Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2006 September

30.09.2006 20:10

September 2006

September 29, 2006

Nýr bíll

Jebb loksins er ég komin á annan bíl, þó svo að Focus hafi verið frábær þá er ég kominn á enn frábærari bíl. Algjörlega flottastur, dísel. Ég var búin að keyra focus 100.000 á 2 og 1/2 ári svo það var algjörlega kominn tími á hann enda allir að kvarta yfir kúplingunni, hva maður er nú einu sinni að kenna :)
Allavega er ég himinsæl með þann nýja og nú verðið þið bara að geta hvað ég keypti. Held einhvern vegin að ég tími ekki að kenna á hann :)

En hér er brjál að gera eins og vant er. Mikið að gera um síðustu helgi. Fór í Neðra-Sel að hitta Svanný og áttum gott "stelpukvöld" fyrir utan að hún missti 1 verðlauna meri þennan dag og það var ömurlegt. Fórum aftur í Neðra-Sel á laugardeginum með Gerplu og Geisla en Gerpla var hjá Álfasteini og auðvitað komin skjótt meri í hana :) ca 35-40 gamalt fóstur. Gaman, gaman.....

Á sunnudeginum gerðum við innrás á Sibba, Birnu og Þórdísi Kötlu og gáfum henni æðilsega sæt sængurföt frá Textil sem mér finnst alveg frábær vara.
Albert, Jóhanna, krakkarnir og mamma komu líka svo þetta var allsherjar innrás. Æðilsega gaman og Þórdís Katla er algjör rúsína.

Nú svo er hefðbundin vika fyrir utan bílakaupin auðvitað. Var nú samt búin að græja það að einhverju leyti í síðustu viku.

Framundan er afmælispartíið hans Sigurgeirs og ég býst við því að það taki allavega tvo daga :)

Posted by Selma at 05:32 PM | Comments (2)

September 21, 2006

Snillingur

Þessi maður er algjör snillingur.
Mikið vildi ég að við ættum svona stjórnmálamenn.
Því eigum við ekki fleira fólk sem er eins og hann.
Gerir eitthvað í málunum.
Hvernig væri að við tækjum okkur saman með honum og mótmæltum þessum ósköpum.

Posted by Selma at 09:19 PM | Comments (3)

September 19, 2006

Kolur

Kolur kominn :)

Já það er kominn naggrís á heimilið, hef aldrei séð naggrísi en veit það sem sagt núna, þeir eru svipaðir og kanínur en minni :)
Sigurgeir var búinn að tala um það í marga mánuði hvort hann gæti fengið naggrís. Vorum að reyna að humma þetta fram af okkur en sögðum honum að hann mætti kaupa hann fyrir afmælispeningana frá í fyrra. Var nú fljótur að grípa það og fékk smá lán hjá okkur til að brúa bilið :)

Fórum í það á föstudag að hringja og athuga hvort væri til þessi tilteknu dýr í gæludýrabúðum svo við myndum ekki koma að tómum kofanum og viti menn það voru bara engir naggrísir til neins staðar. Konan í Gæludýrabúiðinni Trítlu sagði okkur hins vegar frá þessari auglýsingu og viti menn það var einn grís eftir í gotinu sem við ákváðum að taka. Kíktum samt við á Selfoss í gær því konan þar sagði á laugardaginn að hún myndi taka með sér unga á mánudag, þ.e. í gær en þegar við komum þangað þá voru þeir nú allir farnir. Þá var mailað á þessa góðu konu í þessari auglýsingu hvort væri nokkuð búið að láta ungann. Sigurgeir spurði á 15 mín. fresti hvort hún væri búin að svara. Loksins kom svar og ennþá þessi eini eftir. Þeir ungar voru næstum orðnir 8 vikna svo ég ætlaði nú að fara undir helgina og ná í grísinn en nei nei enginn friður svo við Sigurgeir fórum bara í gærkvöldi (fyrir háttatíma) og náðum í hann Kol alla leið inn í Hafnarfjörð. Þvílík hamingja. Hér eru þeir búnir að liggja uppí rúmi í allan dag og spjalla saman. Að vísu vill Bjartmar eitthvað vera að skipta sér af þessu sem er ekki alveg að gera sig, en það jafnar sig. Allavega er þetta búinn að vera mikill dagur fyrir aumingjans grísinn því hann er kannski ekki vanur svona "miklu" stússi á einum degi. Allavega er þetta hið besta mál.

Svo til að toppa þetta allt saman er Jóhann besti vinur hans Sigurgeirs í heimsókn og fer hann með í skólann á morgunn.

Hinn besti vinur hans Sigurgeirs, hann Benni, á afmæli í dag og hélt uppá það með pompi og pragt og var Sigurgeiri boðið en sökum anna komst hann að sjálfsögðu ekki en ætlar að taka heila helgi í það seinna. Til hamingju með afmælið Benni okkar.

Fékk 2 nýja nemendur í dag, báðir hérna úr Kambahrauninu, snilldin ein :)

Beggi heldur áfram að mála og er vægast sagt alls ekki góður í öxlinni, kannski málað of mikið.....

Bjartmar fann ekki húfuna sína á leikskólanum í gær og það var ekki tauti við hann komandi að taka aðra húfu með sér í morgun, hans væri á leikskólanum og fannst þar auðvitað að lokum.

Posted by Selma at 09:59 PM | Comments (0)

September 18, 2006

Margt gert - engin skrif :(

Jæja er ekki rétt að láta vita eitthvað af okkur hérna í Hveró.

Byrjum bara 1. helgina í september en þá fór ég norður að kenna og skildi strákana bara eftir heima. Kenndi mikið fram á miðvikudag en þá voru próf og þau tókust svona glimrandi vel :)

Gisti hjá Boggu og Valla og það var bara Hótel Mamma að vera þar, takk fyrir kærlega.

Komst víða í kaffi sem betur fer og í einn saumó sem var meiriháttar skemmtilegt og djúsí kökur eins og alltaf.

Strákarnir komu á miðvikudagskvöldinu en þá gistu allir í Miðhúsum. Það er svo notalegt - þar er maður ekki gestur og getur hagað sér eins og maður vill enda Maggi og Halla í göngunum og við lögðum því húsið undir okkur.

Á föstudag voru réttir og allir mættu í þær.....

Sigurgeir var látinn draga þar sem við gamla fólkið vorum ekki alveg í nógu góðu líkamlegu ástandi til þess :)

og Bjartmar hélt sér bara á veggnum með gamla manninum sem reyndar dró nokkuð margar rollur en varð ekkert rosalega góður í öxlinni á eftir :(

og Fanney og krakkarnir komu og hjálpuðu til.....

Svo var regnboginn á sínum stað :)


Við mættum í allar réttirnar en aðalfjörið var svo auðvitað Sveinsstaðaréttin á sunnudeginum en þar "fengum" við að reka heim sem okkur Fanneyju finnst rosalega gaman. Krökkunumm líka.

Nú svo er bara þetta hefðbundna, skóli, leikskóli, sjúkraþjálfari, mála, gera bókhald, leita að bíl og svo framvegis.

Verð samt að segja ykkur að Sigurgeir er með skott eins og margir vita, búinn að safna í 3 ár. Á föstudag kom hann heim með þvílíka flækju að ég hef nú ekki séð annað eins nema á hrossi en ég varð auðvitað að reyna að greiða hana úr. Það tók nú bara töluverðan tíma, ekki mátti nú klippa þetta úr því ef ég hefði gert það þá hefði verið lítið eftir af skottinu og það mátti engan veginn. Spurði hann hvernig hann hefði farið að þessu, jú hann var að reyna að taka fléttuna úr, ekki veit ég hvernig hann reyndi það :)
Læt myndir fylgja með af skottinu þegar búið var að ná flækjunni úr, hefði auðvitað átt að taka mynd af flækjunni en það gleymdist


Posted by Selma at 08:57 AM | Comments (0)

September 17, 2006

Haustlægð stafaði af ......

Las bloggið hennar Bebbu þegar ég kom heim um síðustu helgi.
Svo ofboðslega sorglegt en svo ofboðslega vel skrifað.
Kemur manni til að hugsa um hvað maður á gott
og ætti að meta það ALLA DAGA.


Kastljós í síðustu viku.
Skelfilegar staðreyndir um ofsaakstur á Íslandi.
Gerði mér ekki grein fyrir að það væri svona mikið um hann.
Held að íslendingar, sumir hverjir, séu að missa vitið, því miður :(

Posted by Selma at 10:17 AM | Comments (1)

September 15, 2006

Haustlægð

Já haustlægðirnar láta á sér kræla......

  • 1
Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641686
Samtals gestir: 98129
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 10:21:56

Tenglar