Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2007 Apríl

30.04.2007 20:34

Apríl 2007

April 27, 2007

Ársþing ökukennarafélagsins

Fór á ársþing ökukennarafélagsins í gærkvöldi og þar vorum
við 4 konur af u.þ.b. 50 manns. Get svo svarið það hvað
þetta er mikil karlastétt.
Við erum tvær af þessum 20 sem erum að fara á bifhjólakennaranámskeiðið í Danmörku.
En allavega, ég er búin að skrá allar stelpurnar í saumó í nám
hjá mér í vor þegar ég kem norður með hjólið.
Ólöf er allavega búin að panta að vísu einhvern tíman
fyrir fertugt en hva......

Norðurferð framundan um helgina.......

Posted by Selma at 10:28 AM | Comments (3)

April 25, 2007

Námskeið og aftur námskeið

Ótrúlegt hvað manni dettur í hug.....

Ákvað að skella mér í bifhjólakennsluréttindin.
Þau verða haldin í Danmörku í júní :)
Ég þarf reyndar að klára bifhjólaprófið fyrst.
Fer bara í það í næstu viku.

Er þessa dagana á örðu námskeiði, hef alltaf langað á ljósmyndanámskeið og skráði mig í febrúar á þetta námskeið. Ég get ekki sagt að ég sé að "fitta" þarna inn því ég mætti auðvitað bara með mína litlu myndavél en allir hinir eru með sínar 100.000 kr. vélar.
Svo .........
Námskeiðið er fínt og fróðlegt en augljóslega gerir maður ekki það sama með þessum tveim gerðum af myndavélum, segir sig sjálft.

Nú það er komið vor sem þýðir hrossapælingar. Ég er komin með höfuðverk af þeim pælingum. Nú þarf ég sem sagt að ákveða hvaða hest Hlökk fær. Er að velta fyrir mér Gaum frá Auðsholtshjáleigu og ætli reyndin verði ekki bara sú.

Nú með hinar merarnar þá eru nokkuð margar pælingar í gangi.
Ég á nefninlega svolítið mikið af merum :)

Posted by Selma at 12:02 PM | Comments (3)

April 19, 2007

Gleðilegt sumar

Jæja þá er sumarið komið ....... gleðilegt sumar :)

Geggjað veður í dag svo við fórum hjólandi upp í Garðyrkjuskóla í dag. Þar er alltaf opið hús á sumardaginn fyrsta og þar sem Guðrún Ben var þar uppfrá þá drifum við okkur. Hún var í málaradeildinni þegar við komum enda orðin alvön alls konar málun, búin að fara í gegnum námskeiðið Form og liti í vetur þar sem hún lærði alveg ótrúlegustu hluti. Hélt á köflum að hún væri í Listaháskólanum en ekki Garðyrkjuskólanum. En allavega fengu drengirnir málun og auðvitað voru teknar myndir af því...

19.4.2007-002.jpg

19.4.2007-004.jpg


og svo var brunað í vöfflur í skólanum

19.4.2007-009.jpg

og svo hjólað heim, Bjartmar hafði það bara gott á leiðinni heim og ég fór létt með að hjóla með hann aftan í enda alltaf í jóga .....

19.4.2007.jpg

Posted by Selma at 09:46 PM | Comments (5)

April 11, 2007

Keflavík í gær

Ég og mamma skruppum á Keflavíkurflugvöll í gær að sækja Eið en hann fór til Þýskalands um páskana að heimsækja Verenu og Sven. Verena var að vinna í Miðhúsum sl. haust.
Hann var rosalega ánægður með ferðina.
Komum við á Álftanesinu hjá Albert og Jóhönnu og prinsessunni sem átti afmæli á páskadag og fengum þar af leiðandi kökur. Til hamingju með daginn Helga Guðrún mín.

Fór í Jóga í morgun og veitti sko ekki af. Fann hversu stirð ég er og greinilegt að á þessu þarf ég að halda. Spurningin að fara að koma sér í sundið aftur, annars finnst mér alltaf leiðinlegt í sundi. Miklu skemmtilegra að hjóla og ég tala nú ekki um að fara á hestbak en það virðist nú bara vera fjarlægur draumur eins og vant er. Þurfum nú að fara að fara í Neðra-Sel að kíkja á Hlökk og ath. hvernig hún hefur það og húsráðendur auðvitað líka.
Held ég eigi nú einhver fleiri hross þar en man ekki alveg hvað þau eru mörg :)

Nú ekkert svo sem á döfinni nema skólinn er byrjaður, kominn miður apríl og því stutt í skólalok :)

Posted by Selma at 08:42 PM | Comments (0)

April 09, 2007

Allir komnir heim

Já við erum sem sagt komin heim og rétt að setja hér inn nokkrar línur :)

Við, þ.e. ég, strákarnir og hundurinn, fórum norður laugardaginn 31. mars. Skildum Kol eftir þar sem við eigum svo frábæra nágranna, stelpurnar á móti sáu um hann en Guðrún út á enda sá um að kíkja eftir húsinu og póstinum, takk takk.
Fórum í Miðhús, þar sem Maggi var lang líklegastur til að passa hundinn á meðan ég var að kenna :)
Hann tók strákana reyndar líka að sér þann daginn á meðan ég var að kenna en næstu daga tróð ég þeim uppá Jóhönnu mágkonu mína á Helgavatni og mömmu sem var henni til aðstoðar þar sem hún fór í hnéaðgerð fyrr í vikunni þ.e. Jóhanna. Ég er alltaf svo tillitsöm eða þannig. Hnéð var nú sem betur fer betra eftir aðgerðina.
Halla sá svo um strákana á miðvikudeginum á meðan prófin voru en þau gengu glymrandi vel. Um kvöldið þegar við komum heim frá Helgavatni stungu þeir af útí fjós og ég dreif mig til stelpanna í saumaklúbb. Það var afskaplega notalegt eins og alltaf.
Takk allir fyrir okkur :)

Beggi kom svo norður á miðvikudeginum, kom sem sagt frá útlöndum á þriðjudeginum. Við ætluðum að hittast á Akureyri en það var auðvitað fullt í flug þann daginn svo hann kom bara á bílnum, veitti svo sem ekki af fyrir allt draslið því það kemst jú aðeins meira aftur í í Trooper en Skoda. Með troðfullan bíl var lagt í hann norður í Aðaldalinn. Vorum komin þangað um 9 leytið á miðvikudagskvöld.
Vorum heima á Sandi sem er fallegasti staður ever, já og Vatnsdalurinn líka ....

09.04.2007-013.jpg

og útsýnið alveg frábært í allar áttir

09.04.2007-015.jpg

Það er búið að taka húsið allt í gegn að utan en innan er verið að gera upp syðri partinn. Merkilegt hvað manni finnst allt vera stórt í minningunni en að innan finnst mér húsið svo lítið eftir að það er búið að breyta herbergjaskipan. Amma og afi áttu heima í syðri hlutanum alla sína búskapartíð en nú er búið að skipta húsinu í tvær íbúðir og vorum við í nyrðri partinum.

Á fimmtudeginum fórum við í fermingarveislu til Snæfríðar frænku minnar, dóttur Loga og Berglindar og það var alveg óskaplega falleg og notaleg veisla. Við gáfum henni fallegt hálsmen sem Solla frænka smíðaði og Solla og mamma hennar gáfu henni hring sem Solla smíðaði líka. Við Logi og Solla erum sem sagt systrabörn. Alltaf jafngaman að hitta frændfólk sitt. Takk fyrir okkur.

Hér er mynd af Snæfríði sem ég tók daginn eftir fermingu því ég gleymdi myndavélinni á sjálfan fermingardaginn

09.04.2007-021.jpg

Já og bara svo þið vitið það líka þá reka þeir Árbótarbræður, þ.e. fyrrnefndur Logi og Óli, kjötvinnsluna Viðbót á Húsavík.

Við gerðum okkur ýmislegt til dundurs á Sandi, fórum út að Vatni eins og alltaf þegar við erum þarna, niður að Fljóti og uppá Hrygg svo eitthvað sé nefnt.

09.04.2007-001.jpg

09.04.2007-004.jpg

09.04.2007-023.jpg

Mjög góður fótboltavöllur er fyrir austan húsið og fóru allir strákarnir í fótbolta þ.e. þeir feðgar og feðgarnir Sigfús og Númi líka.

09.04.2007 040.jpg

Salka gat hins vegar alls ekki verið úti á meðan því hún tekur alltaf boltann og hleypur með hann til næsta manns, hún var því inni hjá okkur gömlu konunum á meðan :)

09.04.2007-025.jpg

Á páskadag fundu strákarnir auðvitað "öll" páskaeggin....

09.04.2007-051.jpg

og amma fékk meira segja eitt, hún hafði víst ekki fengið páskaegg í mörg ár :)

09.04.2007-029.jpg

Komum heim í gær og stórþvottur í dag.......

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar