Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2007 Mars

31.03.2007 20:31

Mars 2007

March 29, 2007

Pirruð

Vá hvað ég varð pirruð í dag.....
Sigurgeir átti að mæta hjá augnlækni í dag kl. 13.40 og allt í lagi með það, við komum þarna um hálf og látum vita af okkur og konan segir að það sé smá bið. Ég spyr hvort það sé langt. Nei nei þið getið alveg farið smá rúnt (þetta var í Kringlunni) eða bara beðið. Við ákváðum að bíða og biðum og biðum og biðum og biðum. Eftir klukkustundar bið var ég nú alveg að missa þolinmæðina og spyr konuna í móttökunni hvort sé löng bið enn nei við erum bara næst. Já okei en það var fólk að fara inn rétt áður til læknisins. Biðum enn í hálftíma, ég er að segja ykkur það við biðum í eina og hálf klukkustund og það var ekki einu sinni sagt, afsakið þessa bið, heldur bara hæ. Ég var svo fúl að ég sagði ekki orð, dropar settir í augun á Sigurgeiri og biðum enn í hálftíma. Komum aftur og fengum útúr þessu að hann væri með sjónskekkju og fjarsýni en undir viðmiðunarmörkum þannig að við eigum bara að skoða málin í haust.
Fór fram og borgaði, sagði konunni að það væri kannski allt í lagi að láta fólk vita ef biðin er endalaus. Mér var ekki svarað.
Hvurslags eiginlega þjónusta er þetta, kunna læknar ekki mannasiði eða hvað er í gangi, er þetta bara látið viðgangast, ég lét þetta viðgangast. Datt nú í hug að senda þeim bara reikning á 2 ökukennslutíma.
Dísús maður :(

Guðrún tók Bjartmar sem betur fer úr leikskólanum þannig að hann var ekki með nóg var nú samt en hvað ef hún hefði nú verið búin að bóka sig einhversstaðar kl. 16 af því ég ætlaði að vera komin heim kl. 15.

Nema hvað, þarf að klára óteljandi hluti því á dagskrá er
norðurferð að kenna, 5 í próf á miðvikudag :)

Posted by Selma at 08:11 PM | Comments (3)

March 28, 2007

Svakalega sætur

Mikið svakalega var drengurinn sætur sem hringdi í mig í gær :)
Hann Villi í Shell sjoppunni, sem er með heimsins bestu þjónustu, hringdi í mig í gær og spurði hvort ég gæti útbúið gjafabréf, hann vildi gefa kærustunni sinni það í afmælisgjöf í gær, þ.e. ökutíma hjá mér. Það var nú ekki málið, hafði aldrei gert slíkt en þar sem ég er með eðalgott forrit í tölvunni þá gat ég klambrað einu saman.
Vá hvað þetta er flott hjá honum enda lét ég hann alveg vita það :)
og við kærastan hans fórum út að keyra í dag :)

Veðrið var algjörlega frábært í dag enda fórum við út að hjóla. Vagninn aftan í og Bjartmar þar í, hundurinn í bandið og svo var hjólað í Bónus að kaupa ávexti. Alveg frábært að taka Sölku með því hún dregur svo bara hjólið, mig og vagninn. Var samt orðin svolítið þreytt á þessu á leiðinni heim og þar af leiðandi þurfti ég eiginlega að hjóla alveg sjálf alla leiðina heim, en komst að því að Rope Yoga hefur greinilega virkað vel á mig því ég var ekki neitt þreytt þegar ég kom heim og ekkert búin að hjóla síðan í fyrravor. Vá hvað við vorum ánægð eftir hjólið :)

Framundan er ýmislegt ..................

Posted by Selma at 09:30 PM | Comments (1)

March 24, 2007

Enn og aftur tónleikar

Sigurgeir er farinn með tónlistarskólanum upp að Sólheimum í Grímsnesi þar sem þau verða með tónleika fyrir íbúana þar kl. 15.00.
Einnig kemur Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts og æfa þessar hljómsveitir nokkur lög í dag sem síðan verða spiluð á tónleikunum.
Við verðum auðvitað að mæta á svæðið.

Bjartmar er alveg ótrúlegur. Í vetur, þ.e. nú eftir jólin, hefur hann alltaf farið að hágráta þegar ég hef verið að kveðja hann upp á leikskóla. Hann hélt svo fast um hálsinn á mér að það þurfti að slíta hann af mér og grenjaði svo úr sér augun, fannst mér, en það reyndar hætti um leið og ég er búin að loka hurðinni. Nú við fórum svo að tala um þetta og hann er hættur þessu núna en í staðinn fer hann að hágrenja þegar ég kem að sækja hann og segir að ég megi ekki koma núna því hann sé að leika sér. Svo nú fer ég með hann hágrenjandi, það var eiginlega miklu betra að skilja hann eftir hágrenjandi því þá þurftu gellurnar á leikskólanum að "díla" við hann en nú þarf ég að gera það, hahahaha.

Var eiginlega ferlega spæld í gærkvöldi, saumó var með matarboð og ég missti af því, uhuhuhuhu, spurning hvort maður fer ekki bara að bjóða þeim í orlofshelgi hingað í Hveragerði, eins og allir vita er stutt á Heilsuhælið..... :)

Posted by Selma at 10:44 AM | Comments (3)

March 22, 2007

Veðurteppt

Varð verðurteppt 2 tíma í Reykjavík í fyrradag :)
Dreif mig í "vinnuna" í Reykjavík á þriðjudag þó það væri leiðinleg spá og hugsaði alla leiðina hvort ég ætti nokkuð að vera að fara, ekkert sem bráðlá á þar. Var fram að hádegi og þegar ég kem uppá hringtorgið við Norðlingaholt er löggubíll þar á miðjum veginum.
Keyri að honum og spyr lögreglukonuna hvort hún sé ekki bara að grínast :) Nei hún hélt nú ekki - enda stæði hún þá ekki þarna í þessu leiðindaveðri ef hún væri að grínast. Það var skítaveður á Sandskeiðinu og reyndar alla leið svo þeir bara lokuðu.
Ég hringdi í hana Guðrúnu mína "úti á enda" og bað hana að redda strákunum sem hún og gerði. Alveg ómetanlegt að eiga góða að.
Ég fór aftur í vinnuna og gerði það sem ég ætlaði að gera næst þegar ég kæmi. Ótrúlegt hvað það setur mann alveg úr sambandi þegar maður kemst ekki heim til sín.
Búið að opna uppúr tvö og fór ég þá, lenti á eftir sendibíl sem krúsaði veginn út og suður svo hann var nærri búinn að keyra niður jeppa sem kom á móti. Ég var bara fegin að komast heim....

Annars er ekkert að gerast hér nema Bjartmar fær ekki lúrinn sinn lengur á daginn og þar að leiðandi frekar úrillur allan daginn en sofnar í staðinn á millil 18.30 til 19.30.

Sigurgeir er að fara í 2. stig próf á klarinettið í næstu viku og æfir sig á hverjum degi, tónstiga og eitthvað sem ég veit ekki hvað heitir. Svolítið óþægilegt að kunna "ekkert" á þetta svo maður gæti allavega sagt honum hvort eitthvað er vitlaust til að hægt væri að laga það en nei, kann ekkert svo ég veit bara ekki hvort hann er að gera þetta rétt eða rangt. Vona bara að þetta sé rétt, spyr hann eftir hvern tíma hjá Ian hvort þetta hafi verið í lagi sem "við" vorum að æfa. Kemur þá í ljós í næstu viku.

Og Beggi er bara að vinna í Þýskalandi.........

Posted by Selma at 12:25 PM | Comments (0)

March 15, 2007

Frábær dagur

Fékk frábært símtal í morgunn :)
Klukkan 8.06 kem ég inn úr dyrunum frá því að keyra strákana í skólann. Síminn hringir og ég sé að það er Svanný og hugsa, frábært loksins hefur hún tíma til að spjalla og svara en þá er það Maggi og hmm hvað skyldi hann vilja svona snemma :)Samtalið var einhvern veginn svona:
Hann segir: Heyrðu það er brúna merin.
Ég hugsa; hvað nú, en segi: Nú nú á að fara að éta hana.
Maggi: Þú verður bara að koma og kíkja á hana.
Ég: Núna.
Maggi: Já já hún er farin að tölta.
Ég: Ha ertu ekki að "jóka" vá hvað segir þú, frábært.
Maggi: Nei nei ekkert að grínast með það, þú verður bara að koma.
Ég: Okei, kem bara á eftir.

Algjörlega frábært, hún hefur verið svolítið klárgeng en er bara búin að vera tæplega tvo mánuði hjá þeim í vetur, var lítið inni í fyrra og nokkra mánuði á 4. vetur. Svo VÁ hvað ég varð glöð.
Dreif mig austur í hríðargargi. Hitti á þau í rekstri og tók þessa mynd af hrossunum þeirra á heimleið :)

15.3.2007-015.jpg

Maggi sýndi mér merina og vá hvað hún hefur tekið miklum framförum, fyrir tæpum tveim vikum var hún ekki farin að tölta en þarna var hún flott á hægu tölti með góðan höfuðburð. Mikið ofboðslega var ég glöð og ánægð með vinnuna þeirra. Algjörlega magnað.

Svo hér erum við Maggi með Hugrúnu svakalega ánægð.
15.3.07.100_5463.jpg

og svo við tvær :)

15.3.2007-017.jpg

og svo auðvitað mynd af Toppu minni líka sem átti að taka inn í vetur en það er ekki búið enn.........

15.3.2007-018.jpg

Að öðrum tíðindum dagsins :)

Í kvöld var bekkjarkvöld hjá Sigurgeiri, frétti það líka í dag að þau eru komin með 3 umsjónarkennarann í vetur, svakalega erfiður bekkur eða nei eiginlega er hann það ekkert en hún Magga kennarinn þeirra til 3ja ára lenti í bílslysi fyrir jól og er með brjósklos í öxlinni, ekki gott mál og er hún enn í alls kyns meðferðum við því. Sú sem tók við af henni datt af hestbaki og handleggsbraut sig svo nú hafa þau þann þriðja. Við vonum bara að það lagist allt svo við fáum þær aftur fljótlega.
Nema hvað bekkjarkvöldið var frábært að vanda, þau voru með leikrit og dans og svo komum við foreldrarnir með "smávegis" meðlæti með kaffinu og þetta var alveg ofsalega flott og skemmtilegt. Allir þreyttir í kvöld.

Hér eru þau að syngja pizzalagið :)

15.3.2007-024.jpg

og Bjartmar horfir hugfanginn á með húfuna og vettlingana :)

15.3.2007-022.jpg


Verð að láta þessa myndina fylgja af Bjartmari og Tuma. Á leiksólanum er hann Tumi (bangsinn) en hann fer alltaf heim með einhverju barninu um helgar. Loksins var komið að Bjartmari og hann varð ekkert smá ánægður, brosti alveg allan hringinn og svo passaði hann uppá þennan bangsa alla helgina, svaf með hann, gaf honum að borða, fór með okkur í bíó og ég veit ekki hvað. Gott ef hann ætti eitthvað eitt leikfang hér heima sem hann passaði svona vel uppá :)

15.3.2007-002.jpg


og já Beggi er kominn til Þýskalands.......

Posted by Selma at 09:32 PM | Comments (2)

March 11, 2007

Símatónleikar

Það voru haldnir símatónleikar hér í kvöld, ekki símafundur heldur tónleikar, það er svo skemmtilegt :)
Sigurgeir og Jóhann vinur hans í Vestmannaeyjum spiluðu fyrir hvorn annan og var það virkilega skemmtilegt.

Við fórum með Begga í flug í morgun, þ.e. bara í Marel því þar er rúta sem fer á völlinn. Fórum síðan til mömmu í kaffi og Bjartmar snaraði einu púsluspili saman á meðan ég drakk mikið kaffi og borðaði eplaköku með rjóma. Hún átti ekki orð yfir því hvað hann var duglegur að púsla þegar þau voru hérna saman um daginn og var því búin að grafa upp púsluspil fyrir hann núna. Frábært.

Fórum svo og keyptum Euróvison diskinn þ.e. þennan úr sjónvarpskeppninni því Sigurgeir er að æfa lagið með Eiríki,
það er að verða nokkuð gott hjá honum :)

Nú þegar þetta er skrifað er Beggi á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Riga í Lettlandi en þaðan fer hann svo í fyrramálið til Litháens í einn eða tvo daga, svo til Þýskalands.

Gleymdi alveg að minnast á að hún Guðrún vinkona mín, fyrrverandi nágranni kom hérna á föstudaginn færandi hendi. Hafði gert þessa flottu blómaskreytingu uppí skóla og gaf okkur. Alltaf svo gaman þegar hún kemur, mikið spjallað og mikið kaffi drukkið. Hún fór svo heim í leiðindaveðri í gær en það hafðist allt saman sem betur fer.

Posted by Selma at 08:54 PM | Comments (0)

March 10, 2007

Langur laugardagur :)

Veðrið eitthvað svo æðislegt akkúrat núna á laugardagskvöldi ......

Fórum á sýninguna Æskan og hesturinn í dag og þar var margt skemmtilegt, fullt af flottum atriðum og hestum. Jónsi var frábær og ABBABABB og svo var þarna ansi góður smalahundur sem þyrfti að vera til á mörgum bæjum og þá meina ég þar sem eru kindur :)

Eftir sýninguna fórum við á Trocadero og fengum okkur að borða því það nennti enginn að hugsa um eldamennsku. Leiðinda hríðarveður í Reykjavík en rigning og rok alla leiðina heim. Skrítið veður.

Á morgun er Beggi að fara til Litháens og síðan til Þýskalands og verður u.þ.b. þrjár vikur. Alltaf gaman hjá honum.

Posted by Selma at 09:36 PM | Comments (0)

March 04, 2007

Framtaksleysi

Voðalega gengur eitthvað illa að skrifa inn fréttir þessa dagana, ekki það að það sé eitthvað um að vera hérna dags daglega en allavega eitthvað.

Við mættum á Hljómsveitatónleika hjá Tónistarskóla Árnesinga í Fjölbrautaskóla Suðurlands 1. mars þar sem Sigurgeir var að spila með blásrasveitinni, þ.e. krakkar úr öllum skólnum hérna á svæðinu, u.þ.b. 70 krakkar og þar af 28 á klarinettu. Svo voru þarna kammersveit, gítarsveit og nokkrir suzukihópar. Gaman að sjá þessa litlu krakka með fiðlur og auðvitað alla krakkana að spila. Ég setti smámyndbönd af blásarasveitinni inná myndasíðuna okkar.
Ég er reyndar búin að læsa þeirri síðu, alveg óþarfi að maður og annar sé að skoða þessar myndir. Ef þið finnið ekki út úr því hvað aðgangsorðið (allt litlir stafir) er þá bara sendið mér póst á selma@selma.is :)

Í gær drifum við okkur í bíó á Vef Karlottu, hef ekki farið á aðrar myndir en barnamyndir sl. 3 ár en þær eru yfirleitt bara mjög skemmtilegar svo það er allt í lagi. Á leiðinni heim ákváðum við að hringja í þau í Neðra-Seli og bjóða þeim í mat í kvöld (sunnudagskvöld) en þar sem þau þurftu að vera mætt norður í Hólaskóla í morgun og ætluðu að gista í Reykjavík í nótt þá komu þau bara í gærkvöldi í mat. Það var alveg meiriháttar gaman og auðvitað svakalega góður matur.
Mikið spjallað um eitt og annað. Verð í því sambandi að geta nýrrar heimasíðu þeirra þar sem ég átti þátt í þeirri vinnu að búa hana til.
Þar er fín mynd af henni Hlökk minni. Hún er í góðum höndum þar og hefur það fínt hef að vísu ekki séð hana í margar vikur, þar sem maður gefur sér aldrei tíma til að skreppa austur. Nú er spurningin hvort hún hafi fengið við Stálasyninum Stæl frá Neðra-Seli en hún var sett til hans eftir að hún kom frá Klett frá Hvammi. Ekki var búið að sónarkoða hana eftir að hún var tekin frá Stæl og spurning um að fara að gera það því annars þarf ég að fara að leggja höfuðið í bleyti hvert hún á að fara í vor :)

Í dag skuppum við í fjöruna, það hefur ekki verið gert lengi. Það er alveg meiriháttar að fara þarna niðureftir, þar er ENGINN nema við, auðvitað, hundurinn fær víðáttubrjálæði, Sigurgeir ætti frekar að fara í sundfötum heldur en snjófötum því hann annaðhvort situr í flæðarmálinu að tína steina eða reynir að labba það langt útí að hann verður blautur í fæturna. Bjartmar og Beggi fóru og náðu í alla "bolta" sem þeir fundu og spörkuðu þeim í sjóinn og ég tók myndirnar.......

4.3.2007-010.jpg

4.3.2007-011.jpg

4.3.2007-018.jpg

4.3.2007-004.jpg

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar