Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2006 Júlí

31.07.2006 20:05

Júlí 2006

July 30, 2006

Mæli með

Svona í óspurðum fréttum þá mæli ég með þessum fjölskyldudögum, verst að þeir eru að verða búnir. En eins og kannski margir vita þá er
ég og hef alltaf verið mjög á móti þessari virkjun og væri alveg
til í að vera þarna.
Ætla ekkert að tjá mig um það frekar.

Posted by Selma at 01:39 PM | Comments (2)

July 26, 2006

Grænu skórnir

Beggi fór til bæklunarlæknis í gær, loksins eftir ca 6 vikur þá fékk hann boð um að fá að fara til læknis og við drifum okkur, ég keyrði auðvitað þar sem ég hélt að hann gæti alls ekki keyrt, þó svo hann sé búinn að keyra hér um allt. Nú ég keyrði til Reykjavíkur en þar sem ég var gjörsamlega að drepast í bakinu frá því á föstudaginn þá varð hann að keyra mér heim og svo á Selfoss til að fá einhver verkjalyf. Nema hvað, læknirinn teygði hann allan og togaði og sagði honum að fara í sjúkraþjálfun, skil þetta ekki alveg, hann fór í röngten 10 dögum eftir að hann kom heim frá Finnlandi og síðan hafa þeir ekkert talað við hann fyrr en nú. En allavega heima í mánuð í viðbót eða tvo :)

Já og svo ég fer líka í sjúkraþjálfun. Ég er búin að komast að því núna að sennilega er bara betra að fara beint í ræktina og borga heldur en að eyða í sjúkraþjálfun, verkjalyf og kírópraktor eins og ég er búin að vera að gera í vetur og aftur núna.......

Frábær fjölskylda, saman í sjúkraþjálfun :)

Nú af því ég fór til kírópraktorsins í dag fórum við og kíktum í búð af því mér finnst svo gaman í búðum. Fórum í Hagkaup og þar sá Bjartmar þessa líka frábæru skó, gúmmítúttur :)

Beggi vildi alls ekki kaupa græna skó og reyndi mikið til að fá hann til að prófa bláa en allt kom fyrir ekki, græna vildi hann, mátaði að vísu einn grænan og einn bláan því hann vildi ekki máta þann sem miðinn var á en í grænum fór hann út og fór ekki úr þeim fyrr en hann fór að hátta í kvöld. Ætlaði að hvíla sig úti og fór með sængina með sér út því strákarnir voru í krikket, fór svo sjálfur í krikket en er kominn úr þeim núna og uppí rúm :)

Posted by Selma at 09:48 PM | Comments (2)

July 22, 2006

Hlökk + Klettur = grátt :)

Ýmist er það of eða van :) Fór enn og aftur í Neðra-Sel.
Við Svanhildur og Edda Margrét fórum í stelpnaferð í dag. Reyndar fór einn karlkyns með okkur en það var brúnt hestfolald. Við fórum sem sagt með Hlökk til kærastans, sem er Klettur frá Hvammi, þetta árið. Hann er grár og bara flottur svo það hlýtur að koma grátt eða bara brúnt, sjáum það næsta vor ef þetta tekst :)

Tókum myndir af þeim brúna en hann er undan Orra sjálfum.
Þau máttu reyndar alls ekki stoppa við til myndatöku en
þessar eru betri en ekkert :)


Nú Hylling vildi ekki Kolfinn svo það þarf að finna nýjan fyrir hana.

Posted by Selma at 08:44 PM | Comments (0)

July 20, 2006

Við gömlu :)

Ákvað nú loksins að drífa mig í Neðra-Sel og kíkja á hana gömlu mína hana Hlökk í gærkvöldi og náði Svanný nokkrum myndum af okkur. Hún var sem sagt ekki köstuð í gærkvöldi. Svanný fékk skýr skilaboð um það að hringja í mig strax og hún væri köstuð.

Fer ég heim uppúr miðnætti í gærkvöldi og lét mér ekki
detta í hug að hún myndi kasta næstu daga.

Hringir Svanný í mig uppúr kl. eitt í dag og er þá ekki bara komið folald. Við hendumst öll inní bíl og af stað til að líta gersemið augum og er þá ekki kominn brúnn hestur, hestur pæliði í því undan Orra, átti auðvitað að vera grá meri en flott folald og hvað skiptir það máli hvort það er hestur eða meri. Hún er líka búin að eiga 5 merar í röð svo það var víst tíminn núna að koma með hest.


Nú svo hittum við hana Toppu mína og tókum myndir
af henni og mér auðvitað líka :)


og svo var Hylling líka mynduð en hún var á leiðinni í sónar á Hellu. Hún var hjá honum Kolfinni kallinum. Vona að það komi eitthvað svakalega gott út úr því.


Nú verð að láta eina mynd fylgja hérna með sérstaklega fyrir Sædísi því hún var svo hrifin af köngulónum sem héngu hér utan á húsinu í fyrra þegar hún kom.
Þessi sæta könguló hékk hér utan á húsinu þegar við komum heim frá Suðureyri. Sérstaklega stór og falleg ........ held samt að hún sé dauð núna :)


Annars allt gott, Bjartmar á afmæli á morgun verður 3ja ára.
Við ætlum ekki að hafa kaffi og kökur og hundrað manns,
ætlum í bíó og gera eitthvað fleira skemmtilegt.

Posted by Selma at 07:43 PM | Comments (0)

July 19, 2006

Suðureyri

Snilldarferð á Suðureyri búin.....

Fórum á laugardaginn og ég segi ykkur það, mikið ofboðslega er langt þangað, það tók okkur allan daginn að keyra þangað en komust auðvitað á endanum.

Byrjuðum á því að koma við hjá mömmu og fengum afmæliskaffi hjá henni :)

Vorum komin á Suðureyri um hálf tíu.

Áttum frábæra helgi þar eins og sjá má á myndum þaðan sem þið getið bara skoðað. Frábær sundlaug á staðnum, veðrið var mjög gott þó hafi verið úlpuveður stundum og fullt af ufsa í sjónum.

Takk fyrir Hilmar, Lilja, Harpa og Nótt.

Komum heim í gærkvöldi.

Posted by Selma at 11:51 AM | Comments (0)

July 14, 2006

Mikið að gera

Jæja eitthvað er mér farið að förlast hérna, allavega langt síðan ég skrifaði hér síðast. Kannski alltof mikið að gera hjá manni :)

Helmingur fjölskyldunnar á Eyvindarstöðum átti afmæli í gær, til hamingju með það og mamma á afmæli á morgun, til hamingju með það :)

Ég fór norður 9. júlí, var sem sagt heima í heila 3 daga fyrir utan að vera með próf á Selfossi og í Reykjavík þá daga en fór svo norður á sunnudeginum. Kenndi út í eitt og 7 krakkar í próf 12. júlí. Það gekk bara vel og var ég virkilega ánægð eins og ég er reyndar alltaf. Ég komst hins vegar ekki eins mikið í kaffi eins og ég vildi en þar sem ég var að kenna krökkunum hennar Huldu á Reykjum í Hrútafirði drakk ég mikið kaffi þar og spjallaði, alveg eins og við hefðum hist í gær. Alveg meiriháttar og svo gisti ég í litla sumarhúsinu hennar niður við gróðurstöð og mánudagsmorguninn var alveg magnaður, spegilsléttur sjór og flott veður.
Gisti hjá Jobbu á þriðjudagskvöldið og skildi bara bílinn minn eftir hjá Frumherja, kom lyklinum á fyrsta próftaka þar sem prófin byrjuðu kl. 8.00. Pottþéttur maður þar á ferð. Svaf svo næstum því fram að hádegi sem var ákaflega gott.
Tók mömmu á Helgavatni en hún var búin að vera þar að hjálpa Jóhönnu sem meiddi sig í fótinn, missteig sig svo illa. Á leiðinni suður komum við við hjá Huldu og tókum nokkur blóm. Þeim var komið fyrir í garðskálanum í gær svo þau myndu ekki drukkna í nótt. Þvílík rigning.

Takk fyrir þessi æðislegu blóm Hulda.

Nú í dag og í gær er ég á kafi í bókhaldi sem ég ætlaði að klára í fyrradag en það hefst.

Strákarnir eru ALLIR sprækir. Læknirinn átti að hringja í dag en hringdi ekki. Þá á Beggi að hringja i hann á þriðjudaginn. Þetta er skárra en ekki nógu gott finnst honum.

Sigurgeir var á reiðnámskeiði en því var frestað í dag og seinasti tíminn verður á miðvikudaginn í næstu viku.

Á morgun ætlum við að mæta snemma til mömmu og síðan ætlum við að skreppa á Suðureyri til Hilmars og fjölskyldu og vera þar fram á þriðjudag. Hef aldrei komið á Suðureyri svo það er tími til kominn.

Posted by Selma at 10:11 PM | Comments (1)

July 07, 2006

Já Spánarferðin :)

Jú aðeins um Spánarferðina :)

Fyrirtaks ferð nema hitinn, ég var nú ekki sérstaklega
að meika hann en það vissi ég nú fyrir :)

Fín íbúð í Zenia Mar hverfinu, sem er ca 5 km frá Torreveja, þar sem allt er flísalagt, meira segja gangstéttarnar. Sjálfsagt er það alls staðar en við fórum nú mest um þar. Sundlaugin var handan við hornið og var hún óspart notuð. Harpa og strákarnir komu seint um kvöld 24. júní og voru til 2. júlí. Held endilega að Harpa hafi verið nokkuð sammála mér með hitann við vorum nú ekki alveg að fíla hann, hann var yfirleitt svona um 35 stig frá morgni til kvölds en lækkaði þá niður í 25 og það var virkilega notalegur hiti. Ég fékk auðvitað sólarexem en fékk eitthvað krem við því og var bara í langerma skyrtu, voðalega notalegt í góða veðrinu en betra en kláðinn í exeminu.

Við lágum aðallega í leti, tókum að vísu einn dag í strætóferðir, þær virkuðu ekki alveg eins og við héldum.... :), annar dagur fór í dýragarð, HEILL dagur fór í "mollið" og svo fórum við á ströndina sem var alveg meiriháttar. Frábærlega gaman að fara í svona heitan sjó og liggja þar, strákarnir fíluðu það í botn og Sigurgeir var bókstaflega á kafi allan tíman. Það var mismikill öldugangur ef öldugang skildi kalla en fyrri daginn var frábært, ekki margt fólk og sléttur sjór, alveg geggjað. Hefðum getað verið þar allan daginn....
Alla dagana fórum við í sundlaugina, misoft yfir daginn :)

Strákarnir urðu misbrúnir og brunnir, sá elsti brann :) hinir minna en allir voru nú orðnir leiðir á sólarkremum, mikið dj.... er leiðinlegt að bera á allt liðið í hvert skipti sem maður fer út enda brann Beggi mest :) þar sem hann var í fatla og það gleymdist að setja á hann þar sem hann gat það nú ekki alveg sjálfur :)
Mest var sólarvörn nr 40 notuð og þar af leiðandi urðu menn nú ekki brúnir og ég alls ekki, fékk reyndar freknur en Harpa hafði nú alveg vinninginn í þeim :)

Nú það var mismikið fjör á kvöldin en 3ja kvöldið sem Harpa var þá voru strákarnir að leika sér úti kl. 22.00 í badminton og varð þá granni okkar þá ekki band...... og öskraði á strákana að hætta þessum hávaða og spurði svo hvar foreldrarnir væru eiginlega og sagði mér svo að þeir ættu að vera farnir að sofa :) okkur drullubrá nú en daginn eftir kom granni okkar á móti og sagði okkur bara að hafa það eins við vildum hann væri alltaf að nöldra eitthvað þessi kall og við bara vorum voðalega fegin að heyra það enda voru þau á móti okkur afskaplega notaleg og mikið stuð þegar var fótbolti á flötinni þá blés kallin í lúður og hafði gaman af. Bjartmari fannst það alveg æði.

Nú á Spáni sér maður hvað vatn er mikilvægt og ekkert smá sem selt er af vatni þarna. Held við höfum drukkið 50 lítra af vatni og gott að sjá hvað strákarnir sóttu í að drekka vatnið, gott ef þeir gerðu það líka heima. Mikið erum við heppin að hafa allt þetta vatn, væri gott ef við hugsuðum meir um það.

Dýragarðurinn var frábær, mest fannst mér um gíraffana koma, held ég hafi ekki séð þá í návígi áður, verð að bæta mynd af gíraffa í albúmið, ótrúleg skepna.

Mollið var í lagi en eins og allir vita hef ég ekki mikinn áhuga á að eyða mínum dýrmæta tíma í búðum. Fer í þær af nauðsyn, allavega ekki mér til skemmtunar en þetta var voðalega fínt moll, alveg nýtt meira segja.

Sem sagt æðisleg ferð en gott að vera komin heim.....

Posted by Selma at 08:49 PM | Comments (2)

July 06, 2006

Myndir úr Spánarferð :)

Kenna í dag og í kvöld svo lítið um skriftir en getið kíkt í myndaalbúmið :)

Meira mjög fljótlega......

Posted by Selma at 11:16 PM | Comments (0)

July 05, 2006

Komin heim

Jebb við komum heim í dag og ferðasagan kemur von bráðar. Er nú ekki alveg í stuði til að skrifa í kvöld. En alltaf gott að komast heim :)

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar