Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2006 Desember

31.12.2006 20:24

Desember 2006

December 26, 2006

Jólahvað :)

Nokkrar jólamyndir :)

Fyrst fékk Salka sinn pakka sem hún var ákafalega ánægð með,
hún kemur allavega með þetta hlaupandi örðu hvoru og vill að einhver leiki við sig...

Bjartmar missti sig alveg yfir sínum fyrsta pakka og hann hefði ekkert þurft fleiri....

Sigurgeir fékk tæknilegó frá Evu systur sinni og setti það saman á aðfangadagskvöld, held hann hafi verið til að verða 12 að því og þegar hann vaknaði á jóladag setti hann hitt saman sem hann fékk, enga stund að þessu :)

Í gær fórum við í hangikjöt til mömmu sem var bara æðislegt og í dag fóru strákarnir á jólaball á Hótel Örk en við stelpurnar fórum í langan göngutúr og hristum af okkur jólaslenið sem var bara gott.
Hér er mynd af Bjartmari og jólasveininum.

Posted by Selma at 11:18 PM | Comments (0)

December 24, 2006

Gleðileg jól


Kæru vinir
Okkar allra bestu óskir um gleðileg jól
og farsælt nýtt ár.
Þökkum liðnar stundir.
Kærar kveðjur
Selma, Beggi, Sigurgeir Njáll og Bjartmar Dagur

Posted by Selma at 01:01 PM | Comments (2)

December 21, 2006

Vá ekkert smá af vatni

Varð að sjá þennan vatnsflaum sem talað er svo mikið um svo við keyrðum á Selfoss í björtu og VÁ maður hvað áin var roasleg, ég var eiginlega ekki að meika það að keyra yfir brúna en þar sem ég var í röð gat ég ekki snúið við og við komumst yfir og aftur til baka.....

LOKSINS voru piparkökurnar málaðar en Sigurgeir fékk vin sinn Davíð til að hjálpa til. Þeir skemmtu sér mjög vel við málunina og fóru síðan með nokkrar piparkökur á kertadaginn sem var í gær :)

Í gærkvöldi hringi Jóhann Hrafn vinur hans úr Vestmannaeyjum og héldu þeir tónleika hvor fyrir annan, settu hátalarann á á símunum, Jóhann spilaði nokkur lög á píanó og Sigurgeir síðan á klarinettið, ferlega fyndið eitthvað og ótrúlegt hvað þeim dettur í hug að gera....
Þið sjáið símann kannski á myndinni.

Nú annað gengur sinn vanagang, við sækjum Sölku á morgun en hún er búin að vera í barnsburðarleyfi hjá Helgu síðan í október, mikil gleði held ég að verði hér á bænum, bæði hjá henni og okkur þó svo við vitum alveg að henni líður líka vel hjá Helgu. Strákarnir hafa saknað hennar ógurlega mikið og það er ótrúlegt hvað vantar mikið þegar hundurinn er ekki heima.

Eiður og mamma ætla að koma í mat á morgun, það verður frábært. Sjáumst alltof sjaldan, þ.e. við Eiður. Kem oftar til mömmu :)
Eiður kom suður í dag í leiðindaveðri og fer norður aftur á Þorláksmessu.

Nú þetta jóla jóla það er nú bara eins og það er, jólin koma hvort sem maður gerir hitt eða þetta. Það verður svo jólaboð hjá mömmu á jóladag þannig að ekkert hangikjöt soðið hér eða soðið og borðað síðar, mér finnst hangikjöt svo rosalega gott en hef það alltof sjaldan.....

Posted by Selma at 07:44 PM | Comments (0)

December 19, 2006

Jólaeplin

Þá eru jólaeplin tilbúin :)
Við stelpurnar hérna í götunni þ.e. nokkrar og ein fyrrverandi sem á heima úti á heiði núna :) fórum til Guðrúnar og þæfðum nokkur jólaepli í gærkvöldi. Svakalega gaman og úr urðu nokkur jólaepli og kúlur :)

Hér eru Margrét og Guðrún

og við allar, Margrét, Guðrún, Halla og Selma


Ég fékk sendan forljótan brauðpoka frá KB banka um daginn. Ég hefði nú gjarnan viljað að þeir hefðu sent mér pening eða sem hefði verið ennþá betra bara að sleppa þessu og notað peninginn til góðgerðarmála. En kannski gera þeir það bara ....... allavega þurfti ég akkúrat ekkert á þessu að halda.

Ég er að gera nokkur jólakort, loksins núna, málið er að við ákváðum að gefa þann pening sem annars færi í Póstinn til góðgerðarmála og því verða bara örfá kort send.
Svo kæru vinir og vandamenn bara rafræn kort í ár :)

Posted by Selma at 08:33 AM | Comments (3)

December 17, 2006

Frábær dagur

Algjörlega frábær dagur :)
Fórum upp í Haukadal og Haukadalsskóg og náðum þar í jólatré....
Hittum þar jólasveina á fjórhjólum og fengum við far með þeim inní skóg þar sem var alveg fullt af fólki fyrir, fullt af bílum og fullt af jólatrjám :)

Fundum jólatré, spurning hvort það lítur ekki bara
eins vel út í stofunni og þarna :)

Fórum og létum "pakka" því inn og fengum kakó og kaffi, virkilega flott að þessu staðið og gaman að fara þarna.

Rúsínan í pylsuendanum var svo jólahlaðborðið á Hótel Geysi sem var strax eftir jólatrésleiðangurinn. Við fórum sem sagt 6 saman, þ.e. við öll og mamma og Gummi. Albert og Jóhanna voru líka með systkinum og foreldrum Jóhönnu þannig að þetta var góður hópur. Það var pakkfullt og fullt af börnum auðvitað. Alveg meiriháttar matur og jólasveinar og allt.
Mæli alveg með þessu, virkilega flott, gott og skemmtilegt.

Posted by Selma at 08:25 PM | Comments (0)

December 15, 2006

Tónleikar

Alltaf eitthvað um að vera hér.......

Nokkuð mikið um tónleika í þessari viku. Helgileikurinn var 2x og svo fórum við á tónleika á HNLFÍ þar sem Sigurgeir var að spila með sinni litlu lúðrasveit :)

og ég í lopapeysunni minni, Bjartmar var nú hálfþreyttur
enda komið fram yfir hans háttatíma þetta kvöld

nú svo tókum við okkur til og þæfðum nokkrar jólakúlur, Sigurgeiri finnst það mjög gaman og er búinn að gera u.þ.b. 10 kúlur

Engar myndir til af kallinum, hann er búinn að vinna til 7 alla þessa viku enda alveg að drepast í öxlinni í gærkvöldi :( en fer til sjúkraþjálfarans í dag svo kannski skánar hann :)

Posted by Selma at 11:08 AM | Comments (0)

December 14, 2006

Dásamlegir tónleikar

Ég og Guðrún "á endanum" fórum á tónleika í kirkjunni í kvöld með
KK og Ellen. Ég held ég hafi verið með gæsahúð allan tímann.
Alveg dásamlegir og frábærir tónleikar.

Posted by Selma at 10:31 PM | Comments (0)

December 10, 2006

Farinn að vinna :)

Aðalfréttirnar eru auðvitað að Beggi fór í vinnunna sl. fimmtudag og kom þreyttur en glaður heim. Skildi engan undra eftir 6 mánaða veikindafrí :) en öxlin er samt ekkert orðin góð og spurning hvenær hún verður það.

Við fórum í kirkjuna að sjá jólahelgileikinn hjá 4. bekk en 4. bekkur sér alltaf um helgileikinn. Virkilega flott og skemmtilegt hjá þeim. Á morgun sýna þau þetta í HNLFÍ og maður mætir þar bara líka. Læt hér nokkrar myndir fylgja með....


Posted by Selma at 09:16 PM | Comments (0)

December 05, 2006

Jólaföndur og leikhúsferð

Jóla-jóla-jóla og allt gerist sama daginn auðvitað :)

B-in fóru í jólaföndrið á leikskólanum hjá Bjartmari í morgun

við S-in fórum hins vegar í leikhúsferð í Borgarleikhúsið á Réttu leiðina sem er skemmtilegt krakkaleikrit og eingöngu krakkar 9-15 ára sem leika. Virkilega skemmtileg ferð og flott leikrit. Allur 4. bekkurinn fór, kennararnir auðvitað og nokkrir foreldrar.

Á morgun er svo jólaföndurdagur í grunnskólanum og um helgina sér 4. bekkur um helgileik í kirkjunni og á heilsuhælinu á mánudaginn.

Nú Beggi er búinn að fá grænt ljós á að fara að vinna fljótlega, spurning hvaða dagur verður fyrir valinu :)

Í dag fékk ég bréf frá Tryggingastofnun þar sem ég fæ endurgreitt slatta ef ég fer í að skipta um þessar flottu framtennur sem ég er búin að vera með síðan 1977, æði langt síðan eða hvað. Þá verð ég líka loksins sætari. Þetta væri ekki nema um hálf milljón ef ég ætti að borga þetta allt sjálf svo auðvitað myndi ég láta þessar tennur halda áfram að slampast uppí mér þar til þær dyttu sjálfar út úr mér. Ég held ég láti slag standa og tali þá bara við KB banka um lán fyrir restinni. Brosi bara sætt til þeirra, þá eftir að ég er búin að fá þær nýju.

Beggi tók þessa mynd af Sigurgeiri á fótboltamóti um daginn og verð bara að láta hana fylgja með þó hún sé ekki í fókus. Hann bara varði þetta svo rosalega vel strákurinn.....


Svo má ekki gleyma að segja frá lopapeysunni sem mamma prjónaði á mig og ég á bara eftir að taka mynd af henni, þ.e. peysunni og mömmu líka einhvern tíman :)
Hún prjónaði líka á mig húfu í stað þess að kaupa hana á Hvanneyri fyrir 3.200 kr. í sumar. Svo nú er bara að biðja hana að prjóna á mig vettlinga og sokka í jólagjöf :)


  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar