norður á föstudagskvöld og náði að kenna á Hvammstanga á leið minni í Miðhús það kvöld.
Fór aftur þangað á laugardagsmorgunn og kenndi allan þann dag, Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd með viðkomu í sveitinni. Víðförul sem sagt :)

Á sunnudag komu strákarnir og við fórum í fermingarveislu hjá
Elínu Huldu. Alveg yndislega notalegt og flott. Takk fyrir okkur.

Strákarnir voru fljótir að hverfa út í hús þegar við komum aftur
í Miðhús og strax aftur daginn eftir. Við Bjartmar fórum í húsin að skoða lömbin og taka myndir, auðvitað ....

01.05.2007-002.jpg


Svo var að skreppa í Þingeyra og trufla fólk þar á bæ...

Fór í reiðtúr til að taka hana Hátíð mína, gráu, út og hún er bara býsna flott, mjög vel tamin, þæg og góð og pottþétt GRÁ :)

01.05.2007-008.jpg

01.05.2007-011.jpg

Strákarnir fengu aðeins að fara á þá rauðu sem ég reið og þeir hefðu alveg viljað vera lengur....

01.05.2007-004.jpg

01.05.2007-005.jpg

01.05.2007-016.jpg


Alltaf jafn frábært að koma í Þingeyra, gaman að hitta þau Gunnar og Helgu og svo var Andri heima að hjálpa til. Takk fyrir okkur.

Mættum svo í "hádegismatinn" í Miðhús og B-in fóru svo heim en
við S-in út á Blönduós. Sigurgeir fór til Benna og skemmti sér alveg óskaplega vel á meðan ég var að kenna. Skrapp á Sauðárkrók þann daginn með stráka tvo og það var virkilega skemmtileg ferð :)

Nú komum heim í nótt og ég er búin að sitja sveitt við að klára svolítið af pappírum í dag og það tókst svo þá taka aðrir pappírar við á morgun.

Svanhildur hringdi í ofboði í kvöld og sagði mér að ég yrði að fara að taka ísbjörninn og koma honum undir hest og það snarasta svo sennilega fer dagurinn á morgunn í það þ.e. eftir pappíra.

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar