Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2006 Nóvember

30.11.2006 20:16

Nóvember 2006

November 30, 2006

Enn líður tíminn

Já 1. des á morgun :)
Fréttir???
Mikið kennt undanfarið, kom heim frá DK og beint að kenna því það fóru 3 í próf á Selfossi fyrir viku og svo norður á föstudag, ég reyndar byrjaði föstudaginn hjá Zeppelin og keyrði svo alla leið á Sauðárkrók, kenndi Hvammstangakrökkunum þar, lét þau svo keyra heim og fór svo á Blönduós og kenndi þar aðeins. Gisti hjá Jobbu, takk Jobba mín. Byrjaði laugardag á Blönduósi og fór svo á Hvt. og gisti hjá Möggu, takk Magga mín. Kláraði að kenna krökkunum þar um hádegi, renndi á Blönduós og kláraði þar, tók kjöt, kom aftur við á Hvt. því ég varð auðvitað að komast í afmæliskökurnar hjá Erling, hann varð fertugur kallinn, til hamingju með það :)
Komin heim rétt fyrir kl. 9 um kvöldið og mikið ofboðslega var gott að fara í jóga á mánudagsmorgunn :)

Við Bjartmar fórum til tannlæknis í gær og það gekk vel, hann fékk að skoða allar tannlæknagræjurnar og þá var ekkert mál að fá að kíkja á tennurnar í honum sem litu bara vel út. Tekin var mynd af skoltinum mínum ef ske kynni að maður færi að fá sér nýjar þegar maður verður ríkur á næstu árum.

Fór til Hörpu Hrundar í síðustu viku og sótti myndirnar af strákunum og þær eru æðislegar, læt hérna 2 myndir fylgja með.


Posted by Selma at 09:05 AM | Comments (1)

November 21, 2006

Ferðasaga

Jæja ferðasagan :)

Byrjuðum í Keflavík á miðvikudagskvöld hjá honum Jónasi og alveg frábær þjónusta þar fyrir ekki mikinn pening. Við sem sagt gistum í íbúð sem hann leigir út og svo keyrði hann okkur á flugvöllinn á fimmtudagsmorgunn. Við skildum bílana eftir heima hjá honum og svo sótti hann okkur á völlinn, þ.e. bara bílstjórana því hann vissi auðvitað að hann kæmi ekki öllum töskunum í bílinn sinn :)

Smá seinkun á flugi á fimmtudagsmorgunn. Ég hitti eldri bræður mína tvo á flugvellinum, Albert var að fara til Köben með Flugleiðum en Gummi var að fara til Amsterdam. Ferlega gaman að hitta þá þar, hafði ekki séð þá lengi :)
Við vorum komnar til Köben um hádegi og fórum beint á Hótel Löven sem er mjög stutt frá Strikinu og hótelstýran er algjör snilld.

Við fórum aðeins á Strikið að versla á fimmtudeginum og það var bara gaman, fórum snemma út að borða því við vorum svo þreyttar en Erna vissi um góðan stað sem við fórum á og ég man alls ekki hvað heitir en það voru svona miðjarðarhafsréttir þar. Samt alveg ótrúlega hávær veitingastaður því við gátum ekki talað saman þar.
Fórum mjög snemma að sofa þetta kvöld.

Á föstudeginum fórum við í Fields og versluðum "svolítið". Mjög flott verslunarmiðstöð og ekkert brjálæðislega margt fólk þar. Ég ætla samt ekkert að setja mynd hér af innkaupakörfunum þið verðið bara að ímynda ykkur hvernig þær litu út :)´
Um kvöldið fórum við niður á Strikið og fundum Mexicanskan veitingastað, alveg frábæran og þar skemmtum við okkur MJÖG vel. Fengum senda margaritu á borðið okkar í lítratali og höfðum bara gaman af því :)
Eftir það fórum við á karókí bar og ætluðum að syngja nokkur lög en það virtist sem fólk væri eitthvað vant þessu þarna því það var bara alltaf biðröð þannig að við geymum það til næstu ferðar, æfum okkur bara heima þangað til.

Á laugardaginn skiptum við liði og við Sigrún fórum saman, enduðum niður á Nýhöfn og fengum okkur síld og svínasteik uppá danska vísu. Ferlega næs, síðan röltum við upp Strikið og fengum okkur kaffi en þar sem ég hellti því öllu yfir mig þá fór ég og keypti mér buxur og utanyfirjakka. Ekki gat maður verið kaffiblautur það sem eftir lifði dags.
Skildi við hana um fjögurleytið og fór í Tívolí að hitta Malenu sem ég hef ekki séð í 5 ár. Það var ógeðslga margt fólk í Tívolí enda fyrsta opnunarhelgi fyrir jól. Við fórum og fengum okkur glögg og "eplaskífur" og sátum þar lengi eða þar til að við ætluðum út að borða en ekkert hægt að fá fyrir 9 manns svo við enduðum á að panta borð á Herford (eða eitthvað) kl. 22.00, fórum allar í Tívolí og sumar fóru í rússíbanana og fleira. Alveg rosalega flottur staður hjá þeim dönum.

Við allar saman í Tívolí

og ég og Malene

Sunnudagurinn var bara menningarlegur, við fórum á vaxmyndasafnið og í rútuferð og svo niður á Nýhöfn og að borða þar. Duttum niður á frábært veitingahús og við fengum okkur auðvitað endur og svínasteikur og svo eplaskífur í eftirrétt. Virkilega danskt allt saman. Áttum alveg frábæran hádegismat þarna, röltum svo heim á leið og þá byrjaði að rigna, hafði ekkert rignt til þessa.

Fengum rútu fyrir okkur á flugvöllin og biðum lengi í röðum til að komast inn. En allt gekk þetta vel og Jónas beið eftir okkur á flugvellinum og Himmi líka að ná í Sædísí sína. Ég skutlaði Hörpu og Jobbu í bæinn og þær fóru svo beint norður,ég fór bara heim í Hveragerði. Sigrún og Berglind fóru líka norður en rest gisti í bænum og fór heim í gær.

Algjörlega frábær ferð í alla staði og takk fyrir það stelpur.

Hér heima gekk allt sinn vana gang en þeir voru nú samt fegnir að sjá mig í gær strákarnir.

Posted by Selma at 10:38 AM | Comments (2)

November 20, 2006

Vá hvað var gaman.
Ferðasagan kemur von bráðar :)

Posted by Selma at 11:52 AM | Comments (0)

November 13, 2006

Bekkjarkvöld

Skrítið hvernig hlutirnir eru ýmist of eða van, voru sem sagt svolítið of sl. daga en bara frábærir.

Fórum í matarboð í Neðra-Sel á föstudagskvöldið og það var meiriháttar notalegt.
Á laugardagskvöldið vorum við boðin til Bryndísar og Gunnars í Gljúfraselið og alveg frábært að hitta þau lokins aftur. Hvað maður er hallærislegur að drífa sig ekki oftar í heimsóknir.
Í gær fórum við á Víkingasafnið í Perlunni af því Sigurgeir var búinn að tala um það að sig langaði þangað því bekkurinn hans var að vinna með víkingasögurnar sl. vikur og loksins komum við okkur til að skoða safnið. Bjartmar varð bara hræddur svo við fórum út en þeir eldri fóru allan hringinn. Sigurgeir var nú samt hálfhræddur þegar hann kom út og sagðist örugglega fá martröð í nótt. Fékk hana samt ekki og held þetta sé nú ekki verra fyrir hann en margt "barnaefnið" sem er í sjónvarpinu. En allavega er þetta frábært safn að fara á og ótrúlega raunverulegt fólk þarna inni.

Í kvöld var bekkjarkvöld þar sem sýnd voru frumsamin víkingaleikrit og dansar og svo í restina sungu þau fyrir okkur nokkur lög.
Alveg meiriháttar skemmtun hjá þeim. Takk fyrir það :)


Nú svo eru bara 2 kvöld í að við stelpurnar hittumst í Keflavík því þar ætlum við að hefja Danmerkurferðina og mikið rosalega verður það gaman, hef aldrei farið svona stelpnaferð áður. Hlakka svo til......

Posted by Selma at 09:46 PM | Comments (0)

November 06, 2006

Skrapp

Skrapp norður um helgina :)

Fór á Hvammstanga að kenna og gisti hjá Hótel Möggu sem er bara frábært. Fór samt fyrst á Blönduós á föstudag og svo á Hvammstanga. Kenndi þar allan laugardaginn og svo aðeins í brjálaða veðrinu á sunnudag, svo á Blönduós og komst aðeins í vöfflukaffi, takk fyrir það og í afmælisköku í Miðhús. Maggi átti afmæli og þá Bogga líka og svo átti Raddý líka afmæli. Til hamingju með það öll.

Eftir afmæliskökuna í Miðhúsum fór ég aftur á Hvammstanga að kenna og svo heim. Var komin heim kl. 11 í gærkvöldi.

En það sem ég vildi segja var að ég fékk svona flash back aftur til Reykjaskóla, sem var þá sem sagt á síðustu öld :)
Var að kenna dóttur Möggu og dóttur Hafdísar á Hvalshöfða og þar sem þær eru barasta alveg eins og mömmurnar fannst mér sem ég sæti við hliðina á þeim þarna um árið.
Til að toppa þetta fór Erlingur og keypti rjóma og ég fékk blandaða ávexti úr dós og rjóma í hádeginu í gær. Það fengum við alltaf á sunnudögum á Reykjaskóla og við Magga höfðum einmitt talað um það daginn áður þetta með blönduðu ávextina. Ferlega sem þetta var gaman. Takk takk Magga mín og fjölskylda.

Af strákunum var það að frétta á meðan ég var í burtu að það var fótboltamót niður í Þorlákshöfn og svo komu Eva Dögg og Jói og gistu um helgina. Svo það var bara gaman hjá þeim öllum á meðan.

Í morgun var Rope Yoga og ég er afar þreytt núna svo ég held ég leggi mig :)

Posted by Selma at 11:48 AM | Comments (2)

November 02, 2006

Frábærir foreldrar

Frábærir foreldrar sem ég hitti í dag. Fékk dreng í próf á Selfoss í dag og foreldrarnir þurftu að keyra með hann um langan veg bara til að fara í próf hér af því ég var að kenna honum. Það gekk mjög vel þó slagveðursrigning væri og hann hafði ekki keyrt hér í svolítið langan tíma. Mikið þykir mér vænt um þetta fólk.
Innilega til hamingju með daginn og ég er mjög glöð yfir því að hafa fengið að taka þátt í honum :)

Við situm og saumum þessa dagana. Fór nefninlega og keypti mér smámyndir til að sauma, sauma sem sagt þá daga sem stelpurnar eru í saumaklúbb fyrir norðan. Reyndar er búin að vera svolítil föndurvika hjá okkur. Sigurgeir vildi nefninlega endilega sauma líka fyrst ég var að sauma svo við fórum á Selfoss og keyptum krosssaumsmynd handa honum sem hann hefur bara verið ansi duglegur við að sauma í. Bjartmar fékk hins vegar stóra örk til að teikna á. Læt fyljga hér myndir af þessu :)

gamla flott með gleraugun....

og dugar ekkert minna blað handa honum....

Þeir bræður eru líka búnir að halda svolítið mikið af tónleikum þessa dagana, það "rignir" nefninlega hérna núna. Þegar Sigurgeir fékk nótnastandinn spilaði Sigurgeir útí eitt og varð Bjartmar auðvitað að spila með. Var fyrst með munnhörpu en svo fann ég blokkflautuna sem ég er ekki búin að skila ennþá, sorry Skarphéðinn...... svo við njótum góðs af henni á meðan :)

og Kolur er alltaf jafn mikil rúsina...

Nú Beggi er ekki farinn að vinna, er ennþá hjá sjúkraþjálfaranum og hann mætti fara að vinna svona hálfan daginn létta vinnu, sé það alveg fyrir mér ....... :)

Posted by Selma at 09:01 PM | Comments (3)

November 01, 2006

Rope Yoga

Þá kom að því, haldið ekki að ég hafi mætt í Rope Yoga í morgun.
Algjörlega frábært og loksins fann ég eitthvað sem mér líkar við þ.e. svona líkamræktarlega séð. Fór í sund á föstudag, laugardag, mánudag..... og fann þar bækling um Rope Yoga, vissi nú alveg að það væri stundað en vissi ekki að það væri hér fyrir austan fjall. Jú hvað haldið þið ekki að hún Bryndís sé með þetta á Selfossi. Mæting 2var í viku í 6 vikur og pottþétt mæti ég + að fara í sundið :)

Lítið annað fréttnæmt nema það styttist óðum í Danmerkurferðina með stelpunum, hlakka ekkert smá til.
Bara minna mig á hvernig þær líta út, það vantar að vísu Ernu, Sunnu og Jónu, spurning um að photoshoppa þær inn, allt hægt í photoshop :)

  • 1
Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar